Morgunblaðið - 23.11.1966, Qupperneq 12
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. nóv. 1966
Loftleiðir gefta fengið lend-
ingarleyfi í SAS-löndum —
takist samkomuEag um farglaldamismun
Kaupmannahöfn, 21. nóvember,
frá Birni JóhannssynL
MORGUNBLAÐIÐ átti í dag tal
við Gunnar Thoroddsen, sendi-
herra um viðræðurnar um Loft-
leiðamálið, sem fóru fram hér
fyrir helgina. Sendiherrann var
formaður íslenzku samninga-
nefndarinnar. Gunnar Thorodd-
sen sagði:
' „Umræðurnar hófust í ágúst-
lok, og stóðu þá í tvo daga. Þá
varð hlé á umræðunum. Voru
teknar upp viðræður aftur 17.—
18. nóvember sl. Ég tel viðræð-
urnar hafa verið gagnlegar,
sjónarmiðin voru ýtarlega rædd,
og skýrð frá báðum hliðum. Ár-
angurinn er í stuttu máli þessi:
í fyrsta lagi að af hálfu ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar var far
ið fram á lendingarleyfi í SAS-
löndunum þremur, Danmörku,
Noregi og Svíþjóð, fyrir stóru
Loftleiðavélarnar, en eins og
kunnugt er mega þær ekki
lenda 1 þessum löndum. Sam-
komulag varð um, að hin um-
beðnu lendingarleyfi yrðu veitt.
í öðru lagi: Loftleiðir geta
fengið að lenda hinum nýju vél-
um þrisvar sinnum í viku á
sumrin og tvisvar sinnum á vet-
urna. ____
f þriðja lagi: Heildarverðmæti
eða farþegafjöldi verði svipaður
og nú er með hinum eldri vél-
um með nokkrum lagfæringum.
í fjórða lagi: Eins og nú er
mega Loftleiðir ekki selja far-
miða lægra verði en svo, að
þeir séu 13—15% undir verði
SAS. Loftleiðir telja að þessi
verðmunur sé of lítill, segjast
mundu, ef allt væri frjálst, selja
farmiða sína 25% ódýrari en
SAS, og að erfitt sé að ganga
inn á lægri verðmun en 20%.
SAS-löndin telja hins vegar að
fargjaldamismunurinn sé alltof
mikill, og eigi hann ekki að
vera meiri en 3—5%.
Um þetta atriði, fargjaldamis-
muninn, var rætt mjög rækilega.
Þetta atriði er að sjálfsögðu
mjög mikilvægt fyrir Loftleiðir,
en um það náðist ekki sam-
komulag á þessu stigi. Heildar-
niðurstaðan er því þessi:
Loftleiðir geta fengið lending-
arleyfi fyrir hinar stóru vélar
sínar með viðunandi ferðafjölda,
að þvi áskyldu, að takist að ná
samkomulagi um fargjaldamis-
muninn. Nefndirnar töldu - að
svo komnu, að nauðsynlegt væri
að skýra viðkomandi ríkisstjórn-
um frá þessu ágreiningsatriði,
og því hvemig málin stæðu í
heild“.
Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins fyrirskipar:
Rauðu varðlioarnir brenni
ýmis gögn sín opinberlega
1 Belgrad, 21. nóv. NTB — AP.
# JÚGÓSLAVNESKA frétta-
stofan „Tanjug“ skýrir svo
frá í dag eftir fréttaritara sín-
um í Peking, að miðstjórn kín-
verska kommúnistaflokksins
hafi skipað, að opinberlega skuli
brennd á báli ýmiss konar gögn,
sem „sérstakir menningarbylt-
ingarhópar“ hafi safnað saman
sem sönnunargögnum gegn svo-
kölluðuum „afturhaldssinnum“
og öðrum „flokksfjendum“.
# t fréttinni segir, að miðstjórn
in hafi ákveðið þetta á fundi
síntim 16. nóvember sl. og sam-
kvæmt skipun hennar eigi að
brenna öll gögn, sem safnað hafi
verið frá því 16. maí sl. Gögn
þau, er um ræðir, hefur mið-
stjórnin lýst ógild.
