Morgunblaðið - 11.11.1966, Side 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. nóv. 1966
Eric Ambler:
Kvíðvæniegt ferðaiag
sem stóðu tveir rykugir pálmar
í leirkrukkum. Hann átti ekki
eftir nema skref að komasl
ganginn á enda, þegar hann stóð
augliti til auglitis við Banat.
Maðurinn hafði snúið inn í
ganginn frá auða svæðinu fyrir
neðan stigann, og með því að
hörfa eitt skref til baka, hafði
hann getað gefið Graham nægi-
legt svigrúm til að komast
áfram, en hann myndaði sig ekk
ert til að gera það. Þegar hann
sá Graham, stanzaði hann. En
svo stakk hann seinlega báðum
höndum í vasana og hallaði sér
upp að járnhliðinu. Graham
varð annað hvort að draga sig
til baka sömu leið og hann var
kominn, eða þá standa kyrr.
Hjartað í honum hamaðist og
hann stóð kyrr.
Banat kinkaði kolli. — Fallegt
veður í dag, herra minn.
— Já, ágætt veður.
■— Það hlýtur að vera gaman
fyrir yður, Englendinginn, að
sjá sólina. Hann hafði rakað sig
og kjammarnir gljáðu af sápu,
sem hann hafði ekki þvegið af
sér. Rósaolíuilminn lagði frá
honum í bylgjum.
— Já, mjög gaman. Afsakið.
Hann reyndi að komast framhjá
hinum og að stiganum.
Banat hreyfði sig, eins og af
tilviljun og kom í veginn fyrir
hann. — ^að er svo þröngt
hérna. Það verður hver að víkja
fyrir öðrum, ha?
— Einmitt. Viljið þér komast
áfram?
Banat hristi höfuðið. Nei.
Ekkert liggur á. Mér var svodd-
an forvitni, herra minn, að
spyrja yður um höndina á yður.
Ég tók eftir henni í gær. Hvað
gengur að henni ?
Graham svaraði hinum litlu,
ósvífnu augum, sem horfðu
beint í hans augu. Banat vissi
vel, að hann var vopnlaus, og
ætlaði nú líka að koma honum
úr jafnvægi. Og honum ætlaði
að takast það. Graham fékk
snögga löngun til að reka hnef-
ann beint framan í þetta föla,
heimskulega smetti. Hann tók á
öllum kröftum til að stilla sig
um það.
— Það er smáskeina, sagði
hann. En svo náðu innibyrgðar
tilfinningar hans yfirhöndinni
hjá honum. — Það er nánar til-
tekið skotsár, sagði hann. Ein-
hver skítugur þjófsræfill skaut
á mig í Istambul. Annaðhvort
hefur hann verið léleg skytta
eða þá hræddur. Að minnsta
kosti hitti hann ekki.
Litlu augun depluðu ekkert,
en ógeðslegt bros lék um var-
irnar. Ranat sagði dræmt: —
Þér ættuð að fara varlega. Þér
verðið að vera reiðubúinn að
skjóta á móti næst.
— Já, það er víst lítill vafi á
því, að ég skýt á móti.
Brosið breikkaði. — Þér
gangið þá með skammbyssu?
— Vitanlega. Og ef þér viljið
nú hafa mig afsakaðan ..........
Hann gekk áfram og ætlaði að
ýta manninum frá, ef hann
hreyfði sig ekki. En Banat
hreyfði sig. Hann brosti nú aft-
ur. — Farið þér varlega, herra
sagði hann og hló.
Graham komst að stiganum.
Hann stanzaði þar og leit um
öxl. — Ég 'held varla, að það
verði nauðsynlegt, sagði hann
einbeittur. — Svona úrhrök fara
varla að hætta sínu eigin lífi við
vopnaðan mann. Hann notaði
orðið excrément.
Brosið þurrkaðist út af snd-
litinu á Banat. Án þess að svara
nokkru sneri hann til káetu sinn
ar.
Um það leyti sem Graham var
kominn upp á þilfarið, voru
áhrifin komin í ljós. Fæturnir á
honum voru eins og soðhla'.ip og
hann var sveittur. Það hafði
bjargað honum, að þetta mót
þeirra hafði komið að óvörum,
og að öllu samanlögðu hafði
hann ekki farið neitt sérlega illa
út úr því. Hann hafði borið sig
mannalega. Hugsanlegt var, að
Banat hefði jafnvel dottið í hug,
að hann væri með aðra skamm-
byssu. Hann kynni að hafa lá*ið
gabbast. En hvað sem öðru leið,
þá varð hann nú að ná í skamm-
byssuna hans José.
Hann gekk hratt að skjólbak-
inu. Haller var þar með konuna
upp á arminn og gekk hægf.
Hann bauð góðan daginn, en
Graham hafði enga löngun til að
tala við nokkurn mann, nema
Josette. En hún var þarna ekki.
