Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 8
8
MORGUNSLAÐIÐ
Miðvlkudagur 23. nov. 1966
,Sárt ertu leikinn Sámur fóstri'
Samtal við Valerij Berkov, dósent í forn-
íslenzku við Háskólann í Leningrad
„JÁ, ÞAÐ má nú segja, að
þetta er undarlegt og skrýtiS
Hér á íslandi gengur maður
inn í bókabúðir til að kaupa
bækur, og auðvitað eru það
fslendingasögurnar, sem ætl-
unin er að kaupa. Maður fer
búð úr búð, en þær eru ail-
staðar uppseldar. Hvílík býsn!
Að lokum tókst mér þó að ná
í þær í einni smábókabúð, og
þó ekki allar.
Auk þess hef ég kynnzt
mörgum íslenzkum heimilum,
og sögurnar eru alls staðar
til“, sagði Valerij Berkov, sem
er dósent í íslenzkum fræðum
við Háskólann í Leningrad,
við blaðamann Mbl., þegar
hann ræddi við hann á dög-
unum. Valerij Berkov er við-
kunnanlegur maður, fæddur
1929 í Leningrad, sonur há-
skólaprófessors í rússneskum
bókmenntum. Berkov hefur
fengizt við þýðingar á ís-
i lenzkum bókmenntum, og
m.a. þýtt Njálu á rússnesku.
„Ég þýddi Njálu fyrir 10
árum, og rétt um það bil sá
ég fyrstu lifandi íslending-
ana, sem staddir voru með
sendinefnd í Rússlandi. Merki
legt þótti mér að finna, að
þeir mundu jafnvel minnstu
smáatriði úr Njálu rétt eins
og þeir hefðu sjálfir lifað sög
una. Man ég sérstaklega eftir
því, að ég var staddur'með
Benedikt heitnum Waage á
knattspyrnuleik í borginni, á-
samt fleiri íslendingum. Leik
urinn var harður, og einn leik
manna meiddist. Segi ég þá:
„Sárt ertu leikinn, Sámur
fóstri“, og man ég, hvað ís-
lendingum fannst það eðlilegt,
að ég skyldi þarna vitna í
Njálu. Enginn varð hissa.
Þetta virtist vera daglegt mál
þeirra.
Það var lengi draumur minn
að skoða sögustaði Njálu, og
nú átti sá draumur að rætast,
en þá tókst ekki betur til en
svo, þegar ég ók austur með
Þorvaldi Þórarinssyni og Arna
Böðvarssyni, gestgjafa mín-
um, að slík úrhellisrigning
var, að ekki sást neitt út úr
augunum, og ekki bætti úr
skák, að vinnukonurnar á bíln
um voru bilaðar. Eitt sá ég
þó, sem féll mér miður, og það
Valerij Berkov.
var auglýsing frá B.P. á skilt-
inu hjá Bergþórshvoli.
En þrátt fyrir þetta úrfelli,
hef ég notið þessarar íslands-
ferðar minnar mjög. Ég hef
raunar verið á Islandi í hugar
heimi mínum í mörg ár. Veðr
ið var slæmt, en er þetta ekki
líka stef íslands? íslands lag?
Það er ekki alltaf vor. Það
er líka skammdegi, og það er
gaman að sjá þjóðina vinna,
og það hef ég séð.
Ég hef hitt marga menn að
máli, hitt menntamálaráð-
herra ykkar. íslendingar eru
skemmtilega lausir við öll
formsatriði. Þetta er strax
öðruvísi í NoregL
Faðir minn er prófessor í
18. aldar rússneskum bók-
menntum, en konan mín er
kennari í eðlisfræði og heitir
Marina frá Ivanovov, en það
er 200.000 manna borg, álíka
mannmörg og allir íslending-
ar. Við eigum tvær dætur,
Olgu 11 ára og Önnu 6 ára“.
„Hvenær og hvers vegna
vaknaði áhugi yðar á íslenzk
um bókmenntum?“
„Þegar stríðið hófst, varð
mikil hungursneyð í Lenin-
grad. Meðal annars dó föður-
bróðir minn úr hungri. Þá
vorum við flutt til Kirgísiu í
Mið-Asíu, nálægt Úzbekistan.
