Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 17
Sunnuðagur 29. niv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Slcin«rímur Steinþórsson Steingrímur Steinþórsson var einn þeirra, sem menn fá mætur á við að kynnast 'þeim. Sennilega hefur Steingrímur ekki verið framgjarn onaður og var þó kvaddur til forystu hvar sem hann kom. Áhuga á stjórnmálum átti hann ekki langt að sækja. Móðurafi hans var Jón alþinigis- maður Sigurðsson á Gautlöndum, einn helzti forystúmaður ekki að eins bænda heldur allra íslend- inga á síðari hluta 19. aldar. Tveir synir Jóns á Gautlöndum, þeir Kris-tján hæstaréttardómari og Pétur bóndi á Gautlöndum, urðu ráðherrar og tveir dóttur- synir hans, þeir Haraldur Guð- mundsson sendihierra og Stein- grímur Steinþórsson. Frænka þeirra, Sólveig Eggerz, dóttir Kristjáns og sonardóttir Jón á Gautlöndum, varð ráðherrafrú. Einstakt er, að svo margir frænd ur hafi hafizt tii þvfílíkra virð- inga á þessu tímabili. En Stein- grimur Steinþórsson var ekki einungis gó’ður af frændstyrik sín um heildur og af sjálfum sér. Hann var höfðingsmaður, sem lagði sig allan fram um að verúa þjóð sinni að gagni. { REYKJAVÍKURBRÉF X. ^^^^Laugardagur 19. növ. LL^staréttardómur í jiandritamálinu DómUr Hæstaréttar Danmenk- ur í handritamálinu varð yfir- gnæfandi meirihluta íslendinga giöðiefni. Sama máli er vafalaust að gegna um meirihluta þeirra manna í Danmörku, sem láita málið sig nokkru skipta. Dómur- inn er ánægjulegur vegna þess, að hann bindur í meginatriðum endi á leiða þrætu milli tveggja vinaþjóða. Sjálfur er dómurinn þó hreint innanríikismál í Dan- mörku. Málaferlunum var út af fyrir sig ekki stefnt gegn íslend- ingum heldur dönskum stjórn- völdum. Hver sem dómsniður- staða hefði or'ðið má og ætla, að óhugsandi hefði verið, að hún hindraði endanil»ga afhendingu handritanna, þótt hún kynni að hafa tafið fyrir afhendingu og skapað dönsku ríkisstj. og meiri hluta Þjóðþingsins danska ýmsa örðugileika. Dómurinn ákvað ekki að afhenda skyldi okkur handritin, heldur einungis, að dönsk stjórnvöld hefðu tekið á- kvörðun um að það skyfldi gert í iöglegu formi. Eftir það, sem á undan var gengið var þess vegna meira en ólíklegt, að má-Mð yrði látið niður falla í Danmörku hvað sem dóms niðurstöðu leið. Ef hún hefði orð ið önnur, mundi nýrra úrræða hafa verið leitað. Málaferlin voru þáttur í danskri togstreitu, er bezt fór á, að ísilendingar létu sem mest afskiptalausa, sem og flestir gerðu. Annáð mál er, að ís lendingar hafa ekki komizt hjá því að veita athygli sumu, sem sagt hefur verið. Þar gægðist fram aldagama.lt skilnings-leysi, svo að dkiki sé sagt óvild í garð íslendinga. Furðuliega varð og að telja þá gjafmiildi, sem gerði möguleg hin kosfcnaðarsömu mála ferli. Þessu hlutu menn að veita athygli, en bezt fer á að gleyma því. Eðlilegt er, að ýmsum þætti sárt að missa slíka dýrgripi úr landi; þann hugsunarhátt ber ok-kur að skiilja og þakka því innilegar víðsýni otg drengskap hinna, sem fcekið hafa á sig mikil óþægindi og sumir hættu á óvin- Isœldum fyrir að rétta okikar hlut. 19. nóvember 1946 Nú þegar þetta Reykjavíkur- biof er dagsett, hinn 19. nóv. 1986. eru iiðin réfct 20 ár frá bvá. að íslendingar gengu formlega i Sameinuðu þjóðirnar. Fuilltrúar þeirra við þá athöfn voru Thor Thors sendiherra, formaður sendinefndar, Finnur Jónsson dómsmálaráðhierra, Ólafur Jó- hannesson prófessor og Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Svíar og Afganar urðu aðilar