Morgunblaðið - 24.11.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.11.1966, Qupperneq 15
Fimmtuclagttr ?4. n8v. W6ð MORGUNBLAÐIÐ 15 Kungálv, nóv. I. KUNGÁLV ER vinaleg borg með rösklega 10 þúsund íbúa. Hún stendur við Nordre álv, sem er vatnsmikil — meira að segja skipgeng — þverá úr Göta alv, um 20. km. fyrir norðan Gautaborg. Elzti hluti borgar- innar er byggður á dálitlu und- irlendi milli fljótsins og fjalls- ins Fontin, reyndar að nokkru uppi á fjallshliðinni, andspæn- is hinu volduga virki, Bohus fásting, sem reist var fyrst 1308 og að nýju um 1600 á hólma fljótsins. En virkið, sem danskur konungur lét reisa á norskri grund, gnæfir nú yfir sænka byggð, vatnaleiðir og hraðbrautir setja svip á um- hverfið víða vegu. í fornum sögum er borgin fræg, sem Konungahella, er lengi var einhver þróttmesta borg Noregs, en Bohuslán var eins og kunnugt er norskur landshluti til ársins 1658. Nú er borgin m.a. þekkt fyrir iðn- að, aðallega kexframleiðslu og margskonar sportvörur. Hér eru verksmiðjur Götaborgskex (reistar hér 1888) og A.-B.-C. sportvöruverksmiðjurnóir (frá 1909), sem á tímabili voru stærstu verksmiðjur sinnar teg- undar í Evrópu. — En borgin er þó sennilega 1 vitund flestra fyrst og fremst borg mikillar sögu, sem gömul landamæra- borg, þar sem hinn aldni Bo- hus-kastali enn í dag stendur á verði, annars vegar við lygn- an straum fljótsins og hins veg- ar við þunga straumiðu um- ferðarinnar um E-6 (Evrópu- veg nr. 6), en þjóðbrautin að sunnan gegnum Gautaborg til Oslo lig'gur svo að segja við vesturvegg virkisins. — Aðal- turn Bohus-kastalans heitir Fars hatt. En það er nú einnig heiti á elzta hóteli borgarinn- ar. Það er vinsælt hótel ekki sízt fyrir þing og ráðstefnur ýmiskonar. Hótelið er staðsett í kyrrlátu umhverfi í hæfilegri fjarlægð frá stórborginni Gauta borg. I Elzti borgarhlutinn í Kung- Slv hefur mikið menningasögu- legt gildi og er hann nú að mestu friðlýst svæði, þannig að reynt er að varðveita hverfið óbreytt. En borgin vex mjög ört. Nú er_t.d. unnið að því að skipuleggja nýtt borgarhverfi meðfram fljótinu þar sem í framtíðinni er fyrirhugað að byggðar verði íbúðir fyrir um 80 þúsund manns. ) n. Kungálv er mikil skólaborg, sem nú hefur komið á öllum helztu þáttum framhaldsnáms, sem hin nýja sænska skólaskip an gerir ráð fyrir. Fátt hefur því meira verið / rætt undanfarið ár hér um slóð ir — eins og annars staðar í Svíþjóð, — en vinnustöðvanir og kjaradeilur framhaldsskóla- kennara og annarra háskóla- menntaðra manna. Samnings- viðræður stóðu mánuðum sam an en mikið bar á milli. I sept- emberlok fór öll samningavið- leitni í hnút, sem virtist harðna með degi hverjum, þangað til nú fyrir fáum dögum að við- ræður hófust að nýju og deilan leystist með verulegum eftir- gjöfum beggja aðila. Verkfallið hefur valdið marg víslegum vanda. Fyrst og fremst fyrir nemendurnar og aðstandendur þeirra. Nýlega fóru um 650 menntaskólanem- endur frá Gautaborg með járn- brautalest til Stokkhólms til for sætisráðherra með sérstaka sendinefnd í broddi fylkingar og kröfðust þess að hraðað yrði eftir föngum lausn deilunnar, þar sem þeir gætu ekki lengur án kennaranna verið. Yfirleitt mættu nemendur framhalds- ir nemendurna, einkum þá nem endur sem eru að ljúka mikil- vægum áfanga í námi. Eitt er víst, að verkfallið var ekki vinsælt. Víða andaði köldu í garð þeirra, sem áttu aðild að verkfallinu, en vissulega kom glögglega í ljós að án kenn ara er ekki kleift að starfrækja skóla. Skemmtilegt var að sjá og heyra bæði í blöðum og sjón varpi hvernig nemendur buðu kennarana og skólastjóra vel- komna til starfa að