Morgunblaðið - 24.11.1966, Side 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. nóv. 1966
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGINiÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR2H90
eftir lokun simi 40381
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
Mluleigan
Ingólfsstræti 11.
Sóiarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzín innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIABLEIGAM
VAKUR
Sundlau^aveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BILALEIGA S/A
CONSUL CORTINA
Sími 10586.
RAUOARÁRSTÍG 31
SÍMI 22 0 22*' i
Húseigendaféiag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin f'JÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
A.E.G.
HÁRÞURRKUR, 2 gerðir.
BRAUÐRISTAR, 2 gerðir.
K AFFIK V ARNIR
STRAUJÁRN
Br. Ormsson hf.
Lágmúla 9.
Sundlaugarnar
Stefán Einarsson skrifar:
„Aif hiverju kemur kvefið
og hóstinn? Það kemur af leti
og því er nú ver, kvað Guð-
mundur gamli landlæknir. Á
sömu skoðun virðist hinn vitri
Vilmundur, fyrrverandi land-
læknir, vera. Nú hef ég aldrei
verið latur maður, fékk jafnvel
verðlaun fyrir iðni og siðprýði
í Menntaskólanum. Ég hefði
því átt að vera kveflaus alla
ævi, en það er öðru nær. Ég
hef haft minn skerf af kvefi og
inflúensu eins og aðrir menn,
þar til ég fór að ganga að sta'ð-
aldri í laugarnar annan hvern
dag (einn fer fjórum sinnum í
viku, en þrem sinnum væri
kannski nóg). Til allrar bölv-
unar munu prófessorar og lækn
ar við Landsspítalann sízt vera
betur upplýstir en landlæknir
og er það að vonum, því eftir
höfðinu dansa limirnir. Ef Ein-
ar ríki kæmi í laugarnar mynd-
um við laugarmenn fá hann til
að múta öllum nef-, háls- og
eymalæknum í Reykjavík, til
að senda kvefsjúklinga í Reykja
vík í laugarnar, en því miður
kemur hann ekki í laugarnar.
Þetta er eins einfalt mál og
það að menn fái ekki sullaveiki,
ef menn eta ekki bandorminn
ofan í sig. Menn fá ekki barna-
veiki, ef menn eru bólusettir
við henni. Menn fá ekki kvef
eða inflúensu, ef menn fara í
laugar. Einn er sá sjúkdómur,
sem ekki þarf að auglýsa í sam-
bandi við laugarnar því allir
menn vita um hann nú og nota
sér laugarnar skynsamlega. Það
er gigt og taugagigt. Hitt vita
sárafáir, að ég læknaðist af ó-
læknandi sjúkdómi, chorea,
þar e'ð þessi sjúkdómur er svo
sjáldgæfur hér á landi, að senni
lega er ekkert tilfelli hér á
landi síðan faðir minn dió. En
ég læknaðist af fleiru. Ég lækn-
aðist af hæðslu (fobiu) við það
að koma ekki verkum mínum
af. Og hvað margir fslendingar
eru ekki hræddir við eitthvað?
í gamla daga var myrkhræðsl-
an verst. En varla verður nú
mikið úr henni í ljósadýrðinni
í Reykjavúk. Þó hafa Reykvík-
ingar margt að óttast og það
með rökum, t.d. a'ð fara yfir
götu í bílaumferðinni. En til er
margur rakalaus ótti, til dæmis
að geta ekki verið einn í húsi
eða herbergi eða. haldið að ver-
ið sé að loka mann inni. Þess-
um mönnum gæti varla versn-
að við að fara í laugar og væri
reynandi að reyna þær um
■hálfs árs tíma.
Ég veit um menn, sem hafa
læknað sig af brjósklausum
hrygg með því að fara í laugar.
Er nú bezt að koma að gle'ði-
boðskap borgarstjóra. Hann
segir að við megum hafa gömlu
laugarnar, ef hann fær nóg
vatn í hinar monumentölu nýju
laugar sínar. En nú taka þær
ekki alla Reykvíkinga, ef lækn-
um skyldi nokkurn tíma detta
í hug að senda menn í laug-
arnar 1 stað þess að segja mönn
um að vera heima og liggja úr
sér kvefið. Við þessu er ekkert
annað ráð en að stækka gömlu
laugarnar smám saman og yrði
þá að byrja á því að moka skít-
inn undan gömlu laugunum.
Mér hefur skilizt að sænskt tré-
plast væri bæði hentugt og ó-
dýrt efni, til a'ð byggja gömlu
og nýju laugarnar úr, en á
því hefur borgarverkfræðingur
betra vit. En þó vil ég biðja
hann að hlífa okkur við efni,
er stingi í stúf við gömlu laug-
arnar. Og vonandi fáum við að
‘hafa, okkar samastað þar.
