Morgunblaðið - 24.11.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 24.11.1966, Síða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Fimíntudagur 24. nóv. 1966 Málaferli um norrænu goðin Eftir Roland Huntford (Observer) GREIN sú, sem hér fer á eftir er rituð í Kaupmanna- höfn og má glöggt sjá það að höfundur hefur fengið ein- kennilegar upplýsingar um sumt það, er hann ritar um. Höfundurinn er brezkur, Roland Huntford, og hefur ritað greinina á vegum brezka blaðsins Observer, sem viður- kennt er og virt víða um heim. Þótt sumt í greininni sé byggt á misskilningi og van- þekkingu og andinn í henni innblásinn af mönnum eins og Poul Möller og Brodum-Nielsen, þykir Morgunblaðinu rétt að koma henni á framfæri við íslenzka lesendur, sem áhuga hafa á. Kaupmannahöfn 15. nóvember. Víkingamir, sem liöfðu yndi af málaþrasi, hefðu kunnað að meta máiaferlin ssm stofnað hefur verið tii vegna sagnanna þeirra. Langdregin réttarhöld standa nú. í yfir í Kaupmanna- höfn til að skera úr um hvort handritin að sögunum eigi að senda aftur til íslands, eða hvort þau skuli vera áfram í dönsku höfuðborginni, þar sem þau hafa verið geymd undan- farnar tvær og hálfa öld. Þetta er gömul saga um þjóð- erniskennd, vísindamennsku og eignarrétt. Islendingasögurn ar eru sameiginlegur arfur Norðurlandanna, og í rauninni einnig engil-saxnesku þjóð- anna. Þær eru frásagnir af hetjum og guðum forn-nor- rænna manna, og það var á vissan hátt algjör tilviljun að íslendingar urðu til þess að skrá þær heimildir, sem geymd ust í gömlum frásögnum. Sögurnar, eins og við þekkj um þær, voru skráðar á þrett- ándu og fjórtándu öld. Á þeim árum var ísland fyrst sjálf- stætt ríki, og seinna hluti af miðaldaheimsveldinu norska, sem náði einnig yfir Grænland Orkneyjar, stóran hluta Sví- þjóðar, og, að því er sumir segja, strendur Labradors og Nýfundnalands, sem þá voru þekktar undir nafninu „Vín- land“. Eftir því sem tímar liðu jókst afturförin á íslandi. Dan- mörk eignaðist landið, og þegar kom fram á átjándu öld ríkti þar ömulegt ástand fátæktar og örbrigðar. Hinir fáu sauðfjár- bændur og fiskimenn, sem voru afkomendur víkinganna, hugsuðu um það eitt að fleyta fram lífinu. Sögurnar voru allt að því gleymdar. Það þurfti danskan ríkis- starfsmann, Árna Magnússon, til að finna þær á ný. Hann fann handritin á víð og dreif og í vanhirðu. Á árunum 1702 til 1712 ferðaðist hann um ís- land til að safna þeim saman. Þau lágu mygluð og rottuétin i frumstæðum rjáfrum. Þau notuð til allra hugsanlegra heimilisþarfa. Þau skýldu sveitafólkinu og voru notuð til að vatnsþétta fjósin. Árni Magnússon fann meir að segja skinnhandrit, sem höfðu óbætan legt sögulegt gildi, en höfðu verið notuð í frumstæða glugga. Honum tókst að safna merkustu sögunum — þótt ef til vill hafi það ekki verið meirihluti þeirra handrita sem fáanleg voru — og hélt með þau aftur til Kaupmannahafnar. Þar varð hann prófessor við háskólann, og eyddi æfidögum sínum við að lagfæra þennan fund sinn og skýra það, sem í handritun um stóð. Það er algjörlega Árna Magn ússyni að þakka að margar merkustu sögurnar hafa bjarg azt frá glötun. Og samt hafa margar glatazt fyrir fullt