Morgunblaðið - 23.11.1966, Síða 23
Miðvikuctagur 55. nóv. 1966
MQRGUNBLAÐIÐ
23
Er sama hvernig kirkjur
eru úr garii gerðar?
Eftir Ásgeir L. Jónsson
^Enginn getur þjónað tveimur
Iherruin, því að annaðhvort mun
thann hata annan og elska hinn,
eða aðhyllast annan og lítils-
i virða hinn. Þér getið ekki
Iþjónað Guði og mammon“.
s, Matteus 6, 25—26.
Ekki man ég, hversu ungur ég
var, þegar ég fékk í fyrsta sinn
: eð 'fara í kirkju afa míns, er
tbann lét byggja að mestu leyti
ifyrir eigið fé svo sem frægt var
lá sínum tíma. En eftirvænting-
Sn var mikiL Ég ólst upp við þjóð
Ibraut á einu «.f merkustu heim-
'filum í Húnavatnssýslu. Þar leit-
juðu langferðamenn náttstaðar
Stíðar en annars staðar í þeirri
eveit Ég hlustaði á, þegar gest-
iSr sögðu tíðindi og spurðust
ítfrétta, eins pg venja var bæði
Jtfyrr og sfðar. Það sem langt að
ílkomnir gestir spurðust tíðast um
var Þingeyrarkirkja. Kom fyrir
eð þei-r gerðu lykkju á leið sína
til að skoða hana, og allir luku
tipp einum munni um það, að
llhún væri ein af veglegustu kirkj
Um landsins. Sumir töldu hana
|þó þriðju í röðinni, næsta á eft-
®r dómkirkjunni í Reykjavík og
iHólakirkju, þótt ýmsar aðrar
væru stærrL
! —* Gefur að skilja, að mér
Iþótti lofið gott Og þar kom, að
: lég renndi barnsaugum um kirkj
^03: Blá hvelfing, alstirnd, alt-
ristafla, prédikunarstóllinn og
! Bkirnarfonturinn. AHt þetta þótti
'imér óumræðilega fagurt, enda
^jþótt ég bæri ekkert skyn á list-
<jgildi þess, og því sfður kunni
;ég að meta sina dásamlegu veggi
Ihennar að utan. Ég veit það ekkL
en ef til vil'l hefur þetta mikla
timtal um Þingeyrakirkju og
færnskuhrifning mín á henni orð
tfö orsök þess, að ég hefi ógjarn-
en sleppt tækifæri til að skoða
kirkjur, sem verið hafa á leið
tninni, innan lands sem utan.
Eftir að hafa séð nokkrar kirkj-
ur á meginlandi Evrópu, bæði í
stórborgum og smáþorpum, hef-
ur mér runnið til rifja kirkjuleg
fátækt íslendinga, tíðum sam-
fara furðulegu smekkleysL
Torfkirkjurnar á Víðimýri og
Hofi í Öræfum, virðast mér
benda til þess, að kirkjubygg-
ingum hafi yfirleitt farið aftur
hér á landi að fegurð og kirkju-
legum áhrifum, eftir að torf-
kirkjurnar lögðust niður. Það
eru fáar kirkjur hér á landL
sem hafa’ kirkjuleg áhrif á mig
tH. jafns við þær erlendu, sem
ég hefi séð.
Einhverjir kunna að segja, að
hinar kirkjulegu athafnir séu ó-
háðar útliti kirkjunnar. Ég er
á annari skoðun. Enn sem kom-
ið er þykir okkur gamla dóm-
kirkja fegursta kirkja landsins
einkum innan veggja. Að dvelja
þar inni litla stund gerir hvern
þann mann betri, sem ekki er
einangraður gegn áhrifum, þótt
athöfnin sé engin. Mér hefur ver
ið tjáð, að uppdráttur kirkjunn-
ar hafi sýnt annan turn og feg-
urri en þann sem byggður var.
Sé þetta rétt, ætti að vera kom-
inn tími til að bæta um. Það
á þessi merka kirkja skilið. Út-
iit hennar á að vinna með þeim
athöfnum, er þar fara fram en
ekki á móti þeim.