Og þar vaknaði áhugi minn
fyrir tungumálum. Lagði ég
aðallega stund á norsku og
norskar bókmenntir, en að
auki lagði ég svo stund á forn
íslenzku.
Að lokum vil ég nota tæki-
færið og koma á framfæri
beztu þökkum til allrá vina
minna á íslandL sem gerðu
mér þessa heimsókn ógleym-
Og þá kvöddum við þennan
anlega".
Islandsvin og óskuðum hon-
um fararheilla til síns heima-
lands. — Fr. S.
í
\
Vilfa lá ábyrgðar
skirleini og samninga
NEYTENDASAMTÖKIN beina
þeim tilmælum til fólks, að það
sendi skrifstofu samtakanna
ábyrgðarskírteini og samninga,
sem ekki eru lengur í gildi, eða
leyfa henni að taka ljósrit af
þeim, sem í gildi eru. Er hér átt
við samninga um kaup á vörum
og þá sérstaklega kaup með af-
borgunum. Að vísu eiga margir
slíkir samningar, sem hér tíðk-
ast, vart skilið nafnið „samning-
ur“, þar sem einungis er um að
ræða skyldur og kvaðir, sem
kaupandi tekur á sig. Þá er oft
heldur ekki um afborgunarkaup
að ræða, þótt svo séu kölluð, þar
sem kaupandi greiðir allt sölu-
verðið með víxlum við móttöku
vörunnar. Hallar alla jafna mjög
á kaupendur, hvað efni og gerð
samninga snertir, og þykir
Neytendasamtökunum vera brýn
nauðsyn á breytingum á þessum
viðskiptaháttum í átt til jafn-
vægis.
Sem betur fer eru „samning-
ar“ þessir ekki spegilmynd af
hörku viðskiptalífsins, en eigi að
síður gerir kaupandi með undir-
skrift sinni sitt til þess að gera
rétt sinn sem allra minnstan. Það
hefur og getur komið sér illa
fyrir margan. Neytendasamtök-
in hafa sérstaklega brýnt þetta
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Fossvogsblettur
Hluti af Blesugróf
Meðalholt
Lambastaðahverfi
Skerjaf. - sunnan fl.
Sogavegur frá 72
Breðagerði
Hraunteigur
Seltjarnarnes —
Skólabraut
fyrir neytendum síðastliðið ár,
skýrt þessi mál í Neytendablað-
inu og dagblöðunum og munu
halda áfram að gera það, en þau
fá litlu um þokað án samstöðu
neytenda og aukins skilnings á
eigin réttL
Athuganir og rannsóknir Neyt
endasamtakanna á • ábyrgðar-
skírteinum og afborgunarsamn-
ingum hafa staðið yfir um all-
langt skeið, enda er hér á marg-
an hátt um flókin mál að ræða
frá lagalegu sjónarmiðL Þeim
kæmi það því vel, að sem flestir
yrðu þeim að liði með því að
afla þeim umbeðinna gagna.
(Frá Neytendasamtökunum).
Senda ekki full-
trúa
Stokkhólmi, 22. nóv. — AP
TYÖ Arabalönd, Alsír og Egypta
land, hafa tilkynnt Nóbelsnefnd
inni í Stokkhólmi að þau muni
ekki senda fulltrúa til þess að
vera viðstaddir hina hátíðlegu
afhendingu Nóbelsverðlauna,
sem fram á að fara 10. des. nk
— Meðal verðlaunahafa í ár eru
rithöfundarnir Nelly Sachs, sem
fæddist í Þýzkalandi en faefur
búið í Svíþjóð síðan hún flúði
þangað undan nazistum, og ísra
elsmaðurinn Samuel Josef Agn-
on.
í STUnU IHÁLI
Dallas, Texas, 18. nóv, AP.
FORMAÐUR Bandarísku kjarn-
orkunefndarinnar, Dr. Glenn T.
Seaborg, hefur lýst því yfir, að
„irrnan fárra ára“ muni Alþýðu-
lýðveldið Kína hafa yfir að ráða
fullkomum kjarnorkuvopnum.