# Fyrirskipun miðstjórnarinn-
ar birtist í einu málgagni
Rauðu varðliðanna, sem gefið er
út af yfirstjórn þeirra í Peking-
háskóla.
„Tanjug“ fréttastofan segir, að
fregn þessi styðji tilgátu, sem
að undanförnu hafi komið fram,
að innan menningarbyltingar-
hreyfingarinnar séu a.m.k. tvær
andstæður fylkingar, ef ekki
fleiri, sem berjist úm völd og
áhrif. Tekið sé fram í fyrir-
skipun miðstjórnarinnar að hin-
ar ýmsu nefndir og sérstöku hóp
ar“, sem safnað hafi saman fyrr-
greindum gögnum, eigi að koma
saman og brenna þeim þannig,
að almenningur sjá, að þau hafi
verið eyðilögð.
Talið er, að í upphafi menn-
ingarbyltingarinnar hafi verið
komið á laggirnir sérstökum fylk
ingum, með samheitinu „Rauðu
varðliðarnir", en síðar meir
l\afi komið til ágreinings milli
þeirra og þá hafi Mao Tze tung
leyst þær upp. Nú sé ætlun mið-
stjórnarinnar að veita uppreisn
æru fólki því, sem varðliðarnir
hafa ráðizt á með ýmiss konar
slagorðum og ásökunum um
afturhalds- eða endurskoðunar-
stefnu, starfsemi andstæða hags
munum flokksins eða Mao Tze
tungs og þar fram eftir götun-
um. Meðal fórnarlamba varðlið-
anna hafi verið fjölmargir mikil-
vægir menn í atvinnulífi lands-
ins, flokknum, stjórninni, ýmiss
konar fjöldasamtökum, hinum
Framhald á bls. 20
Sparisjoður
tekur brátt
í RÆÐU Hannibals Valdimars-
sonar á 30. þingi ASÍ kom
það fram eins og raunar áður
hefur komið fram í fréttum að
9 launþegafélög hafa keypt hús-
næði fyrir Sparisjóð alþýðu.
Hannibal sagði að ætlunin
hafi verið að koma sparisjóðn-
um á laggirnar fyrir 50 ára af-
mæli sambandsins, en það hefði
mistekizt. Hins vegar sagði hann
Jólaskór
ó diengi og stúlkur
teknoi upp ú moigun
SKÖHÚSID
Hverfisgötu 82. — Sími 11-7-88.
Bankastræti. — Sími 2-21-35.
Siglir ekki
með aflann
Akranes, 21. nóv.
TOGARINN Víkingur kom af
Grænlandsmiðum í gær með um
190 smálestir af fiski, mestmegn
is karfa.
Aætlað var að skipið sigldi
til Þýzkalands með aflann en
sökum mjög mikils framboðs á
karfa á þeim markaði var hætt
við að sigla og aflinn lagður
inn hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur.
®-----------------------------
Ársfuridi þingmanna
NATO-ríkjanna lokið
Matthlas Á. Mathiesen a/Jbm.
kosinn varaforseti
S.l. FÖSTUDAG lauík í París
ársfundi þingmannsambands
N.A.T.O. ríkjanna.
Fundurinn stóð yfir frá 14 til
19. nóv. og var haldinn í aðal-
stöðvum Norður-Atlantshafs-
bandalagsins, og var hann sótt-
ur af um 150 þingmönnum aðild-
arríkjanna. .
Af hálfu íslands sóttu fundinn
alþingismennirnir Birgir Finns-
son, Ingvar Gíslason, Matthías
Bjarnason og Matthías Á. Mathie-
sen, sem var formaður nefnd-
arinnar.
Fyrsta dag þingsins fluttu ræð
ur framkvæmdastjóri N.A.T.O.,
Manlío Brosio og landvarnaráð-
herra V-Þýzkalands Kai-Uwe
von Hassel, þar sem þeir ræddu
um viðhorfin í heimsmálunum.