Hann gekk upp á bátaþilfarið.
Þar var hún og var að tala við
ungan stýrimann. Mathishjónin
og Kuwetli voru þar skammt
frá. Hann sá út úr augnakrókn-
um, að þau litu á hann með
eftirvæntingu, en hann lézt ekki
sjá þau og gekk til Josette.
Hún fagnaði honum með brosi
og augnatilliti, sem gaf til kynna,
að hún væri leið á félagsskapn-
um sínum. Ungi ítalinn bauð
góðan daginn með ólundarsvip,
og ætlaði að taka upp aftur sam-
talið, sem Graham hafði trufl-
að.
En Graham var ekki í skapi
til að sýna neina óþarfa kurteisi.
— Þér verðið að afsaka, herra,
en ég er með skilboð til frúar-
innar frá manninum hennar.
Stýrimaðurinn kinkaði kolli
og veik kurteislega til hliðar.
Gramham lyfti brúnum. —
Það er einkaskilaboð, herra
minn.
Stýrimaðurinn roðnaði og varð
reiður og leit á Josette. Húa
kinkaði kolli til hans vingjarn-
lega, og sagði eitthvað við hann
á ítölsku. Hann beraði tennurn-
ar til hennar, sendi Graham illt
auga og stikaði burt.
Hún skríkti. — Þú varst nú
óþarflega vondur við dreng-
garminn. Hann var kominn svo
vel á rekspöl. Gaztu ekki fundið
upp á neinu betra en skilaboð-
um frá José?
— Ég sagði það, sem mér datt
fyrst í hug. Ég varð að tala við
þig-
Hún kinkaði kolli vingjarn-
lega. — Það var fallega hugsað.
Hún leit á hann undirfurðulega.
— Ég var svo hrædd um, að þú
mundir verða að skamma sjálf-
an þig alla nóttina fyrir þetta í
gærkvöldi. En þú mátt ekki vera
svona hátíðlegur á svipinn. Frú
Mathis er eitthvað forvitin um
okkur.
— Já, en ég er bara hátíðleg-
ur. Það hefur nokkuð komið fyr
ir.
Brosið hvarf a.f vörum henn-
ar. — Var það eitthvað alvar-
legt?
— Já, víst var það alvarleg*.
- Ég ....
Hún leit um öxl. — Það er
betra, að við göngum fram og
aftur, og lítum út eins og við
séum að tala um sjóinn og sól-
skinið. Annars verður farið að
kjafta um okkur. Mér er auðvit-
að sama, hvað fólk segir um
mig, en það gæti nú verið verra
samt.
— Gott og vel. Síðan gengu
þau af stað. *— Þegar ég kom í
káetuna mína í gærkvöldi, fann
ég, að búið var að stela frá mér
skammbyssunni minni úr tösk-
unni.
Hún stanzaði. — Er það satt?
— Já, dagsatt.
Hún gekk af stað aftur. —
Þjónninn getur hafa gert það.
— Nei. Banat hafði verið inni
í káetunni. Þefurinn hans lá þar
í loftinu.
Hún þagnaði sem snöggvast en
sagði síðan: — Hefurðu sagt
þetta nokkrum?
— Það þýðir ekkert að vera að
- Þakka yöur fyrir, Jón, að drengirnir minir máttu fá
lánaða sundskýluna yðar.
26
kvarta. Skammbyssan liggur
sjálfsagt á sjávarbotni nu. Og
ég hef enga sönnun þess, að
Banat hafi tekið hana. Og auk
þess mundi enginn hlusta á mig,
eftir sennunna, sem ég átti við
bryt&nn í gær.
— Hvað ætlarðu að taka til
brags?
— Ég ætla að biðja þig að
gera nokkuð fyrir mig.
Hún leit snöggt á hann. —
Hvað er það?
— Þú sagðir í gærkvöldi, að
José hefði skammbyssu og að
þú skyldir ná í hana fyrir mig.
— Er þér alvara?
— Aldrei verið meiri alvara
á ævi minni.
Hún beit á vörina. — En
hvað á ég þá að segja, ef José
finnur, að hún er horfin?
— Ertu viss um, að hann
sakni hennar?
— Kynni að vera.
Hann tók að reiðast. — Ef ég
man rétt, þá var það þín hug-
mynd, að þú næðir í hana fyrir
mig.
— Er þér svo nauðsynlegt að
hafa skammbyssu? Hann getur
ekkert aðhafzt.
— Það var líka þín hugmynd,
að ég ætti að ganga með skamm
byssu.
Hún setti upp ólundarsvip. —
Ég varð hrædd við það, sem
þú sagðir um þennan mann. En
það var bara vegna þess. að
það var dimmt. En nú í dagsbirt
unni, er það öðruvísi. Hún fór
allt í einu að brosa, — Æ, vinur
minn, vertu ekki svona alvarleg
ur. Hugsaðu heldur um, hvað
okkur getur liðið vel í París.
