Morgunblaðið - 23.11.1966, Side 18

Morgunblaðið - 23.11.1966, Side 18
18 MORGUNBLAOIÐ Miðvikudagu*^3. nóv. 1966 LEIDIN MIN ID BRÆÐURNIR Kristian Schjeld- erup biskup og Harald Sehjeld- erup prófessor í sálarfræði hafa unnið mikið gagn andlegri menn ingu Norðmanna, og áhrif þeirra hafa náð víðar. Þeir hafa báðir komið til íslands. Við sem kynnt umst þeim hér í Reykjavík, eig- um góðar minningar frá þeim samfundum. Bókum þeirra hafa fleiri íslendingar kynnzt. Fyrir þrem árum gaf Almenna bókafélagið út merka bók eftir Harald Schjelderup, Furður sál- arlífsins. Ég er ekki viss um að sú bók hafi vakið eins mikla athygli og ástæða er til, eins mikill áhugi og virðist vera hér fyrir dulsálarfræði. En síðari kafli þeirrar bókar á mikið og verðugt erindi til þeirra, sem ekki vilja láta sér nægja „dul- rænar sögur“ ómeltar, en kjósa að vita eitthvað um skýringar- tilgátur fræðimanna á þeim fyrir bærum. Ekki að sjálfsögðu til þess að vera sammála öllum niðurstöðum og staðhæfingum höfundarins, heldur til þess að kynnast því, sem merkur vísinda maður á þessu sviði hefur til mála að leggja. Nú hefur Bókaútgáfan Fróði sent á markaðinn merkilega bók eftir hinn bróðurinn, dr. Kristian Schjelderup, biskup, og í mjög vandaðri og fagurri þýðingu dr. Ásmundur Guðmundsson bisk- ups. Frá bókinni og höfundi langar mig að segja nokkuð. Kristian Schjelderup gekk ung ur frjálslyndri guðfræði heils- hugar á hönd. Hann gerðist snemma hreinskilinn og djarfur rithöfundur um trúmál, enda var mjög um hann deilt og mjög að honum vegið úr herbúðum „rétt- trúaðra“ manna. Bók hans um Jesúm hneykslaði marga í Npr- egi. Og þegar hann sótti um eitt fátæklegasta prestakall Norður- Noregs, var honum hafnað. Samt var hann eini umsækjandinn, göfugmeimi að gerð og einn allra lærðasti norskra guðfræðinga! Dr. Schjelderup hefði vitan- lega átt margfalt erindi inn í slíka kirkju, en nú hugði hann ekki til prestsembættis. Hann aflaði sér enn víðtækari þekk- ingar en fyrr á guðfræði, sálar- fræði og heimspeki, og fór til dvalar í Austurlöndum til að kynna sér af eigin raun játendur Asíutrúarbragðanna og trúarlíf þeirra. Um þær rannsóknir skrif aði hann merka bók, þar sem hann lýkur lofsorði á marga full trúa hinna ekki-kristnu trúar- bragða, einkum suma Búdda- munkana, sem hann dvaldist með. Hann gerðist stofnandi skóla í húmanískum fræðum í Noregi, en skólinn hafði ekki starfað lengi, þegar nazistar hernámu Noreg. Þá var skólanum lokað og Schjelderup fluttur í Grini- fangelsið. Þar eignaðist hann persónu- lega trúarreynslu, sem færði hann nær jákvæðum kristindómi en fyrr. Þó var hér ekki um „frelsun" eða „afturhvarf“ í venjulegri merkingu að ræða. í fangelsinu gerðist hann prestur meðfanga sinna við svo mikinn orðstír, að nokkru eftir styrjald- ar lokin var hann skipaður bisk- up í Hamarsstifti. Nú hefur hann látið af embætti fyrir aldurs sakir. Biskupsstóllinn varð dr. Schj- elderup enginn friðarstóll. Hvað eftir annað lenti hann í áköfum deilum, einkum rnn helviti og eilífa útskúfun, og þá einkum við Hallesby-fólkið norska. En frá biskupsdómi varð hann ekki hrakinn. Æviferil drs. Schjelderups má að nokkru lesa milli línanna í bókinni LeíSin mín. Hún kynnir lesendanum viðhorf hámenntaðs og göfugs