Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. nðv. 19BS
MORGUNBLABIÐ
5
fslendingar eru eftirbátar ná-
grannaþjóða í tryggingamálum
Rætt við Erðend Lárusson, tryggingafræðing
Nýkominn er hingað til
lands frá Svíþjóð Erlendur
L,arusson, tryggingarfræð-
ingur, til starfa sem trygg-
ingafræðilegur fram-
kvæmdastjóri hjá einu
tryggingafélaganna hér í
borg, og átti blaðið viðtal
við hann í því tilefni fyrir
skömmu.
• „Þú hefur dvalizt Iengi í
Svíþjóð, Erlendur, er það
ekki?
„Jú, ég hef ásamt fjölskyldu
minni, verið búsettur í Stokk
hólmi mikið til síðustu 10 ár
in, en fluttist heim í maílok
í ár. Var ég fyrst við nám í
tryggingarfræði og stærðfræði
legii statistik við háskólann
þar, og var mér, að því loknu
boðin staða við hina trygg-
ingafræðilegu og statistisku
vísindadeild háskólans við vís
indarannsóknir og úrlausn
hagnýtra verkefna í þesum
fræðum, en deildin tekur að
sér hverskonar verkefni, er
þörf er talnalegrar úrvinnslu
eða skipulags á talnasöfnun.
Starfaði ég þar síðustu 5 ár-
in“.
• „Hvers eðlis voru þau
verkefni sem þú hafðir
með höndum?
„Þau voru bæði fræðileg og
hagnýt. Fyrr á tímum — og
svo er raunar oft enn — setti
fólk statistik, eða töluvísi,
eins og hún er kölluð, ein-
göngu í samband við langar
talnarunur og leiðinlegar töfl
ur, þar sem í hæsta lagi var
reiknað út meðalgildi eða hlut
fallstala. Nú er töluvísi há
þróuð vísindagrein, eða safn
vísindagreina, sem reistar eru
á stærðfræðilegum grund-
velli. Einkum síðustu 3
til 4 áratugi hefur verið
byggt upp hugmyndakerfi og
á því reistar aðferðir og kenn
ingar, sem samkvæmt reynsl
unni hafa mikið hagnýtt gildi
á sama hátt og hin hreina
stærðfræði. Líkindareikning-
urinn er hinn stærðfræðilegi
grundvöllur að flestum grein-
um töluvísi, og óvissan um
nútíð og framtíð í smáu sem
stóru sá hráviður, sem fræði-
greininni er beitt á. Óvissan
um vinning í happdrætti eða
spili eru einföld dæmi, óvissa
tryggingafélags um tjóna-
fjölda og tjónastærðir, óvissa
fyrirtækja um framleiðslu,
sölu og í framhaldi af því
magn nauðsynlegra vöru-
birgða, úvissa um nauðsynleg
an fjólda símalína í skipti-
borði eða fjölda afgreiðslu-
borða í verzlun, til þess að
annars vegar þurfi viðskipta
vinir ekki að bíða of lengi
eftir afgreiðslu, og hins vegar
að línur og borð standi ekki
ónotuð um of, óvissa læknis
um notagildi nýrra lyfja eða
nýrra læknisaðferða og ó-
vissa fiskimanns um veiði-
magn og sveiflur í fiskistofni
eru nokkur dæmi til viðbótar.
Hvernig á að velja úrtak úr
stórum hóp til að rétt mynd
af hópnum fáist? Getur það
átt við úrtak fólks við skoð-
anakönnum, framleiðslu á
skrúfum í verksmiðjum, þar
sem þörf er að fylgjast með
gæðum, eða orð og setningar
í fornritum, þegar um ákvörð
un höfundar er að ræða, svo
að eitthvað sé nefnt?
Tölvísinni er beitt á hin
fjölbreytilegustu fyrirbæri í
vorri veröld, og innan fjöl-
margra annarra vísindagreina
er hún ómissandi þáttur, enda
hefur tötuvísi stundum verið
nefnd málfræði vísindanna.