Gerði framkvæmdastj. NATO
ýtarlega grein fyrir viðhorfum í
alþýðu
til starfa
að nú myndi ekki líða á löngu
þar til sparisjóðurinn tæki til
starfa. Keyptar hefðu verið bók
haldsvélar og aðrar vélar til
starfseminnar. Jafnframt taldi
hann húsið, sem fengizt hefði
mjög hentugt til starfseminnar.
málefnum bandalagsins með til-
liti til þeirra breytinga, sem orð-
ið hafa hiá ríkisstjórn Frakk-
lands á málefnum N.A.T.O.
Þá flutti ræðu framkvæmda-
stjóri Cento, Dr. A.A. Khalat-
barry.
Eftir ræður sínar svöruðu ræðu
menn á lokuðum fundum spurn-
ingum þingfulltrúa.
Nefndir fundarins hófu síðan
störf sín og tóku til umræðna
álitsgerðir framsögumanna nefnd
anna, sem starfað höfðu frá sið-
asta ársfundi.
Lögðu nefndirnar að umræð-
um loknum álit sín fyrir fund-
inn, sem tók þau til meðferðar
og afgreiðslu í almennum um-
ræðum, sem stóðu yfir síðustu
tvo daga þingsins.
Kom glögglega farm í ræðum
þingfulltrúa nauðsyn á fram-
haldi þess árangursríka sam-
starfs, sem verið hefur í NATO.
í lok fundarins fór fram kosn-
ing forseta og varaforseta sam-
bandsins, en í stjórn sambands-
ins eiga sæti einn fulltrúi frá
hverju bandalagsríkjanna.
Forseti þingmannasambandsins
var kosinn J.E. Dubé, þingmaður
frá Kanada, en 1. varaforseti,
Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður.
íRáðgert er, að næsti fundur
samtakanna verði haldinn í byrj
un nóv. næsta árs.
Kapellan á Húsafelli
Á HÚSAFEiLTJ var í pápísku
kirkja heilagrar Cecilíu, þeirrar,
sem er verndardýrlingur tónlist-
arinnar.
Saga heilagrar Cecilíu er í
helgra manna sögum og lýsir
fögru líferni hennar frá sjónar-
miði þeirra, sem virtu dygðir
þeirra tíma, en mest finnst þó
mörgum um, að hún á að hafa
fundið upp sjálft orgelið, svo að
minning jafngóðrar meyjar hlýt-
ur því að tengjast fögrum hljóm
um. Messa hennar var 22. nóv-
ember.
Kirkja hennar á Húsafelli þótti
góð til áheita og í jarteiknagerð
Cecilíu er getið tveggja manna,
Þorgils og Hallbjarnar, sem báðir
fengu bót meina. Þorgilsi hvarf
fótamein svo gersamlega, að í
stað vellandi graftarígerðar und
ir hnéskel var heilt skinn. Hall-
björn var með ærandi höfuð-
mein í eyra, sem líka hvarf sem
dögg fyrir sólu.
Kirkja á Húsafelli lagðist nið-
ur um 1810. Fyrir nokkrum ár-
um hófu gamlir menn að reisa
kapellu á Húsafelli. Nú liggja
þeir undir grænni torfu í garð-
inum hennar, en hún er ófull-
gerð enn.
Kapelan er gerð eftir hug-
myndum Ásgríms Jónssonar, mál
arans góða, en Halldór Jónssoa
arkitekt gerði teikningar sam-
kvæmt þeim.
Nú þarfnast kapellan hjálpar
góðra manna. E£ til vill gæti
heilög Cecilía enn endurgoldið
mönnum örlæti, bætt mein og
leyst vanda; þeir, sem lítið virða
dýrlinga gætu beðið Guð að
launa sér.
Blaðið mun veita framlögum
móttöku til næstu áramóta.
Ástríffur Jósepsdóttir,
ReykjalundL
IJtgerðarmenn —
Skipstjorar
Tryggið ykkur netastein tímanlega.
Framleiðum 3ja og 4ra kílóa steina.
Hellusteypan
Símar 51551 og 52050.