Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLADIÐ Fímmtudagur 1. des. 1966 ísl. blaðamanni neit- að um vegabréfs- áriíun til U.S.A. Blaðamannafélagið mófmælir í FYRRJNÓTT íóru nokkrir ís- lenzkir blaðamenn í boði Loít- yeiða vesitur >uim Lalf til a‘ð kynn- ast starfsemi Loftleiða þar. — Roðsgestir voru blaðamieinn frá daglblöðiunium í Reykjavik og fnéttastofu útvarpsins. Þegar til vegabréfaáritana kom, fékk Villborg Harðardóttir, biaðamaður á Þjóðviljanum, synj un um áritun ,en sendiráðið gerði fyrirspurn um undanþágu til bandarískra stjórnarvalda. Svar við þeirri beiðni var ekki komið er hópurinn fór utan og varð Vilborg því eftir. Blaðaimannafélaig íslandis fékk vitneskjiu um málið á þriðjudag og samjþykkti stjórn félagsins þá þegar einróma mótmæli til banda róska seindirá’ðsins, þar sem lýst var furðu yfir því, að starfandi þlaðamanni væri synjað um vega bnéfaáritun til þátttöku í ferð SMkri sem til stóð, og viðkom- andi félaga í Blaðamannafélagi íslands á þann hátt meinað að sinina störfum sínum. Kom fram í mótmælum félagsins að aðrir blaðamenn sama blaðs hafa áður tekið þátt í sl’íkum ferðum, m.a. á veguim LoftLeiða, án þess að mótstöðu mætti. Gengu fulltnúar B. f. á fund James Penfields ^sendilherra, og aflhentu honum mótmælin. Yfirmaður Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna, Don Torrey, tjáði blaðinu í gær, að sam- kvæmt gildandi lögum um út- lendingaeftirlit í Bandaríkjunum (frá 1952) sem vænu ströng, hefði sendiráðið ekki getað ann- að en hafnað beiðni Vilxxrgar um vegabréfsáritun. Hins vegar hefði henni verið bent á rétt sinn til að sækja um undanþágu, og þamn rétt hefði hún notað, en svar væri enn ekki fcomið við beiðni hennar, enda tæki af- grei'ðsla slíkra mála ætið nofck- urn tíma. Oon Torrey upplýsti, að þó blaðamenn ÞjóðviJjans hefðu áð- ur fengið sMkar undainþágur, þyrfti sérsitaka afgreiðslu í hvert sinn. SM'kar undanþágur gæfiu ekkert fordæmi um að næst þeg- ar um undanþágu væri sótt, yrði hún veitt tafarlaust. Vilborg Hárðardóttix staðfesti við Mbl. í gær að hún hefði sótt um áðurniefnida undanþágu og hefði vænzt þesis að fá hana í tæka tíð, en sú von brugðizt. Hins vegar kváðst Viliborg til- búin til faraninnar og myndi fara í kjiölfar starfsibræðra sirnna og sameinaist hópnum fengi hún vegaibréfaáriitunina. Mbl. getur upplýst að þeir blaðamenn ÞjóðviljaniS, sem feng ið hafa áritun til Bandaríkjafar- ar á síðustu ánum, eru Ásmundur Sigurjónsison og Jón Bjarnason. Þá má og geta þess að Páll Berg- þórsson faormaður Sósíalistafé- lags Reykjavífcur, fékk vega- bréfaáritun til Bandariikjanna, svo og Þovaldur Þórarinsson, lög fræðingur, til að sækja iögfrœð- ingamót vestur þar. Frá aðalfundinum. Aðalfundur LÍÚ hófst í gær AÐALFXJNDUR landssambands íslenzkra útvegsmanna hófst á Reykjavík í gær. Er fundurinn haldinn í Tjarnarbúð. Rétt til fundarsetu hafa rúmlega 70 kjörnir fulltrúar og voru tæp- lega 60 þeirra mættir við setn- inguna, sem var kl. 2 síðdegis. Formaður LÍÚ, Sverrir Júlíus- son, bauð fulltrúa velkomna og setti aðalfundinn. Að því búnu flutti hann ræðu, sem birt er á bls. 17 í blaðinu í dag. Því næst fór fraim bosning BreytingarfillÖgur meirihl. fjárveitingarnefndar: Nokkur hækkun á tekju- og gjaldaliðum fjárlagafrv. París, 30. nóv. — NTB: ÍBÚAFJÖLDI Parísarborgar mun sennilega þrefaldast fyrir árið 2000, að því er franskir sérfræð- ingar telja. íbúatala Parísar nú er um 4,5 millj., en um aldamót- in er gert ráð fyrir, að hún verði um 14 millj. 2. umræBa um fjárlog á morgun í GÆR var lagt fram á Alþingi nefndarálit meirihluta fjárveit- inganefndar og breytingartillög- ur við fjárlagafrumvarpið 1967. Mun 2. umræða um það hefjast n.k. föstudag. Fjárveitinganefnd hefur þó efcki lokið athugun sinni á fjárlagafrv. og bíða nokk ur mál afgreiðslu til 3. umræðu. Tekjuliðir fjárlagafrv. hafa hækkað nokkuð í meðförum fjárveitinganefndar og eru áætl- aðar tekjur af tekju- og eigna- skatti hækkaðar um 7 milljónir landinu. É1 voru nyrðra en bjart veður á Vestur- og Suð- Norðulanda og New York. króna og tekjur af söluskatti hækka um 47,5 milljónir. Ýmsir gjaldaliðir hækka einn ig og þó mest framlög til hafn- armannvirkja og lendingarbóta um 6,3 millj., en hins vegar lækkar liður um greiðslur á eftir stöðvum ríkissjóðsframlags til hafnarframkvæmda um 4,9 millj. Af öðrum tekjuliðuim, sem hækka má nefna að rekstrar- áætlun Áfengis- og