Morgunblaðið - 11.11.1966, Page 4

Morgunblaðið - 11.11.1966, Page 4
M ORCU N B LADÍÐ Föstudagur 11. nóv. 1966 4 BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 35135 OC 34406 SE N DU M siM11-44-44 \mmm Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Simi 14970 BÍIJ\LEIG4N if Hringbrautin J. A. skrifar: „Allir, sem koma með lang- ferðabílum til borgarinnar, stíga úr þeim við Umferðarmið- stöðina og halda síðan inn i borgina. Leiðin liggur yfir Hringbrautina. En hún er hvergi merkt fyrir gangandi fólk. Bílarnir þjóta eftir göt- unni og aldrei er hlé, engin leið að skjótast yfir. Hér er úr bóta þörf. Það verður of seint, þegar búið verður að drepa einhvern. Umferðarnefnd borg arinnar þarf að athuga þetta sem fyrst. Ekki að bíða með það“. Velvakandi man ekki betur en merkt gangbraut ásamt upp lýstu skilti sé á Hringbraut- inni, rétt neðan við Kennara- skólann. Þetta er e.t.v. ekki nóg, en þarna er þó a.m.k. ein göngubraut. it Útvarpið Einn, sem segist vera ung ur í anda, óskar að koma því á framfæri við útvarpið, að þátt- urinn með lögum unga fólks- ins verði aftur fluttur til i dag- skránni. Spyr hann, hvort út- varpið eigi ekki að stuðlá að því að fólk — og þá einkum unga fólkið — hætti kvöldráp- inu úti. Hvort sem þeir útvarps menn fallast á það, að þetta sé þeirra meginhlutverk, þá vill bréfritari fá ,.Lög unga fólks- ins“ á miðvikudögum kl. 9,30 — í heila klukkustund. Húsmóðir hefur og beðið Vel vakanda að koma því á fram- færi við útvarpið, að barna- tíminn á virkum dögum byrji of snemma. Börnin séu yfirleitt ekki komin heim úr skólanum og þessi dagskrárliður þyrfti að flytjast aftur um heila klukku- stund. ^ Klukkan Gamall Vesturbæingur skrifar: „Þá er nú blessað sumarið liðið og veturinn genginn í garð. Búið að gera klukkuna rétta. Þvílíkur munur á kvöld- in. Vitlausa klukkan eyðilagði alveg kvöldin fyrir þeim sem þurfa að hátta snemma, þeim sem fara snemma til vinnu. Menn vilja t.d. hlusta á veð- urfregnir, tilkynningar og frétt ir í útvarpinu og sumir eitt- hvað meira. Þegar þetta er bú- ið, er klukkan langt gengin í 9. Enginn tími til að líta í blöð eða bók. Nú er þetta allt annað. Já, það er nóg að gera við kvöldið hjá fólkinu. Lesa dag- blöð og bækur, hlusta á út- varpið. Fara í leikhús og kaffi hús, svo bætist sjónvarpið ofan á allt saman. Menn tala um að þessi feikn sem út eru gefin af bókum seljist dræmt. Maður spyr bara: Hefur fólkið tíma til að sinna öllu þessu svo að gagni komi? Svo er það klukk- an. Ég vil fyrir munn margra, sem ég þekki segja við okkar góðu ríkisstjórn og þingmenn. Semjið í eitt skipti fyrir öll endanlegan frið við klukkuna. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að þessum hégóma- skap að hringla í klukkunni vor og haust. Eða græða nokkrir á þessu, og ef svo er, þá hverjir? Gamall Vesturbæingur". i^ Atvinnutilboð Lesandi skrifar: „Ég hef nokkrum sinnum sótt um atvinnu samkv. auglýsingu, þar sem átt hefur að senda skriflega umsókn eða upplýs- ingar til afgr, MbL Ég hef aldrei fengið svar við þessum umsóknum, en mér finnst það vera skylda þeirra, sem auglýsa þannig eftir starfs kröftum, að svara þeim um- sóknum sem til þeirra berast. Það er að sjálfsögðu ekki við því að búast, að allir fái vinnu samkv. þessum auglýsingum, en