Á sfðari árum hafa öðru hverju
verið byggðar svonefndar „kirkj-
ur“, er vekja verðskuldaða
hneykslun almennings. Höfuð-
borgin mun hafa riðið á vaðið,
en nú eru þessir óskapnaðir tekn
ir að skjóta öngum út um sveit-
ir landsins. Þessar „kirkjur" eru
með ýmsu mótL Sumar þannig,
að engum ókunnugum kemur til
hugar að þar beri kirkju fyrir
augu. Og þegar inn er komið
tekur ekki betra við: Ef ekki
sæist prédikunarstóll, altaris- og
skírnarfontsnefna, mundi eng-
inn halda sig staddan í kirkju.
Má furðulegt heita, að slík bygg
ingaskrípi skuli hafa fengizt vígð
til þjónustu kirkjulegra athafna,
þar sem ekki er annars áð vænta
en að hér hafi verið reistar af-
kristunnarstöðvar fyrir presta og
söfnuði. Það eru nöpur örlög fyr
ir fátæka kirkjusöfnuðL sem
sýna lofsverðan áhuga og dugn-
að við að koma upp kirkju, að
verða fyrir því óláni að verða
fórnarlamb í tilraunabraski
byggingafræðinga, sem ef til vill
hafa það eitt sér til afsökunar
að þeir viti ekki hvað þeir eru
að gera. Sá byggingameistarL
sem ætlar sér áð teikna kirkju,
verður að vita, að um hana gilda
vissar erfðareglur, sem ekki verð
ur gengið framhjá, ef hún á að
geta gegnt hlutverki sínu. —
Það er ekki hægt að byggja
kvikmyndahús, reykhús og allt
þar í milli, og segja síðar: „Ger-
ið þið svo vel, hérna hafði þið
kirkjun* ykkar“.
Byggingarmeisturum kirkna,
er sérstakur vandi á höndum:
Þeir verða að vera svo einlægir
trúmenn, að þeir geti gefið Guði
dýtfðina. Aðrir eiga ekkL að. tak
ast þennan vanda á hendur.
Þeirra ófrávíkjanlega skylda er
að móta dýrðlegt hús, sem Iaðar
að sér, skapar ró, hvíld og frið
í fullu samræmi við hinar kirkju
legu athafnir. Og vissulega er
formi.ð ekki einhlítt. Litir og
samræming þeirra eru ekki sið-
ur mikilvægir. Mun í flestum til
fellum ofraun einum meistara,
að ég ekki tali um „meistara,“,
að hafa vald á hvorttveggja,
enda ekki almennt til þess ætl-
ast.
En hvað er um stjórn Kirkju-
byggingasjóðs, sem miðlar opin-
berum lánum til kirkjubygginga?
Hefur hún ekkert eftirlit með
uppdráttum þessara mannvirkja?
Eða kærir hún sig kollótta um,
þótt öllum gömlum erfðavenjum
(,,tradition“-um) um kirkjubygg-
ingar sé á glæ kastáð? Ekki ein-
ungis að þær ekki þekkist sem
kirkja, héldur og að þær vinni
gegn eða deyfi áhrif guðsþjón-
ustunnar?
Háteigssókn hefur beðið um
nokkur ár eftir sinni kirkju. Við
sóknarbörnin höfum beðið þolin-
móð, en þó með eftirvæntingu.
Kirkjan varð fokheld og turnar
teigðust upp í loftið, hver af
öðrum. Þá var tekið að ræ'ða út-
litið. Til voru menn, er álitu
minni turnunum ofaukið, en ég
hygg að flestum þyki þeir sóma
sér vel og ytra útlit kirkjunnar í
heild sé með ágætum. Ég er
þeirra á meðal.
Þrátt fyrir mikinn dugnað og
Rit Biskupstungnamanna
ENGINN veit hvað átt hefir fyrr
en misst hefir. Þess vegna hafa
Vestur-íslendingar orðið þjóð-
xæknastir allra íslendinga. Og
þess vegna hafa verið stofnuð
Ijölmörg átthagafélög hér í
Heykjavik, og þau hafa á margan
Ihátt sýnt átthagatryggð þeirra,
er hingað hafa flutzt „á mölina“,
eem kallað er. Fjarlægðin gerir
íjöllin blá og minningar gera
átthagana að draumalöndum.