Þessi maður gerir þér ekkert
mein.
— Það er ég nú samt hrædd-
ur um að hann geri. Hann sagði
henni síðan frá því, er hann
hafði hitt hann við stigann, og
bætti við: — Og hvers vegna
fór hann að stela skammbyss-
unni minni ef hann ætlar ekkert
mein að gera mér?
Hún hikaði. Síðan sagði hún
dræmt: — Gott og vel, ég skal
reyna.
— Strax?
— Já, ef þú vilt. Hún er í
töskunni' hans í káetunni. Eh
hann er í salnum að lesa. Viltu
bíða mín hérna?
— Nei, ég ætla heldur að bíða
á þilfarinu fyrir neðan. Mig
langar ekkert að tala við þetta
fóik, rétt í bili.
Þau gengu síðan niður en
stönzuðu andartak við grind-
verkið rétt við stigann.
— Ég ætla að bíða hérna.
Hann þrýsti hönd hennar. —
Góða Josette, ég get ekki lýsl
því, hvað ég er þér þakklátur
fyrir þetta.
Hún brosti, rétt eins og við
litium dreng, sem hún hefði lof-
að að gefa sælgæti. — Það
skaltu segja mér, þegar við kom
um til Parísar.
Hann horfði á hana fara og
hallaði sér upp að grmdverk-
inu. Hún gæti ekki orðið lengur
en fimm mínútur. Hann starði
um stund á ölduna frá steíninu.
þar sem hún mætti öldunni frá
skutnum og varð að froðu. Hann
leit á úrið sitt. Þrjár mínúíur.
Einhver kom skröltandi niður
stigann.
— Góðan daginn, hr. Graham.
Eruð þér ekki orðinn góður aft-
ur? — Þetta var Kuwetli.
Graham leit við. — Jú, þakka
yður fyrir.
— Hr. og frú Mathis eru að
vonast eftir að geta spilað
bridge seinnipartinn í dag. Spil-
ið þér?
OPEL
— Já, ég spila. Hann vissi,
að hann var ekki sérlega altileg-
ur, en hann var hræddur um, uð
Kuwetli ætlaði að fara að hanga
utan í honum.
— Kannski við gætum orðið
fjögur, ha?
— Já, alveg sjálfsagt.
— Ég spila ekki vel. Þetta er
erfitt spil.
— Já. Hann sá útundan sér,
að Josette var að koma gegn um
dyrnar og út á þilfarið.
Kuwetli renndi augunum í átt
ina til hennar. Hann glotti. I
eftirmiddag þá hr. Graham.
— Já, ég er strax farinn að
hlakka til.
Kuwetli fór og Josette gekk
til hans.
— Hvað var hann að segja?
— Hann var að bjóða mér í
bridge. Eitthvað í svipnum á
henni kom hjartanu í honum til
að hamast. — Náðirðu í hana?
sagði hann.
Hún hristi höfuðið. — Taskan
var læst, og hann hefur lykil-
inn.
Hann fann svitanum slá út
um sig allan. Hann glápti á
hana og leitaði að einhverju til
að segja.
— Hversvegna líturðu svona á
mig? sagði hún reiðilega. —■
Ekki get ég gert að því þo að
hann hafi töskuna sína læsta.
— Nei, þú getur ekki að því
gert. Hann vissi nú upp á hár,
að hún hafði aldrei ætlað sér að
ná í byssuna. Og það var ekki
láandi. Það var ekki hægt að
ætlast til þess, að hún færi að
gera sig að þjóf fyrir hann.
Hann hafði ætlazt til ofmikils
af henni. En hinsvegar hafði
hann reitt sig á þessa skamm-
byssu hans José. í guðs bænum,
hvað átti hann nú til bragðs að
taka?
Hún lagði höndina á handlegg
inn á honum. —-Ertu reiður við
mig?
Hann hristi höfuðið. — Hvers
vegna ætti ég að vera reiður?
Ég hefði átt að hafa vit á að
hafa skammbyssuna mína í vas-
anum. En ég reiddi mig bara á.
að þú útvegaðir mér hana. Þetta
er allt sjálfum mér að kenna.
En, eins og ég sagði þér, þá er
ég ekki vanur að bera vopn.
Hún hló. O, þú þarft ekki að
hafa neinar áhyggjur. Ég get
sagt þér nokkuð: Þessi maður
er ekki með neina byssu.
— Hvað? Hvernig veiztu það?
— Hann gekk á undan mér
upp stigann, þegar ég var að
koma up pnúna rétt áðan. Föt-
in utan á honum voru þröng og
Nýtt glæsilegt útlit — 12 volta rafkerfi.
Stærri vél — aukin hæð frá vegi.
Stærri vagn — og fjöldi annarra nýjunga.
Véladeild SÍS, Armúla 3. Sími 38900.