manns sem langar að segja til vegar þeim, sem vilja eignast kristilega lífsskoðun og trú, en eru í miklum vanda vegna þess, að þeim er of margt ótrú- legt og óaðgengilegt í kenninga- arfi kirkjunnar. Lesandinn verð- ur ekki var óþægilegs eða áleit- ins trúboðsáhuga. En bókin geym ir svar gáfaðs manns við spurn, sem á hugi marga leitar um rök trúarheimsins og markmið þeirr ar ferðar, sem við erum öll að fara. Schjelderup biskup skrifar bráðsnjalla, stutta kafla run þá, sem hann telur sig í mestri þakk arskuld við. Einn kaflinn er um Johannes Ording, sem talinn var „mesti villutrúarmaður í norsku kirkj- unni“ á sinum tíma. Þar er fög- ur lýsing á miklum lærdóms- manni og göfugmenni, sem var auðmjúkur og einlægur, þráði að lifa í kyTrð og friði, en stóð jafnan í storminum vegna holl- ustu sinnar við sannleikann. Þá er stuttur kafli um Sigm. Freud. Af þessum ekki-kristna manni hafði biskupinn í Hamri manndóm og vit til að læra mik- ið, og sálkönnun Freuds varð honum lykill að skilningi á ýms um mikilvægum hliðum trúar- lífsins, þótt hann tæki kenning- um Freuds engan veginn án gagn rýni. Þá kemur kafli um Mahatma Gandhi. í stuttu máli er lesand- anum sagt frá þessum mikla manni og kennt að skilja hann út frá indverskum forsendum en ekki evrópskum. Og loks er kafli um Albert Schweitzer, stuttur en samt betri Herra vili herragjöt... og hún er r\/j/be Pre-electric shave, Hair Creamtube After Shave Lotion, Body Talc, Cologne, Shower Soap, After Shave Talc, Hair Cream, Stick Deodorant Shaving Mug SHULTON • NEW YORK ■ L.ONDON ■ PARIS en sumar langar bækur um þenn an mikla mannvin og mikil- menni. Schjelderup telur sig í sér- stakri þakkarskuld við þessa fjóra menn. Og sannarlega er lesandinn í skemmtilegum og göfugum félagsskap, meðan hann les þessa kafla. í þættinum Um „Vanda lífsins" segir höf.: „Vorir tímar eru auð- ugir að fræðslukerfum. Sjálfur hefi ég farið yfir mörg þeirra, bæði stjórnmála, vísinda og trú- ar . . . þau hafa öll látið mér eitthvað í té“. Höf. lýsir síðan leit sinni og baráttu, unz hann taldi sig finna markmiðið í „stríð andi húmanisma á grundvelli kristindómsins". Og leitinni held ur hann áfram, unz hann finnur lausnina fyrir utan og ofan mann inn. Og þar sér hann Krist varða veginn þeim, sem leita. „Heimur trúarbragðanna“ er ágætur kafli bókarinnar. Þar leið ir höf. lesandann um vandfarna vegi hinna ýmsu trúarbragða. Og hér segir til vegar hámenntaður maður, sem hvorki vanmetur né ofmetur verðmæti trúarbragð- anna. Enda leyfði dr. Schjelderup sér ekki að skrifa bók sína um önnur trúarbrögð fyrr en hann var búinn að dveljast í Austur- löndum og kynnast af eigin raun játendum þessara trúarbragða og trúarheimi þeirra. En áður en Schjelderup fór þangað austur hafði hann aflað sér undirstöðu- þekkingar og lærdóms til að tak ast rannsóknir á hendur. Ég hygg lesendum verði ógleymanleg frá sögnin af kveldstundinni hjá gamla Búddamunknum í klaustr- inu á Putostan-eynni. Þá kemur veigamikill kafli um „Vandamál kristindómsins“. Þar tekst höf. á við vanda kristninn- ar í dag. „Getur kristindómur- inn aftur orðið úrslitavald í veraldarsögunni?" spyr hann. 1 Hann horfir raunsærri sjón á vandann og er drengilegur og hreinskilinn í málflutningi. „Kirkjan veit