Morgunblaðið - 24.11.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.11.1966, Qupperneq 17
Fimm'tuctagnr 24. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Sigurður E. Jónsson verkstjóri - Minning hverfi fyrir sig og sína, svo að þau gætu notið árangurs erfiðis hans um langa framtíð. Huggun hinna nánustu er þó, að eftir lifir minningin um ást- vininn ósérhlífna og afkasta- mikla, sem einnig var félags- hyggju- og hugsjónamaður. Minning slíkra manna er umvaf- in birtu. Har. Steinþ. t v Fæddur 24. september 1921 Dáinn 17. nóvember 1966 FRAMARA, og aðra vini setti hljóða, er þeir spurðu skyndi- legt fráfall Sigurður í blóma lífsins. Ungur að aldri tók hann ást- fóstri við knattspyrnuna og fceppnisferil sinn hóf hann í hópi þeirra ungu manna, sem undir forustu Ólafs heitins borvarðar- sonar og fleiri áhugamanna skópu nýtt framfaratímabil í sögu Knattspyrnufélagsins Fram. Það höfðu verið háð knatt- spyrnumót í 2. aldursflokki í 17 ár, án þess Fram bæri sigur úr býtum, þegar hinum ungu áhuga sömu drengjum tókst loks að vinna mót nokkrum. sinnum í röð. Varð Sigurður þrisvar í hópi sigurvegaranna í þessum aldursflokki og síðar meðal þeirra Framara, sem endurr heimtu íslandsmeistaratitilinn 1939 eftir 14 ára áföll í meist- araflokki. Sama ár kepptu þeir svo í fyrsta skipti á erlendum vettvangi í nafni félagsins. , Ég kynntist Sigga á þessum arum. er hann var ein traustasta stoðin í vörn liðsins. Hann var kappsamur og ákveðinn leikmað- ur en þó jafnan drengilegur í baráttunni. Keppni faætti faann alltof snemma, eins og títt er um knattspyrnumenn hér. á landi. En þar með hafði hann ekki sagt skilið við félagið okkar. Sigurður sýndi það, að hann gerði sér glögga grein fyrir því, að tilgangur íþróttahreyfingar- innar er ekki eingöngu leik- þjálfun og afrekageta, heldur eri^ það félagslegt samstarf og I íþróttauppeldi æskunnar, sem mestu máli skiptir. Hann tók að sér erilsömustu störf félagsins, varð fyrst formaður knatt- spyrnunefndar, og síðar formað- ur Fram í þrjú ár. Minnist ég margra ánægjustunda frá sam- starfinu á þessum tíma. Auk allra starfa sinna í þágu félags- ins út á við, skóp hann með að- stoð konu sinnar Framaraheim- ili, þar sem synirnir urðu allir virkir og áhugasamir um íþrótt- ir. Yngsti meðlimur Framfjöl- skyldunnar er nú fyrsti sonar- sonurinn, sem Skírður var nafni faans við kistuna fyrir nokkrum dögum. Mesta áhugamál Sigurðar síð- ®ri árin var að reyna að stuðla að því, að félagið hans eignaðist nýtt íþróttasvæði, svo að það gæti gegnt skyldum sínum við uppvaxandi kynsióð. Hann sætti sig illa við það, hvað mál þetta dróst sífellt á langinn og áhugi faans á þessu efni var sívakandi. Veit ég, að Sigurði heitnum væri það kærast, að velunnarar Fram minntust hans með því, að leggja einhvern skerf til þessa framtíðarmáls. Hefur stjórn félagsins því gefið út sérstök minningafcort í þessu skyni. Þungbær er sá missir, sem Stella, synirnir þrír, faðirinn og aðrir nánari ástvinir faafa orðið fyrir, er Sigurður er kallaður burt frá þeim svo snögglega. Hann hafði lagt hart að sér að skapa vinalegt og hlýlegt um- ÞEGAR sú harmafregn barst meðal ofckar borgarstarfsmanna að áliðnum degi þann 17. þ.m., að Sigurður E. Jónsson, yfir- verksstjóri í