Morgunblaðið - 24.11.1966, Qupperneq 19
Fimmtudagur 24 n8v. 1966
MORCU N BLAÐIÐ
19
Þurtiir Siiiiiiis-
dóttir Mmmngarorð
Fædd 28. maí 1877
Dáin 16. nóv. 1966
ÞURÉÐUR Sigmundsdóttir, sem
lengst ævinnar bjó á Njálsgötu
55 hér í bæ, lézt að hjúikrunar-
deild Hrafnistu þann 16. þ.m.
fullra 89 ára.
'Hún var fædd 28. maí, 1877
að Nefsholti í Holtum. Foreldrar
ihennar voru þau hjónin Guðríð-
ur Ólafsdóttir frá Árgilsstöðum
í Hvol'hreppi og Sigmundur
Jónsson frá Sigluvík í Landeyj-
um. Var Œmríður elzt þriggja
systkina og er aðeins eitt þeirra
á lífi, Þorbörg Sigmundsdóttir,
sem nú dvelst á Elliheimilinu
Grund.
Þegar Þuríður var 5 ára flutt-
ust foreldrar hennar búferlum
að Hrúðunesi í Leiru og ólst hún
þar upp. Dvaldi hún á heimili
foreldra sinna til 18 ára aldurs,
en þá giftist hún Jóhanni Sig-
mundssyni frá Álftárósi á Mýr-
um. Byrjuðu þau búskap í Leir-
unni og bjuggu í Grænagarði.
Stundaði Jó'hann aðallega sjó-
sókn.
Árið 1907 fluttu þau til Reykja
víkur og ári síðar að Njálsgötu
55, þar sem Þuríður bjó síðan
Ihátt á sjötta áratug, eða þar til
nú fyrir hálfu þriðja ári, að hún
fluttist að Hrafnistu. Þar dvaldi
Ihún síðan til dauðadags, að
mestu í rúminu. Naut hún þar
hinnar beztu aðhlynningar, sem
hugsast getur.
Þau Þuríður og Sigmundur
eignuðust 7 börn, eina dóttur og
6 syni. Tveir drengjanna dóu
ungir. Hinir eru á lífi og eru
þeir: Sigmundur Jóhannsson,
verzlunarmaður, Pétur Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri, Guð-
mundur Jóhannsson fyrrv. skip-
stjóri í Boston, nú í Florida, og
Ólafur Jóhannsson, laeknir, sem
er yngstur þeirra bræðra. Auk
barna sinna ólu þau upp einn
fósturson, sonarson sinn, Einar
Guðmundsson. Dóttir þeirra,
Steinunn Mýrdal, dáin 1943, var
gift Sigurjóni Mýrdal, skipstjóra
á togaranum Ólafi, sem fórst,
með allri á'höfn 1938.
Þuríður missti mann sinn
1926. Lengstum hafði hann
Btundað sjómennsku. Var hann
einn af stofnendum Sjómanna-
félags Reykjavíkur, enda jafnan
mikill áhugamaður um félags-
mál og hugsjónamaður. Var
hann vel gefinn og drengur góð-
ur.
Um það leyti að Ólafur var
í Menntaskólanum voru margir
bekkjabræðra hans tíðir gestir á
Njálsgötunni hjá Þuríði. Þótti
öllum gott þangað að koma og
þar að dvelja. Var Þuríður veit-
ul og hændi alla að sér með
hjartahlýju sinni og glaðlegu
viðmóti. Sumir dvöldu nokkrar
nætur eða tímum saman. Mér
var hún um ára'bil sem bezta
injðir.
Þuríður Sigmundsdóttir var
mikil dugnaðarkona, kappsöm og
fylgin sér, og skapmikil átti
hún til að vera. Notaði hún jafn-
an hæfileka sína í þágu annarra,
enda þótti þeim málum vel borg
jð, er hún tók að sér og nutu
þess margir. Er það með ólíkind
um, hversu miklu hún fékk
áorkað. Verða menn þá að hafa
í huga, að hér var á ferðinni
fátæk kona, sem bjó lengstum
við fremur þröngan kost og í
þröngum húsakynnum. Þó innti
hún af höndum störf, sem ýmsar
opinberar stofnanir sinna nú, en
engir einstaklingar. Heimili
hennar var löngum eins konar
sj úkrahús eða hressingarhæli.
Þangað kom fólk fárveikt og lá
þar lon og don, stundum þangað
til það dó. Það fékk ekki inni
í sjúkrahúsi, því sjúkrahús voru
ekki til, nema gamli Landakots-
spítalinn, sem rúmaði fæsta af
þeim, sem þangað þurftu að kom
ast. Öllu þessu fólki hjúkraði
Þuríður, ékki með hangandi
hendi, heldur af alúð og hjarta-
gæzku og glaðværð, því hjarta-
gæzka og glaðværð voru auð-
æfi hennar. Ekki var það til siðs
á heimilinu að spyrja stjúkl-
inga, hvort þeir gætu borgað.
