Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
LAIVLFA Uii V ALi
Ljós & Hiti
Sími 15184
Drengur öíður bana
er dráttarvél valt
Borgarnesi, 9. nóv.
DBENGUR beið bana að Laugar-
völlum í Reykholtsdal, er dráttar
vél, sem hann ók, valt.
Slysið var um kl. 18,30 í gær,
og varð það með þeim hætti að
16 ára piltur, sem var á bænum,
Benedikt Guðmundsson frá Sól-
völlum í Bolungavík, var að aka
dráttarvél frá bænum og út á
þjóðveginn. Mun hann þá senni-
lega hafa misst stjórn á vélinni,
þvi að hún veltur ofan í skurð,
sem lá meðfram veignum. Varð
pilturinn undir vélinni og beið
samstundis bana.
Rarmsóknir á auö-
lindum hafsins
verði efldar
Island flytur tillögu um jbessi efni
i SÞ ásamt 75 öðrum rikjum
TILLAGAN um auðæfi hafs-
ins, sem 16 þjóðir flytja og
þar á meðal ísland, var tekín
til umræðu í 2. nefnd allsherj
arþings Sameinuðu þjóðanna.
Ásamt íslandi standa að þess
ari tillögu Bandaríkin, sem
áttu frumkvæðið að flutn-
ingu hennar, Brazilía, Chile,
Kolumbía, Costa Rica, Dan-
mörk, Egyptaland, Panama,
Noregur, Pilippseyjar, Pak-
istan Ecuandor, Nigería, Perú
Tobago og Trinidad.
James Roosevelt, fulltrúi
Bandaríkjanna í nefndinni,
hafði framsögu um málið og
gat hann þess að Bandaríkja
menn hyggðu á stórátak til
þess að framleiða mannamat
úr fiskimjöli, sem myndi
verða árangursríkt spor í
baráttunni gegn hungri í
heiminum. Hefði þjóðþingið
samþykkt lög um þetta efni
og hyggðust Bandaríkjamenn
efla mjög allar haf- og fiski-
Framhald á bls. 31
Ekkert smgörfgall
á Egilsstöðum
Flytja 30-40 þús. 1. af mjólk frá Akureyri
Egilsstöðum, 9. nóv. —
Á ÞESSU ári hefur aldrei verið
neinn afgangur af smjöri á Aust-
fjörðum, og frá því í september
hefur orðið að flytja hingað til
Egilsstaða frá Akureyri bæði
smjör og skyr, svo og hefur orð-
ið að flytja þaðan 30—40 þús.
lítra mjólkur til þess að full-
nægja eftirspurninni. Má án efa
rekja þetta að nokkru leyti til
síldarflotans, sem stundað hefur
veiðar hér út af Austfjörðum í
sumar.
Um nokkurt skeið hefur allri
mjólk hér verið pakkað í piast-
poka, og þeir síðan settir í til-
heyrandi pappaform. Má síðan
klippa af eitt hornið af forminu,
og nota það eins og mjólkur-
könnu. Kallast þessar mjólkur-
umbúðir Tetrapak, en fyrir
nokkru var sett hér upp frönsk
pakningavél. Þykja þessar mjólk
urumbúðir hafa gefizt mjög vel.
St. E.
Myndin sýnir ösina, sem var fyrir utan Kjörgarð er brunaútsaian var opnuð í gær.
Gífurlegur mannfjöldi á
brunaútsölu í Kjörgaroi
Varð að loka verzlunum kL 5 — Kalla varð
út 11 lögreglumenn til að halda uppi gæzlu
Eftir hádegi í gær hófst í Kjör
garði brunaútsala á þeim vörum !
sem skemmdust eitthvað í brun-
anum, sem varð í húsinu í sl.
viku. Mikinn mannfjölda dreif
að strax og verziunin var opnuð
og komust ekki allir inn sem
vildu, svo að stífla myndaðist í
anddyri hússins.
Var þá gripið til þess ráðs að
hleypa inn í verzlunina í hópum,
en henni var svo lokað um kl. 5
en þá treystu verzlunareigendur
í Kjörgarði sér ekki til þess að
taka við fleirum, en gizkað er á
að um 2000 manns hafi komið í
verzlunina. Verður brunaútsöl-
unni haldið áfram kl. 1 í dag en
hún stendur eitthvað fram eftir
næstu viku.
Upphaflega voru þrír lögreglu
þjónar fengnir til þess að sjá um
að allt færi fram með röð og
reglu, en þegar á leið þurftu þeir
að fá liðsauka til þess að hafa í
fullu tré við mannfjöldann. Störf
uðu 10—11 lögregluþjónar að
gæzlustörfum um tíma. Umferð
var gífurleg um Laugarveginn í
gær, og varð að takmarka hana
um götuna á tímabili.
