Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ 1 Miðvikudagár 23 nóv. 1966 Erit Ambler: Kvíðvænlegt ferðaiag mundi þýða? Setjum svo, að þér naeðuð konsúlnum strax í símann og gætuð sannfært hann um, að erindi yðar þyldi enga bið. Þér yrðuð samt að bíða hálftíma eftir honum. Ég get fullvissað yður um, að þér hefð uð minni möguleika á að lifa þann hálftíma en þó að þér drykkjuð saltsýru. Að drepa vopnlausan og varnarlausan mann er aldrei erfitt. Og innan um alla skúrana á hafnarbakkan um, væri það hreinn barnaleik- ur. Nei, ég held ekki að Möller »é neitt að gabba, þegar hann segir, að sér sé innan handar að koma yður fyrir. — En hvað um þessa uppá- stungu hans? Han virtist æstur í að fá mig til að samiþykkja hana, Kuwetli klóraði sér í hnakk- anum. — Á því gætu verið marg ar skýringar. Til dæmis sú, að hann ætli að myrða yður, eftir sem áður, en vilji bara gera það með sem minnstri fyrirhöfn. í>ví er ekki að neita, að það væri auðveldara að framkvæma það verk á leiðinni til Santa Marghe rita en á hafnarbakkanum í Genúa. — í>að er skemtileg tilhugs- «n, eða hitt þó heldur. — Ég er tilleiðanlegur að trúa að þetta sé rétta skýringin. Ku- wetli hleypti brúnum. — Þér sjáið, að þessi uppástunga lít- ur afskaplega einfaldlega út — þér. verðið veikur, lagt er fram falsað læknisvottorð, yður batn ar, þér farið heim. Voilá! Búið! En hugsið yður líka raunveru- leikann: Þér eruð Englendingur, sem liggur á að komast til Eng lands. Þér lendið í Genúa. Hvað væri eðlilegast, að þér gerðuð? Vafalaust það að taka lestina tii Parísar. En hvað er nú nauðsyn- legt að gera? Þér verðið af ein- hverjum dularfullum ástæðum að bíða í Genúa, nógu lengi til að uppgötva, að þér séuð með taugaveiki. Og þér megið ekki gera það, sem hver maður mundi gera eins og á stæði — fara i sjúkrahús. En það megið þér ekki gera. Þess í stað verðið þér að fara í eitthvert einkasjúkra- hús við Santa Margherita. Er það hugsanlegt, að þetta þættu ekki einkennilegar aðfarir heima í Englandi? Ég er hræddur um ekki. Ennfremur er nú tauga- veiki sjúkdómur, sem skyldugt er að tilkynna yfirvöldunum. Það yrði ekki gert í þessu til- felli, vegna þess að þarna er ekki um neina taugaveiki að ræða og heilbrigðisyfirvöldin mundu fljótlega komast að því. Og hugsum okkur, að aðstand- endur yðar verði þess vísari, að þetta hafi alls ekki verið til- kynnt? Því að svo gæti farið. Þér eruð áríðandi persóna og brezki ræðismaðurinn gæti orð- ið beðinn að rannsaHa málið. Og hvað þá? Nei, ég get ekki hugs- að mér, að hr. Möller leggi sig í svo heimskulega hættu. Til hvers ætti hann líka að vera að því? Honum væri hægara að kála yður. — Hann segir, að sér sé illa við að drepa fólk, og hjá því verði kómizt. Kuwetli skríkti. — Hann hlýt- ur að telja yður býsna heimsk- an. Sagði hann nokkuð, hvað hann ætlaði að gera í sambandi við mína nærveru hérna? — Nei. — Mig furðar ekkert á því. Til þess, að þessi ráðagerð hans tækist væri óhjákvæmilegt að drepa mig. Og jafnvel dauður gæti ég gert honum bölvun. Haki ofursti mundi sjá um það. Ég er hræddur um, að þessi uppá stunga herrans sé ekki allskost- ar heiðarleg. 35 — Hún leit nú samt trúlega út. Ég get bætt því við, að hann var reiðubúinn að láta frú Gall- indo koma með mér ef ég kærði mig um. Kuwetli glotti, eins og ein- hver skurfóttur skógarpúki í flúnelsnáttskyrtu. — Og sögð- uð þér frú Gallindo frá þessu? Graham roðnaði. — Hún veit ekkert um Möller. Ég sagði henni frá Banat. Ég er hræddur um, að ég hafði komið upp um mig í gærkvöldi þegar Banat kom inn í salinn. Hún spurði mig, hvað væri að, og ég sagði henni það. Og ef út í það er far- ið, bætti hann við sér til varn- SVONA AUÐVELT ER ÞAÐ GOOD YEAR VINYL GÓLFFLÍSAR hafa þessa eftirsóttu eiginleika MALNINO&JARNVÖRUR LAUGAVEGI 23 SIMI 11295 GOOD YEÁR VINYL - GÓLFFLÍSAR þarf ekki að bóna það er nóg að hreinsa þær með rökum klút. GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR endast mjög vel og litirnir dofna ekki. GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR eru heims- þekktar fyrir gæði — spyrjið þá sem reynt hafa. Verðið er mjög hagstætt, — Fjölbreytt litaúrval AÐEINS GÆÐAVÖRUR FRA GOOD YEAR. ©PIB BðPiNIU&{» cc COSPEft — Heyrðu pabbi, það er einn í þan veginn að taka á hjá mérl ar, en ekki alveg sannleikanum samkvæmt, — þá þarfnast ég hjálpar hennar. Það var hún, sem tók að sér að halda Banat uppi á snakki meðan ég leitaði í káetunni hans. — Já, með því