sam- takanna samtímis íslendingum. Aðalfulltrúar allra þriggja voru kvaddir samtímis upp á paM í fundarsail Allsherjarþingsins og þjóðir þeirra þar með boðnar vel komnar. Thor var 'þá fuilltrúi fs- lendinga, Östen Undén utanríkis- rá’ðtoerra fulltrúi Svía og stór- skorinn afganskur hlerramaður fullitrúi þjióðair sinnar. íslending- arnir að minnsta kosti töldu Thor bera aif hinum um glæsileilk, framgöngu og ræðumennsku. Hdnum fámenna hópi íslendinga, sem þarna var samankaminn, þótti þetta vera stór stund í sögu íslands. Hið sama þótti auðsjá- anlega Krasilnikov, fyrrverandi sendiherra Rússa á íslandi, sem þá var orðinn einn aðstoðar- manna í siendisveit lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann gætti þess vel að verða hinn fyrsti, er óskaði ísiendingum til hamingju, kunnu þeir vel að meta það, því áð maðurinn var* hinn viðfeldansti og hafði getið sér gott orð sem hin fysti sendi- herra lands síns hérlendis. Heimtuð stríðsyf- yfirlýsinp; Þjóðirnar þrjár, sem gerðust aðilar Sam-einuðu þijóðamia hinn 19. nóv. 1946, vor-u hinar fyrstu, er fengu aðild a samtökunum án þess að vera á meðal stofn- enda þeirra. Samtökin eru talin stofnuð í San Fransisco í júní 194-5 og tók stofnskráin gildi 24. okt. það ár. Sennil-egahafa flest- ir gleymt því nú, áð ísiending>ar áttu þess kost að verða á meðail stofnenda þessara samtaka. En þeir vildu ekki fullnægja skilyrð unum, sem sett voru til þess, að svo mætti v-erða. Upp úr miðjum febrúar 1945 bárust Ólafi Tihors, þáverandi forsætisráðherra, skila boð um það frá brez-ku og banda- risku stjórninni, að íslendingar ættu þess kost að gerast stafnað- ilar hinna fyrirhuguðu s-amtaka Sameinuðu þjóðanna, en gegn því skilyúð-i, að ísíand segði Þýzkalandi og Japan, öðru eða báðuih, stríð á hendur. Þegar bes-si skilaíboð ’ko-mu fvrst til um- ræðu ! ríkisstjórn og utanríkis- málanefnd þótti öldum skilorðið fráileitt. Var því þó hreyft af há-lfu kommúnista, að fróðilegt væri að heyra hvað rússneska og fransika stjórnin segðu um þessi boð, þvlí að trúlega -mundu þær ekki 'haf-a minni áhrif um þessi efni en þær, sem skilaboð- in hiöifðu sent. Höfðu Þjóðverjar raunverulega ver- io i striði við okkur? Nokfcrum dög-um síðar haif-ði málið verið nánar k-annað og var þá frá því skýrt, að fullnægjandi mundi vera, að af ísla-nds háfiu væri lýst yfir því, að stríðs- ástand væri miMi þess og land- anna tveggja, annars eða beg'gja. Thor Thors, s-endiherra í Wasing- ton, taldi hér nánast um forms- atriði að ræða og augijósa ann- marka, ef ekki hœttur samfara því að gefa ekki slíka yfiriýs- ingu. Ólafur Thors lagði málið hlutlaust %rir og taldi 'fram kosti og lesti á hvorri leið um sig, samþykki eða synjun. Nú -var fram komið, að Rússa-r stóð-u að skilaboðunum ás-a-mt Bretum 'og Bandaríkjamönnum, enda upp lýatist löngu síðar, að um þetta var sa-mið á hinni alræmdu J-alta ráðstefnu, þar sem Rússar réðu mestu. Eftir þá breytingu, sem orðin var á skilaboðum og vitneslcjuna um hverjir að þeim 'stó'ðu, breyttist mjög hljóðið í koimmúnistum hér. Forystumenn þeirra töldu skyndilega enga frá- gangssöik að yfir því yrði lýst, að raunverule-ga hefðiu Þjóðverjar verið í stríði við okkur. Að at- ‘huguðu méli þótti öllum öðrum slíikt þ-ó frágangssöik, því að ann- að hvort væri ísiand í stríði e'ða ekki. Ef af íslands háilfu væri gefin yfiriýsing um það, að ann- að ríki væri og hefði verið í stríði við landið væri þar í óhjá- kvæmilega fólgið, að landið væri stríðsaðili. Þessi