ekki tölu á þeim, sem hafa af djúpri alvöru reynt leiðina, sem kirkjukenningin vís ar til kristindómsins", — en hafa ekki getað farið þá leið. Biskup- inn tekur til meðferðar sumar þær leiðir, sem nú er verið að reyna til endurreisnar kirkjunni á Vesturlöndum. Hann telur þær sumar ógöngur og annað ekki. Hefur enga trú á þeim. En hver varð „leiðin hans“, sem hann segir frá í þessari lær- dómsríku bók? Það verða menn að komast að raun um, þeir sern vilja ,með því að lesa bókina sjálfir. Ég skil ekki að nokkur maður muni sjá eftir því. Bókin er ekki ætluð guðfræð- ingum, heldur almenningi. Húix er merkileg viðleitni manns, sem býr yfir miklum vitsmunum, mikillí þekkingu og mikilli sann leiksást, til að segja til vegar þeim, sem vegsögu hans vilja leita. Betri þýðanda en dr. Ásmund Guðmundsson biskup hefði þessi bók naumast fengið. Af frábærri nákvæmni, óskeikulum mál- smekk og öruggri þekkingu á ís- lenzkri tungu, hefur hann leyst af hendi þetta verk. Embættis- bróðir hans, dr. Schjelderup má vel við íslenzka verkið una. Ég óska að þessi bók finni leið til sem flestra þeirra, sem hleypidómalausa og viturlega vegsögu kjósa á vandrötuðum vegi. Og undarlega hljóta þeir menn að vera gerðir, sem leið- ist að fylgja biskupinum norska. Svo merkilegur maður er hann og mikill rithöfundur. Og svo for vitnileg eru þau lönd, sem hann leiðir lesandann um. Jón Auðuns. Bæknr Kvöldútgóiimiioi; Myndir daganna, II hindi. — Endurminnigar séra Sveins Vík- ings. í þessari bók segir séra Sveinn frá skólaárum sínum og lýkur frásögn sinni, er hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði. Meðal þeirra kafla bókarinnar sem mesta athygli munu vekja eru: í guðfræðideildinni, Árið 1918, Vetrarmaður hjá presti, Skálda- og menningarfélagið og Lífið kallar. Fyrra bindi endurminninga séra Sveins varð ein af met- sölubókum s. 1. árs, en þetta bindi er jafnvel ennþá skemmti- legra. Því gleymi ég aldrei, IV. bindi. Þetta er fjórða og síðasta bindi i ritsafnsins „Því gleymi ég aldrei“, sem hefur að geyma 14 frásögu- þætti. Ýmsir þjóðkunnir höfund ar rita þar frásagnir af eftir- minnilegum atburðum. Meðal þeirra frásagnaþátta, sem mesta athygli munu vekja, eru: Hús- freyjan í Herdísarvík eftir Guð- rúnu P. Helgadóttur, Þegar ég endurfæddist eftir Steingrím J. s Þorsteinsson prófessor og Sálna- hirðir í svaðilsför eftir séra Pétur Ingjaldsson. Skáldið frá Fagraskógi. Bókin um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Fimmtán samferða- menn segja frá kynnum sínum af skáldinu. Bókin hefur nú verið endurprentuð. í henni er sérstætt myndasafn af Davíð á i öllum aldri. annars: Hillubúnað úr bökunarlökkuðu stáli 3 gerðir. Stálvaska og borð í mörgum stærðum og gerðum. Blöndunarkrana af ýmsum gerðum. Rafsuðupotta 70 og 90 lítra — ryðfrítt stál. Potta — pönnur — könnur o. fl. eldhús- áhöld úr ryðfríu stáli. Þvegilinn — ólgustillinn. DEFA-hreyfilhitarann, sem auðveldar gangsetningu bílsins í köldu veðri. Perstrop-plastskúffur með rennibrautum, ódýrar og hentugar fyrir fataskápa o. fL Perstrop-plastplötur í mörgum litum. Serpo-vörur, fúgufylli, flísalím o. fl. Góðar vörur — Gott verð. — Góð bílastæði. við Háteigsveg — Sími 2-12-22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.