Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNKi A*1Ð
Föstudagur 11. nóv. 1966
BlLL MEÐ 9 MANNS
FAUK I STÖRWRII KJÚS
— Engin alvarleg msiðsl
— Fólkið beið í 2 klst. eftir hjálp
SÁ ATBURÐUR varð í gær-
kvöldi, að áætlunarbíll með
níu manns fauk út af veg-
inum skammt fyrir ofan Tíða
skarð í Kjós og lenti ofan
í skurð. Meiðsli urðu nokk-
nr á farþegum, sem seinna
voru fluttir í Slysavarðstof-
una. Fólkið varð að bíða í
tvær klukkustundir í bílnum
eftir hjálp, því enginn öku-
maður vogaði sér að stanza
við slysstaðinn vegna veður-
ofsans.
Morgunblaðið náði seint í gær
kvöldi tali af Bjarna Pálmasyni,
frá Laugarvatni bifreiðarstjóra
hjá Ólafi Ketilssyni. Bjarni
kom hinu nauðstadda fólki fyrst-
ur til hjálpar á áætlunarbíl sem
hann ók. Skýrði Bjarni frá að-
komunni á þessa leið:
- Ég var nýkominn inn á
stöð í Reykjavík er mér barst
hjálparbeiðnin ofan úr Tíða-
skarði og hélt þangað þegar í
stað. Ég áræddi ekki að stanza
við slysstaðinn nema í 1—2 mín-
útur þar eð bíllinn minn fauk
til á veginum. Áður höfðu
stöðvað mig tveir vörubílar á
leið til Reykjavíkur, sem höfðu
flýtt sér burtu vegna veðurofs-
ans. Á slysstaðnum sá ég tvo
menn, sem lágu við vegarbrún-
ina og bókstaflega skriðu í átt-
ina til mín. Það var algjörlega
óstætt á staðnum. Ég braust út
úr bílum, út í veðurofsann. Mér
tókst að ná í alla farþegana upp
í bílinn til mín, en bílstjórinn
varð eftir. Var hann alveg
ómeiddur. Ekki er mér gjörla
kunnugt um slys á farþegun-
um, en konu sá ég og ungling,
sem eitthvað hafa meiðzt. Voru
flestir farþeganna fluttir á
Slysavarðstofuna til frekari
rannsóknar.
Mbl. hafði þvínæst tal af ein-
um farþeganna, Þorsteini Jóns-
syni á Úlfsstöðum og sagðist hon
um þannig frá ferðinni og líðan
farþega í áætlunarbílnum:
— Við vorum komin skammt
fyrir ofan Tíðaskarð klukkan
rúmlega 7 í kvöld, þegar bifreið-
in fauk skyndilega af veginum
og lenti að framan ofan í skurð
og festist. Þótt kátlegt megi virð
ast gat bíllinn tæplega fokið á
Island sigraöi Kúbu
BIÐSKÁKIR i fimmtu umferð
Kúbumótsins voru tefldar í gær.
Biðskákum íslands lauk þannig,
að Friðrik vann sína skák, en
Ingi gerði jafntefli. Hefur því
Island sigrað Kúbu með 214
gegn VA.
Aðrar biðskákir fóru þannig,
að Bandaríkin sigruðu A-Þýzka-
land með 3 vinningum gegn 1,
Danmörk sigraði Spán með 2%
gegn l%og Júgóslavía og Argen
tína gerðu jafntefli, 2 vinningar
gegn 2.
Bandaríkin eru efst á skák-
mótinu í Havana. Þau tíðindi
hafa aftur gerzt, að Sovétríkin
hafa ákveðið að tefla s'kákir sín-
ar við Bandaríkin, en ekki er enn
ákve’ðið, hvenær teflt verður.
Staðan er nú þannig (USA á
enn óteflt við USSR, eins og
fyrr segir):
1. Bandaríkin 14 v.
2. Júgóslavia 13v.
3. Sovétríkin 13 v.
4.—5. Argentín 13 v.
4.—5. Búlgaria 13 v.
6. Tékkóslóvakía ny2 v.
7. Ungverjaland 11 V.
8. Rúmenía 10% v.
9. Danmörk 8 v.
10. Spánn 7% v.
11.-12. ísland 6V2 v.
11.—12. A-Þýzkaland 6y2 v.
13. Noregur 4'/2 v.
14. Kúba 3 % v.
f sjöttu umferð tefla fslend-
ingar við Dani.
