Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 21
Föstuclagtrr 11. nóv. 1966 MORGUNBLAÐI& 21 r Gott starf Orgiands fyrir íslenzka Ijóölist EINS og kunnugt er sendi Ivar Orgland frá sér í desember sl. fimmtu bók sína með þýðingum íslenzkra ljóða á norsku. Er það 4. bindið i safni íslenzkra ljóða, sem Fonna forlag gefur út. Að þessu sinni er það Hannes Pét- ursson. Nefnist bókin „Krystall- ar“ og er 139 bls. að stærð, Af því eru 30 bls. formáli Orglands um Hannes Pétursson og skáld- skap hans. í „Krystallar" eru 14 ljóð úr fyrstu bók Hannesar, Kvæðabók, 16 ljóð úr í sumardölum og öll síðasta bókin, Stund og staðir. Bókin hefur vakið athygli í Noregi, eins og raunar allar Ijóðaþýðingar Orglands úr ís- lenzku hafa gert. Hafa birzt um hana margir ritdómar, og hef ég hér fimm þeirra hjá mér. Munu íslendingar gjarna vilja fylgjast xneð, hvað ritað er um þeirra menn á erlendum vettvangi, og toirti ég því glefsur úr þessum dómum. Auk þess má minna á, að þeir fáu menn, sem færir eru um að túlka íslenzk bókmennta- verk á erlendum tungum, vinna íslendingum eigi lítið gagn. Væri áreiðanlega mikilsvirði fyrir slíka menn, að þeir fengju sem mesta örvun frá íslandi. Hið norska skáld og ritdómari Bagnvald Skrede ritar um „Krystallar" í Dagbladet í Osló 10. janúar sl. og segir m.a. að Hannes Pétursson sé eitt af stór- skáldum Norðurlanda „vegna þess að 10—20 af ljóðum hans brenna sig inn í hugann við fyrstu sýn og skipa þar sinn vísa sess meðal þeirra kvæða sem þar eru tiltæk lífið á enda“. I flokki þessara beztu kvæða nefnir Skrede 3 úr Kvæðabók, Kóperníkus, í Strassborg og Snorri drepinn, og 5 úr Stundum og stöðum, Hægt og hægt Hinn fjórða vitring frá Austurlöndum, Köln, Vatn í rómverskum gos- 'brunni og á Palatínhæð. Um Hinn fjórða vitring segir hann: „Eigi áhrifaminna (en Kóperníkus) verður kvæðið um Hinn fjórða vitring frá Austur- löndum, þann sem tafðist á leið- inni, sá enga stjörnu og kom of seint. Englasöngurinn var liðinn hjá og „Jórtrað er inní myrkri/ hjá jötunni þar sem barnið svaf“. Við nútímamenn komum einnig of seint, við sem ekki getum trúað. Þetta síðasta stendur að vísu ekki í kvæðinu, en það er þar samt“. >á lætur Skrede í ljós mikla hrifningu yfir smáljóðinu Hægt og hægt og heldur áfram: „Því meiri samiþjöippun, þeim mun víðara sjónarsvið, er víst óhætt að segja. Hjá Hannesi Péturssyni finnum við þunga Eddu og óró atómaldar i tima- lausri einingu — eðlilegt um skáld, sem hrærist i skáldskap liðinna tíma heima og heiman og er um leið snortið af ljóðagerð nútímans ... Ivar Orgland hefur annazt úr- valið og þýðinguna .... Fram yfir sænsku þýðinguna á Stund- um og stöðum hefur hann tekið með gott úrval úr tveimur fyrri ljóðasöfnum skáldsins, og verður því norska útgáfan auðugri og sýnir betur einkenni skáldsins. Orgland, sem áður hefur gefið út 4 bindi með þýðingum ís- lenzkra ljóða, hefur að því er bezt verður séð unnið með „Krystallar“ sitt bezta verk á þessu sviði“. Odd Solumsmoen rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi ritar um „Krystallar“ í Arbeider- bladet 30. desem'ber. Eftir að hafa farið fögruha orðum um þýðingar Orglands á íslenzkum ljóðum, sem hann telur einstætt verk, segir hann m. a. : „Svo virðist sem hið unga íslenzka skáld unni mest ljóðformi, sem hvorki er hefðbundið né ný tízka, en þó virðiát það hafa bæði þau ljóðform á valdi sínu. Myndirnar eru stórbrotnar, einfaldar, ekki ofhlaðnar, málið laust við hvers- dagsleik. Ljóðin virðast við