Þeir sem efni höfðu á hafa
sjálfsagt greitt eitthvað fyrir
sig. En ef menn gátu ekki borg-
að, nú þá það. Öllum var heimil
vistin meðan einhverjum var
hægt að hola niður. Og það var
undravert, hve margir komust
fyrir í ekki stærra húsi. Þótti
húsfreyju ekki annað sjálfsagð-
ara en ganga úr rúmi og sofa í
flatsæng, ýmist á eldhúsgólfi eða
uppi í geymslulofti. Og eftir að
tímar breyttust og orfcá hennar
þvarr, þá hætti hún samt ekki
að ala önn fyrir sjúku fólki. Oft
komu þá menn til hennar í von-
leysi sína vegna þéss að þeir
fengu ekki bata hjá læknum
við meinsemdum, sem þeir þjáð-
ust af. Þuríður lét þá hafá grasa-
seyði, sem hún gerði sjálf, eink-
um úr sérstakri tegund af mosa.
Taldi hún ekki eftir sér að fara
langar leiðir til þess að afla sér
hans, ef það mætti verða til þess
að einhverjum svíaði.
Auk þessa var Þuríður oft að
sinna alls konar erindrekstri
fyrir fólk innan bæjar og út um
land, því hún þekkti ótrúlega
marga og fjöldi fólks þekkti til
hennar af afspurn. Þurfti hún
þá að leysa af hendi verk, sem
vinnumiðlunarskrifstofur sinna
nú. Til dæmis að útvega mönn-
um verkafólk, sveitastúlku í
vist hér í bænum ellegar þá
snúning eða vormann fyrir eitt-
ihvert sveitaheimili. Og alltaf var
Þuríður boðin og búinn að gera
sitt ýtrasta. Henni fannst það
skylda sín að hjálpa fólki, sem
væri kannski í vandræðum,
þótt hún þekfcti sáralítið til
þess. Hún var óðar búinn að
setja sig í fótspor þess og fannst
ekkert eðlilega en eyða tíma sín-
um og lífsorku til þess að hjálpa
því.
Það þykir ekki hlýða að hafa
minningargreinar langar. Svo
ég verð líklega að slá botninn í
þetta, því mér er ljóst, að langt
mál þyrfti til þess að gera nú-
tímafólki skiljanlegt lífsv.iðhorf
Þuríðar Sigmundsdóttur og ævi-
starf. Fyrir það hlaut hún ekki
digra sjóði hér í heimi. Kannski
hlýtur hún þá nú.
Ég votta sonum hennar,
tengdadætrum og afkomendum
einlæga samúð mína.
Útför Þuríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag.
Blessuð sé minning hennar.
Eiríkur Sigurbergssou
f DAG verður til moldar bor-
in frú Þuríður Sigmundsdóttir,
er lengst átti heima að Njáls-
götu 55 hér í bæ.
Mér komu í hug, er ég frétti
andlát hennar, þessi orð Ritn-
ingarinnar; „Varðveit hjarta þitt
framar öllu öðru, því að þar
eru uppsprettur lífsins". En
frú Þuríði var fleira gefið til
varðveizlu en sitt hlýja og örláta
Framhald á bls. 17
ElnsöngsBðg
eftir Eyþór Stefánsson, m.a. nýtt lag,
Sólsetursljóð, fást 1 Hljóðfæraverzlun
Poul Bernburgs, Vitastíg 10.
Baðherbergisskápar
Fallegir og nýtízkulegir.
Fjölbreytt úrval.
Laugavegi 15. Símar 1-3333
og 1-9635
Vörumarkaður
Nú eru aðeins tveir söludagar eftir í
Listamannaskálanum.
Mikið úrval af mjög ódýrum vörum,
sem ekki eru í verzlunum við Miklatorg
og Lækjargötu.
.M..n>mmiiiiiniiu.m.inn.fn.ii»l»1»lUUUia4Hft“ll'H.'.~A
.»..iiim.iiiiiiiiiiiiiiiii»inimi».iiriimi»Ui
......... |MM>................ »•»<••■
••••MIMMHIIIM
«IIIIIIIMIIMI»I
•MM.MIMIMIlf
*in»iiini»ii
**HI.............................................
*OMlinMMlMI.MMIM.MM.MMMIM.MMmMMIIMm***>,>
IIIIMMMlMf.
llll»llll)U«f.
.Shiimimmmm
|»|IIM»|MMM*
IMMMIMIMMfff
ummmiMiM
himmmmmmm
llHMMOMMt*
Listamannaskálanum.
SCANDÁLE
hefur sent okkur undirfatuað kvenna
af vönduðustu gerð:
'Ar Brjóstahöld
Lendabelti
Lífstykki
^ Kvenbuxur
Tizkuskóli
Andreu
Skólavörðustíg 23.
II. hæð.
Tiðkynning til kaupmanna
Brunamálasamþykktar fyrir Reykjavík
um sölu á skoteldum.
152. grein:
„Sala skotelda er bundin leyfi slökkvi-
liðsstjóra, er ákveður, hve miklar
birgðir megi vera á hverjum stað og
hvernig þeim skuli komið fyrir“.
Þeir kaupmenn, sem ætla að selja skotelda,
verða að hafa til þess skriflegt leyfi slökkvi
liðsstjóra, og vera við því húnir að sýna
eftirlitsmönnum slökkviliðsins eða lög-
reglunni það, ef þess er óskað.
Skriflegar umsóknir um slík leyfi skulu
hafa borizt slökkviliðsstjóra fyrir 15. des.
næstkomandi.
Ákvæði þetta gildir einnig um leyfisveit-
ingu fyrir Kópavog, Seltjarnarnes og Mos-
fellshrepp.
Reykjavík, 22. nóvember 1966.
Slökkviliðsstjóri.
ILFORD -
Einkaumboð:
alltaf bezta lausnin.
HAUKAR [03,
Garðastræti 6. — Sími 16485.