Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 11. nóv. 1966 ALÞINGI Radíóstaðsetningar- kerfi fyrir siglingar — með sérstöku tilliti til fiskveiða — Tillaga þriggja þingmanna S j álf stæðisf lokksins ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Davíð Ólafsson, Pétur Sigurðsson og Sverrir Júlíusson hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartiilögu um athugun á radíóstaðsetningar- kerfum fyrir siglingar, með sér- stöku tilliti til fiskveiða. í greinargerð fyrir tillögu þeirra segir m.a.: Radíóstaðsetningarkerfi fyrir siglingar hafa hlotið vaxandi út- breiðslu á þessu tímabili. Við norðanvert Atlantshaf og á að- liggjandi höfnum eru það tvenns konar kerfi, sem rutt hafa sér til rúms. Á vesturhluta svæðisins, þ. e. við austurströnd N-Ameríku og einnig á.Græn- landi og Islandi, er það svokall- að „Lóran“-kerfi, sem í notkun er, en á austurhluta svæðisins, þ. e. í Norðursjó og þar í kring, er það svonefnt „Decca“-kerfi, sem notað er. Þá er unnið að því að setja upp „Decca“-kerfi í Noregi. Fram að þessu hafa kerfi þessi fyrst og fremst verið mið- uð við almennar siglingar, en að sjálfsögðu hafa fiskiflotar haft af þeim gagn við veiðarnar. Nútíma fiskveiðar krefjast sí- fellt bættrar tækni á öllum sviðum, og eitt þeirra atriða, sem þar telst þýðingarmikið, er staðsetning skipsins. Með þeim tækjum, sem nú eru notuð við fiskveiðar, má segja, að þær séu orðnar í vaxandi mæli mikil ná- kvæmnisvinna, og hver sú tækni, sem getur hjálpað til að auðvelda hana og auka veiði- möguleikana, er því þýðingar- mikil. Flutningsmenn þessarar tillögu telja, að það sé nú tíma- bært að gera á því gagngera at- hugun, hvernig bezt verði tryggt, að fiskiflotinn við ís- land fái notið þess radíóstað- setningarkerfis, sem getur gefið mesta nákvæmni í staðsetningu, og því er lagt til, að sérfræð- ingum verði nú falin sú athug- un. Frá efri deild Á FUNDI efri deildar í gær var til annarrar umræðu frv. um staðfestingu á br.till. um heimild fyrir rikisstjórnina að ábyrgjast lán til kaupa á síldarflutninga- skipi. Flutti Jón Þorsteinsson (A) framsögu fyrir hönd fjárhags- nefndar efri deildar: Nefndin kvaddi á sinn fund Svein Bene- diktsson og veitti hann ýmsar upplýsingar varðandi mál þetta. Keypt hefur verið skip og það er aðallega ætlað til síldarflutninga, en einnig má nota skipið til lýsisflutn- inga. Siglufjörður er eina síldar höfn Norðurlands, þar sem skip- ið getur lagzt fullhlaðið að bryggju, og má segja að Siglfirð- ingum veiti ekki af að sitja að þessu skipi, á meðan síldin heldur sig fyrir austan. í sambandi við kaupin voru gerð fyrirheit um síldarflutninga til Skagastrandar, en efndir voru heldur slakar og hefur það valdið miklum vonbrigðum hjá Skagstrendingum. Það er mín skoðun, að síldar- flutningar hafi sannað gildi sitt á undanförnum árum. Þær hafa ekki einungis gildi fyrir þá staði, þar sem skortur er á efni til vinnslu, heldur einnig fyrir síldarútveg í heild, því að með flutningunum má spara veiði- skipunum þann tíma, sem fer í siglingar í og úr höfn. Einkum á þetta við, er sótt er á fjarlæg mið og þegar nærliggjandi verk- smiðjur hafa ekki undan. Þota Fí mun gerð út frá Keflavíkurflugvelli — Yfirlýsing fjármálaráðherra á Alþingi i gær Á FUNDI neffri deildar í gær fylgdi Magnús Jónsson, fjármála ráðherra (S), úr hlaffi frv. um veitingu heimild fyrir ríkis- stjórnina aff ábyrgjast F.f. lán til kaupa á millilandaþotu, en þetta frv. var nýlega samþ. í efri deild. Sagði ráðherrann í því sam- bandi, að lánið væri veitt með ákveðnum skilmálum, annars veg ar, að hlutafé Flugfélagsins yrði aukið að vissu marki og hafa nú verið gerðar ráðstafanir til þess, og hins vegar, að gengið væri út frá því með umrædda þotu, að hún yrði gerð út frá Keflavíkurflugvelli. Sagði ráðherra, að hann vildi taka það fram, vegna ummæla af hálfu F.