Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 19
Miðvikuétagttr 23. nóv. 1966 MORGUNBLABIÐ T9 Guðmundur Árnuson og Guðluug Púlsdóttir Gíslúrbrekku. Minning HINN 13. nóv. 1965 var lögð cil hinztu hvíldar í Heydalakirkju- garði Guðlaug Pálsdóttir fyrr- um húsfrú á Gilsárstekk í Breið- dal. Tæpu ári síðar, 29. sept. sl., var maður hennar, Guðmundur Árnason, lagður við hlið hennar. iMold þeirrar sveitar, er ól þau og naut orku þeirra, meðan etarfskraftar entust, þeirrar sveitar, sem þau unnu af alhug til síðasta andartaks, lykur þau mjúklega í skauti sínu. ( f>egar heilsubrestur og hár eldur hefur bægt mönnum frá athafna- og félagslífi samborg- aranna þokast þeir út í skugga gleymskunnar. Ég hef verið að vona, að einhver annar mér fær- ari yrði til að minnast þessara hjóna, en sú von hefur ekki rætzt. Þess var e.t.v. ekki að vænta, þar eð flestir þeir, er gerst þekktu til þeirra, meðan þau voru í blóma lífsins, eru orðnir háaldraðir eða horfnir yf- ii: móðuna miklu. Nú finnst mér ekki hæfa, að þeim fylgi þögnin ein úr hlaði, og því hef ég skrif- að þessar línur, þótt síðbúnar fiéu. Guðmundur Árnason var fæddur 26. júlí 1871 að Ásunnar- stöðum í Breiðdal. Yoru foreldr- ar hans Árni Jónsson (f. 1842) bóndi þar og kona hans Stein- unn Gunnlaugsdóttir (f. 1836). Árni var Skaftfellingur að ætt, fæddur að Hömrum á Mýrum. Faðir hans var Jón Bjarnason bóndi þar og kona hans Ragn- heiður Jónsdóttir Árnasonar bónda á Viðborði, ættuð úr Ör- æfum. Var Jón Bjarnason seinni maður hennar. Hann fórst í sjó- hrakningunum míklu, er bátar frá Skinneyjarhöfða á Mýrum lentu í hinn 3. maí 1843. Stuttu eftir lát Jóns fluttist Ragnheiður móðir Árna austur í Breiðdal. Þar er hún á mann- •iali 1845 og a.m.k. 4 af 18 börn- um hennar. Árni ólst upp hjá móður sinni. Hann bjó á ýmsum . jörðum í Breiðdal, lengst i Fagradal. Var af öllum talinn sæmdarmaður og þrifnaðar- bóndi. Hann hóf fyrstur manna í Breiðdal að slétta túnþýfi. Árni dó á Gilsárstekk árið 1909. Kona Árna og móðir Guð- mundar, Steinunn Gunnlaugs- dóttir, var fædd á Þorgríms- stöðum í Breiðdal. Var faðir hennar Gunnlaugur bóndi þar Jónsson bónda á Skriðu, Gunn- laugssonar á Þorgrímsstöðum, Ögmundssonar sterka á Streiti, Eiríkssonar. Kona Ögimundar á Streiti var Guðný Eiríksdóttir bónda á Krossi á Berufjarðar- etrönd, Halldórssonar pr. í Heydölum (1655-1707), Eiríks- eonar lögréttumanns á Búlandi, Sigvaldasonar á Búlandi, Hall- dórssonar sýslumanns í Skafta-. feilssýslu, Skúlasonar, Guð- mundssonar, Sigvaldasonar langalífs. Móðir séra Halldórs var Þórunn Sigurðardóttir próf. é Breiðabólsstað, Einarssonar pr. og skálds í Heydölum Sig- urðssonar. Kona Gunnlaugs Ögmundssonar á Þorgrímsstöð- *im var Oddný Eiríksdóttir frá | Ásunnarstöðum. Frá Erlendi þeim er Ásunnarstaða ætt, sem mjög er fjölmenn á Austfjörð- wm. Faðir Erlends á Ácunnar- etöðum var Bjarni bóndi á Karls etöðum á Berufjarðarströnd, Guðmundssonar á Melrakkanesi Bessasonar og Kristínar Brynj- édfsdóttur frá Höskuldsstöðum, Brynjólfur á Höskuldsstöðum var af ætt Þorsteins Finníbogason ar sýslumanns í Hafrafellstungu og Torfa Jónssonar sýslumanns 1 Klofa á LandL t Steinunn Gunnlaugsdóttir var dugnaðar- og gerðarkona. Hef eg fyrir því orð föður míns, sem dvaldist á heimili þeirra hjóna á unglingsárum og minntist þeirra beggja með virðingu og hlýju. Steinunn andaðist í Fagra dal 1887. Guðmundur Árnason ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar fræðslu, er kostur var í heimahúsum, en lét sér það ekki nægja. Árið 