skoðun varð of- an á á lökuðum fundi í samein- -uðu þingi, þar sem harðar um- ræður fóru fram o,g kom-múnist- ar sitóðu einir. Umræður eru ekki skráðar á þvíMkum lókuð- um funduim Alþin-gis, en niður- stöðu þessa fundár lýsir yfirlýs- ing, sem prentuð var í greinar- fferð fv-rir tillösu til bingsálykt- unar um inntökubeiðni íslands í bandalag hinna Sameinuðu þjóða, er lögð var fyrir Alþingi 1946. Upp-haf þeirrar greinar- gerðar hljóðar svo: „Hinn 25. febr. 1945 sam- þykkti Alþingi svo hljóðandi yfirlýs-ingu: „Aiþingi álítur, að ‘það sé fs- lendin-gum mikil nauðsyn að verða nú þegar þátttakandi í sam starfi hinna sameinuðu þjóða og telur, að vegna afnota Banda- manna af íslandi í þágu styrjald- arinnar eigi fslendingar sann- girniskröfu á því. — íslendingar geta hins vegar hvork-i sagt ö’ð-r- u-m þjóðum stríð á hendur né háð styrjöild af auglj-ósum óstæð- um, sem Aiþin-gi felur ríkisstjórn inni að gera grei-n fyir.““ „Fórn færandi44? Þó að umræðurnar á hinum lok-aða fundi Alþingis hafi ekki verið skráð-ar, þá eru samt til samtíma heimildir er sanna, að kommúnistar voru sáróánægðir með þessa lausn. Hinn 28. f-ebr. 1545 birti Þjóðviljin-n forystu- grein þar se-m m.a. segir: „Eigum við erindi á ailþjóða- ráðstefnur? Þannig spyrja marg- ir þessa dagana og í spurning- unni fel-st, hvort n-okkur fórn sé færandi til að flá sæti me’ðal hi-nna sameinuðu þjóð-a á þeim ráðstefnum, sem haidnar verða til að stofna hið nýja bandalag þjóðanna og til að semja og tryggja frið. Spurningin er vissu lega fávís-leg. Það er h-afið yfir alilan efa að okku-r sem mjög svo erum háðir viðskiptum við aðrar þjóðir, er h-in mesta nau’ðsyn að eiga fulltrúa á ö'llu.m þeirn ráð- sfcefnu-m sem að framan getur, auik þess sem okkur er það s-æmd að taka sæti á bekk með hinuim sameinuðu þjóðum, þótt við höfum þá s-érs-töðu að ver-a vopnlaus og getum því ekki tek- ið þátt í hinni miklu frelsisbar- áttu þjóðanna með vopn í hönd.“ Ekki er um það að villast, að Þjóðviijinn telur, „a’ð fórn sé færandi” til þes>s, að við öðlu-mst þá „sæimd” að t-aka sæti á bekk með hinum Sa-mei'nuðu þjóðum. Raunar viðurkennir hann, að við getu-m ekk-i tekið þátt í „hinni miklu frel'sisbaráttu með vopn í hönd“, af því að við séum vopn- lauisir. En þrátt fyrir þess-ar boUa laggingar þegi-r Þjóðviljinn um hið mikla snjaMræði hvernig engu a'ð síður átti að koma okk- ur í stríðið. Það átti að gera með því að lýsa yfir, að aðrir hefðu ra-unverulega verið í stríði við ofcfcur! „VerSi ísland ein- angrað er grund- vellinum kippt undan framtíð þessw Þjióðviljinn er auð-sjáanlega mjög sár yfir, að menn skyldu ekki faliast á þet-ta snjallræði ti'l að ge-ta talið ísiland stri’ðsaðila. Hann segir m.-a. í forystugrein hinn 3. marz 1945: „Hverjum hugsandi manni hlýtur að vera ljóst bv-e mikið í's- land á undir því að vera taiið með hinum s-ameinuðu þjóðum, er þær taka að b-yggja upp nýjan beim á rústum fasismans.“ Um ráðstefnuna í San F-rans- isco 1945 segir: „Vér fslend-ingar eigu.m allra þjóða mes-t undir því að vinsam- 1-egt tilii-t verði til v-or tekið, því vér framleiðuim meir fyrir er- lendan markað til sölu en nokk- ur önnur þjóð. Afturhaldshyskinu á íslandi e-r þa'ð ljó'st hve þýðingarmikil þessi samvinna ísiands eftir stríð er. Þetta hy-siki veit, að verði ísl-and einan-grað, þá er grundvellinum kippt undan framtíð þess. Oig þess vegna er -afturhal-dið að reyna að ein- angra ísiland nú, reyna að skap-a andúð gegn því erdendis, eins og skrif