Höfum góða kaupendur að
2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum
hæðum og einbýiishúsum.
Til sölu m.a.
3ja herb. nýleg hæð á fögrum
stað í Hvömmunum í Kópa-
vogi. Bílskúrsréttur, góð
kjör.
2ja herb. góð kjallaraíbúð við
Hofteig.
2ja herb. góð kjallaraíbúð í
Vesturborginni. Teppalögð
með nýju baði. Útb. aðeins
kr. 325 þús.
3ja herb. íbúðir við Hagamel,
Reykjavíkurveg, Ránargötu,
Kársnesbraut, Barmahlíð,
Úthlíð, Sólheima, Mosgerði,
Hjallaveg, Rauðarárstíg,
Nökkvavog, Nesveg, Hring-
braut, Skipasund, Hátún.
4ra herb. hæð við Ásvalla-
götu. Laus nú þegar.
Ódýrar 2ja—3ja herb. íbúðir
með litlum útborgunum við
Mosgerði, Fögrubrekku, —
Laugaveg, Óðinsgötu, Nes-
veg og Skipasund.
4 SMfÐUM
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir
í Árbæjarhverfi.
Glæsiieg einbýlishús í borg-
AIMENNA
FASTEIGHASALAN
UNPARGATA 9 SlMI 2115P
Fasteignasalan
Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið
Sími 2-18-70
Til sölu m.a.
2ja herb. nýstandsettar íbúðir
í Vesturborginni.
3ja herb. íbúð á 5. hæð í há-
hýsi við Sólheima.
3ja herb. endaíbúð í Vestur-
borginni. Laus nú þegar.
3ja herb. risíbúð við Mosgerði.
Væg útborgun. Laus nú
þegar.
3ja herb. efri hæð við Mjölnis-
holt. Laus nú þegar.
3ja herb. ný íbúð við Hraun-
bæ.
4ra herb. íbúð við Kapla-
skjólsveg.
4ra herb. nýleg íbúð við Stóra
gerði.
4ra herb. íbúð við Ásvalla-
götu. Laus nú þegar.
Hilmar Valdimarsson
FasteignaviðskiptL
Jón Bjarnason
hæstaréttarlögmaður.
Hestur í óskilum
í Vatnsleysustrandarhreppi er
í óskilum jarpur hestur, mark
biti aftan hægra, blaðstýft
aftan vinstra. Verði hestsins
ekki vitjað innan 7 daga verð-
ur hann seldur.
HreppstjórL
3}a herb. ibúö
í Laugarneshverfi
Til sölu 3ja herb. íbúð á 1.
hæð við Laugarnesveg. —
íbúðin er mjög vel frá-
gengin. Bað allt endurnýj-
að, sjálfvirkar þvottavélar í
kjallara, lóð frágengin og
girt. Örstutt í verzlanir.
íbúðin getur verið laus nú
þegar.
GÍSLI G ÍSLEIFSSON
hæstaréttarlögmaður.
JÓN L. BJARNASON
FASTEIGN A VIÐ SKIPTI
Hverfisgötu 18.
Simar 14150 og 14160
Heimasími 40960.
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Símar 24647 og 1522L
7/7 sölu
3ja herb. íbúð við Eskihlíð,
laus strax.
4ra herb. nýleg vönduð íbúð
við StóragerðL
Einbýlishús í smíðum við
Bræðratungu, teikningar til
sýnis í skrifstofunnL
Árni Guðjónsson* hrL
Þorsteinn Geirsson, lögfr.
Helgi Ólafsson, sölustjóri
Kvöldsími 40647.
Hæí á Melunum
Til sölu er glæsileg efri hæð
Melunum, 150 ferm.
íbúðin afhendist því sem
næst tilb. undir tréverk.
Húsið ófrágengið að utan.
Bílskúr einangraður og
pússaður að innan með
ísettri hurð. Ibúðin verður
tilb. til afhendingar í byrj-
un næsta árs.
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Ljósheima. Ágætt útsýnL
Iðnaðarhusnæði
Höfum til sölu iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði
350 ferm. á 2. hæð við BolholL
Skip & fasteignir
Austurstræti 18 — Sími 21735
Eftir lokun 36329.