Mörg eru þessi átthagafélög
tfjölmenn, enda „átthagarnir" oft-
est nær heilar sýslur. Og meðal
ennars, sem eftir þessi átthaga-
tfélög liggur, eru mörg ágæt og
Bérstæð' átthagarit. Minnsta átt-
Jiagafélagið hér í Reykjavík hygg
lég vera „Félag Biskupstungna-
manna“, því að átthagar félags-
xnanna eru aðeins ein sveit. Samt
fiefir félag þetta ráðizt í að gefa
íút sjálfstætt rit, er nefnist „Inn
‘til fjalla“, og eru nú komin þrjú
’bindi af þvL Fyrsta bindið kom
'lút 1949, annað bindi 1953 og
Jþriðja bindið er nýkomið. Þykir
i«nér rétt að vekja athygli al-
Xnennings á þessu riti, því að
jþað er merkilegt þótt ekki væri
/tfyrir annað en það hve þröngan
fvettvang það hefir, en þó sögu-
tfrægan.
)■ Biskupstungur eru ein af efstu
Bveitum Árnessýslu og voru
tfyrrum einangraðar af beljandi
yötnum. Austan að þeim og
íunnan er Hvítá, en að vestan
Erúará. En um miðja sveitina
svo þriðja vatnsfallið, Tungu-
®jót, sem skiptir landinu í
Eystri-Tungu og Ytri-Tungu. A
1>essu svæði eru milli 50 og 60
bæir. Og þarna eru sögufrægir
Btaðir, sem kunnir eru víða um
Knd, þótt menn þar viti fátt eða
•kkert annað utn. ísland. Þessir
staðir eru Geysir í Haukadal,
Gullfoss og Skálholt.
Skálholt er elzt mennta- og
menningarsetur hér á landi. Það
hófst til vegs og virðingar með
hinum fyrsta íslenzka biskupi,
ísleifi Gissurarsyni (1056). Þá
verður það biskupssetur og litlu
seinna hefst þar skóli sem varð
frægasta menntastofnun íslands
um hálfa áttundu öld. Arfaki
þeirrar stofnunnar er Mennta-
skólinn í Reykjavík.
í fyrsta bindi ritsins „Inn til
fjalla“ er gerð grein fyrir til-
gangi þess, „að reyna að varð-
veita minningar um ýmsa menn,
málefni og fleira í Biskupstung-
um lengur en ella mundi — með
því að taka upp greinar úr prent-
uðu máli, sem snerta sveitina á
einhvern hátt, rifja upp forna
atburði og skrásetja eitt og ann-
að frá samtíðinni, sem vert þyk-
ir að muna“. Þessari fyrirætlun
hefir verið fylgt trúlega og er
því í ritinu að finna jafnt frá-
sagnir. um menn og konur, sem
lifað hafa á þessari öld, söguleg-
an fróðleik og þjóðsagnir. Má t.d.
benda á að þar hafa birzt mann-
töl sveitarinnar 1850, 1901 og
1950. En of langt yrði hér að
telja upp allt efni ritsins. Nægir
að geta þess að hvert bindi þess
er fjölbreytt að efni. Er það
alveg einstætt, að ein sveit skuli
hafa hafið ritun sögu sinnar á
þennan hátt. En vegna þess að
sveitin er lítil, munu sumir segja
að útgáfa þessi muni veslast upp
af efnisskortL En svo er ekki,
heldur mætti hún eiga mikla
framtíð fyrir höndum.
Gissur biskup ísleifsson (1082-
1118), sem um margt var hinn
merkilegasti biskup, sem þetta
land hefir átt, lét Alþingi setja
lög um það, að í Skálholti gkyldi
vera biskupsstóll eins lengi og
landið væri kristið. Öll lög Al-
þingis eru gildandi þangað til
Alþing sjálft afnemur þau. Og
þessi lög hafa aldrei verið af-
numin. Að vísu sviptu Danir
Skálholt bæði biskupi og skóla,
en slíjct var gjörræði.
Nú er Sálholt að hefjast til
vegs og virðingar að nýju. Þar
hefir verið reist veglegasta
kirkja landsins, ný dómkirkja
í stað hinnar gömlu. Þar hefir
verið byggt fleira, og nýtt
menntasetur er þar á uppsigl-
ingu. Prestastétt landsins vill, að
biskupsstóll verði einnig endur-
reistur í Skálholti. Helzt er haft
á móti því, að það verði landinu
of kostnaðarsamt. En ég vil ætla,
að þeir, sem ymprað hafa á
slíku, hafi sagt slíkt í gamni.