Pípugerð borgar- innar hefði látizt skyndilega þá fyrr um daginn, kom það svo á óvart, að menn gátu vart trúað því, að hann væri horfinn úr okkar hópi. Að vísu vissum við, sem með honum störfuðu að hann hafði ekki gengið heill til skógar hin síðari ár, en bæði var það að hann vildi ekki mik- ið úr sínum veikindum gera og athafna- og starfsvilji hans var svo mikill, að menn vildu ekki trúa því, að um svo alvarlega vanheilsu væri að ræða. Sigurður hafði starfað hjá Reykjavíkurborg um 25 ára skeið. Fyrst starfaði hann sem vélamaður á stórum vinnuvél- um og er mönnum minnisstætt hversu vel hann leysti hin vanda sömustu verkefni af hendi, sem vinnuvélastjórnandi. Sigurður varð síðar flokksstjóri og fórst honum það starf ekki síður úr hendi. Þegar sá háttur var tek- inn upp hjá borginni að bjóða út ýmsar gatna- og holræsafram- kvæmdir var Sigurði falin það ábyrgðarstarf að vera eftirlits- maður á vinnustað með fyrstu stórframkvæmdunum, sem boðn- ar voru út á þessu sviði, sem var faið stóra holræsi í Fossvogsdal. Þegar kom að því að borgin þurfti að byggja nýja pípugerð var Sigurði falin verkstjórn við byggingu hennar og síðustu ár- in starfaði hann þar sem yfir- verkstjóri. Um leið og við þökkum Sig- urði samstarfið viljum við votta konu hans og fjölskyldu, okkar innilegustu samúð. Blessuð veri minning þín. Guðlaugur Stefánsson. Minning Framhald af bls. 19 hjarta. Hún var gædd góðri greind, vinnusemi og lífsþrótti og andans fjöri, svo að þar var hrein unun fyrir okkur skóla- bræður Ólafs læknis, sonar hennar að koma þangað heim, og það gjörðum við oft á okkar björtu og glöðu skólaárum. Ég man eftir Jóhanni Sigmundssyni manni hennar, sem var sjómaður og er löngu dáinn og hinum myndarlegu bræðrum, sem allir fluttu með sér áfram reisn sinna góðu foreldra. Þarna á Njáls- götu 55 var góður jarðvegur og góð ræktun. Frú Þuríður safn- aði heilsujurtum, öðrum til hjálpar og lækningar og blóm- in í gluggum hennar virtust með sérstökum ilmi og lífi, og þann- ig var um hið eins og ósjálfráða sáðstarf hennar í hjörtum sona hennar og obkar vina þeirra, er þangað komum heim. Það er sagt að kostnaðarverð húsanna þarna á Njálsgötunni, er líkjast því nr. 55, hafi á sín- um tíma verið hið sama og nú kostar ein bílskúrshurð — En þau uppeldisáhrif og sú gleði og það andlega líf sem frú Þuríður fyllti með litla húsið sitt, verð- ur aldrei metið til nokkurs verðs. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra skólabræðra Ólafs sonar hennar, er ég segi Guð bleási minningu hennar. Garðar Svavarsson. Notið EdV Fougére hárspíra daglega. Fæst í herrabúðum og rakarastofum. Spsrt og leðurhúfur Huefabriken Agnetevej 4, Kobenliavn S. fyrirliggjandi. Helcp Hfagiiitissora & Co. Sími 17227. Meira í flöskunni • aftur \ glösin KÓNGA-FLASKAN Ný flöskustærð af Coca-Cola er komin á markaSinn fyrir þá sem vilja fá meira í flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð. Bidjlð um stóru kónga-flöskuna. Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress- andi, sem Iéttir skapið og gerirstörfin ánægjulegri \ ____________________ . ..................... ... -V FRAMLEITT A F VERKSMIÐJUNNI VÍFILFELL í UMBOÐI THE COCA-COLA EXPORT C 0 R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.