Víxlaði tölti í
hæsta vinningi
ÞAÐ bar til í fréttalestri í
útvarpinu í gærkvöldi, a'ð frétta
þulur víxlaði stöfupi í tölu happ
drættismiða þess, er hæsta vinn
ing, 500.000 kr., hlaut, er dregið
var í 11. flokki happdrættis Há-
skólans í gær. Ekki hafði þul-
urinn þó áttað sig á mistökun-
um, fyrr en eftir að fréttalestri
og fyrsta dagskrárþætti eftir
fréttir var lokið. Þá tilkynnti
hann, að leiðrétta þyrfti inn-
lenda frétt, og las hann síðan
upp númer miðans, sem vinn-
inginn hlaut, 9271. Hann hafði
víxlað tveim síðustu stöfunum,
betri stað, því bratt er víða í
kring, en þar sem hann var kom-
inn í skurðinum haggaðist hann
ekki. Bílstjórinn reyndi að fara
út úr bílnum til að ná í aðstoð
uppi á vegi, þar eð talstöðin hafði
bilað. En til þess að komast
þangað, varð hann og farþegi,
sem fór með honum, að skríða,
því veðurhæðin var svo ofsaleg,
vart undir 14 vindstigum. Við
hinir farþegarnir sátum í bíln-
um á meðan.
Ekki sá ég hræðslu á nein-
um manni þótt ástandið væri
harla uggvænlegt. Við biðum í
rúmar tvær klukkustundir eft-
ir aðstoð. Það var ónotaleg bið
frómt frá sagt. Við sáum nokkra
bíla fara framhjá en fæstir
gerðu tilraun til að stanza, sem
vonlegt var því bílstjórarnir
1 áttu greinilega fullt í fangi að
hemja farartæki sín á veginum.
Hjálpin kom loksins og þá skrið
um við farþegarnir og ultum
eins og kefli á leiðinni að bíln-
um. Til allrar hamingju voru
engin börn í bíl okkar. Ég held
að flestir hafi sloppið ómeiddir
utan kona og unglingur, sem
eitthvað brákuðust, en báru
meiðsl sin vel.
Við vorum öll á leið til Akra-
ness og til Borgarfjarðar, en
enginn komst þó lengra en upp
að Tíðarskarði í þetta sinn,
sagði Þorsteinn að lokum.
Seint í gærkvöldi var upplýst,
að konan og unglingurinn sem
um er rætt höfðu sem betur fer
sloppið tiltölulega lítt meidd.
Var gert að meiðslum þeirra á
Slysavarðstofunni í gærkvöldi.
SamkomuEag hjá
Sókn og Sumargjöf
SAMKOMULAG tókst í gær-
kvöldi með samninganefndum
starfsmannafélagsins Sóknar og
barnavinafélagsins Sumargjafar.
Samkomulagið er undirritað með
fyrirvara um samþykki félag-
anna. Fundur verður haldinn
með þessum félögum fyrir há-
degi í dag og taka barnaheimilin
til starfa eftir hádegi í dag, verði
samkomulagið staðfest.
Kind foar seint
að hausti
SÁ sérstæði atburður varð á
Barðaströnd fyrir nokkrum dög,
um, að nýborin kind fannst á1
bænum Uolti þar í sveit. Þykir
það allóvenjulegt, að kind beri
svo seint að hausti.
Ærin gekk ekki með lambi í |
sumar, en nú bar hún móhött-1
óttum hrúti. Heilsast kind og
lambi hið bezta. Eigandi ærinn-
ar er Þórður Marteinsson bðndi
að Holti.
ELDUR kom upp í geymsluskúr
við Suðurlandsbraut 103 kl.
14.35 í gærdag. Skúrinn, sem
var á einni hæð varð alelda á
augabragði og eyðilagðist allt
sem í honum var. Tók slökkvi-
liðið rúman klukkutíma að ráða
niðurlögum eldsins.
Ókunnugt er um eldsupptök
I fótspor feðranna, gul'-
aldarárin 1900 - 1910
— eftir Þorstein Thornrensen
komin út
ÚT er komin hjá Bókaútgáfunni
Fjölvi bók eftir Þorstein Thorar-
ensen, sem hann nefnir „í FÓT-
SPOR FEÐRANNA, myndir úr
lífi og viðhorfum þeirra, sem
voru uppi um aldamót".
Höfundur bókarinnar, Þor-
steinn Thorarensen, er löngu
þjóðkunnur eftir áratuga starf
vi'ð Morgunblaðið og síðan við
Dagblaðið Vísi, þar sem hann
hefur bæði unnið sem erlendur
og innlendur fréttamaður. Fyrir
þremur árum skrifaði hann ævi-
sögu De Gaulle, sem gefin var út
hjá Setbergi og hlaut ágætar
undirtektir, en á síðari árum,
hefur hann skrifað bókagagnrýni,
einkum um bækur, er snerta is-
lenzka sögu, en bókin „í fótspor
feðranna“ er fyrsta bók höfundar
á því sviði.
Á blaðamannafundi í gær,
ræddi Þorsteinn um bók sína og
sagðist hann þá hafa mjög á-
kveðnar hugmyndir um það,
hvernig rita skuli bók um sagn-
fræði. Hann kvaðst hafa kapp-
kosta’ð að gera bókina eins læsi-
I lega almenningi og unnt hafi
GuHakL'tfárin 1900-1910
óskrifað blað, er hann hefðist
handa, en síðan yrði hann að
setja sig inn í málin og kynnast
persónunum svo sem frekast
væri unnt.
