Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 25
MORGU N 3 LAÐID 25 Fimmtudagur 1. <JeS. 1966 Þegar kemur að hinni hreinu búfjárfræði skal ég ekki dæma fræðilega um hlutina, nema að litlu leytL En þar sem hér er kunnugt um efnið, virðist mér því gerð góð skiL Höfundur hef- ir dregið saman geysimikið efni og úr mörgum áttum. Auk al- mennra fræðirita hefir hann gert •ér far um að nota sór hina inn- Eitt er fuHvíst, við verðum að koma ykkur tveimur úr landi og á brott frá þeim, sem eftir eru af Spang-klíkunnL Er við vorum komin helming Ieiðarinn- ar yfir Kaliforníu stönzuðum við og lækn- ir bjó um sár mín. Tiffany og ég fengum okkur ný ivt og síðan komuni við til Los Angeles. Gunnar Bjarnason: BÚFRÆÐI. Akureyri 1966. Bókaforlag Odds Björnssonar. EKKI veit ég, hvort útgáfa þess- arar bókar verður í blöðum og tímaritum, talin til stórviðburð- anna í bókaheimi vorum, eins og títt er um kvæðakver, leikrit eða skáldsögur íslenzkra höfunda, enda þótt reynslan hafi sýnt, að þau eru oft gleymd jafnskjótt og nýjabrunið er rokið af. En hitt er mér ljóst, að með samn- ingu og útgáfu hennar er unnið þrekvirki í bókagerð, og að Bú- fjárfræði Gunnars verði um ó- fyrirsjáanlegan tíma handbók þeirra íslendinga, sem hug hafa á búfjárrækt. Eins og geta má nærri verður hér ekki um fræðilega umsögn að ræða, nema um minnstan hluta bókarinnar, heldur eru þetta þankar leikmanns eftir að hafa blaðað í þessu mikla verki. Hinn ytri búnaður er með fá- gætum og ágætur, enda um full- komna nýjung að ræða í ís- lenzkri bókagerð. Bókin er sett *aman úr lausum blöðum, svo að unnt er að skipta um þau, þegar eitthvað úreldist, eða ef höfundur óskar að leiðrétta eða segja öðruvísi frá en þarna er gert. I>annig heldur bókin alltaf fullu gildi án nýrrar útgáfu, sem Gunnar Bjarnason. Shjákvæmilega yrði dýr. Mætti taka þetta til fyrirmyndar um bækur, sem oft eru gefnar út með litlum breytingum, t. d. lagasafnið. í>á má ekki gleyma því, að letur er skýrt og hreint, og uppsetning öll skýr, svo af ber. Eins og nafnið bendir til, er hér um að ræða alhliða búfjár- fræðL Hefst hún á köflum al- menns eðlis um erfðafræði og MfeðlisfræðL í>eir kaflar eru bæði glöggir og ítarlegir, er hér t. d. um að ræða fyrstu erfða- fræðina, sem út er gefin á ís- lenzku, og kallast getur því nafni, verður hún enn meira lif- andi sakir hinna beinu tengsla við kynbótafræðina og þau dæmi, •em tekin eru beint úr búfjéu-- ræktinnL Svipað má segja um Kfeðlisfræðina. í>ar er miklu efni þjappað saman í stutt mál og •kýrt. Þessir tveir kaflar gætu ▼erið kennslubók út af fyrir sig. En betur hefði ég talið fara á því, að þessum köflum hefði fylgt yfirlit ahnennrar líffæra- fræði. Eitt hefi ég þó út á kafla þessa að setja. Höf. notar þar ýmis fræðiheiti önnur, en tíðast •r í íslenzkum kennslubókum. Kf þau væru betri væri þaó ágætt, en ég finn fá eða engin þeirra betri en þau sem við höfum áður notað, og er þetta því að- eins til að auka á rugling í þess- «m efnum. I»á er mér meinilla ▼ið að nota jurt í merkingunni planta. I>á er skilgreiningin á hreinum línum ekki góð, betra ▼æri þar að segja ættleggur í gtaðinn fyrir flokkar. FYRIR örfáum dögum varð sá atburður í Thousand Oaks í Kaliforníu, við kvikmynda- töku, að ljön réðist að 6 ára gömlum syni kvikmyndadis- arinnar Jayne Mansfield og særði hann það iila, að flytja varð hann í sjúkrahús. I.jonið var notað við kvikmynda- tökuna, þar sem Mansfield leikur eitt aðalhlutveikið. lendu reynslu það sem hún nær, en því miður eru rannsóknir vorar í þessum fræðum víðast skammt á veg komnar. Efnið er framreitt á hinn aðgengilegasta