Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 17
Miðvikuðagltt SS. nóv. 196«
MORGUNBLADIÐ
17
i Osló, 10. nóvember.
H!PFI í Háskólasafninu í Osló
-- stærsta bókasafni Noregs —
látur ungur íslenzkur vísinda-
maður að „uppgreftri íslezkra
í Ifornmenja". Þó ekki í venju-
legri merkingu þeirra orða, þvi
að hann er ekki að grafa upp
'kuml eða leita að venjulegu
fcaugfé. Hann er að leita uppi
gömul íslenzk handrit í norsk-
um bóka- og skjalasöfnum, gera
skrá yfir þau og reyna að rekja
sögu þeirra eftir því sem hægt
er. Einhver kynni að spyrja,
hvort það væri í ráði að krefj-
ast af íslands hálfu endurheimt
íslezkra handrita frá Noregi?
Nei, ekki er það svo, heldur er
tilgangurinn sá, að fá vitneskj u
um öll handrit íslenzk sem til
eru í Noregi, skrásetja þau
ásamt öllum upplýsingum sem
fáanlegar eru um þau, þannig
að framvegis geti vísindamenn
og grúskarar vitað hvar þau er
I að finna, og síðarmeir verði þau
i handbær á ljósmyndum og
I „mikrofilmum" í Handritastofn
un íslands.
i — Þegar Morgunblaðið skip-
aði mér að fara hingað til Osló-
ar og tala við þennan mann,
Jónas Kristjánsson með Fagurskinnu.
handriti yngra er mynd af
Stjörnu-Odda í öllum herklæð-
um og þessi vísa undir:
Stjörnu-Oddi stendur hér
stórvaxinn í máta,
exi, sverð og bussa ber,
bragnar vitran játa.
Og að lokum er vert að minn-
ast á bækling eftir Jón Sigurðs-
son, sem aldrei var prentaður.
Hann heitir „Om Island". Saga
hans er sú, að norskur vinur
Jóns, Siegwart Petersen, hafði
beðið hann um stutta lýsingu
af íslandi, handa frönskum
manni, sem þá var að semja
rit um Danmörku — og „hjá-
lendurnar". Kit þetta kom út
1870 og heitir „De l’agriculture,
de la peche, du commerce et de
l’industrie en Danemark et dans
ses colonies“ og höfundurinn
var Henry Carcenac. En ís-
landsþáttur Jóns Sigurðssonar
kemur ekki fram þar í heild.
Hinsvegar hefur bókarhöfund-
urinn notað sér heimildir Jóns,
en án þess að nefna hann á
nafn.
— Hvernig hafa þessi hand-
rit komizt til Noregs og hvaða
Margt merkilegt í norskum söfnum
Spjallað við Jonas Kristjánsson
var mér eiginlega ekkert vel
við það. Ég kannaðist að vísu
við nafnið á honum og vissi að
hann var „sérfræðingur í hand-
ritagrúski" og að hann hlaut að
vera að minnsta kosti manns-
aldri yngri en ég sjálfur. Þess-
vegna var ég eiginlega hálf-
feiminn þegar ég kom inn í
lestrarsal Háskólabókasafnsins
og spurði eftir cand. mag. Jón-
asi Kristjánssyni. Ég hafði
*nælt mér mót við hann þarna,
kl. 9.30. Að vörmu spori kemur
*il mín maður, miklu unglegri
en ég hafði gert mér í hugar-
lund, og segist heita Jónas
Kristjánsson.
Mér létti talsvert þegar ég
sá hann, og feimnin hvarf, því
að „fornritagrúskarinn“ var al-
veg eins og beztu ungu félag-
arnir sem ég man úr túrum
JTerðafélagsins í gamla daga.
Ég byrja á því að spyrja
hann um ætt hans og uppruna.