nýju, oft við hátíðlega athöfn að morgni fyrsta kennsludags eftir verk- fallið. Víða — eins og til dæmis í menntaskólum hér í Kungálv —• var kennurum og rektor boðið til kaffidrykkju í skólanum. Þann hálfa mánuð, sem kennsla framhaldsskólanna stöðvaðist, voru gerðar ýmsar vísindalegar athuganir af fé- lagsfræðideild háskólans í Upp sölum á því hvernig nemenda- Kirkjan í Kungálv byggð um 1680. Fontin-fjallið í baksýn. unnar á Norðurlöndum, (Nord- ens folkliga akademie). Byggð verða ný húsakynni, sem ætl- unin er að rúmi þessar tvær stofnanir. Borgarstjórinn í Kungálv gaf fyrirheit um lóð undir Norræna menningarstofnun þegar árið 1943, hátt uppi í skógivaxinni suðvesturhlíð Fontinfjallsins með útsýn til Gautaborgar og yfir umferðina á Götaálv og Bohus virkið. Einmitt þarna var álitið vel til fallið að reisa nýtt virki til eflingar Norrænu menningarsamstarfi. Framkvæmdir við hina nýju skólabyggingar eru nú í fullum gangi (sjá meðf. mynd af lík- ani). Þær hófust í júlí 1966 og ganga samkvæmt áætlun. Útlit i Mynd af líkani af hinu nýja sskólahverfi Norræna lýðháskólans og miðstöðvar alþýðufræðsl- unnar á Norðurlöndum á Fontin-fjallinu í Kungálv. Útsýn yfir Göta álv, Nordie álv og Boh us-kastalann. Við hliðnia meðfram fljótinu milli kastalans og skólans er elzti hluti Kungálv- borgar- skólanna í skóla, voru sam- kvæmt boði snæsku fræðslu- málastjórnarinnar skyldugir til þess. Oft var sá háttur hafður á að duglegustu nemendur hvers bekkjar reyndu að þoka náminu áfram, Það tókst bæri- lega í nokkra daga en varla meira, en nær undantekningar- laust var reglan í skólunum til fyrirmyndar. — Sem dæmi um hörku deilunnar, má nefna það, að kennarasamtökin (SACO), leyfðu ekki að nemendum eldri deilda í skóla kenndu eða að- stoðuðu nemendur yngri deilda í námsstarfinu í skólanum. Sænsku blöðin hafa skrifað langt mál um þessa kjaradeilu og margir létu þykkjuþunga vanþóknun í ljós. Þeir álitu að verkfallið bitnaði mest og óréttlátlegast á hinum saklausa þriðja aðila: nemendanum. — Töf eða skakkaföll í námi gætu haft örlagaríkar afleiðingar fyr Bohusvirkið, í Kungálv, upprunalega byggt um 1308, endur- ' byggt um 1600, lagt niður um 1800. Féll aldrei í hendur óvina þótt oft væri um það barizt. hópum vegnar í skóla þar sem stjórn og starf er í höndum nemendaráðs og nemendanna sjálfra, án íhlutunar og aðstoð- ar skólastjóra og kennara. At- hyglisvert verður að kynnast niðurstöðum þeirra rannsókna. I Svíþjóð er um þrjú sam- tök að ræða, er starfsmenn rík- is og bæja eiga aðild að. Stærst þeirra er TCO (Tjánstemánn- centralorganisation). Innan TCO eru flestir starfsmenn rík is og bæja. Þar eru barnakenn arar og einnig kennarar við framhaldsskóla svo sem kennar ar við iðnskóla, lýðháskóla og menntaskóla og ýmsir aðrir starfshópar, sem sé einnig há- skólamenntaðir menn. — Næst stærst er SACO (Sveriges afea- demikers centralorganisation). í þeim samtökum eru flestir háskólamenntaðir menn. —. Loks er svo sérstakt samband ríkisstarfsmanna SR (Statstján- stemánnens riksförbund). í því eru m.a. flestir herforingjar Svíþjóðar, en einnig aðrir starfsmannah.par. TCO-aðilar fengu nýlega verulegar kjarabætur eftir um fangsmiklar samningsviðræður við fulltrúa ríkisins, að vissu leyti greiddu þeir samningar fyrir lausn SACO-deilunnar. III. Norrænn lýðháskóli hefur verið starfandi í Kungálv síðan 1947. Nú er ákveðið, að þar rísi einnig miðstöð Alþýðufræðsl- er fyrir að nemendaíbúðirnar verði tilbúnar í ágúst 1967 og verði því teknar í notkun næsta haust, en ráðgert er að húsa- kynni í heild verði tilbúin til notkunnar í ársbyrjun 1968. Það eru tveir