Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 20
\ MORGUN B LAÐtÐ Miðvikudagur 23. nóv. 1966 Sveinn Sveinsson Felli — Minning Fæddur: 9. maí 1891. Dáinn: 17. nóvember 1966. SVEINN Sveinsson, var sonur hjónanna, Sveins Árnasonar, hreppstjóra í Felli í Sléttuhlíð og íyrri konu hans, Jórunnar S. Sæmundsdóttur. Hjón þessi voru komin af mjög kunnum og merk um ættum. Sveinn Árnason, hreppstjóri í Felli, var af Dala- ætt. Hún er kennd við Dalabæ, sem var staðsettur yzt á nesinu, milli Fljótavíkur og Siglufjarð- ar. Margir af þessari ætt voru ©rðlagðir fyrir dugnað á sjó og landi, einkum þó á sjö. Jórunn Sæmundsdóttir, móðir Sveins Sveinssonar, var afkomandi Finns Jónssonar, biskups í Skál- holti og Jóns Teitssonar, biskups á Hólum. Margrét dóttir Finns biskups var eins og kunnugt er, gift Jóni Teitssyni, biskupi á Hól lira. Margir af þessari ætt, eru fræg ir fyrir fræðilega vísindaiðkan- ir og hagsýni í fjármálum, og má, í því sambandi nefna, þá prófessor Sigurð Nordal og Jón I>orláksson, fyrrum ráðherra. Sveinn Sveinsson fór ungur að heiman og stundaði ýmiskonar störf og nám, lauk, meðal annars, námi við bændaskólann að Hól- um í Hjaltadal. Fljótlega tók hann að gefa sig að bátasmíði, fiskveiðum og útgerð. Hann stundaði, um skeið, fiskveiðar og útgerð frá Vestmannaeyjum. Um eða laust fyrir 1930 fluttist hann til ísafjarðar og átti þar síðan heimili til dauðadags. Þar stund aði hann fiskveiðar og útgerð. Sveinn mun vera einn af þeim fyrstu, sem byrjuðu rækjuveið- ar, hér við land. Sveinn var alla tíð, mikill á- kafa- og dugnaðarmaður, en nokk úð dulur og hlédrægur. Hann gat stundum verið dálítið neyðarleg- ur í tilsvörum, en einn hinn mesti drengskaparmaður, ef á þurfti að halda, Allan fyrri hluta ævinnar, var hann mjög heilsuhraustur, en síðustu fimm árin hefur heilsu hans farið síhnignadi, og mun hann hafa verið orðinn feginn hvíldinni og þráð hana. Segja má, að Sveinn hafi ver- ið orðinn svo rótfastur á Isafirði, að hann gat ekki hugsað sér að dvelja annars staðar, og svo mik inn hlýhug bar hann til ísafjarð- ar og fólksins, sem á þar heima, að því verður naumast með orð um lýst. Það verður því að telj- ast lán í óláni, að hann fær að njóta þar hinnar hinztu hvíldar. Fáll Sigurðsson. t ÞAÐ ER vandasamt að skrifa um líf annarra, líf, sem við höf- um sjálf ekki lifað, spor, sem við ekki stigum. Það er líkast því að reikna dæmi með svo mörg- um óþekktum stærðum, að útkom an getur ekki byggzt á öðru en líkum, hugarburði og ímyndun og verður kannski þar að auki breytileg eftir því sem við upp- götvum fleiri hliðar á þeirri persónu, sem dæmið táknar. Frændi minn var mér slíkt dæmi. Fyrst aðeins nafn, Sveinn, bú- settur í fjarlægum firði, í ein- hverjum tengslum við báta. Svo hitti ég hann einn dag. Hann var þá maður um fimmtugt, frem ur lágvaxinn, þrekinn og traust- ur, minnti á klett, sem stendur íast skorðaður í íslenzkri mold, klett sem veitir skjól. Hann hló við mér og skyndilega fann ég að tilveran var dálítið skopleg, ekki bara ég og hann, heldur lika allir hinir og heimurinn yfir leitt. Og mér fannst ég alltaf hafa þekkt hann. Árin liðu og hann var áfram nafn í fjarlægum firði, en nú gæddur traustleika og kímni. Svo einn dag á jölaföstu stóð hann í stofunni minni. Hann hafði horazt, en brosið var ó- breytt. Þegar hann fór var kom- ið kvöld og úti var stormur, KING COTTON er eftirsóttasta skyrtan á heimsmarkaðinum. JÓLA-SKYRTAN í ÁR kuldi og hríð. Ég bauðst til að hringja í leigubíl, en hann var fljótur að koma mér í skilning um það, að peningum ætti ekki að fleygja í óþarfa. Svo þrýsti hann einhverju í hönd mína og sagði: — Hana, skiptu þessu milli barnanna. Hann hvarf út í sortann, en ég stóð eftir með pen ingaupphæð, sem nægt hefði fyr ir leigubíl til Skagafjarðar. Hann varð alvarlega veikur skömmu síðar og gekk undir upp skurð, sem heppnaðist vel og hann náði sæmilegri heilsu. Um þetta leyti sá ég hann frá enn einni hlið. Hljóðlátt kvöld sat ég við hvílu hans og hann sagði mér frá bernsku sinni, sem virt- ist honum undarlega nálæg, eins og manndómsárin með amstri sínu og önn hefðu liðið án þess að skilja eftir nokkur spor í huga hans. Þá fann ég hann í orðun- um, sem hann ekki sagði, móður- lausan dreng, kaldan og sárfætt- an á hlaupum kringum kvíaær. Dreng, sem lærði þá hörðu lexíu, að söknuður verður ekki látinn i askana. Hann fór aftur til ísafjarðar, en á þessu ári tók heilsunni aft- ur að hraka og fyrir nokkrum dögum heyrði ég lát hans. Ég sat lengi eftir að ég hafði lagt sím- tólið á og horfði á þá einu mynd af honum, sem eftir var í hugan- um. Við höfðum verið í veizlu skömmu áður en hann fór til fsa- íjarðar í síðasta sinn og seint um kvöldið, skömmu fýrir heimferð- artíma settist ég við hlið hans. Þá fann ég, að hann var gamall, þreyttur, sjúkur — og einn. Og það var eins og öll minningin um hann safnaðist í einn brenni punkt: Hvers vegna settist ég ekki hjá honum fyrr? Því að hann hafði verið mér eins og blóm, sem gefur með því einu að vera til. Jódís Jónsdóttir. Stjórnarkreppan í Hollandi leyst Haag, Hollandi, 21. nóv. — NTB STJÓRNARKREPPAN í Hol- landi, sem staðið hefur í fimm vikur, Ieystist í dag. Tilkynnti fyrrum fjármálaráðherra, Jelle Zijistra drottningunni, Júlíönu, að viðræður við stjórnmálaleið- toga landsins hefðu leitt í ljós, að hann gæti myndað stjórn, — bráðabirgðastjórn, sem fær það verkefni fyrst og fremst að und- irbúa og sjá um kosningarnar, sem fyrirhugaðar eru 8. febrúar nk. Zijlstra, sem er 48 ára prófess or og nýskipaður forseti hol- lenzka landsbankans, er þriðji stjórnmálaforinginn, sem reynir stjórnarmyndun frá því stjórn Josephs Cals féll 14. október vegna óánægju með fjárlaga- frumvarp hennar. Hefur Zijlstra átt ýtarlegar viðræður við fulltrúa stjórn- málaflokka kaþólskra og lúth- erskra og tryggt sér stuðning meirihluta þingmanna við þá stjórn, er hann hyggst skipa. Að sögn AFP fréttastofunnar frönsku eru margir ráðherrar stjórnar Josephs Cals í stjórn Zijlstra, m.a. Josef Luns utan- ríkisráðherra, Piet de Jong, landvarnaráðherra og Barend Bieheuvel, landbúnaðar- og fiski málaráðherra. Zijlstra mun sjálf ur gegna embætti fjármálaráð- herra. Mikilsvert er talið, að þessi stjórnarmyndun Zijlstra gefi góða raun. Hann hefur sem for- seti landsbankans unnið að þvl að undirbúa ýmis áform til þesa að koma á jafnvægi í efnahags- málum og vinna gegn verðbólgu aukningu en til þess að hrinda þessum áformum í framkvæmd þarf hann að hafa að baki meiri hluta á þingL — Rauðu Framhald af bls. 12 ýmsu deildum hersins, og menntastofnunum. Þá segir fréttamaður „Tan- jug“, að í yfirlýsingu miðstjórn- arinnar sé látið að því liggja, að „vissir aðilar“ innan hennar sjálfrar hafi hvatt hina „sér- stöku hópa“ til þess að ráðast á ýmsa þá, er ekki hafi til þess unnið. Loks segir Tanjug þær fregn- ’ir síðastar af menningarbylt- ingu Rauðu varðliðanna, að fjöldi ungmenna hafi efnt tii mótmælaaðgerða við sendiráð Ungverjalands í Peking — vegna þess, að ungverska stjórnin hefði rekið kínverska stúdenta frá Ungverjalandi. Þá höfðu varðliðarnir í dag komið upp slagorðaspjöldum, þar sem ráð. izt var á ungverska og búlgarska endurskoðunarsinna. Kemur í nóvember k’ rægasta órsxns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.