1893 fór hann í búnaðarskólann á Eiðum og lauk þar námi. Seinna fór hann vestur í Ólafsdal og var tvo mán uði við verklegt nám hjá Torfa Ólafssyni, einkum mun hann hafa lagt þar stund á plægingar. Kom hann þaðan með plóg o.fl. jarðyrkjuverkfæri. Var þetta óvanalegt framtak af bóndasyni í Breiðdal á þeim tíma og sýn- ir, að hann hefur viljað búa sig vel undir lífsstarfið og verið framgjarnari en títt var þar um slóðir. Árið 1900 hófu þeir feðg- ar búskap á Gilsárstekk og bjuggu þar báðir saman næstu 6 árin, en síðan Guðmundur einn. Árið 1903 kvæntist Guðmund- ur Guðlaugu Pálsdóttur frá Gilsá. Hún var fædd á Gilsá 7. apríl 1882. Voru foreldrar henn- ar hjónin Páll Benediktsson (1850-1919), bóndi þar og hrepp- stjóri, og Ragnhildur Stefánsdótt ir (1848-1941). Páll var sonur séra Benedikts Þórarinssonar, er síðast var prestur að Heydöl- um. Þórarinn faðir séra Bene- dikts var prestur að Múla í Þingeyjarsýslu, Jónsson pr. í Stærra-Árskógi, Guðmundsson- ar. Móðir séra Benedikts var Guðrún Stefánsdóttir, pr. í Laufási Halidórssonar. Móðir Páls á Gilsá var Þórunn Stefáns- dóttir próf. á Valþjófsstað Árna- sonar. Móðir Stefáns próf. var ■Björg Pétursdóttir sýslumanns og annálsritara á Ketilsstöðum Þorsteinssonar. Ragnhildur á Gilsá var Stef- ánsdóttir bónda í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Gunnarssonar bónda á Hallgilsstöðum í Þistil- firði, Skíða-Gunnarssonar. Móðir Ragnhildar á Gilsá var Þor- björg Þórðardóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Þau Páll og Ragnhildur á Gilsá voru hin mestu sæmdar- hjón í hvívetna. Hann var hrepp- stjóri um 40 ára skeið, friðsam- ur, heilráður og góðgjarn, fríð- ur sýnum og prúðmenni í allri framkomu. Hún glæsileg kona, skörungur í skapi, trygg og drenglynd. Áttu fátækir og um- komulitlir hauk í horni, þar sem hún var. Guðlayg Pálsdóttir var því úr góðum jarðvegi sprottin og ekki úr ætt skotið. Foreldrar hennar vönduðu uppeldi og menntun barna sinna. Héldu þau heimiliskennara til að kenna þeim, og nutu fleiri börn góðs af því. Ung að árum lærði Guðlaug karlmannafatasaum hjá Rósu Vigfúsdóttur á Seyðis- firði, og einn vetur var hún í skóla Grönfelds á Hvanneyri, þar sem kennd var meðferð mjóikur, osta- og smjörgerð. Þau hjón, Guðmundur og Guðlaug, voru þvi bæði vel undir lífsstarfið búin. Varð og heimili þeirra brátt í fremstu röð um menningar- og myndar- brag, hirðusemi og reglusemi bæði utan húss og innan, svo að orð fór af. Heimilið var mann- margt, svo að öruggrar stjórnar og fyrirhyggju var þörf. Var á hvorugu brestur. Húsbóndinn var áhuga og eljumaður, sem gekk í fararbroddi til starfa. Einkum var heyskapur stundaður af kappi, enda þurfti þess með, því að engjaheyskapur var fremur reytingssamur. Guðmundur lagði jafnan kapp á að vera birgur af heyjum, og mun í því efni sjald- an eða aldrei hafa á brostið. Hann hafði hina beztu forsjá um allt, er þurfti til heimilis. Ekkert mátti vanta, er til þurfti að störfin gætu gengið vel og öllu væri borgið. Ekkert var lát- ið ganga úr sér fyrir vanhirðu. Hver hlutur skyldi vera á sín- um stað. Nýtni, hirðusemi, reglu semi og forsjálni voru að hans áliti grundvöllur farsæls bú- skapar. Húsmóðirin var hinn góði andi heimilisins, hæglát, hjartahlý og nærgætin, góðlátlega gaman- söm, vinsæl mjög af hjúum sín- um, og vildu þó ógjarna gera henni á móti skapi. Bæði létu þau hjón sér annt um, að öllum á heimilinu — mönnum og mál- leysingjum — liði vel. Yfir heimilinu var léttur andi og margt gert til dægrastyttingar, þegar