Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 22
22
MORGUNB LAÐIÐ
FJmmtudagur 1. des. 1966
Móðir okkar, tengdamóðir og systir
STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIB
frá Kotmúla í Fljótshlíð,
er andaðist 28. þ.m. verður jarðsett að Breiðabólstað í
Fljótshlíð laugardaginn 3. desember kl. 2 e.h. Húskveðja
verður frá Sunnuveg 14, Selfossi klukkan 11 f.h.
Bílferð verður frá Umferðamiðstöðinni klukkan 9
um morguninn.
Vandamenn.
Útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður
og afa
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi bónda,
frá Möðruvöllum í Kjós fer fram frá Reynivallakirkju
laugardaginn 3. desember kl. 2.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12,30.
Vandamenn.
Hjartkæri sonur okkar og bróðir
DAVÍÐ VILBERGSSON
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2.
desember kl. 1,30 e.h.
Jonhild Sigurðsson,
Vilberg Sigurðsson
og systkini.
Kveðjuathöfn um hjartkæra móður okkar, tengda-
móður og ömmu
HALLDÓRU RAGNHEIÐI GUÐJÓNSDÓTTUR
Háaleitisbraut 18,
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 3. desember
kl. 10,30 f.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Baldur Þorvarðsson, Guðjón Þorvarðsson,
Elín Þorvarðardóttir, Haukur Zóphoniasson,
og börn.
Jarðarför fósturmóður minnar, tengdamóðúr og
ömmu
GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR
Kvistliaga 29,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. des. kL
10,30 e.h.
Jónas Halldórsson,
Rósa Gestsdóttir,
Ólafur Logi Jónasson.
Hugheilar þakkir færum við öllum nær og fjær, sem
auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
SVEINS G. BJÖRNSSONAB
skrifstofustjóra.
Stefanía Einarsdóttir, Jóna Sveinsdóttir,
Birna S. Muller, Leifur Muller, 1
Ásdís Sigurðardóttir, Hörður Sveinsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma,
ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Strandgötu 35 B, Hafnarfirði,
*em lézt 22. nóvember verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði þann 2. desember kl. 2. Blóm
vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hinnar látnu er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði (Minn-
ingarsjóð Guðrúnar Einarsdóttur).
Eirikka Guðmundsdóttir,
Ólafur Kr. Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir,
Vilhelmína Guðmundsdóttir, Stefanía Guðmundsd.,
Guðmundur Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir,
Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðui Guðmundsson,
tengdabörn, bamaböm og barnabamaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
SIGURJÓNS ODDSSONAR
frá Seyðisfirði.
Böm, systir, tengdaböm og bamaböm.
— Hreinn
Framhald af bls. 12
bókar, fyrst a.m.k. fyrir aðeins
eitt ákveðið skólastig, væntan-
lega helzt fyrir gagnfræðastig-
ið. Hann þarf að geta gefið sig
óskiptur áð þessu verkefni um
árabil. Hann yrði að byrja á því
að auka þekkingu siína í undir-
stöðugreinuim, og gæti t.d. sótt
til Háskólans þann lærdóm sem
Háskólinn getur látfð honum í
té. En einnig ætti hann að dvelj-
ast við nám erlendis og leggja
jafnframt álherzlu á að kynna sér
nýjustu viðhorf í móðurmáls-
kennslu í öðrum löndum. Þiegar
hann hefði lokið fyrstu gerð bók-
arinnar, ættu nokkrir, bæði
fræðimenn og kennarar, að at-
huga hana gaumgæfilega í hand-
riti. Síðan ætti að fjölrita bók-
ina og kenna í 3—4 skólum til
reynslu eitt ár, nota þá reynslu
til áð endurskoða hana, síðan
jafnvel að endurtaka þetta í öðr-
um 3—4 skólum, og þá fyrst að
gefa bókina út endanlega.
Hin hliðin veit að kenmurum
sem eru í starfi og myndu nota
hina nýju bók er 'hiún kæmi út.
