Morgunblaðið - 23.11.1966, Page 14
MORCUNPLADIÐ
Miðvikudagur 23. nóv. 1966
-S
14
HEIMA OG HEIMAN
1 slendiru'ar, sem dvalizt
hafa á Bretlandseyjum í
skamman tíma, kannast allir
við Magnus Magnússon, blaða
mann. Þeir þurfa reyndar ekki
að hafa verið í Bretlandi til
þess að þekkja hann, því
Magnús á fjölda vina hér á
Islandi, þótt hann hafi alið
nær allan sinn aldur erlendis
— og skyldfólk á hann margt
hér heima. Á Bretlandi er
hann þekktur sem blaðamað
ur, en þó enn frekar sem
sjónvarpsmaður — og hvort
tveggja er hann af lífi og sál.
Hann býr með fjölskyldu
sinni í Rutherglen, smáútbæ
Glasgow-borgar í Skotlandi,
en hann er sjaldnast heima
við. Sífellt á ferð og flugi —
og jafnvel um helgar er erfitt
að hitta á hann heima. Gott
dæmi um nútímamann, nú-
tíma blaðamann í litlum
heimi
Magnús er aðstoðarritstjóri
skozka dagblaðsins „The Scots
man“, sem hefur aðalskrif-
stofur sínar í Edinborg — og
þangað sækir hann aðalvinnu
sína. Hann fer á morgnana
með lestinni kl. 8 cg er kom-
inn á skrifstofuna upp úr kl.
9. Og á kvöldin verður hann
vitanlega að sitja annan
klukkutíma í lestinni til þess
að komast heim.
Þetta þætti ýmsum nóg —
og þegar við hittum hann á
heimili hans í Rutherglen
kvöld eitt í síðustu viku spurð
um við hvort þetta væri ekki
þreytandi líf.
„Nei“, hann hélt nú síður.
„Ég verð hvort eð er að lesa
blöðin á borgnana. Það tek-
ur mig klukkustund og það
skiptir mig ekki máli hvort
ég sit í skrifstofunni við það
eða í lestinni.“
„Á kvöldin? Þá get ég líka
notað tímann vel. Það er
nefnilega bar í lestinni“, sagði
hann og glotti.
kveldi, en það kemur fyrir,
að hann er næturlangt í Lond
on, því hann getur stundum
notað ferðina til annara starfa
í blaðamennskunni.
Fyrir BBC sjónvarpið 1
Skotlandi sér Magnús svo um
annan vikulegan þátt, sem
nefnist „Checkpoint“ og þar
tekur hann fyrir allt milli
himins og jarðar. Þættir þessir
eru mjög oft teknir upp er-
lendis og vegna þess var hann
í tvo daga í Berlín í fyrri
viku, verður tvo daga í
Frakklandi í þessari viku —
og þanmg heldur hann áfram
fimmtíu og tvær vikur á
ar ég var að læra . að verða
húsmóðir og að byrja að ala
upp börn. En ég varð auðvitað
að hætta því þegar þau elztu
gátu farið að lesa, sem ég
skrifaði. Eg varð þá að fara
út í aðra sálma. í sjónvarp-
inu byrjaði ég löngu á undan
Magnúsi, hafði einu sinni fast
an vikulegan þátt, sem við
kölluðum „Life begins on
Sunday". En auðvitað koma
eyður í jiessi störf á meðan ég
er að ala upp börnin — og
sem stendur skrifa ég ekki
mikið, er heldur ekki í sjón-
varpi. Flyt hins vegar oft
fyrirlestra fyrir ýmis félög
og samtök um allt milli him
ins og jarðar. Annars er alltaf
mikið að gera fyrir vana blaða
menn hjá sjónvarpinu“.
„Nú er ég að læra íslenzku
af Linguaphone-plötum. Ég er
Skoti og hef aldrei lært ís-
lenzku, en skil svolítið, því
þegar við hittum fjölskyldu
Magnúsar byrja allir stundum
að tala íslenzku — alveg ó-
vart. Annars er töluð enska
af tillitssemi við mig. Ég hef
tvisvar farið með Magnúsi til
íslands — og þegar ég fer í
þriðja sinn vona ég að enginn
þurfi að tala ensku mín
vegna“.