þekktir sænsk- ir arkitektar búsettir í Kung- álv, sem hafa teiknað skólann: Bo Boustedt og Hans Erland Heineman, og byggingarfyrir- tæki í Kungálv gerði lægsta til- boð í byggingarframkvæmdirn ar. Byggingarefnir er aðallega ljósleit kalkrík sandsteinsteg- und. Flest húsin verða ein hæð og munu falla vel inn í lands- lagið, en þarna eru ásar og hæðir milli granítklettabelta með skógivöxnum reinum. — Trjágróðurinn er fjölbreyttur, þarna er m.a. greni og fura, birki og hlynur, eik og beyki og fjöldinn allur annar af trjá- eða runnategundum. Áætlað er að heildarkostnað urinn við byggingarnar verði 5,5 milljónir sænskra króna. Tveir þriðju af þeirri fjárhæð er ríkisframlag frá Norðurlönd um sameiginlega. Það sem á vantar er tekið að láni. Aðalbyggingin er ferhyrning ur að lögun með opnu svæði í miðju. í kring um þennan mið garð eru staðsettar kennslu- stofur af ýmsum stærðum, bóka safn, fyrirlestrasalur, kennara stofa og afgreiðsla skólans. í tengslum við aðalbygginguna er borðsalur og eldhús og allt sem því tilheyrir. Miðsvæðis í aðalbyggingunni verður dálítil kapella, sem gef ur möguleika til andlegrar í- hugunar hliðstætt og Helgidóm ur þagnarinnar, — herbergið, sem Dag Hammarskjöld lét inn rétta í húsi Sameinuðu þjóð- anna í New York. í kapellunni verður mosaik glergluggi skreyttur af sænska listamann- inum Mo Beskow. Hann hefur skreytt dómkirkjuna í Skara og einnig Helgidóm þagnarinn ar í miðstöð Sameinuðu þjóð- anna. Bókasafnið verður staðsett í norðurálmu aðalbyggingarinn- ar. Lestrarsalurinn verður bjartur og rúmgóður með stór um þakglugga. í tengslum við bókasafnið verða fundarher- bergi og fleiri lítil herbergi, sem skapa bæði einstaklingum og námsflokkum aðstöðu til lestrar og náms. Nemendafjöldi þessara tveggja stofnana verður 110—■ 120 nemendur, 60—70 á Nord- iska Folkhögskolan og 40—50 á Nordens folkliga akademie. Nemendabústaðirnir verða sjálf stæð smáhús, sem standa dreifð við skógarjaðarinn — ætluð 8 nemendum hvert um sig með 6 eins manns herbergjum og eitt tveggja manna herbergi ásamt setustofu og litlu eldhúsi í hverju húsi. Andspænis þeim við hinn jaðar lóðarinnar rísa svo kennarabústaðirnir, sem einnig verða einnar hæðar ein- býlishús. Við fimleikasalinn verður stórt leiksvið, sem uppfyllir kröfur ríkisleikhúsanna hvað stærð og aðstöðu áhrærir. Það opnar m.a. gestaleik og skapar skilyrði til fjölbreyttrar leik- starfsemi. Eldri hús, sem norræni lýð- háskólinn á neðar í fjallshlíð- inni verða notuð áfram í þágu skólans. En ef nauðsynlegt verð ur tahð að auka húsakost þess ara tveggja áður nefndu stofn- ana er þess kostur í framhaldi af þeim húsaröðum, sem nú eru í byggingu. — Aðrar byggingar eru ekki leyfðar á Fontinfjall- inu, það er nú friðlýst svæði og hinn ákjósanlegasti vett- vangur til gönguferða allan ársins hring. Þar eru einnig tjarnir, sem oft eru ísilagðar að vetrarlagi og þá ágætt skauta svell. Ákveðið er, að Norræni lýð háskólinn haldi áfram starf- semi sinni í svipuðu formi og verið hefur eftir að miðstöð al- þýðufræðslunnar á Norðurlönd um hefur starfsemi sína. Margir þeirra nemenda, sem sækja Norræna lýðháskóla í vet ur, hafa verið nemendur í lýð háskóla áður og er því hér að verulegu leyti um framhalds- nám að ræða. Um helmingur nemendanna eru Svíar. En hér eru 6 Danir, 9 Finnar, 3 Fær- eyingar, 7 íslendingar, 7 Norð- menn og 1 Jórdaníubúi. Sjötti hluti nemendanna eru stúdent- ar. Ein af deildum skólans er forskóli fyrir blaðamenn að nokkru leyti tengd íræðslú- stofnun í blaðamennsku, sem starfrækt er við háskólann í Gautaborg. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.