Eðlisfræði, líffræði og sálar
fræði eru nokkur dæmi um
vísindagreinar, þar sem töl-
vísi er beitt, og þar sem hún
hefur þróazt á ákveðinn hátt
í samræmi við eðli hverrar
vísindagreinar. Ein nýjasta
grein töluvísi, sem enn er á
miklu byrjunarstigi, fæst við
tilraunir til að skilgreina á
kerfisbundinn hátt, hvernig
manneskjan lærir, hvernig
hún tekur við upplýsingum
utan að frá, og sarneinast þar
að vissu leyti þær 3 greinar
er að ofan voru nefndar, þ.e.
eðlisfræði, líffræði og sál-
fræði
Það er staðreynd, að töl-
vísin getur gefið margvís-
legar upplýsingar um hin ó-
líkustu fyrirbæri, og stað-
reynd, sem mörgum finnst
mótsagnarkennd, er það, að
sé úrtak valið úr hóp, full-
komlega af handahófi, má oft
með mjög mikilli nákvæmni
segja til um ýmis sameigin-
leg einkenni hópsins, jafnvel
þótt úrtakið sé aðeins 25—30
einingar. og að hópurinn sam
an standi af milljónum ein-
inga“.
• „Hjá tryggingafélögum
hefur tölvísinni verið
beitt á hagnýtum grund-
velli, er ekki svo?
„Líftryggingafélög eru gott
dæmi um hagnýta notkun
töluvísi, og má segja, að rekst
ur líftryggingafélaga sé alger
lega reistur á starðfræðileg-
um iíkindagrundvelli, enda
eru elztu dæmi gagnaúr-
vinnslu einmitt um söfnun
upplýsinga um mannfjölda-
sveiflur og dánartíðni.
Ýmsar athyglisverðar kenn
ingar hafa einnig komið fram
hin síðari ár um iðgjaldakerfi
annarra tryggingagreina, t. d.
bílatrygginga, þannig að von
andi verður þess ekki langt
að bíða, að unnt verði að
byggja upp jafn-heilsteypt
hugmyndakerfi og nú er til í
líftryggingum einnig í öðrum
greinurn trygginga. Hefur til-
koma rafreikna og bókhalds
véla átt drjúgan þátt í því,
að kleift er að athuga reynslu
liðinna ára á hagkvæman hátt
°S byggja úr þeirri reynslu
almennar aðferðir og kenn-
ingar, sem nota má síðan um
framtíðina".
• „Hvernig lízt þér á íslenzk
tryggingamál"?
„Um þau mætti margt rita,
en það, sem maður verður
fyrst fyrst var við,
er hve tiyggingar almennt
eru tiltölulegar lítið út
breiddar meðal almenninigs,
og umhugsun fóilks takmörk-
uð, að því er virðist, um þörf
þess að byggja upp þjóðfélags
legt öryggi sitt með hvers
kyns frjiálsuim tryggingum. Sú
staðreynd, að tryggingaskil-
málar á fslandi ná í mörgum
tilfellum skemmra að inni-
haldi en hjá nágrannaþjóðum
okkar, og að bætur eru oft og
tíðum lágar, á sjlálfsag't sinn
þátt í þessu. Einnig veldur
þessu örugglega sú staðreynd,
að oft skortir á, að trygginga-
félögin hér á landi sýni þann
þjónustuanda við trygginga-
taka, sem æskilegur og nauð-
synlegur er í nútíma þjóðfé-
lagi. Hin sívaxandi velmegun
og þar með síaukin fjármuna-
söfnun eins-taklinga og fjö'l-
skyldna veldur þvtí, að trygig-
ingaþarfir almennings eru
imiklar, og meiri en margur
gerir sér grein fyrir, og hlut-
verk tryggingafélaga því mik-
ið að vekja áhuga á þessari
þörf, svo og að gera trygging-
ar sem hagkvæmast úr garði.
Sem dæmi má nefna fjöl-
skyldu, er hefur komið sér
upp íbúð eða húsi, með lán-
um, og á á haettu að missa
íbúðina, ef fyrirvinnan fellur
frá.
Tryggingafé'lög eiga fyrst
og fremst að vera þjónustu-
fyrirtæ-ki fyrir trygginga-taka,
samræma þar-f iðgjö-ld og skil-
mála, auka þarf fjölbreytni í
tryggingum og gera skibnála
að miklum mun víðtækari en
nú er, þannig að alm-enningur
geti gengi'ð í hvaða trgyginga-
félag sem er og verið viss um
að fá hagkvæ-ma og viðtæka
tryggingu, sem fullnægir þörf
um hans í flestum atriðum.