þetta er samt fram úr skar andi ókurteisi, og ætti ekki að birta þannig auglýsingar án þess skilyrðis, að skriflegum umsóknum sé svarað. Umsækjandi“. Ekki með á nótunum Gömul kona í Stykkis- hólmi skrifar: „Ég hlusta mikið á útvarpið. Meðal annars oft á lög unga fólksins. Fólkið syngur á ís- lenzku og móttakendur laganna eru íslendingar, en ekkert ís- lenzkt lag er sungið eða leik- ið heldur eitthvað sem ég skil ekki. Og þá- eru textarnir kannski ekki til að auka smekk inn eða hjálpa til um málvönd- un, því annað eins hefi ég ekki heyrt. Og svo á þetta að heita skáldskapur og máske verð- launaður af þingi á sínum tíma. En ég spyr; hversvegna er ekki hægt að leika í þessum þáttum íslenzk lög og ljóð. — Ljóð, sem yljað hafa þjóðinni um marga áratugi?“ iy Auglýst eftir kvonfangi Lesandi skrifar: „En lítillætið. Ég las nýlega i einu Reykjavíkurblaðanna aug lýsingu frá karlmanni, þar sem hann óskar að komast í sam- band við konu með hjónaband fyrir augum, og tók það fram að hún mætti vera úr sveit. Þetta er nú meira lítillætið hjá höfuðstaðarbúa. Vonandi verð ur honum að ósk sinni, án þess að sveitakona þurfi að koma til hjálpar. Aumingja manninum hlýtur að líða illa! — xx“. it Bréfaskipti Bandaríkjamaður, sem segist hafa fengið áhuga á að heimsækja fsland, óskar að komast í bréfasamband við ís- lendinga, sem vildu skipta á 33 mm litskuggamyndum (slides). Hann óskar að fá myndir frá íslandi, en vill endurgjalda með myndum frá Bandaríkjunum. Nafn og heimilisfang: Louis J. Barrick, Box 101, Norwood, Pennsylvania 19074, U. S. A. Bifreiðaeigendur Annast viðgerðir á rafkerfi bifreiða, gang og mótorstill- ingar, góð mælitæki. — Reynið viðskiptin. Rofstillíng Suðurlandsbraut 64 (Múlahverfi). Einar Einarss. Heimasími 32285. VAKUR Sundlaugaveg 12. Simi 35135. BÍLALEICA S/L CONSUL CORTINA Sími 10586. Fjaðiir, f jaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJOÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. RAFMAGNS VIFTUREIMAR 2 hraðar, 2 hitastillingar SJÁLFVIRK HITASTILLING 2000 vött. — Hagstætt verð — Br. ORMSSON hf. Hagamel 9. Sími 38820. Hollenzku dömuúlpurnar með loðskinnsbrydduðu hettunum komnar aftur. — Síðasta sending seldist upp á fáum dögum. — Ódýrar — vandaðar. Laugavegi 31. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, innheimtumanns ríkissjóðs, Gunnars Jónssonar, hdl. og dr. Hafþórs Guðmundssonar, hdl. verða bifreiðirnar: Y-1578, Y-1899, Y-1944 og G-906, ásamt sjónvarpstæki Olympic, seldar á opinberu uppboði, sem haldið verð ur við Félagsheimili Kópavogs í dag, föstudaginn 11. nóvember 1966, kl. 15. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Opel Cadett ‘64 skemmdur eftir árekstur er til sölu. Til sýnis að Höfðatúni 4, í dag. Tilboð óskast lögð inn á sama stað. Vandað einbýlishús á Melunum er til sölu. Húsið er 2 hæðir og kjallari (vesturendi af 2 sambyggðum húsum). Bílskúr fylgir. VAGN E. JÓNSSON, GUNNAR M .GUÐMUNDSSON, hæstaréttariögmenn. Austurstræti 9. - Símar 21410 og 14400. Skrifstoiuhúsnæði óskast Innflutningsfyrirtæki, sem verzlar mest með útgerð- arvörur, óskar eftir góðu skrifstofuhúsnæði, helzt nálægt höfninni. — Geymslupláss óskast einnig. Tilboð, merkt: „Skrifstofur — 8093“ sendist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.