Skólameistari var í grein sinni
hræddur um að eignuðumst við
þá bók sem „við þyrftum að eign
ast og þyrftum að geta notað,“
þá myndu kennarar „standa uppi
meira og minna ráðalausir" með
slíka bók. Ég er þó engan veg-
inn svo svartsýnn. Þess verður
að gæta að sú „dómadagsvit-
leysa“ sem er grundvöllurinn niú
hefur ekki aðeins vaidið nem-
endum erfi'ðleikum, heldur og
kennurum. Það verðuir óhjá-
kvæmilega svo, að efni sem
menn geta ekki beitt almennri
rökvósi og heilbrigðri skynsemi
við virðist ætíð flókið og erfitt.
Það efni sem er aftur á móti
'byggt upp, skref af skrefi, aif
skýrri hugsun og með álþreifan-
legum rökum, og þar sem
menn geta því beitt heilbrigðri
rökvísi (og haft hagnýta hlið-
sjón af máltilfinningu, úr því að
um málfræði er að ræða) —
það efni verður sízt flótknara en
hitt.
En engiu að síður þyrfti vita-
skuld aðgerða við, þ.e. fyrir
kennara þyrfti að halda nám-
skeið (í fieirtölu) í undirstöðu-
greinum. Gætu slík námskeið
verið á vegum ýmissa aðila, t.d.
Háskólans, Kennaraskólans eða
Félags íslenzkra fræða (s<br.
námskeið ísl. stærðfræðafélags-
ins). Hefir Háskólinn fyrir sitt
leyti mikinn hug á að halda
námskeið af þessu tæi.
Þessi þyrfti, að minni hyggjiu,
að vera uppistaðan í okkar
„kennsJubókapólitík" í móður-
málskennslu. Er þetta í megin-
dráttum sú hin sama leið sem
verið er að fara í stærðfræði-
kennslu. Þar tókst mætur skóla-
maður á hendur samningu bðk-
ar fyrir gagnfræðastigið, og
námskeið hefur þegar verið
haldið. Allt var þetta gert án
þess að til væri á íslenzku nokk-
ur „yfirlirtsbók eða yfirlitsgrein"
um nýrri stærðfræði (shr. og að
í menntaskólum er notuð erlend
kennslubók), eins og Jóhann
skólameistari virðist telja for-
sendu fyir breytingum í mál-
fræðikennslu. Enda mætti spyrja
til hvers væri þá allur okkar
tungumálalærdómur, ef forsend-
an væri þessi.
Hins vegar er ljóst að vandinn
verður torleystari og meina átaks
þörf í móðurmálskennsLu en í
stærðfræði, þar sem hinn eldri
grundvöllur var miklum mun
traustari í stærðfræðikennsl-
unni. Hér má ekki búast við
neinni „byltingu" sem einn mað-
ur valdi „af sjálfsdáðum og á
sviipstundu." Ef sú kennslubóka-
pólitík sem drög voru gerð að
hér að ofan væiri farin að bera
sýnilegan ávöxt að áratug lion-
um, væri það góður árangur.
Þörf er mikils, skipulegs átaks.
f þessum efnum hvílir á stjórn
skólamála höfug ifoyrgð.
Þessá mál snerta kjarnann í
„skólapólitík“ okkar. f þeim efn-
um hættir mönnum ef til vill
oft til að einblina á skólakerfið
sjálft. Það er að vísu gótt að
haifa mairglþætt og flókið kerfi,
sem gefur sem flestum kost á
fjölbreytilegu námi og löngu. En
það er ekki nóg. Það er heldiur
ekki nóg að reisa mikið af sitór-
um og skrautLegum skólabygg-
ingurn, þó að það sé vissulega
gó'ðra gjalda vert. Það sem höf-
uðmáli skiptir er inntak skóla-
kerfisinis, hvað sé kennt, hver
viðfangsefni sé fengizt við, bverj
um tökum þau viðfangsefni séu
tekin, hvers konar þroska lagt sé
kapp á að veita hinni ungu kyn-
slóð. Það er þessi þáttur sem
einn getur ráðið úrslitum um
það, hvort „skólapólitík" þjóðar
nær sínu marki.