tóbakseihka sölu ríkisins hefur hækkað og er gert ráð fyrir aukinni vörusölu að upphæð 8,9 milljónir. Gjald af bifreiðum og bifhjól- um er áætlað 4,5 millj. hærra en í frv., en hins vegar eru tekjur af aukatekjum áætlaðar 5 millj. lægri Styrkur til bygginga sjúkra- húsa, sjúkraskýla og læknis- bústaða hækkar skv. tillögu nefndarinnar um 2,8 millj. Þá hækka nokkuð framlög til ým- issa stofnana og félagssamtaka. fundarstjóra og var Jón Árna- son, alþm. á Akranesi, einróma kjörinn. Þá var kosið í nefndir og flutt skýrsla stjórnarinnar. Að loknu kaffihléi var lagt fram álit kjörbrófanefndar, kos- ið í mokkrar nefndir, lagðir fram reikningar LÍÚ og Innikaupa- deildar LÍÚ. Loks voru umræður um hkýrsiu stjórnarinnar og tillögur fulltrúa til aðalfundarins. Á morgun, 1. desember, hefst fundur kl. 2 síðdegis og skiia nefndir þá álitum og verða mál tekin til afgreiðslu. í Aipeiðslulími j | verzlana i | :í desembermánuði | ; Blaðinu hefur borizt eftir- -i ■ farandi frá stjórn Kaup- ; mannasamtakanna: ■ STJÓRN Kaupmannasaimtaka ; íslands hefur ákveðið í sam- : ráði við hin einstöku aðildar- ■ ; félög og aðra aðila, að verzl- I anir skuli vera opnar í des- ; embermánuði eins og verið j hefur, þ.e. laugardaginn 3. | des. til kl. 16.00, laugardag- : inn 10. des. til kl. 18.00, laug- ; ardaginn 17. des. til kl. 22.00 ; og Þorláksmessu, föstudag • ■ inn 23. des. til kl. 24.00. ■ Undanþegnar þessari ákvörð- I un eru matvöru- og kjötverzl- ■ anir í Reykjavík, Kópavogi, • Ilafnarfirði, Suðumesjum og ; Akranesi, en þær loka kl. : 12.00 á hádegi alla fyrrtalda ; laugardaga, en hafa opið á : Þorláksmessu, föstudaginn 23. ■ des. til kl. 21.00. 3 Síldaraflinn meiri en í 113 þús. lestum fyrra Saltað álaka mikið magti og á sama tíma í fyrra TIL Vestmannaeyjum og hafna SV-lands bárust 2.471 lestir af Austfjarðarmiðum. Af aflanum var saltað í 3.360 tunnur og í frystingu fóru 1.583 lestrr og lil bræðslu 397 lestir. Nýting aflans var yfirieitt góð eða um 80%. Heildarfalinn, sem barst á Þung færð á Suðurlandi Samkvæmt upplýsingum Vega málaskrifstofunnar í gær var færð þung víða um land og á- standið einna verst á Suður- landi. Er þar víðast hvar ein- ungis fært stórum bílum og jepp um. Smávegis renningur er á aust urlandsieiðinni, Þrengslin opin stórum bílum, en Hellisheiði lok uð sem stendur. Þá er aðeins [ fært stórum bílum og jeppum um Suðurlandsveg um Árnes- og Rangárvallasýslu, en útvegir eru flestir lokaðir. Vesturlands vegur er sæmilega fær. Fært er um Dalina stórum bifreiðum um j Bröttubrekku. Þá er fært norð- ' ur tii Akureyrar og Húsavíkur um Dalsmynni en þar eins og 1 áður einungis stórum bifreið- i um. Á Vestfjörðum eru heiðar yfir leitt lokaðar en allsæmilega fært innan fjarða. Á Austurlandi er ágæt færð á Héraði til Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar. í gærkvöldi kl. 20 var hætt að ryðja snjó af Hellisheiði og um Þrengsli og var búist við að vegirnir lokuðust seint í gær- 1 kvöldi Varaði Vegamálaskrif- I stofan við því að þessi vegir væru farnir. land í vikunni nam 21.265 lest- um, þar af fóru 1.920 lestir í frystingu og saltað var í 4.496 tunnur og til bræðslu fóru 18.494 lestir. Auk þess fiuttu tog arar 195 lestir ísað á erl. mark- að. Heildara-flinn í vikulok var orðinn 640.471 lest og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 58.533 lestir í frystingu 12.324 — í bræðslu 569.419 — Flutt út ísað 195 — Auk þess hafa erl. skip landað 4.829 lestum hérlendis til vinnslu. Á sama tíma í fyrra nam heild araflinn 527.380 lestum og skipt ist þannig eftir verkunaraðferð- um: í salt 58.705 lestir 1 frystingu. 4.577 — í bræðslu 464.098 — Helztu löndunarstaðir eru þessir: Reykjavík Akranes Bolungavík Siglufjörður Ólafsfjörður Hjalteyri Krossanes Húsavík Raufarhöfn Þórshöfn Bakkafjörður Vopnafjörðux Borgarfjörður Seyðisfjörður Mjóifjörður Neskaiupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsf j ör ður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Vestmannaey j ar Grindavík Lestir: 37.835 1.033 6.850 25.464 6.507 10.006 16.351 4.260 53.745 2.313 1.359 36.454 3.414 25.093 1.197 96.029 70.036 37.518 34.347 10.901 3.246 11.715 5.097 1.511 Ekkert hefur veiðzt af síld við Suðurlandið, það sem af er þessum mánuði. Heildarsíidar- magnið frá vertíðarbyrjun nem ur nú 45.164 lestum, en var á sama tíma í fyrra 106.810 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.