Morgunblaðið - 23.11.1966, Síða 2
2
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. nðv. 1966
Verðmætatjón af völdum bíl-
slysa 400-500 millj. kr. árlega
F.Í.B. heldur landsfund á Akureyri
íslenzkar niðnrsuðn-
vörnr til jólagjaia
Lionsklúbburinn Baldur selur pakka
til styrktar munaðar- og umkomu-
lausum börnum o. fl.
RÁÐSTEFNA stjórnar og um-
boðsmanna Félags íslenzkra bif-
reiðaeigenda var haldin í skíða
hótelinu við Akureyri 19. og 20.
nóv. sl. Er þetta fyrsti landsfund
ur, sem F.Í.B. efnir til. Aðal-
málin, sem raedd voru á fund-
inum, voru: vegamál, öryggis-
mál og þjónusta við félagsmenn.
Fundarstjóri var Árni Guð-
jónsson, hrl., en fundarritarar
Sigurður Sigurðsson, Akureyri,
og Björn Emilsson, Gufuskálum.
í ávarpi formanns FÍB, Arin-
björns Kolbeinssonar, kom fram,
að tala félagsmanna hefði tí-
faldast á síðustu 5 rrum og
vaeru þeir nú nær 12.000. Lætur
nærri að það séu 40% allra bif-
reiðaeigenda í landinu. I»á sagði
formaður, að stofnun Hagtrygg-
inga hefði orðið til þess, að lækk
un tryggingaiðgjalda hjá bif-
reiðaeigendum, öðrum en sér-
Stökum tjónamönnum, hefði orð
ið um 60% frá því sem var árið
1965, og er þá tekið tillit til
verðhækkana, sem urðu á tíma
bilinu. Mundi þessi sparnaður
bifreiðaeigenda nema 26—30
millj. kr.
Á fundinum kom m.a. fram,
að FÍB hefði hug á að koma upp
þjónustustarfsemi allt árið fyrir
bílaeigendur á þéttbýlasta svæði
landsins, þ.e. í Reykjavík og ná-
grenni og síðar á öðrum stöð-
um. Einnig að koma upp í
Reykjavík miðstöð, sem gæfi
félagsmönnum úti á landi upp-
lýsingar og veitti þeim fyrir-
greiðslu í sambandi við vara-
hlutakaup.
Öryggismálin voru mikið rædd
og hvernig draga mætti úr um-
ferðarslysum. Heildarverðmæti
tjóna hér á landi af völdum bíi
slysa væru vart milii 300—100
mijlj. kr. árlega.
í sambandi við vegamál var
m.a. bent á hina miklu sérskött
un, sem bifreiðaeigendur yrðu
að þola, en ástandið í vegamálun
mn væri samt hið hörmulegasta.
Fjárframlög til þeirra mála
þyrftu að aukast um 350—400
millj. kr. á ári miðað við núver-
andi verðlag næstu 5 árin.
KAUPLAGSNEFND hefur
reiknað út vísitölu framfærslu-
kostnaðar í nóvemberbyrjun og
reyndist hún 195 stig eða þrem-
ur stigum lægri en í október-
byrjun.
Með auknum niðurgreiðslum
vöruverðs í síðasta mánuði lækk
aði vísitala framfærslukostnað-
ar sem svarar 3,3 vísitölustigum
og með tæplega 15% hækkun
fjölskyldubóta frá og með 1.
nóv. 1966, sem ríkisstjórnin hef-
ur ákveðið samkv. heimild í lög
um nr. 20 frá 1965 um breyting-
ar á almanna tryggingarlögum
lækkar hún um 1.7 stig.
Með þessari 5 stiga lækkun
fer framfærsluvísitalan frá 1.
nóv. i 195 stig eða í sama og hún
var 1. ágúst 1966.
í yfirlýsingu, sem ríkisstjóm-
in gaf út um leið og niðurgreiðsl
ur voru auknar í síðasta mánuðx
var tilkynnt að gerðar myndu
vera ráðstafanir til að fram-
færsluvísitalan lækkaði í það
sem hún var 1. ágúst 1966.
í>á hefur kauplagsnefnd reikn
að kaupgreiðsluvísitölu eftir
vísitölu framfærslukostnaðar 1
nóvemberbyrjun 1966 í sam-
ræmi við ákvæði fyrri máls-
greinar annarrar greinar laga
nr. 63 frá 1984 og reyndist hún
vera 188 stig eða óbreytt frá því
sem var við síðasta útreikning,
þ.e. eftir vísitölu framfærslu-
kostnaðar 1. ágúst 1966.
Að lokum var rætt um ýmis
sérstök þjónustumál, sem FÍB
vinnur nú að fyrir félagsmenn,
en þau eru margþætt og hafa
orðið bifreiðaeigendum til hins
mesta gagns.