Hann er sonur Kristjáns bónda
Jónssonar á Fremsta-Felli í
Kinn og ég kemst að því að
fcann er bróðursonur Jónasar
frá Hriflu. Þá fer ég ekki frek-
ar út í ættartölur, enda fá
blaðalesendur heima meira en
nóg af þeim í dánarminningun-
um. Hinsvegar fæ ég að vita, að
Jónas Kristjánsson er kandídat
í norrænum fræðum frá Há-
skóla íslands árið 1948, en ger-
ist þá starfsmaður í Árna
iMagnússonar safninu í Kaup-
mannahöfn næstu fjögur ár, til
J952, síðan vinnur hann að út-
gáfum Fornritafélagsins og
næst starfar hann í Þjóðskjala-
Bafninu heima í 5 ár, til 1962,
er hann ræðst sem starfsmaður
hjá Handritastofnun íslands, er
I þá var nýkomin á fót undir
forustu dr. Einars ól. Sveins-
sonar prófessors. Og þar starf-
ar hann enn.
' — Er það þá handritastofn-
unin sem hefur gert þig út í
þessa „eftirleit“ íslenzkra hand-
rita í Noregi? spyr ég.
— Að vissu leyti, svarar
hann. — Svo er mál með vexti,
að UNESCO, alþjóðastofnun
menningarmála, veitti Handrita
stofnuninni styrk til að gera út
mann til Noregs og Svíþjóðar,
er safnaði upplýsingum um ís-
lenzk handrit í þessum lönd-
um. Mér var falið þetta, og nú
er ég búinn að vera mánuði
lengur hérna í Noregi en ég
hafði gert áætlun um, en á
sunnudaginn fer ég til Svíþjóð-
ar, en þar verður því miður
ekki nema einn mánuður til
starfsins. Mér reyndist það svo,
að þegar ég fór að leita að
handritum hérna í Noregi, var
miklu meira að finna, en gert
hafði verið ráð fyrir.
— Hefurðu fundið nokkra
dýrgripi?
— Ég veit ekki hvort það
væri rétt að kalla það svo. Það
er enga Flateyjarbók eða
„Codex Regius“ að finna hér
í Noregi. En þó er hér ýmis-
legt, sem gaman er að vita af.
—• Og hvar hefurðu fundið
þetta?
— Hér er aðallega um þrjá
leitarstaði að ræða. Háskóla-
bókasafnið og ríkisskjalasafnið
í Osló, og safn „Vitenskapenes
Selskap“ í Þrándheimi. í Há-
skólabókasafninu hef ég fund-
ið 211 handrit alls og í safni
Vísindafélagsins í Þrándheimi
rúmlega 90. Og í Ríkisskjala-
safninu eru sorglegar leifar
dýrmætra íslenzkra handrita.
— Hversvegna sorglegar?
— Vegna þess að það sem
þarna er dýrmætast eru snepl-
ar af gömlum skinnhandritum,
sem skorin hafa verið sundur
og notuð í band á fógetareikn-
inga norskra lénsmanna. Það
eru fleiri en við íslendingar
sem hafa farið illa með göm-
ul handrit. Norðmenn og dansk
ir umboðsmenn hafa engir eft-
irbátar verið í því tilliti. Ég
skal nefna dæmi: f fógeta-
reikningum frá Sunnmæri frá
1638—40 fundust brot eða
sneplar af skinnhandriti að
Ólafs sögu helga, hinni elztu.
Tvö brot af þessari skinnbók
hafa lent í Árnasafni Magnús-
sonar, hvernig sem á því stend-
ur. Brot af handriti Fagur-
skinnu, elzta skinnhandritinu
sem vitað er um af þessari
bók, sem var rituð svo snemma,
að sannanlegt er að Snorri
Sturluson var kunnugur henni
þegar hann samdi Heims-
kringlu, hefur varðveizt í
Ríkisskjalasafninu í bandi um
fógetareikninga frá Harðangri
frá árinu 1627. Mér finnst það
vera sorgarsaga sem þessir
gömht skinnbókasneplar hafa
að segja.
— Hvers efnis eru þau aðal-
lega, þessi íslenzku handrit,
sem vitað er um í Noregi?
— Þar kennir ýmissa grasa.
Mikið er af lögbóka- og laga-
afritum, bæði íslenzkra og
norskra. Ýmsar lögbækur eru
skrifaðar af norskum mönnum
en langmestur hluti þeirra hand
rita, sem okkur er vinningur
að, mun vera skrifaður af ís-
lendingum. Þá er mikið af
heilagra manna sögum og Nor-
egskonungasögum skráð á þessi
handrit og afskriftir af skinn-
bókum. Háskólabókasafnið hér
á t. d. afskrift Ásgeirs Jónsson-
ar af Fagurskinnu hinni eldri.