Það var Jón Pálsson sund-
kennari, sem sagði mér frá
lækningamætti laugavatnsins,
en Þorkell gamli Þorkelsson
fann fyrstur manna út um
radium í laugarvatninu og slý-
inu. Þýzkir vísindamenn stað-
festu þetta og amerískir vís-
indamenn á stríðsárunum. Hin-
ar miklu laugar verða borgar-
stjóranum sjálfum til maklegr-
ar virðingar. Hinar kveflausu
kynslóðir Reykvíkinga munu
blessa hann fyrir þær gömlu
og nýju. í gamla daga fóru
krakkar í feluleik í slýinu. Von
andi fá þeir að gera það í þeim
gömlú oig nýju.
Stefán Einarsson'*.
Af gefnu tilefni
Guðrún Jacobsen skrifar:
„Stundum þegar ég hlusta
á þáttinn Um daginn og veg-
inn, er ég í vafa um hvort flytj-
andi þáttarins geri sér grein
fyrir því viö hvern eða hverja
hann er að tala.
Það vill nú svo vel til að
þjóðfélagið samanstendur ekki
af eintómum andlausum og ó-
lesnum ösnum. I landinu er
líka talsverður slatti af mann-
eskjum, sem lifa ekki aðeins
fyrir munn og maga heldur gefa
sér tíma til þrátt fyrir eril dags
ins að lesa blöðin og fylgjast
að öðru leyti með því sem er
að ske í mannlífinu.
Vissulega er allt í la-gi þótt
flytjandi þáttarins rabbi um
veðráttuna og hefji jafnvel mál
sitt á þennari hátt:
Nú haustar að. ...
Þá er vetur konungur geng-
inn í garð. . . .
Lóan er komin,-
Drepi síðan á að síldin sé
komin eða hún sé ekki komin
og handritin séu á lei'ðinni
heim.
Þá eru semsagt asnarnir bún-
ir að fá sitt. En hvað fáum við
hin?
Hreint ekkert!
Og nú. vil ég spyrja eins og
pólitíkusárnir í Velvakanda
Morgun'blaðsins:
Hvar er hlutleysi Ríkisút-
varpsins?
Hvergi bryddir á hugleið-
ingu sem nær út fyrir hina
vanabundnu hringrás — frum-
saminni hugsun eða nýjum
orðasamböndum — ég minnist
nú ekki á heimatilbúna orðs-
kviði.
Oft endar svo velvekjandi
þáttarins mál sitt með þessari
gamalkunnu málsetningu Slysa
varnarfélagsins:
Tökum höndum saman til að
forðast bifreiðaslysin.
Það er einmitt þessi aðvörun
sem er tilefni þessa greinar-
korns.
Og nú vil ég segja við alla
fórstjórana sem alltaf eru að
tala um Daginn og veginn.
Viljið þi'ð nú ekki sjálfir ríða
á vaðið til að forðast bílslysin?
En ég er aldeilis hreint orðin
gáttuð á að horfa uppá alla
þessa forstjóraglás hér í Vestur
bænum — Austuribœingar geta
svarað fyrir sig sjálfir — aka í
þessum plássfreku véltækjum
sínum hvern blíðviðrisdaginn
eftir annan mánuð eftir tmánuð,
ár eftir ár þá fimm mínútna
stúnd sem það tekur fyrír þá
að rölta til fyrirtækja sinna
hérna í Miðbænum,
Burtséð frá því hve göngu-
túrar nokkrum sinnum á dag
háfa heillavænleg áhrif á vaxt-
arlag of feitra manna og væru-
kæra heila, myndum við vesal-
ingarnir, sem alltaf óttumst að
vera keyi’ð í ; klessu, loksins
þora að hætta okkur yfir Hring
brautina.
G. Jaoobsen“.
^ Hitaveitan
„Neyðarástand ríkir I
hitaveitumálunum. Ekki dropi
af vatni eftir kl. 12, í sem sagt
frostlausu veðri. Þetta er mál
málanna fyrir íbúa gamla bæj-
arins. Þetta er á ákaflega stóru
sv-æði. Hvað er hægt að gera
til úrbóta?
Kjartan Ólafsson,
Baldursgötu 22".
Stuttir og síðir
sðmkvæmiskjólar
Fyrir 1 .desember. — Ný sending:
Jólaföt á drengina
4 — 10 ára
Rauðir jakkar, dökkar buxur.
Bláir jakkar, gráar buxur.
Glæsilegur jólabúningur.
*
Verzltm O.L.
Traðarkotssundi 3.
(Á móti Þjóðleikhúsinu).
Domus Medica
Egilsgötu 3.
Nýkomnir í mjög fallegum gerðum
franskir barnakuldaskór í nr. 22—39.
Varizt umferðarþrengslin í Miðborginni.
ATH.: Alltaf næg bílastæði.
Ballettskór
og
búningar
Amerískir, enskir, danskir.
SOKKABUXUR, bleikar.
NET- SOKKABUXUR, svartar.
U E R Z t U N I N
BRÆ'ÐRABORGARSTIG 22