Samkvæmt þessn skal á tíma-
bilinu 1. des. 1966 til 28. febrú-
ar 1967 greiða sömu verlags-
uppbót 5,25% og greidd er á
tímabiiinu frá 1. september til
20. nóvember 1966. Verðlagsupp
bót á vikulaun og mánaðarlaun
skal samkv. ákvæðum nefndra
laga reiknuð í heilum krónum
þannig að sleppt sé broti úr
krónu, sem ekki nær • hálfri
krónu, en annars hækkað í heila
krónu.
SÍÐASTLHHÐ föstudagskvöld
varð það óhapp á Seyðisfirði, er
verið var að sprengja klöpp rétt
við mjölskemmu Síldarverk-
smiðja ríkisins, að steinhnullung-
ar lentu á skemmunni og
skemmdu hana nokkuð.
Mbl. hafði í gær tal af fram-
kvæmdastjóra SR, Stefáni Erni
Stefánssyni og spurðist fyrir um
atburð þennan. Stefán sagði að
um mjög óverulegar skemmdir
hafi verið að ræða, og mjölið
í skemmunni hafi sama og ekk-
ert skemmzt.
Þannig háttar til á Seyðisfirði,
að við stækkun mjölskemmunn
ar var gerður nýr vegur, sem 1
raun og veru er bæjarvegur en
Vegagerðin tók að sér að ljúka
verkinu. Sagði Stefán, að vegar-
LIONSKLÚBBURINN Baldur,
Reykjavík, hefur útbúið jóla-
pakka með völdum íslenzkum
niðursoðnum sjávarafurðum.
Þessi jólapakki er tilvalin jóla-
gjöf til vina og viðskiptamanna
erlendis að því er forráðamenn
bót þessi væri greiði Vegagerðar
innar gagnvart SR, og að
skemmdir á skemmunni hefðu
þegar verið bættar að fullu.
Leiðzétting á
borgðrstjórn-
arfrétt
f frásögn Mbl. í gær af um-
ræðum í borgarstjórn um hús-
næðismál féllu saman ræður
borgarfulltrúanna Guðmundar
Vigfússonar og Styrmis Gunn-
arssonar. Frásögn af ræðu hins
síðarnefnda hófst með orðunum:
Það er enginn vafi á því, að
skortur á leiguhúsnæði . .o.s.frv.
Klúbbsins segja. Frágangur
pakkans er þannig, að hann er
tilbúinn til póstsendingar. Jafn-
framt því, sem pakkinn er
smekkleg gjöf, í>á er hann
einnig kynning á íslenzkum
sjávarafurðum. í pakkanum eru
6 dósir, sem innihalda eftiriar-
andi tegundir af niðursuðuvör-
um:
Sardínur í tómatsósu
Rækjur
Kippers
Caviar
Murtu
Smjörsíld
Framleiðendur eru Ora h.f.,
ICr. Jónsson, Akureyri, Fiskiðj an
Arctic, og S.f.S.
Meðlimir Lionsklúbbsins Bald
urs munu sjá um sölu og dreyf-
ingu á jólapökkunum, en þeir
verða til sölu í Kjörbúð Laugar-
ness, við Dalbraut, sími 3-37-22.
Söluverð jólapakkans er kr. 200.
Ágóði af sölunni mun renna
til verkefna Lionsklúbbsins
Baldurs, en meðal verkefna
klúbbsins hafa verið:
Bókasafnsgjöf til Borgar-
sjúkrahússins.
Sandgræðsla í öræfum.
Aðstoð við Kumbaravogs-
heimilið, sem er starfrækt
fyrir munaðar og umkomu-
laus börn.
(Frétt frá Lionsklúbbnum
Baldri, Reykjavík).
Frlðrik híaut 62,8%
vinninga í Havana
Mikill seiðadauði við Elliðaárnar
Stór seiði drepast v/ð efri brýrnar svcnefndu — Engin
Framfærsluvísitala
lækkar um 3 stii
dhapp við sprengingu
EINS og kunnugt er af frétt-
um hlutu íslendingar 19
vinninga af 52 mögulegum á
olympíuskákmótinu á Kúbu,
en það eru 36,6%.
'i Friðrik Ólafsson er með
11% vinning af 18 tefldum
skákum, tefldi allar nema
eina. Hefur hann því 62,8%.
Ingi tefldi á öðru borði og
er með 8 vinninga af 16 tefld-
1 um skákum, en það eru rétt
' 50%.
' Guðmundur Pálmason
tefldi á 3. borði. Hann hlaut
6% vinning úr 16 skákum eða
40.6%.
Freysteinn tefldi á 4. borði
og hlaut 3V2 vinning af 12
skákum eða 29.1%.
Gunnar Gunnarsson hlaut
1 vinning úr 7 skákum eða
1 14.3%.