/Q2Q
V— í02 ó..................Ú
KLUKKAN 14 var vindur
hægur á sunnan, víða léttskýj
að og hiti nálægt frostmarki
norðan lands og austan, en á
Súðurlandi var vaxandi SA-
átt og víða farið að rigna.
Hiti var þar 2—7 stig og nvass ;
ast 7 vindstig á Stórhöfða. :
Lægðin SV af landinu mun ■
verða við SV-ströndina í dag ;
og valda sunnan hvassviðri I
og þíðviðri víða um land. ;
Þorstcifih
Káputeikning bókarinnar.
verið. Hann sagði, að til þess að
rita sem sannasta bók þyrfti höf
j undur að setja sig í fótspor
I þeirra manna, sem um er ritað
[ og reyna að skilja út frá þeirra
sjónarmiði, hvers vegna þeir
hafi breytt svo sem þeir gerðu.
í rauninni ætti höfundur bók-
ar um sagnfræði að vera eins og
Þorsteinn inmaieiotu.
Jafnvel þótt skrifáð sé um ým-
isa misendismenn, eins og t.d.
Hitler, en Þorstein segist oft
hafa langað til að skrá ævisögu
hans, yrði höfundur að skilja
hann frá eigin aðstæðum og dóm
urinn að felast í þeim atburðum,
sem þeir valda.
Bókin hefst á því að höfundur
lýsir Reykjavík eins og hún lítur
út, er söguþráður bókarinnar
hefst um 1900. Hann leiðir les-
andann inn í þorpið, sem ekki
telur nema um 5000 manns og
lýsir því, sem fyrir augu ber, en
á blaðamannafundinum í gær ók
Þorsteinn einmitt þessa sömu leið
með blaðamennina og lýsti þess-
um fyrsta kafla bókarinnar.
Annar kafli bókarinnar fjall-
ar um lífið og fólki'ð á gullöld-
inni, en gullöld kallar köfundur
sögutíma bókarinnar, fyrsta ára-
tug þessarar aldar, enda er það
einhver mesti framfaratími þjóð-
arinnar. Þá kemur íslandsbanki
fram á sjónarsviðið með þriggja
milljóna króna starfsfé, en það
var þá mikið fé, enda niðurstöðu-
tölur rekstursreiknings Reykja-
víkurbæjar ekki nema um 70
þús. krónur.
Höfundur gerir samanburð á
verðlagi þessara ára og nútímans
og kemst að þeirri niðurstöðu, að
verðlag nú sé nálægt því a’ð vera
100 falt. Þá var miklu meiri
munur á launum almennings og
embættismanna, en nú er, enöa
sést það á því, að laun Hannesar
Hafstein sem ráðherra voru 8000
krónur, þ.e.a.s. samkvæmt gengi
Þorsteins, 800.000 krónur í dag.
Á tímabili því, er bókin nær
yfir er byggð í Reykjavík tæp-
lega hús og hús á stangli inn að
Barónsstíg, annars er mest um
tún. Byggðin náði nær eingöngu
yfir miðbæinn, suður Suðurgötu,
inn Laugaveg og vestur Vestur-
götu. Á þessu tímabili verður
hins vegar mikil breyting eins og
áður er vikið að, þessi áratugur
er sannkallaður gullaldartími.
Þriðji kafli bókarinnar fjallar
um sögu Danmerkur og konung-
ana tvo, Kristján níunda og Frið-
rik áttunda, en höfundur segir,
áð ekki sé unnt að skilja og meta
rétt islenzka stjórnmálasögu,
nema þekkja nokkuð til danskrar
og ber þá að hafa í huga að
algjört einveldi ríkti í Danmörku
fram til ársins 1892.
Fjórði kafli bókarinnar ber
heitið „Ljúfmennið", fimmti kafl
inn „Hægri-harðstjórn og straum
hvörfin 1901“, sjötti kaflinn
„Gamli landshöfðinginn", sjö-
undi kaflinn „Óhamingjusöm
bernska uppreisnarskálds", átt-
undi kaflinn „Hans „exellence",
fyrsti ráðherra íslands", og ní-
undi kaflinn „Framfarasinninn
Björn Jónsson I ísafold".
Bókin i Fótspor feðranna er
prentuð i Borgarprenti, en mynd
ir og myndatextar eru unnin í
Lithoprent. Bókband annaðist
bókbandsstofan Arnarfell og er
upplag bókarinnar bundið í
Balacron-efni. — Káputeikningu
gerði Halldór Pétursson.
Bókin er 391 blaðsíða í frekar
stóru broti og er hún öll hin
eigulegasta.