Almenningur hefur takmark-
aða möguleika á því að setja
sig inn í skil-mála í einstök-
um atriðum og á að geta geng
ið að því vísu, að ekki sé eitt-
hvert mikilvægt atriði einmitt
undante-kning í skilmálum
þess félags, er hann tryggir
sig hjá.
# „En er ekki samkeppnin
holl, til þess að hindra,
að einokun leiði til
óhagstæðra iðgjalda?"
„Sa-mkeppni í nútíma-
tryggin-gafélagi á að fara
fram í hagkvæmum rekstri
og þjónustu vi'ð tryggin-ga-
taka. Ástandið í íslenzkum
tryggingamálum í dag minnir
að sumu leyti á ástand það,
er ríkti í Svíþjóð fyrir 40 ár-
um. Þá ris-u upp ný trygg-
ingafélög þar, eins og gorkúll-
ur, á þann hátt, að safnað var
saman s-ki-lmálum og iðgja-lda-
töxtum þeirra félaga, sem fyr
ir voru, einu eða tveimur nýj-
um atriðum bætt i skilmúla og
iðgjöld laekkuð. Félög þessi
voru oft lí-ti'l með ónóga sjóði
og rekstrar-fé, og s-tjórnað af
harðsvíruðum businessmönn-
um eða valdafíkn-um náung-
um, sem ekki báru skyn á
tryggingamál. Þar kom að lok
um, áð iðgj-öldin urðu of lág
fyrir minnstu f-élögin, sem
þar með hurfu úr sögunni,
en af þessu skapaðist slí-k ó-
reiða og óöryggi fyrir trygg-
inkataka og iryggingaifé1!, að
tryggingamenn settus-t á rök-
stóla unj þessi mál. Var sett á
fót eftirlit með tryg-gingafé-
lögum, og tryggingafélögin
ákváðu að reisa rekstur sinn
á samkeppni í kostnaðarhlið
og þjónustu, en iðgjaldaskil-
málar og taxtar yrðu að
mestu samræmdir. Trygginga
félögin yrðu rekin á traust-
um grundvelli og réttur trygg
ingatakans skýlaus. Trygg-
ingafélögin yrðu rekin út frá
Erlendur Lárusson,
tryggingafræóingur.
þeim meginsjónarmiðum, að
rekstrarlegt öryggi trygg-
ingarfélagsins og hagur trygg-
ingatakans yrðu tryggð. Átti
þetta fyrst við um liftrygg-
ingar, en aðrar greinar hafa
komið á eftir. Bílatryggingar
í Svíþjóð hafa verið undan-
tekning að því leyti, að viss
samkeppni hefur verið í þeim
efnum fram á þennan dag, en
nú hafa bæði taxtar og ið-
gjöld að mestu verið sam-
ræmd einnig í þeirri grein“.
• Eiga tryggingafélög að
vera hlutafélög eða gagn-
kvæm félög?
„Miklar umræður urðu um
þetta atriði fyrir nokkrum
áratugum á Norðurlöndum,
og var það þá rætt til hlítar.
Hlutafé er til þess að veita
tryggingafélagi styrkan rekstr
argrundvöll frá byrjun og
stuðlar að nettóiðgjöldum
þegar frá upphafi. Gagn-
kvæm félög byggja upp sjóði
frá tryggingatökum eða öðr-
um aðilum og greiða svo arð,
ef vel gengur. Hluthafarnir
fá réttmæta vexti fyrir þá
þjónustu, sem þeir láta af
hendi með því að leggja fé í
reksturinn. Hvort tveggja
skipulagið á jafnmikinn rétt
á sér“.
• „Hvað segirðu um þau
átök, sem hér urðu fyrir
nokkru í sambandi við bíla-
tryggingar?"
„Nauðsynlegt var að koma
á þeirri nýjung, sem lengi
hefur tíðkazt meðal ná-
grannaþjóða okkar, að verð-
launa þá, sem ekki valda
tjónum, í ríkara mæli en áð-
ur hafði verið gert. Er raun-
ar furðulegt, að félög þau,
sem hafa yfir að ráða margra
ára tölvíslegu efni um bíla-
tryggingar ,skyldu ekki með
hjálp gagnaúrvinnslu byggja
upp iðgjaldakerfi fyrr. sem
samrýmdist betur kröfum nú-
tímans og þörfum neytenda.
