Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 1
48 síður og Lesbók 53. árgangur 267. tbl. — Sunnudagur 20. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vopnahlé um jólin? Rusk kýður sföðvun hernaðaraðgerða Washington, 19. nóv. (AP) DEAN RUSK, utanríkisráð- herra, ræddi við fréttamenn í Washington í gærkvöldi. — Gaf hann þá í skyn að Banda ríkjastjóm væri reiðubúin til að fallast á stöðvun allra hernaðaraðgerða í Víetnam, bæði á landi og í lofti, yfir jólin og áramótin, eins og þau eru haldin samkvæmt kín- verska dagatalinu. „En,“ sagið Rusk, „ég vil ekki láta túlka orð mín þannig að vO'n sé á langvarandi stöðvun lofitár- ósanna.“ Utanrikisráðherrann sagði að Bandaríkjastjórn hafi öðru hvoru, allt frá því í janúar sl., xeynt áð fá úr því skorið hver yrðu viðbrögð Viet Oong skæru- liða og stjórnarinnar í Norður- Víetnam ef hlé yrði gert á hern- aðaraðgerðunum yfir hátíðirnar. En þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir hafa engin svör fengizt. Bandaríkjiamenn gerðu í fyrra 37 daga hlé á laftárásum á Norður- Víetnam um jólaieytið. Rusk sagði fréttamönnum að það væri undir stjórninni í Suð- ur-Víetnam komi'ð, og að nokkru leyti einnig skæruliðum Víet Cong, hvað gerðist í Víetnam um jólin. Vildi ráðherrann ekki stað- hæfa neitt um stöðvun árásanna, nema svar bærist frá Norður- Víetnam um samsvarandi að- gerðir. af þeirra hálfu. Hann sagði að það væri sök stjórnar- innar í Norður Víetnam að enn væri barizt í Suður Víetnam. Stjórnin fyrir norðan hefði jafn- an neitað öillum vfðræðum er miðuðu að því að reyna að koma á friði. 4CI0 handlekn- br í BeCrjBf? Beirut, Líbanon, 19. nóv. — AP: — DAGBLAÐIÐ „The Daily Star“ í Beirut segir í dag, að stjórn landsins hafi látið handtaka 400 manns, allt stuðningsmenn Nass erista — til þess að koma í veg fyrir, að þeir hleyptu upp fjölda fundi, sem halda átti á vegum stjórnarinnar til þess að minnast þess, er Baath sósíalistar voru hraktir frá völdum í Irak í nóv- ember 1963. Tékkar segjast taka njósnara — Harin var handtekinn er sovézk flugvél lenti vegna „bilunar" i Prag ' Prag, 19. nóv. — NTB. TÉKKNESKA fréttastofan Ce- teka hélt því fram í gær, föstu- dag, að bandarískur maður af tékkneskum ættum, sem hand- tekinn var í Prag nýlega, hafi á sínum tíma skipulagt njósnahring 28 manna í Tékksólsóvakíu. Fréttastofan hélt því fram, að maður þessi, sagður heita Vladi- mir Komarek og vera fertugur að aldri, hafi fengið skólun í njósnafræðum erlendis, og að hann hafi séð njósnahringnum fyrir vopnum, radíósenditækj- um og verulegum fjárupphæð- um. Komarek var handtekinn eftir að sovézk Aeroflot-flugvél, sem hann var farþegi í á leið- Fiamhald á bls. 31. JVíynd þessi er tekin úr Gemini 12 þegar geimfarið náði Agena-eldflaugarhlutanum úti í geimnum fyrr í vikunni. Var hér um að ræða síðustu tilraunina, sem gerð verður með Gem ini-geimför. Næstu tilraunir Bandáríkjamanna á þessu sviði verða með þriggja manna Appolo-geimför, og héí jast þær á næstunni. HAUST. Polinmóð bíða nakin tré í Bæjarfógetagarðinum bevri tíma — þess græiía, sem gerist á vorin. (Ljósm. Olafur K. Magnússon) Óeirbir i Miinchen: ÞjóHemissinnar eg and-naz istar í Munchen, 19. nóv. (AP—NTB).| KOSIÐ verður til fyíkisþingsins í Bayern á morgun, sunnudag, og er úrslitanna beðið mcð nokkurri eftirvæntingu, því tal- iff er að þau geti haft nokkur álirif á lausn stjórnarkreppunn- ar í Vestur Þýzkalandi. í gærkvöldi kom til óeirða í Munchen. Ilöfðu þjóðernissinna boðað til útifundar á Circus Krone íþróttaleikvanginum, en ftjíu fáÍB*iISÍ ú IBifigsSysi Hayward, 19. nóv. — NTB: BANDARiSK sprengjuflugvél af gerðinni B-52 hrapaði í gær- kveldi í nágrenni Hayward í Wisconsin. Áhöfnin var níu menn og fórust þeir allir, borgaryfirvöldin bannað fund- inn. Stúdentar andvígir nazist- um fjölmennlu að leikvanginum, og lenti þar saman við þjóð- ernissinna, sem taldir eru undir miklum nazistaáhrifum. Skarst lögreglan í leikinn, og voru nokkrir menn handteknir. Alls eru þingsæti í Bayern 204, og skiptast nú milli flokk- anna þannig: Kristilegir demó- katar 110, Jafnaðarmenn 79, Frjálsir demókratar 10, og Bay- en-flokkurinn 5. Talið er senni- legt að jafnaðarmenn muni vinna eitthvað á, en kistilegir demókrtar tapa lítillega. Kurt Georg Kiesinger, kanzl- araefni kristilegra demókrata, hefur lýst því yfir að úrslitin í Bayern geti haft mikil áhrif á það hvort hann eða Willy Brandt, leiðtogi jafnaðarmanna, verði næst kanzlari Vestur Lýzkalands. Erfitt er að spá um það hvernig þjóðernissinnar fara út*. úr kosningunum. Talsmenn flokksins eru bjartsýnir, og vitna í kosningarnar í Hessen fyrir skömmu. Þar hlaut flokk- I urinn 7,9% atkvæða og í fyrsta j sinn menn kjörna á fylkisþing í Vestur Þýzkalandi. Flokkinn I skipa öfgasinnaðir hægrimenn, , og meðal þeira eru margir, sem áður fylgdu nazistaflokki Hitlers. Á stefnuskrá þjóðernissinna er I m. a. úrsögn Vestur Þýzkalands úr Atlanshafsbandalaginu, brott flutningur alls erlends herliðs úr landi og niðurfelling réttar- halda yíir stríðsglæpamönnum. Moskvu, 19. nóv. — AP: MICHLL Debre, fjármálaráð- I herra Frakklands, er um þessar | mundir staddur í Moskvu. í morgun ræddi hann við Alexei Kosygin um fyrirhugaffa sam- vinnu Frakka og Rússa á sviffi vísinda, efnahagsmála og tækni- mála. Ennfremur lögðu þeir á ráffin um heimsákn Kosygins tíi Frakklands, sem fyrirliuguð er I í r.æsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.