Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLADIÐ Sunnudagur 20. nóv. 1966 N Ý SENDING þýzkar kulilahúfur GLIJGSIISiN LAUGAVEGI 4 9. Vorumarkaður Síðasta söluvika. Opið frá kl. 1.00—6.00 e.h. Notið einstakt tækifæri og gerði góð kaup. Listamannaskálanum. Skr ál stof usi arf Viljum ráða ungan mann (pilt eða stúlku) til skrif- stofustarfa úti á landL — Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun. Umsóknir með meðmælum, ef til eru, leggist inn á afgr. Mbl., fyrir 30. nóv. nk., merkt: „Vestfirðir — 3510“. Dömur athugið! kaupið nú í kuldanum þykku, sterku 60 lykkju HliDSOI\2-sokkana Fást í flestum verzlunum. Margföld ending — tízkulitir. Davið S. Jónsson & Co. hf. Hnsbyggjendnr nihugið! Höfum aftur á lager hin smekklegu vestur-þýzku ál-svalarhandrið. Járnsmiðja GRÍMS JÓNSSONAR Bjargi v/Sundiaugaveg — Sími 32673. íspdr Eimrsson dýrulæknir ssxtugur ÁSGEIR Einarsson dýralæknir er sextugur á morgun. Engum dettur neinn aldur í hug sem hittir hann léttann' og snarann í öllum hreyfingum, s'glaðan í skapi, hvort heldur er á nótt eða degi, þegar hann er að koma í lækniserindum til bændanna. En samt er það svo að árin fær- ast yfir hann sem aðra menn, þó enginn sjáist merki þess. Ásgeir er fæddur í Reykja- vík 21. nóv. 1906. Foreldrar hans voru hjónin Þórstína Gunnars- dóttir frá Djúpavogi og Einar Ólafsson frá Stórafellsöxl á Hval fjarðarströnd. Ásgeir mun að mestu alinn upp hjá föðurbróður sínum Sigurjóni Ólafssyni skip- stjóra og síðar bónda í Norður- Gröf í Kjalarneshreppi og konu hans Guðlaugu Sigurðardóttur, enda talaði Ásgeir alltaf um þau sem fósturforeldra sína. Þar i^ynntist ég Ásgeir fyrst sem ung lingi í N-Gröf, eftir að þau fluttu þangað til búskapar Sigurjón og Guðlaug 1922, og bjuggu þar fram yfir 1930. í>á veitti maður fljótt þessum knáa unglingi eftir tekt, þar sem hann og fóstbróðir hans voru að þreyta margskonar íþróttir á Sandskeiði austan Grafarhálsins. • Þar var Ásgeir og þeir með alls konar æfingar og aflraunir. Ég fór oft þessa leið á þeim árum, þegar mest var ferðast á hestum. Ég sá oft Ásgeir og þá á Sandsléttunni við íþróttaæfingar sinnar, og hafði gaman af að sjá til strákanna. Enda náði Ásgeir miklum ár- angri og varð fjölhæfuríþrótta- maður, og stóð framarlega í sum um greinum, setti til dæmis nýtt íslenzkt met í spjótkasti eitt sinn ef ég man rétt, enda var Ásgeir mikill þrekmaður, harðgerður, sterkur vel og fylginn sér, sem kom honum að góðu haldi og hann bjó að síðar í vondum ferð um í stórum og erfiðum dýra- læknishéruðum. Ásgeir var í menntaskólanum þessi árin og varð stúdent 1927. Stundaði dýralæknisnám í Hann over í Þýzkalandi og Vín frá 1929 til 1934. Varð síðan héraðs- dýralæknir á Austurlandi til 1940. Kom til Reykjavíkur og varð þar prakstíserandi læknir í 10 ár, þar til hann fékk veit- ingu fyrir Gullbr. og Kjósar- sýslu 1950, og hefur verið síðan dýralæknir héraðsins til þessa dags. Hér verður ekki rakinn né rædd læknisþekking og visinda- grein Ásgeirs Einarssonar í dýra lækningum og sýklarannsóknum hans í sauðfjársjúkdómum og fL Það er ekki á mínu færi né okk- ar leikmanna yfirleitt. En við sem höfum skepnur átt, og sótt Ásgeir dýralæknir, og notið þekk ingar hans í margvíslegum sjúk- dómstilfellum og hans mikla dugnaðar í meir en aldarfjórð-, ung, kunnum