tóm var til. Bókakostur var í betra lagi. Á kvöldvökoim var oft lesið upphátt til skemmt unar eða fróðleiks og ýmiss konar þjóðlegur fróðleikur um hönd hafður. Guðmundur og ýmsir rosknir menn, sem á heim ilinu dvöldu, kunnu frá mörgu að segja úr lífsbaráttu fyrri tíma. Og þær mæðgur, Guðlaug, móðir hennar og Þorbjörg syst- ir hennar, kunnu kynstrin öll af kvæðum, þulum, gátum og öðru þjóðlegu efni, sem alíþýða hafði sér til gamans og sálu- hjálpar á þeim tímum. Heimilis- guðrækni og kirkjusókn var hvort tveggja vel rækt. Gesta- komur voru tíðar og gestrisni mikil. Guðmundur gegndi á sínum manndómsárum flestum trúnað- arstörfum í sveit sinni um lengri eða skemmri tíma. Hann mun fyrstur manna í Breiðdal hafa fengizt við að bólusetja sauðfé gegn bráðafári, bæði fyrir sjálf- an sig og aðra. Var vandfarið með bóluefnið í fyrstu, þurfti bæði hreinlæti og vandvirkni við að 'hafa. Fyrir kom, að hann bólusetti börn gegn barnaveiki. Heppnaðist það vel. Guðmundur var einarður maður og léttur í viðmóti, tók ákveðna afstöðu í hverju máli, var aldrei hálfvolgur, en kvað oft allfast að orði, og var það ekki alltaf vinsælt. En í hverju máli vildi hann hafa það, sem hann áleit satt og rétt. Hann var tryggur vinum sínum. Guðlaug tók einnig allmikinn þátt í félagslífi sveitar sinnar, meðan heilsan leyfði, einkum í ungmennafélagi og kvenfélagi, og var þar góður liðsmaður. Á fertugsaldri tók heilsa Gað- laugar að bila, og þurfti hún oft að fara að heiman til að leita sér lækninga, en lá stundum heima sárveik. Náði hún aldrei fullri heilsu eftir þetta þótt hún væri allhress á stundum. Þá tók og að verða erfiðara að fá vinnu hjú. Fór þá búið að dragast saman og hagur þess að hallast. Árið 1983 létu þau hjón bú og jörð í hendur Páli syni sínum, er þar hefur búið síðan. Guð- mundur átti þar heimili til ævi- loka. Entist honum fjör og kraft- ur til hárrar elli. Hánn var sí- vinnandi og síhugsandi um hag heimilisins og sveitarinnar í heild. Fylgdist einnig vel með landsmálum. Hann kunni vel að meta þær framfarir, sem orðið hafa á síðustu áratugum í sam- göngum og vélbúnaði. Þó var ekki laust við, að honum virtist hagræðið gera menn værukæra og menn yrðu lélegri að bjarga sér, þar sem véltækni varð ekki við komið. Guðmundur skráði dagbækur allan sinn búskap og víst miklu lengur, en eyðilagði þær á gam- als aldri, því miður. Hefur hon- um sjálfsagt fundizt, að þar væri margt, sem ætti ekkert er- indi til eftirkomenda. Þó hefur vafalaust ýmislegt farið þar for- görðum, sem betur hefði verið geymt en gleymt. En nokkrir þættir eru til eftir hann, bæði prentaðir og í handriti, og hefur hann sjálfsagt í þeim stuðzt að einhverju leyti við dagbækur sínar. Eftir að þau Guðmundur og Guðlaug hættu búskap,-dvaldist hún mest hjá dóttur sinni utan héraðs. Var þó oft heima á Gils- árstekk á sumrin, meðan hún treystist til ferðalaga. Hvar sem hún dvaldist, eignaðist hún vini, en hélt þó fullri tryggð við forn- vini og átthaga, gladdist yfir hverri góðri frétt þaðan og tókst ótrúlega að fylgjast með högum og líðan manna heima í Breið- dal. Þráláta vanheilsu bar hún með stakri þolinmæði, og þegar sól skein úr skýjarofi, var hún ávallt reiðubúin að setjast á sól- skinsblett og gleðjast með glöð- um. En mesta gleði hennar var að gleðja aðra. Hátt á áttræðisaldri brákaðist Guðlaug í mjöðm, og eftir það var hún bundin við rekkju og hjólastól. Hún var srvinnaiKfi I höndum eða lesandi, þegafij kraftar leyfðu, og hélt sálai** kröftum til síðasta. Hún lézl 83ja