Þegar hafist var handa um
stofnun Eimskipafélags íslands
og að landið eignaðist sín eigin
skip, þá heyrðust hinar sömu
raddir um, að það yrði þjððinni
alltof kostnaðarsamt. En þá vildi
bóndi einn í Skagafirði, að
Skagfirðingar fengi sér sjálfir
hafskip. „Hvað ætli Skagfirðinga
muni um það að kaupa eitt
millilandaskip?" sagði hann. Það
var meiri manndómur í þessum
viðbrögðum. Og hvað ætli ís-
lendinga muni um það að end-
urreisa Skálholt sem biskups-
stól og "menntasetur? Menningin
er aldrei of dýru verði keypt.
Nei, Skálholt verður að nýju
mennta- og menningarsetur. Og
þá verða þar rituð ýtarleg saga
elzta biskupsstólsins á landinu,
ásamt sögu Haukdæla og annarra
merkismanna, sem átt hafa
heima í þessari sveit. Og það
verður sem framhald á viðleitni
Félags Biskupstungnamanna, að
varna því að saga Tungnanna
falli í gleymsku.
— Á.
Ásgeir L. Jónsson,
ósérplægni þeirra, er að bygg-
ingunni stóðu, tók talsverðan
tíma að ganga frá kirkjunni að
innan, og er raunar ekki áð fullu
lokið enn.
Vígsludagurinn rann upp. Áð-
ur en kirkjan var opnúð og löngu
áður en athöfnin átti að hefjast,
hafði fólk þegar safnazt að
kirkjudyrum, og á fáum mínút-
um, eftir að þær voru opnaðar,
fylltist kirkjan út úr dyrum.
Þetta er sama sagan og alls stað-
ar gerist við slík tækifærL
Hvað bar fyrir augun?
Hið innra form er meistara-
verk. Tekur fram öllu nýsmíði
kirkna, sem ég hefi séð. Kirkju-
bekkirnir eru bæði fallegir og ó-
venju þægilegir, og prédikunar-
stóllinn með snotru, einföldu
lagi. En þá tekur við furðuverk-
ið; Vi'ð blasa sívalar, gylltar
súlnaraðir, sem aðskilja kirkju-
skipin. Slíkan hrylling hefi ég
ekki séð í nokkurri kirkju. Hvað
er þarna um að vera? Á þetta að
minna á gullkálfinn, mammon,
eða hinn eilífa eld, sem bíður
hinna útskúfuðu? Sé svo, þá
hefði verið fullkomnara að sæma
stoðirnar hornum og klaufum, þó
að halanum væri sleppt. Þessi
ósómi eyðileggur ekki einungis
viðeigandi hugarfar kirkjugesta,
heldur varpar hann og óþægileg-
um glampa — endurskini raf-
ljósa og sólar — í augu manna
vfðast hvar um kirkjuna, og því
meir, sem setið er framar í kirkj-
urftú og nær súlunum þannig, að
þær beri saman og sýnist sam-
feldur, glóandi veggur. — Ég
hefi ekki komið upp í prédikunar
stólinn, en læt mér detta í hug,
að ekki sé þægilegt fyrir prest-
ana að horfa fram eftir kirkj-
unni. Má segja, að það sé lán í
óláni, að prédikunarstóllinn er
ekki að sunnan verðu í kirkj-
unni — þ.e. sólarmegin við
súlnaröðina.
Manni verður á að spyrja: Hví
í ósköpunum voru ekki súlurnar
hafðar með sama lit og bekk-
irnir, og helzt kanntaðir?
Ég geri rá'ð fyrir, að fjárhag-
ur kirkjunnar sé sem stendur
það þröngur að bíða verði með
að klæða súlurnar timbrL og því
leyfi ég mér að skora á stjórn
safnaðarins, að láta mála þær til
bráðabirgða í lit við bekkina.
Ég hefi þegar rætt við marga
um þessar súlur og aðeins fyrir-
hitt einn, sem sættir sig við þær.
Kirkjunni hafa borizt ýmiskon-
ar gjafir, sem vissulega munu
gefnar með góðum hug og ber
því áð þakka. Ekki veit ég, hvort
gefendurnir hafa ráðið gerð
þeirra eða ekki.
Meðal gjafa eru gylltir kross-
ar á prédikunarstól og altarL
Það eru jafnarma krossar, sem
mér þykja vera ósmekklegir. Það
eru til ekki færri en 18 gerðir
krossa, sem notaðir hafa verið
innan kristninnar, en það er að-
eins einn þeirra sem er raun-
verulega kirkjunnar kross —
latneski krossinn, kross Krists —
fegursti krossinn 'í sínum einfald-
leik. Hvers vegna var hann ekki
heldur valinn? Og að minni
hyggju hefði hann farið betur úr
svartviði (ibenholt).