Tvær afskriftir af henni eru
líka til í Árnasafni, en þær
jafnast ekki á við þessa. Af
yngri Fagurskinnu eru þrjú
afrit til. En skinnbókin brann í
Kaupmannahöfn 1728. Hér í
Háskólabókasafinu er líka til
skinnbók, skrifuð af íslending-
um að mestu leyti, sem inni-
heldur hin norsku (lands)lög
Magnúsar lagabætis. Og líka
mætti nefna handrit, sem Ás-
geir Jónsson hefur skrifað eftir
gömlu Kringlu og Jöfraskinnu,
sem voru beztu handritin af
Heimskringlu, sem vitað er um.
I Háskólabókasafninu er líka
handrit, sem gaman er að, þó
ekki sé það eldra en frá 1762.
Það er skrifað með eigin hendi
Eggerts ólafssonar og samið af
honum og heitir: „Stutt ágrip
úr réttritabók íslendinga. Tit-
ulus varians: Nokkrar óreglu-
legar reglur (Regulæ qvædam
tumultuanæ) í spurningum
framsettar, eftir A B C, um það
hvörnig rétt eigi að tala, bók-
stafa og skrifa þá nú lifandi
íslenzku tungu. Fyrsta ávarp,
í flýti samantekið árið 1762.
(Autographum". — Þetta eru
fremur ritreglur en stafsetn-
ingarorðabók, en geta má þess,
að þarna innleiðir Eggert þá
reglu, að langa hljóðstafi skuli
skrifa með broddi (á, í, ó, ú) og
hefur sú tillaga Eggerts síðan
orðið að fastri reglu. Áður en
ég skilst við Háskólabókasafnið
verð ég að geta um eitt hand-
rit (nr. 58 í handritaskrá safns-
ins). Það er bænabók í skinni
fagurlega myndskreytt. í öðru
leið eru þau komin á söfnin
hér í Noregi?
— Þeirri spurningu verður
ekki svarað nema að litlu leyti,
segir Jónas. — En ég skal
nefna nokkur nöfn, sem geta
verði vörður á langri leið, sem
oft er að mestu leyti óvörðuð.
Hvað Háskólabókasafnið snert-
ir skal ég nefna þrjá menn,
sem mest hafa „lagt í búið“
þar. Þeir eru Rudolf Kayser,
fyrsti prófessor í norrænum
fræðum við Oslóar-háskóla
(1803—64). Hann dvaldi á ís-
landi 1825>—27 og var læri-
sveinn Sveinbjarnar Egilssonar
á Bessastöðum. Hann safnaði
handritum, en einna drýgst
mun honum hafa orðið það, sem
hann náði í á uppboði eftir
Benedikt Gröndal eldra árið
1826. Kayser gaf Háskólasafn-
inu öll handrit sín árið 1859.
— Þá er næst að nefna próf.
Carl Richard Unger (1817—97).
Hann vann mikið að útgáfu
fornrita, meðal annars gaf
hann út Heimskringlu og and-
legar bókmenntir, S t j ó r n,
norsku Homiliu-bókina, kon-
ungsskuggsjá og Karlamagnús-
arsögu. Sá þriðji er Gustav
Storm (1845—19031, sem eink-
um er kunnur heima fyrir ís-
lenzka annála, sem eru merk
útgáfa.
En fleiri mætti nefna. Carst-
en Aker (1747—1824) Eiðs-
vallarmaðurinn frægi, safnaði
íslenzkum handritum, sem nú
eru í Háskólasafninu hér, sömu
leiðis annar iðjuhöldur, Jacob
Aall, sem var mikill áhuga-
maður um sagnfræði. Og loks
Jens Christian Berg sagnfræð-
ingur (1775—1852). Hann var
mesti bókasafnari Noregs á
sinni tíð og átti 10.000 bindi.
En engir þessara arfleiddu Há-
skólasafnið að handritum sín-
um og bókum, en safnið náði
í margt af því bezta á upp-
boðunum, sem haldin voru eftir
þá.