og hálfs árs gömul 8. nóv, 1905. Skömmu áður en Guðlau* andaðist, kom Guðmundur mað- ur hennar á heimili dóttur sinn- ar og var þar það tæpa ár, sem hann átti ólifað. Víst langaði hann heim, þegar voraði í síð- asta sinn á ævi hans, en kraft- arnir voru þrotnir. Þó las hann enn nökkuð og skrifaði, leit yfir dagblöð og fylgdist með ýmsu. En líf án starfs var honum byrði, og því voru síðustu miss- erin aðeins bið þeirrar lausnar sem veittist, er hann kvaddi þetta líf 95 ára að aldri 23. sept. sl. Þau hjón áttu bæði bjarta og örugga guðstrú. Um þá „bim- inbrú“ gengu þau inn í ríki ljósa og friðar. Þakkir og fyrirbænir vandamanna og vina fylgdu þeim á leið. Guðmundi og Guðlaugu varð þriggja barna auðið. Elzta barn- ið, drengur, dó í befnsku, en upp komust og eru á lífi Páll bóndi og hreppstjóri á Gilsárstekk, kvæntur Hlíf Magnúsdóttur, og Aðalbjörg, gift Óla Kristjáni Guðbrandssyni. Auk þess ólu þau upp Guðlaug Björgvinsson, nú til heimilis í Borgarfirði eystra, kvæntan Laufeyju Jóns- dóttur. Ó. G. Elísabet Jóhannsdóttir Minningarorð ELÍSABET Jóhannsdóttir, sauma kona við Kleppsspítalann, and- aðist á St. Jósefsspítala í Reykja- vík, hinn 16. nóv. sl. Útför henn- ar fer fram í dag, frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Elísabet var fædd að Nesja- völlum í Grafningi 23. apríl 1888. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Grímsson og kona hans Katrín Guðmundsdóttir. ólst hún þar upp til tvítugsaldurs. Aðalævistarf sitt vann hún sem saumakona við Geðspítalann að Kleppi, en þangað réðist hún ár- ið 1924 og vann þar óslitið til 1. júlí sl., er hún fársjúk varð að yfirgefa vinnustað sinn, sem hún hafði þjónað með dæma- lausri trúmennsku i 42 ár. Elísabet var afbragðs sauma- kona og vandvirknin söm, hvort sem hún saumaði nýtt eða bsétti gamla flík. Hún vann störf sín af frábærri samvizkusemi og alltaf var gott að leita til henn- ar, t. d. í jólaannríki, er komið var með kjólefni á síðustu stundu. Taldi hún aldrei eftir að leggja á sig aukavinnu, svo að sjúklingarnir yrðu ekki fyrir vonbrigðum. Hlýlegt viðmót hennar laðaði fólk að henni og aldrei sást hún skipta skapL Elísabet var greind kona, hlé- dræg og hóglát, svo af bar. Það var mannbætandi að kynnast henni. Við, sem vorum svo lán- söm að hafa hana að samstarfs- manni í áratugi erum þakklát fyrir þau kynni og blessun minningu hennar. Guðríður Jónsdóttir frá Seglbúðum. Guðrúa Guðmuuds- dóttir sextug 23. nóv. Þú háðir forðum hörkustríð við hungur skort og sjúkdóms- neyð og fangbrögð áttir fyrr á tíð við flest sem tefur þroskans leið ’en alltaf alltaf áttir þú í öllum raunum sanna trú. Þú réttir bak ef þyngdist þraut og þá skein ljós á grýttri braut. Að vera sextug svona fljótt það sýnist ekki gaman neitt en tíminn líður áfram ótt og ekkert getur honum breytt. Nú líður allt við logn og sól og læknast það sem fraus og kól. Við æviraumr stanslaust stríð var stundum nokkuð tvísýn hríð. Við gieymum því sem gengið er en gleðjumst öli við sigur þinn, en sá er næst í föt þín fer fær nóg að gera fyrst um sinn Ég vildi ekki vera hann og vara þar við sérhvern mann það eiga fáir þvílíkt þrek en þar var raunin nokkuð freb. Nú áttu bæði börn og mann og barnabörnin ljúf og góð en lífið kýs þér kærleik þann sem kemur beint frá trúarglóð, og við þann hjartans arineld þú aldtei verður framar hreld en situr glöð við sól og yl já, sú er ósk mín nú þín tiL Til hamingju með sextugs afmælið systir góð. Guðm. Guðni Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.