fyrstu sýn létt aflestrar. Það eru þau ekki. Þau krefjast tíma og íhygli, ef allt á að nást. „Allt næst þó að líkindum aldrei. Höfundurinn er ekki neitt loft- sýnaskáld, en þó laus við kald- hæðni. Hann prédikar — nei, prédika er ekki rétta orðið, — en boðskapur hans, (eða hvað á að kalla það) er á þá leið, að lífið sé það eina, sem við eigum. Hvers vegna notum við það ekki. . . Fjölbreytnin hjá Hann- esi Péturssyni er aðdáunarverð. Og það er einnig aðdáunarvert, hvað hinum óþreytandi Orgland tekst að túlka“. Arne Grimstad, sem mun skilja íslenzku, ritar í Sunmpre Arbeid- eravis 28. desember: „Ivar Orgland varð heillaður af íslenzkum bókmenntum, þegar hann var lektor í norsku á Sögu- eynni. Síðan höfum við öðru hverju fengið í hendur mjög svo frábæran íslenzkan ljóðaskáld- skap klæddan í norskan búning. Venjulega hefur Orgland mjög góð tök á þessu listformi. Er það áreiðanlega því að þakka, að hann er sjálfur mjög fjölhæft skáld“. Síðan rekur Grimstad sögu hins unga skálds og tilfærir tvö ljóðanna. Hægt og hægt og hægt (bæði á norsku og íslenzku) og Snorri drepinn. Ragnvald segir í Bergens Tid- ende 20. desember: „Sú stund er sennilega langt undan, að Ivar Orgland telji sig hafa unnið nóg að íslenzkum Ijóðaskáldskap, og er það vel. Hér í Noregi á hann engan sinn líka að því er snertir þýðingar af íslenzku yfir á nýnorsku. Þau 4 ljóðasöfn, sem hann hefur áður gefið út, sverja sig öll í aettir hins bezta — og þetta nýja safn er á sama háa bókmenntastigi .. Það er sama um Hannes Péturs- son og flest íslenzk skáld, að hann horfir bæði út og heim. Hann hefur ferðazt mikið og fundið yrkisefni víða, en ynni- legast hljóma orð hans, þegar hann yrkir um átthagana, eins og í sumarnótt í Skagafirði....“. Síðasti ritdómurinn, sem ég hef hér, er í Verdens Gang, 26. febrúar, höfundur Camilla Carl- son. Er greinin nokkurs konar samanburður á hinni saensku þýðingu Ingigerd Fries á Stund- um og stöðum og þýðingu Org- lands. Telur höfundur þessar þýðing- ar að ýmsu leyti ólíkar, en hafi báðar mikla kosti. Fries birtir ljóðið Hægt og hægt á öllum 'þremur málunum. Það hljóðar svo á íslenzkunni: Hægt og hægt fjúka fjöllin burt í fangi vindanna streyma fjöllin burt í örmum vatnanna. Hægt og hægt ber heim þinn úr stað. Þýðing Orglands: Smátt om senn fyk fjelli bort i vindars fang strþymer fjelli bort i elvars armar. Smátt om senn berst heimen din av stad. Þýðing Fries: Sá sm&ningom bláser fjallen bort i vindarnas fáng strömmar fjallen bort i vattnens armar. Sá smáningom rubbas din varld ur láge. E.H.F. — Minning Framhalb af bls. 12 verið spurt um Bendeikt G. Waage, þennan ágæta félaga, þennan virðulega forystumann, þennan föður íslenzkra íþrótta. Ég átti því láni að fagna að kynnast Benedikt G. Waage allnáið. Ég mun seint gleyma hans eldlega áhuga, hans ein- lægu gleði yfir því sem betur fór og þeim vinningum sem unn- ust. Aldrei gleymast mér hans persónulegu töfrar, sem án efa eiga sinn ríka þátt í að íþrótt- ir eru hér viðurkenndar nú — af þjóðinni, af valdamönnum bæjar og ríkis. Ótaldar eru þær betliferðir sem Benedikt G. Waage fór í þágu íþróttahreyf- ingarinnar til æðri valdhafa. En bón sína bar hann fram á þann hátt að engar sníkjur urðu úr, heldur sjálfsagður stuðningur. Sjálfur hagnaðist hann aldrei fjárhagslega, en viss er ég um það að Benedik't G. Waage fellur frá sælli en margir aðrir. Hann er einn af þeim fáu sem aldrei missti sjónar af hugsjón sinni — og hún hefði enzt honum þó hann