Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 1
32 síður 53. árgalkgur 259. tbl. — Föstudagur 11. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verður Kiesinger maður Erhards? Krístilegir demokratar velja mann, sem starfaði / ráöu- neyti Ribbentrops — Jbögn um val hans vestan hafs — óvíst talið, hvort Kiesinger tekst að mynda nýja stjórn eftir- l„Nautilus44 Bonn, 10. nóv. — AP EINING hefur náðst um það innan Kristilega demókrata- flokksins í V-Þýzkalandi, hver skuli taka við af Lud- wíg Erhard, kanzlara. Flokkurinn hefur valið Kurt Georg Kiesinger, þekkt- an, áhrifaríkan stjórnmála- mann, sem þekkir vel til ut- anríkismála. Hann starfaði í ráðuneyti Joachim von Ribhentrops, þá- verandi utanríkisráðherra Adolf Hitlers. Undanfarin átta ár hefur Kiesinger verið forsætisráð- herra í Baden-Wurtemberg, sem liggur í suðvesturhorni V-Þýzkalands, og á landa- mæri að Frakklandi. Mikið orð fer af mælsku Kiesingers, en hún hefur þó e.^ki dugað honum til að vísa á bug þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið — einkum þó erlendis. Margir telja, að Kiesinger eigi sér vafasama fortíð — og er þar átt við starfsferil hans Ribbentrops. Þ A Ð var við þriðju at- kvæðagreiðslu, að Kristi legir demókratar völdu Kiesinger til að taka við embætti Erhards — tak- ist honum það, sem Er- hard hefur ekki tekizt að undanförnu — að mynda nýja meirihluta- stjórn. Kiesinger hlaut 137 at- kvæði, en Gerhard Schröder, utanríkisráð- herra, 81, og Rainer Bar- zel, leiðtogi þingflokks- ins, 26. í ráðuneyti I lög, og lét nokkuð að sér kveða í samtökum kaþólskra stúdenta. Að loknu námi í lögum, 1933, gekk Kiesinger í nazista flokkinn, en það ár komst Hitler til valda. Sjálfur segir Kiesinger, að hann hafi misst trúna á „foringjann", er Hitl- er lét stytta nokkrum sam- starfsmönnum sínum aldur. Þó gekk Kiesinger ekki úr flokknum. Vinir hans segja þó, að honum hafi aldrei fall ið við Hitler, eða aðhyllst hugmyndir hans, og um tíma hafi Kiesinger haft á orði, að hann vildi flytjast af landi brott, til Bandaríkjanna. 1940 segist Kiesinger hafa ver ið kvaddur til starfa í utanríkis ráðuneyti Ribbentrops. Þar starf Framhald á bls. 31 rekst á kaf- bátinn Essex46 'i 1 hafinu undan Islandi 10. Norfolk, Virginia, nóvember — AP. BANDARÍSKI kjarnorkukaf- báturinn „Nautilus" rakst dag á kafbátinn „Essex“, í hafinu milli Gænlands og ís- Framhald á bls. 31 í Ekki er talið loku fyrir það skotið, að Kiesinger kunni því að eiga við nokkra erfiðleika að etja, er hann reynir að mynda meirihlutastjórn, því að margir líta illu auga vaxandi vinsældir Þjóðernisflokksins, sem talinn er hlynntur nokkrum hugmynda nazismans. Kiesinger er fæddur í Ebing- en, Wúrtemberg. Hann lagði ung ur stund á heimspeki, sögu og Myndin var tekin í gær, að lckinni atkvæðagreiðslu um það, hver taka skuli við af Erhard. Kiesinger (t. v.) tekur í hönd Franz Josef Strauss, fyrrum varnarmálaráðherra, sem um- deildur hefur verið. — AP. „Gerræðislegar hefndarráðstafanir" — 10 kúbanskir dansarar leita hælis París — AP TÍU dansarar úr Kúbanska rík- isballettflokknum, sem verið hef í Frakklandi ur í sýningarför í Frakklandi undanfarið, hafa gefið sig fram við yfirvöld í París, og beðizt Harold Wilson Edward Heath Ræður persónulegt hatur í samskiptum Wilsons og Heaths? Óvenjulegt mál komið upp i brezkum stjórnmálum London — AP ÞAÐ hefur löngum verið talið eðlilegt, og jafnvel æskilegt, að forsætisráð- herra Bretlands og leiðtogi stjórnarandstöðunnar deili hart á þingi, en sýni aftur á móti hvor öðrum kurteisi á öðrum vettvangi. Það hefur því vakið mikla athygli nú, að svo virðist komið, að Wilson, forsætisráðherra, og Heath, leiðtogi íhaldsflokksins og seu stjórnarandstöðunnar, orðnir svarnir óvinir. Síðustu daga hafa átt sér stað orðaskipti milli leið- toganna tveggja á þingi, sem vakið hafa almenna undrun, og jafnvel hneyksl an, þingheims. Hvor um sig virðist hafa mestu andúð á hinum, jafnvel svo, að Walter Terry, stjórnmálafréttarit- ari brezka blaðsins „Daily Mail“, sagði fyrir nokkrum dögum: „Orðið hatur er Framhald á bls. 31 hælis. Bera dansararnir því við, a<$ „gerræðislegar hefndarráðstaf- anir“ í heimalandinu, Kúbu, hafi gert þeim lífið þar óbæri- legt. Langt er um liðið síðan jafn stór hópur listamanna hefur briðzt hælis í Frakklandi. Hér er um að ræða mikið áfall fyrir stjórnina í Havana, því að hóp- urinn var kvaddur með viðhöfn, er hann lagði upp i sýnimjar- förina til Frakklands. Dansararnir héldu á laun frá gistihúsi því í Paris, er þeir bjuggu í, „Hotel Palais d‘Or- ' say“, en talsmaður þeirra gaf sig síðan fram við franska utanrík- isráðuneytið, sem er skanimt frá. Utanríkisráðuneytið veitti listafólkinu 15 daga dvalarleyfi þegar í stað, en mái þeirra er að öðru leyti til athugunar hjá frönskum stjórnarvöldum. Listamennirnir hafa látið frá sér fara sérstaka yfirlýsingu, þar sem segir m.a.: „Við vorum ekki andstöðumenn byltingar- innar á sínum tíma. Hinsvegar ‘ hörmum við þær gerræðislegu hefndarráðstafanir, sem gripið hefur verið til í landi okkar — en þær vinna gegn anda bylt- ingarinnar. Ráðstafanir þessar birtast í því, að sérhver sá, sem ekki vill laga sig fullkumlega að stjórnarháttunum, hvort sem það er með lifnaðarháttum, trú- arbrögðum eða klæðaburði, verð Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.