þess nú bera Ijósan vott um“. Segja má að hin síð-ari ár hvíni öðruvísi 1 skjó koim-mún- ista en þa-rna gerði á órinu 1945. Nú eiga það að vera fjiörráð við íslendinga, ef b-ent er á a'ð ein- angrun íslands kunni að vera þ>ví ihættuleg. Óneitanlega er það fróðlegt íhugunarefni að einmitt þessa dagana þykist Þjóðviljinn vera sérstaklega uggandi út af vexti nýs stjórnmálaflokks í Þýzkalandi, sem talinn er fylg-j- andi fasistum eða a.mk. sumum kenningum nasis-ta. Meðal belztu stefnuskráratriða þess flokks er, að Þýzkaland ei-gi að ganga úr Atlantshafsbandalaginu og Efna hagsbandalaginu, það er þeim tveim bandalc'gum, sem komm- únistar vara íslendinga ákafast við. Litlu máli skiptir hvora öfg- anna þarf að varast hivierju sinni, til vinstri eða hægri, einangrun in er fslandi ætíð jafnihættuleg. Enn er það sannmæli, sem Tómas Guðmundsson sagði í snilldarkvæöi sínu Að Áshiidar- mýri: „Og oifbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hver-gi dulist, hv-e títt sem hún litum skiptir. — I gær var hún m-áske brún þessi böðulíiftönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir“. „Lagfæra þar sem þingmu hefur mistekist44 Þjóðviljinn var svo sem ekki af baki dottinn, því að hinn 4. marz 1945 segir hann í íorystugrein: „Það er enn of snemm-t að ræða opinberlega um síðusfcu á- kvarðanir Alþingis í utanríkis- málum. Síðar meir verða þær vafalaust* taldar með helztu .— máski örlagaríkustu ákvörðun- um þess — í svip. En- s-ú er þar máski bót í má-li, að gó’ðri stjórn megi takast síðar, að lagfæra þar, sem þinginu hefur mistek- ist.“ Þessi grein er eins og hinar fyr-ri óskiljanleg nema hún byg-g is-t á þeirri Ihugsun, að Ailþingi hafi gjört örlagaríka skiss-u með því að neita að lýsa yfir því, að ÍSland væri í stríði við Þýzka- land og/eða Japan. Staðreyndirn ar tala sínu m!áli. Kommúnistar reynd-u 1945 að skjóta sér á bak við Thor Thor-s. Það er engin af- sökun, forsendur hans vor-u aiit aðrar en 'þei-rra og auðvitað gat ihonum missýnzt eins og hverjum Öðrum. Ut af fyrir sig mundi það og ekki rifjað upp nú ef komm- únistum hefði missýnzt í þessu einu 1945. Slíkt getur alla hent. Það sem at'hyglisvert er um frammistöðu kommúnista og ekki. má gleymast, er, að söm-u menn- irnir, sem endilega vildu knýja f-ram stríðs-yfirlýsingu 1945 fcön-gl ast nú sí og æ á hlutleysi, sem aMra meina bót fyrir fslendinga. Óhei'lindin í öllum þeim mál- fllutningi mega mönnum ekki úr minni falla. Það er svo enn annað, að fs- lendingar hcifðu engin óþægindi nema síður væri af því, að fall- ast ekki á stríðsyfirlýsingarskil- orðið 1945. Þeir urðu, eins og fyrr segir, aðilar Sameinuðu þjóð anna* st-rax meða-1 f-yrstu þjóða 1946. Þá höfðu kommúnistar sett sjálfa sig úr leik þótt þeir hefð-u enn ráðherra í ríkisstjórn og hefðu að sjálfsögðu átt þess kost að -fá sendan fuMtrúa sinn á þetta þing Sameinuðu þjóðanna. En þeir gerðu það að Skilyrði, að íslendingar yúöu að sitja hjá við allar atkvæðagreiðslur, ef allir flultrúarnir væru ekki sammála. Að fenginni reynslu vissu aðrir, að þetta mundi merkja að íslend ing-ar yrðu æfcíð að sitja h,já, e-f þeir greidd-u ekki atkvæði eins og Rússar vi'ldu. Með þess ein- falda ráði átti að gera ísland að sovézku leppríki. Það þegði og léti aldrei í sér heyra nema tii stuðnings Sovétstjórninni. Gegn slíku skilorði kusu menn fremur áð vera lausir við sam- fylgd íslenzks kommúnista þeg- ar gengið var í Sameinuðu þjóð irnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.