og allt vegna hirðuleysis. Fullvíst má telja að meðal þeirra hafi verið nánari frásagnir frá Vín- lands-nýlendunni í Ameríku, sem ekkert er eftir af sögum nm nema smá glefsur í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga- sögu. Með erfðaskrá sinni setti Árni Magnússon á fót stofnun, sem skyldi eiga handritin og veita vísindamönnum aðgang að þeim. Bar stofnunin nafn Árna Magnússonar. Hún var í sambandi við Kaupmannahafn arháskóla, og varð heimsfræg miðstöð norrænna miðaldarann sókna. Meðan á þessu stóð barst hin rómantíska þjóðernisstefna nítjándu aldarinnar til fslands, og þar tóku að heyrast kröfur um sjálfstæði. Það fékkst 1943, og árið 1947 fóru fslendingar fram á að þeim yrði skilað handritunum. Sögurnar voru orðnar íslend- ingum tákn þjóðernis og sjálf- stæðis. Ef til vill hefðu þeir verið jafn gagnteknir af skinn- handritum í Kaupmannahöfn . Árni Magnússon ef þeir hefðu átt sína eigin minnisvarða úr steini. En á hrjóstugri eyju þeirra var lítið um byggingarlist. Engar högg myndir voru þar. Fá hús á íslandi eru eldri en 100 ára. Söguhandritin voru tengiliður þeirra við íortíðina. fslendingar reyndu aldrei að halda fram lagalegum rétti sín um til handritanna; þeir fóru fram á að þeim yrði skilað á tilfinningagrundvelli. Og danska ríkisstjórnin, sem hafði stjórnmálahagsmimi af að blíðka þessa fyrri nýlendu sína ákvað að skila skinnhandrit- unurn til Reykjavíkur. Og þá hóist baráttan. Margir áhrifamenn í Dan- mörku voru andvígir því að ríkisstjórn þeirra skuli hafa á- kveðið að ráðstafa einkaeign án þess að ráðgast um það við eigendurna. Og vísindamenn voru ekki sáttir við að láta flytja handritin yfir hafið til fjarlægrar eyju eftir að þau höfðu verið svo aðgengileg í Kaupmannnhöfn. Norðmenn, sem átt hafa marga af þekkt- ustu sérfræðingum í forn-nor- rænum bókmenntum, gengu jafnvel svo langt að bera fram hálf-opinber motmæli við Dani og fara þess á leit að þeir héldu handritunum. En danska stjórnin sem nú er skipuð jafnaðarmönnum) hélt fast við fyrri ákvörðun sína og fékk lagaheimild fyrir afhendingunni samþykkta árið 1961. Stjórnarandstaðan mót- mælti þessu og hélt því fram að um eignarnám væri að ræða Vitnaði hún í grein í stjórnar- skránni, sem heimilar minni- hluta að fresta afgreiðslu slíkra mála til næsta þings. Eftir þingkosningarnar 1964 var frumvarp ríkisstjórnarinn- ar lagt fyrir á ný og sam- þykkt; Árna Magnússonarstofn unin fór þá þegar fram á að dómstólarmr lýstu afhending- una brot á stjórnarskránni. Byggðist krafa þeirra á því sjónarmiði að ríkið væri að afhenda eign, sem það átti ekki, og hefði því, áður en íslending- um væri afhent handritin, átt að taka þau eignarnámi. Yfirréttur Kaupmannahafn- ar úrskurðaði ríkisstjórnina x fullum rétti, en þeim úrskurði var áfrýjað og bíður nú dóms. Jafnvel þótt stofnunin tapi á nýjan leik, er hugsanlegt að handritin verði áfram í Kaup- mannahöfn, því bráðlega fara fram þingkosningar, óg ef eins og virðist koma til greina, að kemur til stjórnarskipta, mætti vísa málinu frá. Stofnunin og stuðningsmenn hennar (sem eru margir) segjast fyrst og fremst hafa í huga hagsmuni eignaréttarins, sem málið byggist á. Nokkuð