Morgunblaðið - 23.11.1966, Side 21
Miðvíkuðagur 23. nóv. 1966
MORCU NBLAÐIÐ
Kennedy og Romney
vinsælli en Johnson
— segja skoðanakarnianir Louis Harris ...
gæðavara.
Góðfúslega leitið
upplýsinga
hjá oss.
Síísíí <3. tSofínsen v
Vesturgötu 45 — Símar 12747 og 16647.
YÐAR
* ' r
GEVAFOTO
Lækjartorgi
og
Austurstræti 6.
Svíþjóð eru sænsk
t Söngleikurinn frægi Ó. þetta er inðælt stríð, verður sýndur í 25. sinn í Þjoðleikhusmu i
kvöld (miðvikudag 23/11). Leikurinn hefur hlotið mjög góða dóma og sérstaklega ieikstjór-
inn Kevin Palmer, fyrir frábæra sviðsetningu á þessu leikriti. Myndin er úr fyrsta atriði
leiksins.
Washington, 21. nóv.
AP-NTB.
DAGBLABIÐ „Washington
Post“ skýrir í dag frá úrslitum
nýjustu skoðanakanna Louis
Harris og segir þær benda til
þess, að bæði Robert Kennedy,
öldungadeildarþingmaður demó-
krata og George Romney ríkis-
stjóri í Michigan, sem er repú-
blikani, séu vinsælli í Banda-
ríkjunum en Lyndon B. John-
son forsetL
Segir blaðið, að af þeim, sem
beðnir voru um að velja á milli
Roberts Kennedys og Johnsons
sem frambjóðenda demókrata
við forsetakosningarnar 1968
hafi 44% óskað eftir Kennedy
en aðeins 37% viljað Johnson.
Ennfremur hafi menn verið beðn
ir að segja, hvort þeir kysu, að
Romney eða Johnson færu með
sigur af hólmi í forsetakosning-
unum 1968, yrðu þeir í fram-
boði og hafi 54% kosið Romney,
46% Johnson.
Ennfremur sýna úrslit skoð-
anakannanna Louis Harris, að
fimm sjöttu allra Bandaríkja-
manna telja, að mannkynssagan
muni úrskurða John F. Kennedy
betri og dugmeiri forseta eu
Lyndon B. Johnson.
— Horrebow
Kennsla afbrigðilegra barna hef-
ur verið að mótast síðustu ár
— meira gert í Reykjavík d þessu sviði
en i nokkru öðru bæjarfélagi
Á FUNDI borgarstjórnar
b1. fimmtudag urðu nokkrar
umræður um sérkennslu fyr
ir afbrigðileg börn. Kristján
J. Gunnarsson benti á, að nú
væri um 1116 börn í 74 slík-
um bekkjardeildum og að
veruleg framför hefði orðið
í þessum efnum á undanförn
um árum en þó væri mikið
verk óunnið, sem starfa
þyrfti ötullega að.
Kristján J. Gunnarsson (S)
Til kennslutækjakaupa er fé
veitt í einu lagi á fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar án
sundurgreiningar en skipting
fer síðan fram á Fræðsluskrif-
stofunni og er þar starfandi sér
stakur starfsmaður, sem fylgist
með kennslutækjakaupum og
óskum skólastjóra þar um. Þeg-
ar nýir skólar eru stofnaðir er
tekinn til ákveðinn stofn kennslu
tækja og miðað að því að skól-
inn fái þann stofn strax.
Nýjungar í þessum efnum eru
reyndar í að minnsta kosti í
eitt ár í hverjum ákveðnum
skóla og ef reynslan er jákvæð
er að því stefnt, að allir skól-
arnir fá not þeirrar nýjungar.
Kennsla afbrigðilegra barna
hefur verið að mótast imdan-
farin ár. Börnum í vanvitaskól-
um, skólaþroskabekkjum og
bekkjum fyrir seinfær börn,
hefur fjölgað mjög á undan-
förnum árum og eru nú um
1116 börn í 74 slíkum bekkja-
deildum eða um 15 nemendur
í hverri deild. Þetta er helmingi
lægri nemendatala í bekk en
gert er ráð fyrir í fræðslulög-
um og þetta þýðir, að borgar-
sjóður borgar að mestu þennan
mismun, það er að segja helm-
ings kostnað við þessar deildir
miðað við það, að þær væru
fullskipaðar skv. fræðslulögum.
Hér er um stóra fjárhæð að
ræða og ég álít, að
borgarsjóður hafi tekið á
sig verulegar skuldbindingar í
þessum efnum umfram það sem
fræðslulögin eða ríkisvaldið
hafa ætlazt til eins og málum
er nú háttað.
Það er hins vegar nauðsynlegt
að endurskoða afstöðu ríkisvalds
ins til kennslu afbrigðilegra
barna. Fræðslulögin eins og þau
eru nú gera ráð fyrir of lítilli
þátttöku ríkisins í slíkum mál-
um.