Guðmundur Sigurjónsson
'{ hlaut 2 úr 7 skákum eða
28,6%.
íslendingar eru 11. af 52
þjóðum, sem tóku þátt í mót-
inu og ættu því að vera 11.
bezta þjóðin í slíkri sveita-
keppni þjóða í milli.
Sovéti-íkin hlutu 75,7%, en
1 að alandstæðíngur þeirra
Bandaríkin hlutu 66.4%. Dan-
ir hlutu beztu tölu vinninga
Norðurlandaþjóða eða 38,6%.
Af tefldum skákum Rússa
gegn Norðurlandaþjóðunum,
samtals 12 skákir, unnu
Rússar 10 og gerðu 2 jafn-
tefli, Spassky gegn Friðrik og
Guðmundur Pálmason gegn
Stein. Það má því segja, að
íslendingar hafi bjargað því,
að Norðurlandaþjóðirnar yrðu
gersigraðar af Rússum.
skýring hefur fengizt, en málið er i athugun
Á laugardag var lögreglunni
tilkyxmt, að fjöldi laxaseiða
hefðu fundizt dauð við Elliða-
árnar. Seiði þessi fundust í lít-
illi lækjalænu, kaldavermslvatni
nokkru fyrir neðan svonefndar
efri brýr ánna. Ekki liggur fyrir
hvað valdið hefur dauða seið-
anna, en allt bendir til, að hann
hafi borið snögglega að.
Mbl. ræddi við Guðmund
Bang, fiskeldisfræðing, er starf-
ar við klakhúsið við Elliðaárn-
ar, og innti hann nánar eftir
því, með hverjum hætti hann
teldi seiðin hafa drepizt.
Guðmundur sagði, að erfitt
eða ógerlegt væri, á þessu stigi
málsins, að segja um það. Hins
vegar virtust þau hafa drepizt
með skynilegum hætti.
Læna sú, sem þau hefðu fund-
izt dauð í, ætti upptök sín í
kaldavermsli, skammt frá ár-
bakkanum. VirtUst seiði leita í
lænuna, þegar vatn sjálfra ánna
kólnaði.
Guðmundur sagðist telja, að
seiðin hefðu drepizt fyrri hluta
dags á laugardag. Sá, sem fyrst-
ur varð þess var, hvað gerzt
ri. hafði, segir, að seiðafjöldiim hafi
verið mikill. Guðmundur sagðist
hins vegar fyrst hafa heyrt um
atburðinn síðar á laugardag.
Hann gat þess, að í næsta
nágrenni þess staðar, sem seið-
in fundust, sé stundað grjótnám
til Sundahafnar, og munu þar
reglulega fara fram sprengingar.
Ekki væri þó hægt að fullyrða
um orsökina nú, en Þór Guð-
jónsson, veiðimálastjóri, hefði
fengið nokkur seiðanna til at-
hugunar.
Er Mbl. ræddi við veiðimála-
stjóra, sagðist hann hafa skoðað
aðstæður. Seiðin hefðu verið
freðin, er hann hefði fengið þau
í hendur, og hefði athugunin
ekki farið fram enn. Væri um
afleiðingar sprengingar að ræða,
sagði Þór, ætti að mega greina
merki blæðinga í seiðunum, er
þau yrðu opnuð, enda flest stor,
7—13 sm, þau, er hann fékk.
Virðist því vera hér um að
ræða seiði, sem gengið hefðu til
sjávar, áður en langt um liði.
Aðspurður sagði veiðimála-
stjóri, að erfitt myndi að segja
til um, hverjar orsakir seiða-
dauðans væru, væri ekki um
afleiðingar sprenginganna að
ræða. Værí um eitrun að ræða,
kynni rannsókn að verða erfið
viðfangs. Svo seint hefði orðið
um atburðinn kunnugt, að ekki
hefði þýtt að gera athugun á
vatni. Þó væri ekki loku fyrir
það skotið, að eiturefni hefðu
borizt í vatnið, sem seiðin héldu
sig L
Þess má geta, að í dagbl. Vísi
í gær segir, að dauðu seiðin hafi,
skv. frásögn þess, er fyrstur
kom að, skipt hundruðum. Segir
þar, að þau hafi drepizt skammt
neðan við hesthús þau, sem reist
hafa verið við árbakkann.
Á undanförnum árum, og þá
einkum síðustu tvö árin, hefur
mörgum þótt umgengni við Ell-
iðaárnar fara hraðversnandi,
enda má nú svo heita, að sú
friðun, sem þar var eitt sinxx
talað um, sé að mestu lokið.
Vonandi er þó hér um fyrir-
brigði að ræða, sem á sér ein-
falda og tiltölulega hættulausa
skýringu, en ekki mengun, sem
á eftir að segja til sín aftur, eða
aðra hættu, sem erfitt kann að
vera að bægja frá