Hins vegar er ekki þar með
sagt, að nú sé í gildi það bíla
tryggingakerfi, sem hag-
kvæmast sé og bezt henti okk
ar aðstæðum. Með keríis-
bundinni úrvinnslu þeirra
gagna, sem fyrir liggja, ætti
að vera hægt að ná nú þegar
lengra á því sviði.
Það, sem einkum er ábóta-
vant í bílatryggingum er, að
mínu áliti, hve bætur þær er
greiðast, þegar slys verða, eru
lágar og miklu lægri en tíðk
ast hjá nágrannaþjóðunum,
svo og það óöryggi þjóðfélags
þegnnaa, sem í því er fólgið,
að farþegatrygging skuli ekki
sjálfkrafa og í öllum tilfell-
um vera falin í hinni lög-
boðnu ábyrgðartryggingu“.
• „Hvað álítur þú, að helzt
sé ábátavant í öðrum
tryggingagreinum?”
„Mikil deyfð ríkir hér í líf-
tryggingum almennt. Er hálf-
gert öfugstreymi, að, eins og
nú er, er bifreið heimilis oft
tryggð gegn öllum hugsanleg
um skrámum, en fyriivinna
eða fjölskylda alls eigi.
Verðbólgan á að vísu sök á
því að miklu leyti, að almer.n
ingur hefur misst trú á þess-
um tegundum trygginga.
Hins vegar hefur of iítið ver-
ið gert af því að gera ljósa þá
staðreynd, að vissar líftrygg-
ingar koma verðbólgunni
jafnlítið við og t.d. bruna-
tryggingar, og að ýmsar iíf-
tryggingar jafnvel með vissri
sparifjármyndun má gera
þannig úr garði, að þær
standist verðbólgu að mestu
leyti, enda seljast slíkar
tryggingar í öðrum löndum,
þrátt fyrir verðbólgu. Frjáls-
ar sjúkra- og slysatryggingar
eru einnig lítt útbreiddar.
Virðast þessar tryggingar nær
óplægður akui hérlendis. Má
í þessu sambandi geta þess,
að t.d. í löndum eins og
Kanada óg Svíþjóð, sem hafa
mjög háþróað almannatrygg-
ingakerfi, eru um leið frjáls-
ar líf- sjúkra- og slysatrygg-
ingar útbreiddari en víðast
annars staðar, og sýnir það,
að einstaklingsbundnar trygg
ingaþarfir fólks vaxa vio
bætt almannatryggingakerfi,
þar eð auga þess opnast fyrir
nýjum og fjölbreyttari þörf-
um.
Ein tegund trygginga, sem
hér er nær óþekkt fyrir-
brigði, eru frjálsar hóntrygg
ingar starfsmannahópa og
stéttarfélaga. Eru tryggingar
þessar amerískar að upp-
runa, bárust til Evrópu eftir
síðustu heimsstyrjöld og hafa
náð mikilli útbreiðslu víða í
Evrópu, þar á meðal á Norð-
urlöndum. Ná tryggingar
þessar yfir iíf- sjúkra- og
slysatryggingai. Hóptrygging
Framhald á bls. 14.
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Hvað veldnr því, að tryggingar eru lítt út- j
breiddar meðal almennings á íslands? — ■
Skortir á þjónustuanda hjá tryggingafélög- j
um hér? — Ástandið í tryggingamálum hér :
minnir á ástandið í Svíþjóð fyrir 40 árum. — *
Lágar bílslysabætur. — Bílfarþegatrygging *
ætti sjálfkrafa að vera innifalin í hinni lög- j
boðnu ábyrgðartryggingu. — Deyfð í líf- j
tryggingum. — Bíll fjölskyldunnar tryggð- !
ur, en fyrirvinnan ekki. — Frjálsar líf-, j
sjúkra- og slysatryggingar lítt þekktar á ís- j
landi. — Hóptryggingar starfsmanna eru j
ódýrar, en nær óþekktar hér. j