I sambandi við kgl. vísinda-
félagið í Þrándheimi ber sér-
staklega að nefna sagnfræðing-
inn Gerhard Schöning (1722—
80), sem árið 1760 stofnaði
„Trondhjemske lærde Selskab",
sem varð upphaf hins núver-
andi „Kgl. norske Videnskab-
ers Selskap“ í Þrándheimi, sem
telst vera virðulegasta vísinda-
félagið í landinu. Schöning
varð prófessor við akademíuna
í Sórey og síðar forstöðumaður
leyndarskjalasafnsins. Árið 1777
hóf hann vandaða útgáfu af
Heimskringlu með dönskum og
latneskum texta, en féll frá
löngu áður en þeirri útgáfu
lauk. Hann hefur verið mikill
safnari og mikill vinur vísinda-
félagsins í Þrándheimi, því að
frá honum eignaðist félagið
margt af því merkasta sem það
á í fórum sínum, bæði íslenzkt
og annað. Bókasafn hans var
11.000 bindi og arfleiddi hann
vísindafélagið að því.
Það stendur ekki á svörum
hjá Jónasi Kristjánssyni. Ef
ég ætti að festa á pappírinn
allan þann fróðleik sem ég hef
heyrt af hans munni þessa
klukkutíma sem við skröfuðum
saman þarna í Háskólabóka-
safninu yrði þessi grein þrefalt
lengri en hún á að vera. Svo
að því miður verður að sleppa
mörgu, sem mér þótti fróðlegt
að heyra.
En áður en ég skilst við vís-
indamanninn og þennan Mímis-
brunn handritafróðleiks vík ég
talinu að starfinu sjálfu og
hvort hann sé ánægður með ár-
angurinn af erindi sínu hingað
tu.
— Jú, eiginlega er ég það.
En dvölin í Noregi er orðin
lengri en ég gerði ráð fyrir í
fyrstu. Og nú á ég aðeins mán-
uð eftir af þessum sex, sem mér
voru ætlaðir. Ég fer til Sví-
þjóðar á sunnudaginn og er
smeykur við að ég komist ekki
yfir það sem ég þarf að gera
þar, á einum mánuði.
Svo er nefnilega mál með
vexti, að þessi UNESCO-styrk-
ur, sem ég nota til ferðarinnar,
nær aðeins til sex mánaða. Til-
gangurinn með honum var sá,
að gera skrá yfir íslenzk hand-
rit í Noregi og Svíþjóð, svo að
handritakönnuðir fengju ná-
kvæmt yfirlit um hvar hand-
ritanna væri að leita. Um hand-
ritin í Landsbókasafni, Árna-
safni og Kgl. bókasafninu i
Kaupmannahöfn eru til prent-
aðar skrár og sömuleiðis um
350 ísl. handrit í Stokkhólmi og
Uppsölum. Hinsvegar eru ekki
til prentaðar skrár um ísL
handrit hér í Noregi. Þau eru
að vísu skráð á spjaldskrár
safnanna, en á víð og dreif, og
þannig að ekki hefur verið
hægt að gera sér fulla grein
fyrir efni þeirra. Starf mitt hér
í Noregi hefur verið það að
skrásetja handritin og taka
saman í stuttu máli efnisyfir-
lit þeirra. Síðarmeir verða svo
væntanlega tök á því að ljós-
mynda þau og gera „mikro-
filmur" af þeim, og þegar það
er fengið geta . menn átt að-
gang að þeim í Handritastofn-
uninni heima.
— Svo að starf þitt er eng-
inn undirbúningur að handrita-
kröfum á hendur Norðmönnum.
Ef svo væri mundir þú líklega
vera illa séður gestur hérna
í Noregi?
— Nei, eins og þú sérð er
ég ekki í neinum „rukkaraer-
indurn" hérna. Og ég skal taka
það fram, að hér í landi hef
eg mætt eintómri velvild og
hjálpsemi.
— Og nú er hæstiréttur Dana
að gera út um handritamálið.
Hvernig heldur þú að það fari.
Er óhætt að óska okkur til
hamingju?
Jónas svarar engu um það,
en andlitið ljómar af ánægju,
svo að ég þykist sjá að hann
sé viss um sigurinn. Hann hefur
sjálfur verið í Árnasafni í fjög-
ur ár, og er einn þeirra út-
völdu, sem kunna full skil á
því hvers virði „gömlu skræð-
urnar“ eru íslenzku þjóðinni.
Skúli Skúlason.