hefði náð 100 ára aldri. Víða liggja spor Benedikts í íþróttafélögum. Þar var hann jafn fjölhæfur og á íþróttasvið- inu sem þátttakandi. Alla ævi bar hann glæsibrag afreksmanns ins í sundi, skautakappans, fimleikamannsins, knattspyrnu- mannsins frjálsíþróttamannsins sem hann var alltaf að hvetja unga og gamla til að líkjast. Ég man hann á fundum í fjórðung aldar, sat með honum stjórnarfundi íþróttasambands- ins, hitti hann í gleði og sorg. Ég man hann í greinum hans um íþróttamál, en þær eru ó- taldar, og þaS var ekki að óverð skulduðu að hann einn íslend- inga ber æðsta heiðursmerki ellefu ára gamalla Samtaka íþróttafréttamanna. Okkar var heiðurinn, að hann var heiðurs- gestur móts norænna íþrótta- fréttamanna, sem hér var hald- ið 1962 — og þar sem annars staðar setti hann svip á sam- kon.una. f brenffri skilningi vorum við líka félagar í ÍR, þar sem hann var heiðursfélagi. Er ég eitt sinn leitaðist við að rekja sögu sundsins innan þess félags kom í ljós, að hann var fyrsti keppandi ÍR í sundi. Fyrstur þar sem víða annars staðar. Hann var fæddur forystumaður, kunni að leiða mál til sigurs á þann hátt sem siður var á hans tíð með glæsileik og góðum mál flutningi — og ekki sízt fögrum og velvöldum orðum því gott málfar var eitt af hans baráttu- málum. Mér hefur verið falið að kveðja þenna jöfur ísl. íþrótta- I af hálfu Morgunblaðsmanna; I þakka honum langt og gott sam starf sem aldrei bar skugga á. Atli Steinarsson. t Nú er dagu við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn, — ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Er ég var að senda Benedikt G. Waage fáein kvenðjuorð fyrir hönd félaga minna, varð mér hugsað til ástar hans á hinum ljóðrænu íþróttum og þá fannst mér hann eiga þessar ljóðlínur Einars Benediktssonar. Þegar ég frétti um andlát vinar míns Benedikts G. Waage, þá brá mér mjög. Ég hafði fyrir nokkrum dögum hitt hann í hópi kærra, gamalla íþróttavina, þar sem þeir samfögnuðu unn- um áfanga og þar sem Benedikt um leið minntist með ástríki ný- látins félaga okkar. Hann var þarna hugljúfur og hress, eins og hans var vandi, og minntist fornra samveru- stunda sinna og gamalla félaga, sem þar voru með honum. Þegar við kvöddumst, síðastlið- inn föstudag, með traustu og íöstu handtaki, brá ekki að mér að þessi kæri vinur minn og leiðtogi frá æsku, myndi hverfa frá okkur svo snögglega. Við Ármenningar, eldri sem yngri, munum minnast hans með þakklæti fyrir öll þau frábæru og óeigingjörnu störf sem hann hefur unnið nótt sem nýtan dag, allt frá æsku sinni, í þágu íþrótta æsku íslands og áhugamála hennar. Hann var heiðursfélagi okkar að verðleikum, og við þökkum honum af heilum hug. Blessuð sé minning hans. G. E. toPN I ÞÉTTIKITTI . Notiö Þan Þéttikítti viö ísetningu á tvöföldu gleri Notið Þan Þéttikí^ti til viðgerda á sprungnum múrveggj*um Notið Þan Þéttikítti til að þétta með málm- og trékörmum við stein Notið Þan Þéttikítti til viðgeröa á sprungnum múrveggjum Notið Þan Þéttikítti í þensluraufar í steinsteypu Þan Þéttikítti þolir síendurtekna þenslu og samdrátt Þan Þéttikítti hefur óviðjafnanlegt veðrunarþol Þan Þéttikítti er ónæmt fyrir snöggum hitabreytingum Þan Þéttikítti verður aldrei stokkt Þan Þéttikítti fyrir plast Þan Þéttikítti fyrir málma Þan Þóttikítti fyrir gler Þan Þéttikítti fyrir steinsteypu Þan Þéttikítti fyrir tró Þan Þéttikitti er ódýrara en öll sambærileg efn? sem völ er á MÁLNINGf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.