E,
I n þetta er aðeins hluti
af ferðalögum Magnúsar. í
vetur annaðist hann vikuleg
an sjónvarpsþátt fyrir BBC í
London og fjallar þar um
sálarfræði. Hann verður því
að fara til London einu sinni
í viku. Stundum flýgur hann
„niður eftir“ að morgni og
kemur aftur „upp eftir“ að
Magnús er á ferð og flugi
ári. Þetta er tilbreytingar-
samt líf í meira lagi. Einhver
mundi segja að konan hans
og börnin fimm kynnu ekki
alltof vel að meta þetta, en
því fer fjarri. Mamie, hin
fríða og unglega húsmóðir
í Rutherglen, er nefnilega
fyrrverandi blaðakona, veit
hvaða kröfur blaðamennskan
gerir — og er jafnvel enn ekki
búin að slíta sig úr öllum
tengslum við starfið.
„Við Magnús hittumst
þegar ég var á Scottish Daily
Express — og félagar okkar
sögðu, að hann hefði gifzt mér
til að fá starfið mitt“, sagði
hún hlægjandi. „Það var fyrir
ellefum árum“.
en frúin skrifar um bú-
skaparbaslid.
IVl,
o,
g hún hélt áfram: „Ég
skrifaði fasta þætti fyrir blöð
eftir að ég gerðist húsmóðir
Ég skrifaði mestmegnis gaman
samar greinar um öll skakka
föllin, sem ég varð fyrir, þeg
lagnús er sonur Sigursteins
Magnússonar, ræðismanns í
Edinborg, sem margir íslend
ingar þekkja að góðu. Magnús
var kornungur þegar fjölskyld
an flutti út — og þar hefur
hún dvalizt æ síðan — þó með
þeirri undantekningu, að Sig
urður bróðir Magnúsar, sem
H0RREB0W 0G BORG
MEISTARI ANDERSON
Enn heldur Steindór Steindórs
son, sá mikli eljumaður, áfram
að þýða merkisbækur ritaðar
á erlendum tungum um fsland,
en Bókfellsútgáfan gefur út, og
er hvorttveggja þakkarvert. í ár
eru það frásagnir Niels Horre-
bows um ísland, gagnmerkt rit
og í góðum tilgangi skrifað, sem
sé þeim, að hrekja lið fyrir lið
það, sem um ísland og íslend-
inga var skrifað í bók þeirri
eftir Jóhann Anderson borgar-
stjóra í Hamborg, sem á þrykk
útgekk árið 1746. Hefur ýmislegt
í þeirri bók orðið frægt af end-
emum, svo sem sú lýsing á ís-
lendingum að þeir séu: „deilu-
gjarnir, illviljaðir, hefnigjarnir,
fláráðir,þrællyndir, óhófsamir,
hrokafullir, saurlífir, svikulir og
þjófgefnir“. Fræg er einnig sú
staðhæfing, að ógiftar stúlkur á
fslandi megi eignast allt að 6
börnum í lausaleik með óskert
um heiðri og jómfrúdómi.
Niels Horrebow sem dvaldi
hérlendis rúm tvö ár, FÍ49—1751
og vann hér að veðurfræðilegum
stjarnfræðilegum og þjóðhags-
fræðilegum rannsóknum, tók
miklu ástfóstri við land og þjóð
og ber bók hans því órækt vitni.
„Lofaði hann mjög landsfólkið,
svo að sumum þótti við of“, skrif
ar Espólín í Árbókum sínum, og
er það sjaldgæft að íslendingar
telji sig oflofaða.
í ítarlegum formála sem að
verulegu leyti byggist á Land-
fræðisögu Þorvaldar Thoroddsen
ber Steindór mikið lof á Horre-
bow og víst að makleikum, en
þess hefði þó mátt geta, að ekki
er það alltaf Horrebow, sem hef-
ur réttara fyrir sér, þegar hann
er að tæta sundur staðhæfingar
borgmeistarans: fyrir kemur og
að hann beiti hártogunum og
útúrsnúningum. Anderson held-
ur því m.a. fram, að Hekla sé
„aðeins að hvíla sig til þess að
fyrr eða seinna að taka til á ný
enn æsilegar en áður“ Horre-
bow telur aftur á móti að gosum
Heklu sé að linna. En hér varð
Anderson sannspárri, því fjórtán
árum eftir að bók Horrebows
kom út gaus Hekla öðru mesta
gosi, sem hún hefur gosið síðan
sögur hófust og því langlengsta,
sem sé gosið 1766—1768. Þrátt
fyrir sínar veðurathuganir er
Horrebow um margt óraunsærri
varðandi loftslag á Islandi en
Anderson, og heldur því m.a.
fram, að ekki sé kaldara á sunn
anverðu íslandi en í Danmörku.