er óljóst hver á handritin, vegna ýmissa konunglegra úr- skurða tveggja síðustu alda, en í heild virðast handritin frekar vera eign stofnunarinnar en ríkisins. Á íslandi er þetta orðið til- finningamál. Þeir eru jafnvel til, sem halda því fram að ís- lenzkir stjórnmálamenn hafi notað söguhandritin til að leiða hugina frá erfiðleikunum heima fyrir. Og Danir benda á að Islendingar eigi miklu fleiri handrit en þau, sem eru í Danmörku. En það vil svo til að í Kaupmannahafnarsafninu er kjarninn af forn-norrænum bók menntum. Þar er svonefnd Flateyjarbók, sem geymir frá- sagnir af landkönnunum, þeirra á meðal um ferðir víkinganna til Norður Ameríku. Þar er Heimskringla Snorra Sturluson ar, með æfisögum Noregskon- unga, sem með réttu má segja að sé á hagsmunasviði Norð- manna. Þar eru Eddukvæðin, eða frásagnir af norrænu guð- unum. f rauninni má segja að þau séu dýrgripurinn í þess- um fjársjóði miðaldabókmennt- anna, sem hefur að geyma allt frá frábærum smásögum, eins og söguna umÁuðun og björn- inn, til lengri skáldsagna með djúpum sálrænum skilningi, eins og Njáls sögu. Danir, Norðmenn og Svíar segja að allt þetta sé þeirra arfur, ekki síður en fslend- inga, og þeir harma það meira en lítið að þjóðardramb og tilfinningasemi hafi komizt inn í málið, sem grundvallast á vísindahagsmunum. En, ein- hvernveginn fellur þetta allt inn í gamla erfðavenju; nor- rænu sögurnar eru byggðar á þessháttar deilum. (Öll réttindi áskilin — Observer). Bifreiðor velta á EvolQorðor- siriiid SÍÐASTLIÐINN Iaugardag ultu tvær bifreiðar á Hvalfjarö- arströnd og skemmdust báðar mikið. Slys urðu ekki á mönn- um, en hálka var mikil á veg- inum og skyggni slæmt. Fréttaritaii Mbl. í Borgarnesi, Hörður Jóhannessson, tjáði blað inu, að báðar bifreiðarnar hefðu verið úr Borgarnesi. Hefðu þær ekið hægt, enda skyggni slæmt, blindhríð og hálka. Lentu bif- reiðarnar fyrir utan veginn, hvolfdu og stöðvuðust báðar á þakinu. Gerðist þetta skammt fyrir austan Eystra-Miðfell. Slys urðu ekki á mönnum eins og að framan greinir. Erlingur Gíslason og Anna Guð mundsdóttir í hlutverkum sínum. UPPSTIGNIN ÞAÐ er- nú að hætta sér út á hál- ar brautir að skrifa um leikhús- mál, sérstaklega þegar þekking- in og reynslan í þeim málum er af mjög skornum skammti hjá undirritaðri. Samt er það nú svo að ein bezta skemmtun, sem ég þekki, er að fara í leikhús og sjá og heyra það sem þar fer fram. Tilefni þess að ég skrifa þessar línur er það, að ég komst að því af tilviljun að leikritið Uppstigning eftir Sigurð Nordal prófessor sé ekki vel sótt af Reykjavíkurbúum, og eftir því að dæma væri hugsanlegt að fá- ar sýningar væru eftir. Um listrænt gildi verksins ætla ég ekki að fjölyrða, það 'hafa aðrir mér færari gert, og við skulum vona að það hafi verið af viti og þekkingu, aftur á móti lang- ar mig til að segja frá því 'hversu mikla ánægju ég hafði af því að sjá þetta leikrit, sem fyrst er sýnt í Reykjavík 1945, og vakti þá verðskuldaða athygli bæjarbúa. Af einhverjum ástæð- um sáum við hjónin ekki þá sýn- ingu, og var ég hreinlega búin að gleyma öllu sem skrifað var og talað um leikritið þá, svo nú kom þetta, sem fram fór á sen- unni, mér allt