Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÚ Sunnudagur 20. nóv. 1966 mMMBWÆEBL^ Eric Ambler: Kvíðvæníegt ferðaiag tók sér eina. — Ég fékk heim- sókn af Haller prófessor fyrr í kvöld, bætti hann við, en mundi þá hve þunn þilin voru og leit á þau. Kuwetli kveikti á eldspýtu og rétti hana fram. — Herra próf- essor Haller er mjög eftirtektar verður maður, finnst yður ekki? Hann kveikti í hjá Graham og sjálfum sér og slökkti þvínæst á spýtunni. — Káetumar hérna báðum megin eru auðar, sagði hann. — Þá....... — Afsakið, sagði Kuwetli, — viljið þér lofa mér að tala frönsku? Ég er ekki sérlega stál sleginn í enskunni, en þér talið vel frönsku. f>á skiljum við hvor annan betur. — Já, alveg sjálfsagt. — Já, þá getum við talað al- mennilega saman. Kuwetíi sett- ist hjá honum á kojuna. — Hr. Graham, ég ætlaði að kynna mig yður á morgun. I>egar Frakkinn spurði mig frá hvaða fyrir tæki ég væri, varð ég að segja Pazar & Co., af því að það hafði ég sagt yður. Því miður er það fyrirtæki nú alls ekki til. Maðurinn varð auðvitað hissa. Ég gat hindrað hann í að koma með fleiri spurningar þá, en ég bjóst við, að hanr. mundi ræða þetta við yður seinna. Nú var brosið horfið og með því þessi meinleysislegi sauðarsvipur, sem hafði í augum Grahams táknað tóbakssalann. í staðinn var kominn einbeittur munnsvipur, og snör brún augu, sem skoðuðu hann nú með ein- hverju, sem líktist góðlátlegri fyrirlitningu. — Hann ræddi það alls ekki. — Og yður grunaði ekki, að ég færi að koma mér hjá spurn ingunum hans? Hann yppti öxl- um. — Maður er alltaf með þess ar óþörfu varúðarráðstafanir. Fólk er svo miklu trúgjarnara en maður heldur. — Hversvegna hefði mig átt að gruna nokkuð? spurði Gra- ham fyrtinn. Það, sem ég skil ekki er, að þér skylduð ekki gefa yður fram við mig undir eins og þér vissuð, að Banat var kominn hingað um borð. Ég býst þó við, bætti hann við, meinfýsnislega, — að þér vitið, að Banat er hér um borð? — Já, ég veit það vel en til þess eru þrjár ástæður, að ég sneri mér ekki til yðar. Hann hóf feitu fingurna á loft. — Haki ofursti benti mér á, að afstaða yðar til tilrauna hans til að vernda yður, væri fjandsamleg, og mér væri betra að vera yður ókunnur, nema þá brýn nauðsyn væri á ferðinni. í öðru lagi hafði Haki ofursti lítið álit á hæfileika yðar til að leyna tilfinningum yðar, og benti mér á, að ef ég vildi varðveita mína raunveru- legu persónu, væri betra, að ég segði yður alls ekki hver hún væri. Graham var orðinn blóðrjóður í framan. — En þriðja ástæðan þá? — í þriðja lagi vildi ég sjá, hvað Möller og Banat hefðust að. Þér segið mér, að Möller hafi talað við yður. Ágætt. Ég vildi gjarna fá að vita, hvað hann hafði að segja. Nú var Graham orðinn reiður. — Áður en ég fer að eyða tíma mínum í það, sagði hann, kulda lega, vildi ég biðja yður að sýna mér skilríkin yðar. Enn sem komið er, hef ég ekki nema orð Möllers fyrir því, að þér séuð tyrkneskur njósnari. Ég er þeg- ar búinn að gera hinar og þess- ar vitleysur í þessari ferð og langar ekki til að gera fleiri. 33 Honum til furðu, glotti Ku- wetli. — Það gleður mig, að þer skulið vera í svona ágætu skapi. hr. Graham. Ég var farinn að hafa áhyggjur. Þegar svona stendur á, gerir viskíið meira ó- gagn en gagn, fyrir taugarnar. Afsakið. Hann sneri sér að jakk anum sínum, sem hékk á snaga og dró upp úr vasanum á hon- um bréf, sem hann rétti Gra- ham. Þetta fékk Haki ofursti mér til að fá yður. Ég held, að þér munið taka það gott og gilt. Graham leit á það. Þetta var venjulegt meðmælabréf ritað á frönsku á bréfsefni tyrkneska innanríkisráðuneytisins. Það var stílað til hans persónulega og undirritað Zia Haki. Hann stakk því í vasa sinn. — Já, hr. Kuwetli. Þetta er al veg fullnægjandi. Ég bið yður afsökunar, að ég skyldi vera að tortryggja yður. — Það var ekki nema alveg rétt af yður að gera það, sagði Kuwetli settlega. — Og nú skul- uð þér segja mér frá hr. Möller. Ég er hræddur um, að yður hafi orðið illt við, þegar Banat kom hér um borð. Ég hafði sam- vizku af því að vera að halda yður í landi í Aþenu. En það var hins vegar nauðsynlegt. En hvað Möller snertir........ Graham leit snöggt á hann. — Bíðið andartak! Er það ætlun yðar að segja mér, að þér hafið vitað, að Banat mundi koma um borð? Er það meiningin, að þér hafið verið að tefja mig uppi í Aþenu með öllum þessum bjána spurningum, aðeins til þess að ég skyldi ekki uppgötva, að Banat var um borð? Kuwetli varð kindarlegur á svipinn. — Það var nauðsynlegt. Þér verðið að skilja....... — Þetta er ósvífnislegt....... æpti Graham öskuvondur. — Bíðið andartak, svaraði Kuwetli hvasst. — Ég var að segja, að það hefði verið nauð- synlegt. í Canakkale fékk ég skeyti frá Haki, þar sem sagði, að Banat væri farinn úr Tyrk- landi, og það væri hugsanlegí, að hann kæmi um borð í Pireus, og..... — Þér vissuð það þá. Og samt...... — Leyfið mér að tala út, herra minn. Haki ofursti bætti því við, að ég yrði að halda yð- ur kyrrum hérna á skipinu. Og það var skynsamlegt. Hér um borð getur ekkert komið fyrir yður. Banat hefði getað verið að fara til Pireus til þess að hrekja yður í land og þar hefði allt hugsanlegt getað komið fyrir yður. Bíðið þér svolítið. Ég fór með yður til Aþenu, sumpart til að gæta þess, að ekki yrði á yð- ur ráðizt í landi, og sumpart til þess, að ef Banat kæmi um borð, þá sæjuð þér hann ekki fyrr en við værum komnir af stað. — En hversvegna í ósköpun- um tók Haki ekki bara Banat fastan og tafði hann það lengi, að hann næði ekki í skipið?. — Af því að þá hefði bara ver ið settur annar maður í hans stað. Við þekkjum Banat. En ó- kunnugur hr. Mavrodopoulos hefði getað valdið okkur nýjum vandræðum. — En þér segið, að hugmynd Banats eða þá öllu heldur Möll- ers hafi verið sú að hrekja mig af skipinu. Ekki gat Banat vitað, að ég þekkti hann? — Þér sögðuð Haki ofursta, að yður hefði verið bent á Banal í klúbbnum. Þá var Banat að haía auga með yður. Hann mu'ndi sennilega vita, að þér hefðuð tek ið eftir honum. Hann er enginn viðvaningur. En þér sjáið tii- gang Hakis með þessu? Ef þeir vonuðust eftir að geta rekiö yð- ur á land, til þess að drepa yð- ur þar, þá hefði þeim verið betra að gera tilraun til þess og mistakast, heldur en hitr, að allt hefði verið eyðilagt fyrir þeim, og þeir ekki haft svigrúm til að grípa til annarra ráða. En það vill nú svo til, bætti hann við í glaðlegum tón, — að peir höfðu ekki í hyggju að reka yð- ur í land, svo að varúðarráðstaf anirnar mínar urðu til einskis. Banat kom um borð og faldi sig í káetunni sinni, þangað til haín sögumaðurinn var farinn frá borði. — Já, einmitt! hreytti Gra- ham út úr sér. — Ég hefði getað farið í land og náð í lest og þá væri ég nú kominn til Parisar, heill á húfi. Kuwetli íhugaði þessa athuga- semd stundarkorn en hristi svo höfuðið hægt. — Það held ég ekki. Þér hafið alveg gleyint honum hr. Möller. Ég held ekki, að hann og Banat hefðu orðið lengi hér um borð, ef þér hefð- uð ekki verið kominn þegar lagt var af stað. Húsbyggjendur — Góð kaup 30—40 ferm. miðstöðvarketill ásamt góðu kyndi- tæki til sölu á tækifærisverði. Upplýsingar í síma 22722 og 23431. Breiðfirðingabúð Gömlu dunsurnir í kvöld Dansstjóri: Hinn vinsæli Helgi Eysteinsson. Miðasala frá klukkan 8. Frystikleíuhurðir — Kælik’eluhurðir Standard stærðir fyrirliggjandi. Úiihurðir tekk og fleiri efni. Smíðaðar eftir sér málum. Trésmiðju Þ. S. Nýbýlavegi 6. — Sími 40175. H S í ÞRÓTT UR H K R R HANDKNATTLEIKSHEIMSÓKN V-ÞÝZKI) MEISTARANNA OPPUM — FRA í Laugardalshöllinni, mánudag 21. nóvember 1966 kl. 8,15. Forleikur: Unglingalandsliðið — Þróttur. Forsala aðgöngumiða í bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.