að fá heiðurs- manninn José til að spila við hann? Já einmitt. En hvað snert ir uppástunguna um að hún kæmi með yður„ þá er ég hrædd ur um, að það tilboð hefði orðið afturkallað. Og vafalaust undir því yfirskini, að erfiðleikar hefðu komið í veginn. Vissi José um þetta? — Nei, ég held, að hún færi aldrei að segja honum frá því. Ég held, að hún sé trúverðug, bætti hann við með öllu því kæruleysi, sem nann gat hleypt í sig. — Engin kona er trúverðug, sagði Kuwetli íbygginn. — En ekki vil ég fara að telja eftir yður skemmtanirnar yðar, hr. Graham. Hann sleikti efrivörir.a með tungubroddinum. — Frú Gallindo er mjög snotur. Graham stillti sig um svarið, sem hann lagði mest til að gefa. — Mjög svo, sagði hann stutt- lega. — En nú höfum komizt að niðurstöðu um, að ég verði drep inn ef ég geng að uppástungu Möllers og drepinn, ef ég geri það ekki. Þá missti hann stjórn ina á sjálfum sér. — í guðs bænum, Kuwetli, sagði hann á ensku, — haldið þér að ég hafi gaman af að sitja hérna og og hlusta á hve auðvelt það mundi verða þessum mann- skepnum að drepa mig? Ég vil heldur heyra, hvað ég GET GERT! Kuwetli klappaði honum á hnéð í huggunar skyni. — Góði vinur, _ ég skil þetta fullkom- lega. Ég var bara að reyna að sýna yður fram á, að þér getið alls ekki farið í land á venju- legan hátt. — En á Ihvaða annan hátt get ég það þá? — Það skal ég segja yður, sagði Kuwetli rólega. — Það er ósköp einfalt. Enda þótt þetta skip leggist ekki upp að bakkanum til að hleypa farþeg- um í land fyrr en klukkan níu á laugardagsmorgun, þá stanzar það uti fyrir Genúa miklu fyrr, líklega klukkan fjögur til fimm. Næturvinna hafnsögu- manna er mjög dýr, þessvegna er það, að þó að það taki hafn- sögumann um borð undir eins og það fer að birta, leggst það ekki upp að fyrr en við sólar- uppkomu. Hafnsögubáturinn.... — Ef þér ætlið að stinga upp á, að ég fari í land með hafn- sögubátnum, þá kemur það ekki til mála. — Já, fyrir yður. En ekki fyr- ir mig. Ég er með diplómata- passa. Hann klappaði á jakka- vasann. Klukkan átta get ég verið kominn í tyrkneska konsú- latið. Þar er hægt að koma því í kring, að þér verðið fluttur á flugvöllinn á öruggan hátt. Járn brautarþjónustan er ekki eins góð og á venjulegum tímum og Parísarlestin fer ekki fyrr en klukkan tvö síðdegis. Það, er heppilegra, að þér standið ekkl lengi við í Genúa. Við leigjum bara flugvél til að flytja yður lil Parísar tafarlaust. Hjartað í Graham tók að slá örar. Einkennileg léttleikatil- finning greip hann. Hann lang- aði mest til að hlæja. En hann sagði dræmt: — Þetta virðist vera allt í lagi. — Það verður allt í lagi, en tU þess að svo verði þarf ýmsar varúðarráðstafanir. Ef hr. Möll- er grunar, að nokkur möguleiki sé fyrir yður að sleppa, getur ýmislegt leiðinlegt komið fyrir. Hlustið þér nú vandlega á mig. Hann klóraði sér á brjóstinu og benti síðan með fingri. — í fyrsta lagi: Þér verðið að fara til Möllers á morgun og segja honum, að þér ætlið að sam- þykkja uppástungu hans og fara og dvelja við Santa Margherita. — Hvað? — Það er bezta ráðið til að halda honum rólegum. Ég læt yð ur sjálfan um að sæta færi. En ég vil benda á eftirfarandi: Það er hugsanlegt að hann snúi sér til yðar aftur, svo að líklega er bezt að gefa honum svigrúm til þess. Bíðið þangað til seint um kvöldið. Ef hann þá er ekki bú-: inn að snúa sér til yðar þá snú- ið yður til hans. Þér megið ekki vera of einfeldningslegur, en samþykkið samt það, sem hann stingur upp á. Að því loknu far- ið þér í káetuna yður, læsið að yður og bíðið átekta. Farið þér svo ekki út þaðan, hvað sem hó- ar, fyrr en klukkan átta morg- uninn eftir. Það gæti verið stór- hættulegt. — En nú kemur að mikilvæg- asta hluta fyrirmælanna. Klukkan átta að morgni verðið þér að vera tilbúinn með allan yðar farangur. Kallið á þjóninn, stingið að honum skildingi og segið honum að koma farangrin um yðar í tollgæzluna. Þetta má ekki bregðast. En það, sem þér eigið að gera, er að bíða ura borð þangað til ég kem og segi yður, að ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma yður óhult- um í land. Á því eru erfiðleik- ar. Ef þér verðið kyrr í káet- unni, lætur þjónninn yður fara í land með hinum, þar með töld um Banat, og Möller. Elf þér far- ið uppá þilfar, fer eins. Þér verð ið að sjá til þess, að þér neyðist ekki til að fara í land fyrr en öllu er orðið óhætt — En hvernig fer ég að því? I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.