Á sama hátt hefur bróunin
verið að mótast varðandi
kennslugögn og kennslu fyrir
þessa bekki. Við getum vel við-
urkennt, að við erum ekki búinn
að ná þeim áfanga, sem við þurf
um á þessu sviði enda er það
ekki sérstakt áhlaupsverk. Varð
andi bennslugögn til vanvita-
skóla og skólaþroskabekkja hef-
ur það verið eftir sömu reglum
og ég lýsti hér áðan um aðra
skóla. Forstöðumaður Höfðaskól
ans er einn þeirra fáu sérfræð-
inga, sem við eigum á þessu
sviði og hefur mesta reynslu.
Mér er ekki kunnugt um annað,
en hann hafi fengið óskir um
kennslugögn uppfyllt, og ég
mundi líta á það sem vantraust
á hann að gera ráð fyrir, að
hann hafi ekki beitt sér fyrir
því að afla þeirra kennslutækja
sem nauðsynleg eru. Hitt er svo
annað mál, að margir þeir kenn-
arar, sem kenna í skólaþroska-
bekkjum og seinfærum bekkj-
um hafa ekki fengið nægilega
undirbúningsmenntun til þess.
Þessvegna eiga þeir erfitt með
að móta óskir sínar um kennslu-
tæki og því æskiiegt að gerð
verði sérstök áætlun um
kennslugögn fyrir afbrigðilega
nemendur og námskeið haldin
fyrir kennara og mundi slíkt
falla undir verksvið fræðslu-
ráðs.
Kennaraskólinn hefur sótt um
fjárveitingu til framhaldsdeildar
og er sú umsókn komin til fjár-
veitinganefndar en ekki afgreidd
enn. Ekki er búið að taka ákvörð
un um, hvaða greinar yrðu tekn-
ar fyrst fyrir í þeirri framhalds-
deild en þar er talað um reikn-
ingskennslu, kennslu afbrigði-
legra barna og lestrarnám.
Ég held að það væri æskilegt,
að fræðsluráð eða borgarstjó*n
beitti sér fyrir því, að þessi mál
yrðu tekin til meðferðar í fram-
haldsdeild Kennaraskólans, því
að þörfin er brýnust í Reykja-
vík og mest hefur verið gert
hér, mun meira en í öðrum bæj ar
félögum, á þessu sviði. En slík
áskorun yrði að fara til mennta
málaráðuneytisins þar sem
fræðsluráð er ekki aðili að
Kennaraskólanum.
Sigurjón Björnsson (K), flutti
tillögu á borgarstjórnarfundinum
um sérkennslu afbrigðilegra
barna. Sagði að hún væri í þrem
ur liðum. í fyrsta lagi að fé yrði
veitt til þess að gera kennslu-
gögn fyrir afbrigðileg börn, í
öðru lagi, að séð yrði fyrir sér-
menntun kennara sem kenna
slíkum börnum og í þriðja lagi
sett reglugerð um lágmEirkssér-
menntun slíkra kennara. Sagði
borgarfulltrúinn, að langflestir
kennarar, þeirra sem önnuðust
slíka kennslu, hefðu ófullnægj-
andi undirbúningsmenntun og á
því yrði að ráða bót. Framhalds-
deild Kennaraskólans mundi taka
til starfa á næsta hausti en ekki
væri ákveðið hver verkefni henn
ar yrðu, en leggja yrði fast að
stjórn Kennaraskólans að taka
þetta verkefni fjrrir.
Framhald af bls. 14
Samuel Johnson hældi sér einu
sinni af því við Langton vin
sinn, að hann kynni utanbókar
heilan kafla úr bók Horrebows,
en kaflinn er aðeins ein setning
í ensku útgáfunni. Sá lærði mað
ur fór þó ekki heldur alveg rétt
með kaflann, ef treysta má frá-
sögn Boswells.
Ekki get ég að því gert, að ég
sakna þess að þýðandi skuli hafa
sleppt tileinkuninni til vors stór-
mektugasta, og allra náðugasta
arfakóngs, Friðriks fimmta, því
hún. ber skemmtilegan blæ þess
tíma, sem bókin er skrifuð á.
Vel get ég aftur á móti skilið,
að sleppt var veðurlýsingunum,
í sjálfu sér fróðlegum, sem eru
samtals 71 bls í frumútgáfunni,
en ekki hefði skaðað að geta
þess að því yfirleitt um veður-
farið, sem með er tekið í bókar
lok, að hitastigin sem þar eru
nefnd, eru Reaumurstig en ekki
Celcius. En hvað um það. Eins
og þessi bók nú liggur fyrir i
íslenzkri þýðingu, vönduð að frá
gangi, er hún hin eigulegasta og
sjálfsogð lesning hverjum þeim
sem lætur sér einhverju varða
hag og háttu íslendinga á um-
liðnum öldum.
Sigurður Þórarinsson.
í STUTTU MÁLI
Tokyo, 18. nóvember — AP.
TALSMENN Vietcong, skæru-
liðahreyfingar kommúnista í
Vietnam, tilkynntu í dag, að
þeir hefðu nú í undirbúningi
nýjar árásaraðgerðir, sem mið-
uðu að því að gera usla í liði
óvinanna, síðar á þessu áiri og
í byrjun þess næsta.
VERKSTJÖBAR
BLIKKLJÓSIN
frá HALDEX AB í
PAMTIÐ
í TÍIMA
JöLA-
KORTIM
EFTIR
FILMUIVi