Í., þar sem gert er ráð fyrir, að þessu skilyrði verði aflétt, að ekki stæði til að falla frá þessu skilyrði, þannig að umrædd þota verður gerð út frá Keflavíkurflugvelli, ef til kemur að veita þá aðstoð, sem gert er ráð fyrir í sambandi við ríkis- ábyrgðina. Gjöi til Leikfélagsins LEIKFÉLAGI Reykjavíkur barst fyrir nokkru vegleg bókagjöf frá Jóni Eyjólfssyni starfsmanni Þjóðleikhússins. Var hér um að ræða safn af leikskrám og leik- ritum, sem Jón hefur safnað s.l. hálfa öld. Fyllti safn Jóns þrjá stóra kassa. Enn er ekki til skrá yfir safnið, en Sveinn Einarsson leikhússtjóri hefur látið eftir sér hafa að í safninu væru margar mjög sjaldgæfar leik- skrár sem Leikfélagipu væri mikill fengur að, því langt væri frá því að Leikfélagið ætti allar þær leikskrár sem það hefði gefið út í sambandi við sýn- ingar sínar. Þá eru og í safninu leikrit, sem fágæt eru og safnið í heild því kærkomin gjöf Leikfélaginu. Jón Eyjólfsson hefur um áratugaskeið látið sér mjög annt um leikhúslíf og leik- list, mikið unnið fyrir leikara og leikhúsin, annazt hlutverk í leikritum og aðstoðað á margan hátt við sýningar. cyt}1{/40fQ4*ls Ferðaritvélar Vandaðar, sterkbyggðar og léttar Olympia ferðaritvélar, ómissandi förunautur. — Olympia til heimilis og skóla- notkunar. — Tilvalin jólagjöf. Útsölustaðir: ÓLAF'UR GÍSLASON & co hf Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370. ADDO VERKSTÆÐID Hafnarstr. 5, Rvík. Sími 13730. BÍLAKAUP^* Vel með farnir bílar til sölu og sýnis í bílageymslu okkar I að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Comet einkabíll, árg. 63. Taunus 17 M, station 1964 Taunus 17 M, 4ra dyra árgangur 1961. Zephyr 4, árg. 1966. Cortina, árg. 1963—’66. Moskvitch, árgangur 1966 Volkswagen, árg. 1964. Commer, sendib. ’64—’65 Opel Kapitan árg. 1960. Opel Caravan, árg. 1960 iTökum góða bíla í umboðssölu |Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. Wförm UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SlMI 22466 2ja herb. góff íbúff við Bás- enda, allt sér. 2ja herb. góff ibúff við Hring- braut. 3ja herb. íbúff við Kárastíg, væg útborgun. 4ra herb. risíbúff við Ránar- götu. 4ra herb. nýstandsett íbúð í Hlíðunum. 5 herb. vönduff íbúff við Hjarð arhaga. 5 herb. falleg endaíbúð við Háaleitisbraut. 5 herb. ný næstum fullgerð íbúð við Þinghólsbraut, — góðir skilmálar. 6 herb. íbúff á Seltjarnarnesi. 4ra herb. íbúff við Hraunbæ, selst tilbúin undir tréverk, afhent ’í næsta mánuði. íbúffir og raffhús í byggingu. Einbýlishús á Flötunum í byggingu. Lóff í Garffahreppi og önnur á Seltjarnarnesi. Málflufnings og fasteignasfofa L Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14, , Símar 22870 — 21730. J , Utan skrifstofutíma.: 35455 — 33267. Rakarasveinn — Rakaranemi Rakarasveinn og rakaranemi óskast á Rakarastofuna, Hafnarstræti 8 Sími 16716 og 36144. Gull - Silfur Gull- og silfurlitaðir kven- skór. Allar skóviðgerðir af- greiddar með sólarhrings fyrir vara. Höfum fjölbreytt úrval af nýjum hælum á kvenskó. Skóvinnustofa Einars Leó Víðimel 30. Sími 18103. Húseigcndafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5'—7 alla virka daga nema laugardaga. TIL SÖLU Selfoss - [inbýlishús Til sölu er einbýlishúsið Engjavegur 24. Húsið er byggt 1961 og er í góðu standi. — Húsið er 127 ferm., alls 5 herb. ásamt stórum bílskúr. Upplýs- ingar á skrifstofunni og hjá eiganda, Einari Elíassyni í síma 99-1215. Ólafui* Þorgpfirissoii HÆSTARÉTTARt-ÖGMAOON Fasteígna- og verðbrétaviðskifti Ausíurstrséti 14. Sími 21785 Einbýlishús við Sogaveg, 5 herb. og eld- hús. Hagstætt verð og lág útborgun. Raðhús Fallegt raðhús við Otrateig á tveim hæðum með upp- steyptum bílskúr. / smiðum Fallegt raðhús í Árbæjar- hverfi, 140 ferm., 5 herb. og eldhús. Fokheld hæð í Kópavogi, 5 herb. og eld- hús, bílskúrsréttur, hag- stætt verð og greiðsluskil- málar. Parhús Fokhelt parhús við Norður- brún. / 2/o herbergja íbúð í Skipasundi, Hlíðar- vegi, í Kópavogi, Ljósheim- um og víðar. 3ja herb. ibúðir við Rauðarárstíg á 3. hæð, 90 ferm., góð íbúð, við Sól- heima. Hringbraut, Kópa- vogi og víðar. 4ra herbergja íbúð við Njörvasund á 1. hæð með sérhita og sérinn- gangi, bílskúr. íbúð í Hlíðunum. 5 herbergja íbúð á 3. hæð í blokk við Laugarnesveg, 115 ferm., hagstætt verð og útborgun. Einbýlishús Fokhelt einbýlishús í Kópa- vogi, 5 herb., eldhús, bíl- skúrsréttur. Teikningar liggja fyrir í skrifstofu vorri. Höfum mikiff úrval af öllum stærðum íbúða, bæði í Austurbænum og Austur- bænum og einnig í Kópa- vogi. TRVGGINEftR FASTEIENIR Austurstræti 10 A 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. Fiskiskip óskast til sölumeðferðar Okkur vantar fiskiskip af flestum stærðum til sölumeð- ferðar nú fyrir vertíðina. — Höfum kaupendur með mikl- ar útborganir og góðar trygg- ingar. — Vinsamlega hafið samband við okkur áður en þér takið ákvörðun um kaup eða sölu á fiskiskipum. Upplýsingar í síma 18105 og utan skrifstofutíma 36714. Fasteignir og fiskiskip, Hafnarstræti 22. Fasteignaviðskipti. Björgvin Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.