svo skemmtilega á óvart, því það er ákaflega ánægjulegt að sjá íslenzkt leik- rit, leikið af íslenzkum leikur- um svo vel og skemmtilega. Vil ég hér með benda öllum, sem geta, að fara og sjá Uppstign- inguna. Það er til dæmis svo margt vel gert þarna á leik- sviðinu, að ég sárvorkenni fólki að missa af því. Fyrst til að nefna meðferð leikaranna á sín- um hlutverkum, þá hefur þann- ig til tekizt að mínu viti er varia hægt að fara betur með sitt hlutverk en frú Anna Guð- mundsdóttir gerir, sem frú Skagalín. Sömuleiðis frú Helga Valtýsdóttir, sem leikur frk. Johnson, er alveg stórkostleg í sínu 'hlutverki, og Bríet Héðins- dóttir tekst einnig mjög vel. Það sem hefur háð henni sem ágætri leikkonu er röddin, en í þessu hlutverki fellur röddin vel að. Aðrir leikaranna fara yfirleitt vel með hlutverk sín, en þessir, sem ég nefni sérstak- lega gera hlutverkum sín-um svo góð skil, að þó ekki væri annað en að sjá það og heyra, er því kvöldinu ekki illa varið, sem eytt er í það. Það hefur nú verið talað um það oftar en einu sinni, að Þjóðleikhúsið okkar sýndi ekki nógu oft ís- lenzk leikrit, þó er á hverju leikári tekið til meðferðar eitt eða fleiri íslenzk verk. Aftur á móti, er oft mjög takmarkaður áhugi í „Stór-Reykjavík“ á því, sem er að gerast í þessum mál- um. Fyrst ég fór nú að taka mér penna í hönd langar mig til að minnast á, að fyrir nokkrum ár- um var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Táningaást, sem var að mínu viti skemmtilegt ádeilu- verk á þetta nútíma fyrirbrigði, sem ég vil leyfa mér að nefna dýrkun á dellunni. Þetta var dönsk framleiðsla, þó ekki neitt danskt fyrirbrigði, því þessi dýrkun á dellunni hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim undanfarið. En ástæðan fyrir því að ég geri þetta að um- talsefni er sú, að ég sá Táninga- ást fyrst hér í Þjóðleikhúsinu, þar sem það var sýnt við litla aðsókn, svo sá ég það aftur í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Þá var búið að sýna það þar í ein þrjú ár, að ég held, alltaf fyrir fullu húsi, en það sem vakti athygli mína og undr- un var það, að hér var það í Þjóðleikhúsinu svo mörgum sinnum betur uppfært, bæði hvað senurnar voru glæsilegri, Ijós og allur ytri búningur, og svo það að frú Herdís Þorvalds- dóttur, sem lék aðal kvenhlut- verkið, fórst það svo vel, að það var 'hreint undravert. Það var ein af fremstu leikkonum Dana, sem lék aðal kvenhlutverkið i Kaupmannahöfn, og mátti frú Herdís vel við una þann saman- burð. Þá vildi ég nefna það, sem alkunna er, að það fer oft ekki ekki eftir gildi eða ágæti verk- anna, sem tekin eru til meðferð ar, hvort þau fái góða aðsókn eða ekki eins og margoft hefur sýnt sig, og má til dæmis taka kvikmyndahúsin, þar sem rusl- kvikmyndir eru sýndar jafnvel mánuð eftir mánuð. Aftur á móti, kvikmyndir ágæta lista- verk, hafa verið sýndar örfá skipti fyrir hálfu húsi og varla það. Vil ég nú að endingu víkja að því, sem upphaflega var mein- ingin með þessum línum, að fólk fari og sjái Uppstigningu eftir prófessor Sigurð Nordal. Það getur orðið langt þangað til það tækifæri gefst aftur. Guðrún Kaldal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.