Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. nóv. 1966
NESCAFÉ er stórkostlegt
- kvölds og morgna,
- og hvenær dags sem er.
t>að er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes-
café, og þegar hlé verður i önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og
fljótlegt í notkun, og bragðið er dásamlegt.
Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi.
Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi.
IMescafé
Vélapakkningar
Ford, amerískur
Dodge
Chevrolet, tlestar tegundir
Bedford Disel
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Plymoth
Bedford. diesel
Thames Trader
BMC — Austin Gipsy
De Soto
Chrysler
Buick
Mercedes Benr, flestar teg.
Gaz ’59
Pobeda
Opel, flestar gerðir
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jónsson & Co.
Brautarholti 6.
Sími 15362 og 19215.
SÆNGUR
Endurnýjum gömiu sæng-
urnar, eigum dún- og fiður-
held ver, gæsaduns- og
dralon-sængur og kodda af
ýmsum stærðum.
Dún - og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3. Simi 18740
(Örfá skref frá Laugavegi,
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. Sími 11171.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9. — Simi 1-18-75.
Hildur Guörún
Ágústsdóttir - Kveðja
f DAG verður til moldar borin
frá Hafnarfjarðarkirkju húsfrú
Hildur Guðrún Ágústsdóttir,
Suðurgötu 9 hér í bænum. Hún
lézt á St. Jósepsspítala aðfara-
nótt 7. þ.m. eftir stutta legu þar,
en erfið og langvinn veikindi.
Hildur „Dolla’* eins og hún
jafnan kölluð meðal kunningja
og vina, var fædd á Suðurgötu
9 18. sept. 1922, og þar dvaldi
hún allt sitt líf. Hún var dóttir
hjónanna Ágústar Magnússonar
skipstjóra frá Skuld hér í bæn-
um og konu hans Sesselju Eiríks-
dóttur, sem bæði eru látin fyrir
nokkrum árum. Þau bjuggu um
langt skeið í „Blöndalshúsinu"
og munu margir eldri Hafnfirð-
ingar minnast þeirra með vin-
semd og virðingu.
Hildur giftist Ólafi Vilbergs-
syni skipstjóra frá Eyrarbakka
og eignuðust þau tvo drengi,
sem báðir eru i barnæsku og
eiga nú að sjá á bak því bezta
sem börnum á þessum aldri er
nauðsynlegt, hinni lifandi móð-
urást og umhyggju, og eigin-
maðurinn sjá af ástkærum lífs-
förunaut, sem allar hans fram-
tíðarvonir voru bundnar við.
Því sú var skapgerð Dollu að
heimilið og fjölskyldan var
hennar heimur, sá heimur, sem
hún helgaði allt sitt starf og
hugsun, enda hvílir mikið á sjó-
mannskonunni, sem verður að
annast heimilið og fjölskylduna
í fjarveru eigimannsins. Hún var
mikilhæf og góð kona og hún
var líka góð dóttir. Það sýndi
hún bezt á veikindum og við
dánarbeð foreldra sinna og
ömmu, sem lézt á heimili þeirra
fjörgömul og örþreytt eftir lang*
an starfsdag. Ég, sem þessar
fátæklegu línur rita, var svo
lánsamur að tengjast fjölskyldu
Dollu, og það gat ekki hjá liðið,
vegna nábýlis og frændsemi, að
vinaböndin yrðu traust hjá mín-
um börnum og henni, enda urðu
þau svo, að það var eins og hún
væri ein af systkinahópnum, og
aldrei bar þar skugga á. Því er
það gott að geta geymt í hjarta
sínu, þær mætu minningar, sem
við eigum um góða og trygga
vini, þótt sárt svíði að sjá á bak
þeim í blóma lífsins, frá ófrá-
gengnu ævistarfi. En Guðs vegir
og tilgangur lífsins eru órannsak-
anlegur svo við fáfróðir menn
skyljum ekki skápadaginn né
þýðingu hans.
Við hjónin og öll okkar fjöl-
skylda, sendum þér Ólafur minn,
drengjunum ykkar og öllum að-
standendúm, okkar innilegusm
samúðarkveðjur, og biðjum
hann sem öllu ræður og öllu
stjórnar af vísdómi sínum og
gæzku, að styrkja ykkur í sorg
ykkar og söknuði. og enda þessi
orð mín með þeim orðum sem
mikilvægust eru, þótt ástvinur
hverfi okkur sín um stundar-
sakir: „Hann lifir og þér munuð
lifa“.
Blessuð sé minning Hildar
Guðrúnar Ágústsdóttur.
Jón Gestur Vigfússon.
Við Felísinúla
Til sölu er rúmgóð 4ra herb. íbúð á jarðhæð við
Fellsmúla. Er tilbúin lil afhendingar nú þegar,
tilbúin undir tréverk. Húsið er fullgert að utan.
Sér inngangur. Sér hiti. Sér þvottahús.
Teikning til sýnis á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Sími 14314.
2£a herb. íbáð
Til sölu er nvleg, rúmgóð 2ja herb. íbúð á jarðhæð
í húsi við Vallargerði í Kópavogi. — Sér inngang-
ur. — Sér hiti. — Frágengin lóð.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Sími 14314.
ÚDYR
REI9HJÚL
Seljurn næsíu daga lítið gölluð reiðhjól.
drengja og telpu, þrjár stærðir (7—12).
ÖRNINN
Spítalastíg 8.
Fiskiskip tíl sö!u
Höfum til sölumeðferðar nýlegt 200 rúmlesta
stálfiskiskip, með 1. flokks búnaði.
150 rúmlesta stálfiskiskip, með 1. flokks búnaði.
Mikinn fjölda skipa frá 14—120 lesta.
Hafið samband við okkur áður en þér
kaupið fiskiskip.
Fiskverkunarstöð til sölu
Til sölu er 1. flokks fiskverkunarstöð á Suðurnesj-
um. Aðstaða til frystingar, saltfisk- og skreiðar-
verkunar.
Upplýsingar í síma 18105 - utan skrifstofutíma 36714.
Faste'gn’r og fskiskip
Hafnarstræti 22.
Fasteignaviðskipti Björgvin Jónsson.