Hvort við íslendingar höfum
skapað 20. aldar skólapólitík í
þesisum skilningi, og hver h/ún sé
eða hver hún ætti að vera, er
hin brennandi spurning í mennta
málum í dag.
Bridge
HJÁ TAFL- og Bridgeklúbbnum
er nú lokið fjórum umferðum í
tvímenningskeppni og er staðan
þessi fyrir síðustu umferð hjá
efstu pörunum:
1 Rósmundur og Stefán 729 st
2 Zophonías og Lárus 728 st.
3 Bernharður og Torfi 714 st.
4 Jón Ásbj. og Karl 708 st.
5 Örn og Jón Hjalta. 691 st.
6 Rafn og Þorvaldur 689 st.
7 Margrét og Guðjón 684 st.
8 Júlíana og Unnur 675 st.
Bridgekennsla á vegum T.B.K.
hefir gengið mjög vel og verið
vel sótt og eru þar samankomnir
úrvals nemendur og kennarar.
Næst verður spilað og kennt á
vegum T.B.K. 8. des., kl. 8 e-h.
á sama stað.
Starf i heiEsuverndarstöð
Stúlka óskast til ritarastarfa o. fl. í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur. Umsóknir sendist skrifstofu
Heilsuverndarstöðvarinnar Barónsstíg 47, fyrir
7. des. 1966.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Jörð til söSu
Jörðin Austur Meðalholt Gaulverjabæjarhreppi er
til sölu. Þeir sem hefðu hug á að að kaupa jörðina
eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hrepp-
stjóra Stokkseyrarhrepps Árna Tómasson Bræðra-
tungu sem gefur aliar nánari upplýsingar.
EIGENDUR.
Alúðarkveðju og þakkir sendi ég ykkur öllum nær
og fjær, sem sýnduð mér vináttu og tryggð með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmælisdegi mín-
um 23. nóv. s.l. — Guð blessi ykkur ölL
Eyjólfur Bjarnason frá Hellnaseli.
Ég þakka hjartanlega öllum vinum mínum og vanda-
mönnum fjær og nær, sem sýndu mér margvíslegan
vináttuvott á sjötugsafmæli mínu, 19. nóvember s.l.
Einnig þakka ég af heilum huga skólastjóra, kenn-
urum og öllu starfsliði Melaskólans fyrir virðulegt
samsæti og alla vinsemd fyrr og síðar.
Helga S. Þorgilsdóttir.
Þakkarávarp til hinna fjölmörgu vina minna, sem
glöddu mig á 84 ára afmæli mínu 11. nóv. s.L með
blómum, kveðjum, dýrindis gjöfum og heimsóknum og
gjörðu mér daginn ógleymanlegan. í tilefni af framan-
skráðu vil ég aðeins segja þetta. Megi sívökul gæfan
standa vörð um farsæld ókominnar .ævi yðar, í nútið
og framtíð. — Lifið heil.
Hinrik Jónsson, Kópavogi.
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er mér hafa
vottað samúð og veitt mér stuðning við fráfall eigin-
manns míns
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Hausthúsum, Stokkseyri.
Sérstakar þakkir færi ég öllum þeim er aðstoðuðu
við hina umfangsmiklu leit að honum.
Þorkelína Eiríksdóttir.
Hjartanlega þakka ég auðsýnda vináttu og sámúð
við andlát og jarðarför eiginmanns míns
SIGURÐAR BENEDIKTSSONAR
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkmnarliðs á lyfja-
deild Landspítalans fyrir hjálp þeirra í erfiðum veik-
indum.
Oddný Þorsteinsdóttir.