Þess má geta að einn eigand-
inn í Kjörgarði var heldur fljót
ur á sér, því að hann opnaði
( brunaútsölu í fyrrakvöld fyrir
. starfsfólk í húsinu, en hann hef
j ur viljað gefa því tækifæri á
| því að verzla fyrst. Lögreglan
! hafði á hinn bóginn spurnir af
þessu og stöðvaði söluna.
Síldarverksmiðjur
rafmagnslausar
Bót væntanlega ráðin á því í dag
Ekkert samkomulag
í gær var sáttafundur milli
Vinnuveitenda og starfsmanna
við Búrfell. Ekki náðist samkomu
lag á fundinum, en gert er ráð
fyrir að fundir verði í undir-
nefndum í kvöld, og sennilega
sáttafundur með sáttasemjara n.
k. mánudag.
Miklar umræður um sjónvarpið á Alþingi í gær:
Sjónvarpið nær til Suiuriands-
undiriendis a næsta ári
SÍLDARVERKSMIÐJURNAR á
samvinnslusvæði Grímsárvirkjun
ar, 7 að tölu, voru allar raf-
magnslausar í gær, en vonazt var
til að því vandræðaástandi lyki
í morgun, og að nú sé búið að
' ráða þá bót á, að ekki komi til
frekari skömmtunar á rafmagni
á næstunni, að því er Guðjón
Guðmundsson hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins upplýsti í gær.
I síðustu viku brotnaði 700
kílóvatta dieselvélasamstæða í
Neskaupstað, en á samkeyrslu-
svæði Grímsárvirkjunar eru 3
díeselstöðvar, á Seyðisfirði, Nes-
kaupstað og Fáskrúðsfirði. Varð
að grípa til skömmtunar á raf-
magni til síldarverksmiðjanna
um helgina. Og svo aftur í gær.
• Hægt að hefja byggingu Skálafells-
stöðvar næsta ár
• Undir búnings- og stofnkostnaður
nemur í árslok 79,1 milljón króna
í GÆR urðu allmiklar um-
ræður í Sameinuðu Alþingi
um íslenzka sjónvarpið og
uppbyggingu þess út um
land í tilefni fyrirspurnar
Jónasar G. Rafnars um það
hvenær sjónvarpið muni ná
til Norðurlands.
í svari menntamálaráð-
herra kom fram, að á næsta
ári mundi sjónvarpið ná til
meginhluta Suðurlandsundir-
lendis og að þegar hefði verið
ákveðið að byggja stóra end-
urvarpsstöð í Vestmannaeyj-
um og minni stöðvar í Grinda
vík og Borgarnesi. I*á kvað
ráðherrann augljóst, að hægt
mundi að hefja byggingu
Skálafellsstöðvar þegar á
næsta ári en sú stöð yrði horn
steinn í dreifingarkerfi sjón-
varpsins út um land.
Það kom einnig fram hjá
menntamálaráðherra, að um
áramót mun stofnkostnaður
og undirbúningskostnaður
sjónvarpsins nema 79,1 millj.
króna en áætlað er að tekjur
sjónvarpsins af aðflutnings-
gjöldum nemi í árslok 72,5
milljónum króna.
Framhald á bls. 12.
En vatnið í Grímsá, sem hefur
verið vatnslítil að undanförnu,
hvarf alveg í gær vegna krapa-
stíflu.
Rafmagnsveiturnar áttu upp-
settar tvær díeselvélar, 500 kv.
að stærð, á Seyðisfirði og var
í gær unnið af fullum krafti að
uppsetningu þeirra. Var gert ráð
fyrir að önnur kæmist í sam-
band í gærkvöldi en hin í dag.
Þriðja díeselvélin fór svo með
Heklu af stað í gær frá Reykja-
vík til Neskaupstaðar og búizt
við að hún komizt í samband um
eða upp úr næstu helgi. Sagði
Guðjón að þetta ætti að duga
fyrst um sinn, burt séð frá vatns
magninu í Grímsá.
Sif tók 8 báta að meint-
um ólöglegum veiðum
70-80 bátar hafa verið teknir í landhelgi
það sem af er árinu
GÆZLUFLUGVEL Landhelgis-
gæzlunnar, Sif ,tók í fyrradag
átta báta að meintum ólöglegum
veiðum út af Suður- og Vestur-
landi.
Flugvélin fór í gæzluflug s.l.
þriðjudag, og kom þá að fimm
bátum, sem voru að veiðum inn-
an landhelgislínunnar í Faxabugt
suður af Jökli, og að þremur
bátum, sem voru að veiðum inn-
an línunnar út af Ingólfshöfða.
Verður mál þéssara báta tekið
fyrir í Reykjavík, Hafnarfirði og
Vestmannaeyjum einhverja
næstu daga, ,
Það kom fram í samtali, er
Mbl. átti við Jón Jónsson hjá
Landhelgisgæzlunni, að með þess
um bátum hafa milli 70 og 80
bátar verið teknir að ólöglegum
veiðum það sem af er þessu ári,
og hefur flugvél Landhelgisgæzl
unnar tekið þá flesta.