að meta það og þakka. Á öllum þeim árum eftir að Ásgeir kom frá Austurlandi og settist að í Reykjavík sem dýra- dæknir fór mjög vaxandi skepnu fjöldi hér í Gullbringu- og Kjós arsýslu, einkum jókst kúabú- skapur og svínarækt til muna, þar til nú bara síðustu árin, að kúabúskapur hefur dregist sam- an. Það veitti þessvegna ekki af að hér væri bætt við úngum og duglegum dýralækni sem líka lét brátt sýna sig. Það vissu flestir, sem til Ásgeirs þurftu að leita, að það var fremur tilviljun en vissa, að hitta svo á að dýra- læknirinn væri heima. Það var iðulega suma tíma ársins a.m.k. að hann var að heiman í læknis- erindum langt fram á nætur, og stundum nóttina alla. Var þá leitaður uppi frá einum bæ til annars. En sjaldan kom það að sök, því kona hans vissi næstum alltaf hvert hann ætlaði þegar hann fór að heiman, og hvar helzt væri að ná til hans, og hitt, að næstum aldrei fór hann svo framhjá t.d. símstöð- inni á Brúarlandi, ef hún var opin, að hann léti hana ekki vita hvar hans væri helzt að vænta. Það var heldur ekki ó- sjaldan að frú Lára gat afgreitt ■ meðul sem hún vissi að við áttu, og veit ég að þar á hún þakklæti margra. Oft furðaði mann á bvað Ás- geir læknir gat stundum verið fljétur til, sérstaklega ef hann hafði hugmynd um hvað að var, og ýljcttt þurfti að koma til að- gerðar. Hann var frábaar ferða- maður og lét ekki vont veður, illa færð eða myrkur halda sér. Hann hafði alltaf gott farartæfei, sem hann mátti reiða sig á, þó 'hann lenti í hrí'ðarveðrum, þá líka svo að öllu öðru útbúinn, sem hugsanlegit var að með þyrfti, bvort beldur voru verk- Jæri eða meðul. Ásgeir var fljótur að átta sig á sjúkdiómum, öruggur um bvað gera ætti og áræðinn, og fór oft- ast með sigur af hðlmi með sjúk- dóminn. En í þessu stóra og sfcepnumarga _ dýralæfcnishéraði hefir beilsa Ásg’eirs vttnað um of mifcla áreynslu í starf hans, þrátt fyrir hans miklu líkams- orku og íþróttaástundun á yngri árum. Á ég þar við áfiall sem hann varð fyrir og gerði bann að sjúfclingi í lengri tíma.þesss sem hann a’ð líkindum ber aldrei bæt uru Ásgeir Einarsson kvæntLst 1937 Láru Sigurbjörnsdóttuí’ prests Gísiasonar í Ási við Rvík og Guðrúnar Lárusdóttur. Þau eiga firom börn, sem eru að mestu uppkomin. Ég veit að allir béraðsbúar, sem kynnzt haía Ásgeir dýra- læfcni og notið þekkingar bans og læfenishjálpar munu hugsa tii bans og heimilis bans með hlýju og þafcklæti. Ég er einn þeirra sem yknntist Ásgeir dýraiækni þegar hann var ungur piitur eins og áður segir. Sáðan hana feom suður aftur frá Austur- landg hefir hann feomið á mitt heimili ótal sinnum í lækniser- indum, ævinlega fræðandi og eins og heimamaður. Vil ég á þessum timamótum ævi hans færa bonun og konu hans beztu þafekir og árnaðar- ósfeir frá mér og beimili mínu, Ásgeir verður að heiman. Jónas Magnússon, Loftplötur Nýkomnar amerískar loftplötur í glæsi- legu úrvali. Pantanir óskast sóttar strax. BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORGf HVERFISGÖTU 76 SÍMI 12817 FASTEIGN Félagssamtök vilja festa kaup á húsnæði fyrir starfsmenn sína á góðum stað í borg inni. Til greina kemur húsnæði að stærð 300 til 700 fcrmetrar. Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt: „Húsakaup — 8515“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.