Anderson telur fólksfæð lands-
ins einkum vera af náttúrunar
völdum, en Horrebow kennir
hana að mestu Svartadauða og
öðrum pestum og mun Anderson
hafa jafnmikið til síns máls, það
sannaðist í Skaftáreldum nokkr-
um áratugum síðar. En fróðlegt
er að rekast á þá skoðun hjá
Horrebow', að ástæðan til þess
stundaði hér læknisstörf fyrir
nokkrum árum, starfar nú í
Svíþjóð eins og margir aðrir
íslenzkir læknar. Islenzkir,
segjum við, þau hafa öll hald
íð sínum íslenzka ríkisborg-
ararétti, enda segir Mamie,
að Magnús sé eini íslenzki
skozki þjóðernissinninn á
Skotlandi.
Hér var greinilega komið
að hjartansmáli, því Magnús
fór að ganga um gólf og þylja
yfir okkur rökin fyrir því, að
Skotland ætti að vera sjálf-
stætt ríki innan brezka sam-
veldisiná.
„Á menntasviðinu koma
margir af færustu mönnum
Bretlands frá Skotlandi. Og
hagur Skota væri mun betri,
ef þeir væru ekki í eftirdragi
hjá Englendingum. Á þingi í
London sitja 71 Skoti af 641,
sem á þingi eru. Nú er komin
fram tillaga í þinginu um
heimastjórn fyrir Skotland,
en hún verður afgreidd á tíu
mínútum — og svo gieyma
þeir Skotlandi aftur. Og það
heldur áfram að líða vegna
þessara nánu tengsla við Eng-
land.
Við möldum í móinn og
viljum halda því fram, að
Skotland og England séu ein
heild í nær öllum skilningi
í augum útlendinga. Væri það
í samræmi við þróunina í
Evrópu alls konar bandalög,
sem miðuðu að sameiningu,
að fara að skipta Bretlandi
í tvennt?
„Var ekki ósköp kjánalegt
að skipta íslandi og Dan-
mörku í tvennt?“ spyr
Magnús — og afvopnar okk-
ur þar með. Við hreyfum ekki
framar neinun mótmælum, en
hlustum á það, sem hinn ís-
lenzki skozki þjóðernissinni
vill að við vitum:
„f lok íjórða tugs aldar-
innar bar örlítið á skozkum
þj óðernissinnum, en nú fyrst
eru þeir að sækja í sig veðrið
í nýafstöðnum aukakosning-
um í Wales hlaut „þarlendur“
þjóðernissinni kosningu og
það varð okkar mönnum
mikil uppörfun. Skozkir þjóð-
ernissinnar eiga engan mann
á þingi, en buðu fram í 23
kjördæmum síðast og fengu
128,000 atkvæði. í kosningun-
um þar áður buðu þeir fram
í 16 kjördæmum og fengu
64,000 atkvæði. Fyrir fjórum
árum voru tvö þúsund flokks
bundnir þjóðernissinnar hér
i Skotlandi, nú eru þeir 40,000
— og flokkurinn er þar með
orðinn stærri en hinn skozki
hluti íhaldsflokksins. „Þar
með lauk þjóðernissinninn
máli sínu, bauð okkur aftur
í glasið og settist. Við byrj-
uðum að tala íslenzku af því
að frúin var farin fram í
eldhús til þess að kveikja
undir könnunni. Og við fór
um að tala um þorskastríðið
og gömul kynni, en Magnús
kom þá einmitt til fslands
fyrír Daily Express, dvald-
ist hér meðan mestu ólætin
voru og kynntist öðrum hverj
um manni í Reykjavík. Svo
vikum við að enn einum
þætti í starfi hans, sem ekki
er ómerkari en aðrir, því
Magnús sagði:
„Samt þykir mér vænzt
um bækurnar. Að skrifa í
blöð og tala í sjónvarp, þú
veizt að það er ekki áþreif-
anlegt. Dagblað er gleymt að
kveldi, sjónvarpið morgun-
inn eftir. Bókin er alltcif til,
heldur áfram að vera til — á
heimilum, í söfnum — og
menn halda áfram að fletta
henni eftir að hún er dauð.
þessvegna þykir mér mest til
bókarinnar koma. Blaðar
mennskan er stundarinnar,
bókin er eilífðarinnar, eða
næstum því. Ég er að þýða
Laxness, Heimsljós, fyrir Un-
iversity of Wiscounsin Press.