Ég ætla ekki beinlínis að am-
ast við veggjaljósunum, þó að
mér þyki þau fremur glossaleg.
Það var algengt, að kertastjakar
væru gylltir, enda urðu þeir að
vera úr málmi. Síðan rafljósin
komu til, er þess ekki lengur
þörf. En ég vil biðja kirkjugesti
að bregða upp í huga sér mynd
af veggjaljósum með stikum úr
svartviðL eða jafnvel með sama
lit og bekkirnir og vega í hug-
anum, hvort hefði betur farið.
Ef til vill kernur einhverjum
til hugar, er þetta les, að ég hafi
ofnæmi fyrir _ gyllta litnum, en
því er fjarrL Ég hefi séð í mörg-
um kirkjum guUinn lit sem
meistaralegt ívaf margs konar
listrænna skreytinga, og gylltir
kertasjakar á altari fara vel, og
eru sjálfsagðir, séu þeir annara
vel gei'ðir.
Vikið að öðru
Trúarsinnað fólk kvartar und-
an almennt slæmri kirkjusókn,
og ekki að ástæðulausu. Frá mín-
um bæjardyrum séð, eiga fleiri
en strangtrúarmenn erindi til
kirkju. Mér er sem sé ekki ljóst,
hvernig mannkynið getur komizt
af án siðalærdóms Krists. Bama-
fræðslan á undan fermingu end-
ist skammt, ef henni er ekki hald
ið við. En aumast er þess að
vænta, að þeir sem eru ferða-
færir, og sækja ekki kirkju,
sitji við lestur Nýja testamentis-
ins heima.
Margt mun koma til, er dregur
úr kirkjusókn, en hér verður
vikið áð fáu: Prestar eru að von-
um misjafnlega starfi sínu vaxn-
ir sem aðrir menn, og verður
ekki um það fengist, því að ganga
verður út frá því sem sjálfsögðu,
að þeir hafi valið starfið af innri
köllun. — Sú var tíðin, að prest-
ar húsvitjuðu heimili sóknar-
barna sinna minnst einu sinni á
ári. Slík kynning tengdi kenni-
mann og söfnuð traustum bönd-
um. Fjölbýli nútímans útilokar
svo náin tengsl, en ég spyr: Gætu
prestar ekki, t.d. þriðja hvert ár,
heimsótt safnaðarbörn sín í kynn
ingarskini? Ég hygg að það ytfði
af mörgum vel þegið, og þá
mætti þess vænta, að heimsóknin
bæri einhvern árangur.
„Leyfið börnunum að koma ta
mín.. . .“ mælti Kristur. — Mörg
um mun þykja skírnin fegurst
kirkjulegra athafna. Það er fyrsta
kirkjuferð barnsins. Ýmsir kirkju
ræknir foreldrar hafa síðan börn-
in með sér til kirkju af og til
allt æskuskeiðið. Sumar mæður
komiast naumast að heiman nema
að hafa barnið eða börnin með
sér. Kornbörn vita ekkert af
kirkjufer’ðinni. Þau geta aðeins
raskað ró kirkjugesta, séu þau
óvær. En þegar börnin eru orðin
það stálpuð, að þeim tekur að
’leiðast kirkjusetan, svo að þau
eru með ókyrrð og háreysti, þá
er ekki einungis að þau séu söfn-
uðinum til óþæginda heldur og,
það sem verra er, þau eru að
safna kirkjuleiða, sem fæst
þeirra yfirvinna síðar. Getur
þetta ekki verð ein veigamesta
ástæðan fyrir minnkandi kirkju-
sókn? Ég hygg að börnunum
væri hollast að koma ekki í
kirkju eftir skírnarathöfn fyrr
en þau hafa þroska til að sækja
barnaguðsþjónustur, sem á að
undirbúa þau undir samleið full-
• orðinna í kirkjusiðum.
Að þessu sinni skal ekki fleira
nefnt, en aðeins vikið aftur að
meginmáli þessa greinarkorns, að
kirkjubyggingar mega ekki
hrinda frá sér. Þær mega ekki
stuðla að ókirkjúlegu hugarfari
kirkjugesta.