Brekkukotsannáll er nýkom-
inn út hér í minni þýðingu,
heitir „The Fish Can Sing“,
og hann sýnir okkur bókina.
Aður komu á ensku Paradísar
heimt og Atomstöðin. Hann
sýnir okkur aðra nýútkomna,
„King Harald's Saga“ í Pengu
in Classics bókaflokknum.
Þeir Hermann Pálsson hafa
þýtt hana saman —• eins og
reyndar ;,The Vinland Sagas“
(Grænlendingasaga og Eiríks
saga) og Njálu, sem líka kom
út hjá Penguin í London. Nú
vinna þeir að Laxdælu.
Hvernig hægt er að skrifa
reglulega í blað, flytja viku-
lega sjónvarpsþætti í tveimur
borgum og taka annan upp í
útlöndum að jafnaði — og
þýða bækur af kappi í þokka
bót? Til þess þarf ekki að-
eins dugnað og hestaheilsu,
heldur, ems og Magnús segir
— „þurfa menn að venjast
þeim íslenzka ósið að drolla
fram eftir nóttu, en fara á
fætur á morgnana með hin
um kvöldsvæfu Skotum“.
Þegar við kveðjum eftir
endurtekna hestaskál — er
hvergi að sjá ljós í glugga.
Glasgow hefur sofið í tvær
stundir. Magnús stendur á
tröppunum og segir: „Komdu
aftur annað kvöld — þú ert
(og hann leitar í huganum
að viðeigandi íslenzku orði)
— þú ert heimamaður".
Har. J. Hamar.
!
I
i
!
að engir barrskógar eru á Is-
landi sé einangrun lanasins en
ekki loftslagið. Þessi athyglis-
verða og að ýmsu leyti rétta
skoðun er sem sé orðin tveggja
alda gömul. Harrebow segir, að
hér á landi séu bæði silfurmálm
ar og gnótt af koparsteini en
Anderson segir, að ekki verði
um það sagt, hvað finnist af
málmum á íslandi, því að menn
hafi aldrei leítað þeirra nokkurs
staðar.
Ymislegt fleira mætti til telja
þar sem Anderson hefur rétt
ara fyrir sér en Horrebow, en
miklu oftar er þessu þó öfugt
farið, einkum um það er mann-
fólkið varðar. En það er margt
með endemum í bók Andersons,
svo sem fyrr var að vikið, en
mikinn og staðgóðan fróðleik að
finna í bók Horrebows, svo að
hún hlýtur að teljast gagnmerkt
heimildarrit um hagi íslendinga
og háttu um miðja 18. öld. Það
sem ég vildi minna á með áður-
greindu, er aðeins það að ekki
er það allt lygi, sem ljótt hefur
verið sagt um fslendinga í þeim
bókum erlendum, sem mestum
hneykslunum hafa valdið og
ekki er það allt satt sem sagt
hefur verið okkur til hróss af
aðdáendum slíkum sem Horre-
bow. Það er ekkert imdarlegt
þótt þeir, sem kynntust íslandi
og fslendingum aðallega á Bakk-
anum og í öðrum verzlunar-
plássum líti land og lýð öðrum
augurn en þeir, sem einkum um-
gengust embættismenn og
menntamenn. En íslendingar
hafa löngum gleypt og gleypa
enn hrátt flest það lof, siem borið
er á land og þjóð en þolað gagn-
rýni illa. Það er ekki öllum
gefið eins og Hannesi biskupi
Finnssyni að líta þetta land raun
sæjum augum og trúa á það
samt.
Ekki er ég á sama máli og
Steindór um að stælurnar við
Anderson valdi því, að bók
Horrebows sé leiðinlegri en ella
hefði orðið. Þvert á móti finnst
mér bæði lærdómsríkt og
skemmtilegt að fá þarna sett
fram ivö andstæð sjónarmið.
Þýðingin á bókinni er næsta ná
kvæm og á viðfeldnu máli. For-
málinn er, sem fyrr getur, grein
argóður. Ekki mun þar orðrétt
eftir hafður 72. kafli bókarinnar
í ensku þýðingunni og aldrei hefí
ég heyrt að sá kafli hafi verið
talinn bera vitni um fávizku
höfundar, enda ekkert tilefni til
þess. Hygg ég að „frægð“ þessa
kafla í ensku útgáfunni sé ein-
vörðungu því að þakka, að dr,
Framhald á bls. 21