hátt, svo að margir kaflarnir verða hreinn skemmtilestur, hverjum þeim, sem gaman hefir af búfénaðL Þannig las ég mér til mikillar ánægju auk fróð- leiksins, kaflana um sauðfé og faesta. Höfundur hefir samið bók þessa einkum sem kennslubók handa bændaskólunum. Ég veit að vísu ekki, hversu miklum tíma þar er unnt að verja til náms í þessum fræðum, en ótt- ast þó, að bókin kunni að verða full viðamikil, ef kenna á hana spjalda á milli. En á hinn bóg- inn mega það vera áhugalitlir nemendur, sem ekki lesa hana sér til ánægju, og er það mikill kostur. En ef ekki e*r ætlazt til að kenna bókina alla, þá verður það nokkurt vandaverk fyrir kennara að velja úr hið hreina námsefni, því að höf. greinir þar ekki í sundur. Hinsvegar er framsetningin glögg og frásögn- in lifandi, sem hvorttveggja eru ómetanlegir kostir kennslubókar. En það sem nú er sagt um hugs- anlega ókosti bókarinnar sem kennslubókar, verður hinsvegar höfuðkostur hennar sem hand- bókar og lesbókar. Hún kemur svo víða við og veitir svör við svo ótalmörgum spurningum, að ég á bágt með að trúa þvL að nokkur bóndi eða búfjárræktar- maður geti talið sig mega án hennar vera, þegar hann hefir kynnzt efni hennar. Við fljóta yfirsýn minnir hún helzt á al- fræðaorðabók. Til skýringar les- máli eru allmargar myndir og aragrúi af töflum, sem sýna á Ijósan hátt niðurstöður tilrauna og hagskýrslna. í stuttu máli mundi ég ein- kenna bókina sem stórfróðlega, handhæga og læsilega öllum al- menningi, og búna mörgum góð- um kostum kennslubókar, en þó full viðamikil, og ekki nægilega greint þar á milli þess, sem nem- andinn þarf skilrðislaust að kunna og hins, sem meira væri til almenns fróðleiks. Vafalaust má eitthvað fleira að bókinni finna, og að sum atriði hennar geti orkað tvímæl- is. Annað mætti kraftaverk kall- ast. En framhjá því verður ekki komizt, að höfundur hefir unnið stórvirki með samningu hennar og rutt þar brautina á svo mynd- arlegan hátt, að fátítt má kallast um íslenzka fræðimenn og kennslubókahöfunda. Eitt ber þó að víta. Heimildaskráin er alltof ófullkomin, ef einbver skyldi vilja leita til frumheimilda höf- undar. Með þessari útgáfu hafa höf- undur og forlag unnið íslenzkum búvísindum þarft verk, sem seint mun fyrnast. Verður þar að minnast þess, að slík útgáfa er fjarri því að vera gróðavegur, og verður alltaf að vera borin uppi af áhuga á því, hvað þarft sé eða nauðsynlegt. Steindór Steindórsson. frá Hlöðutn. Taknmerki ur stali a heimssy mngunni 1967 i MontreaL StálrisL Á heimssýningunni i Mont- real, sem standa mun frá apríl til október á næsta ári, verður táknmerki sýningarinnar byggt risastórt úr ryðfríu króm-nikk- el-stáli. Táknmerkið verður 20.5 metra hátt, 28.5 metra breitt og vegur 46 lestir. Það er Al- þjóðlega Nikkelfyrirtækið í Kanada, sem fól listamannin- um Alexander Kalder að gera drög að merkinu, en fyrirtækið borgar alian kostnað. Verk Calders eru mjög þekkt og eru í söfnum um heim allan. Táknmerkið ber heitið „Mað- ur“ í samræmi við einkunnar- orð heimssýningar þessarar: „Maðurinn og veröld hans.“ NYLEGA hélt Truman Cap- ote mikið samkvæmi i Plaza hótelinu í New York, og var þangað boðið mörgu þekktu fólki. Þar mættu t.d. Lynda Bird Johnson dóttir Bandaríkja- forseta, Kay Graham hinn frægi bókaútgefandi og Alice Roose- velt Longworth, dóttir Roose- velt’s forseta. Capote, sem frægur er af bók- irtni „Með köldu blóði“, hefur á síðari árum gerzt umsvifamik- ill persónuleiki í bandarísku samkvæmislífi og heldur fræg- ar veizlur. Hann hefur mikið dálæti á fyrirfólki, sérstaklega dætrum og ættingjum Banda- ríkjaforsetanna, en í veizlunni mættu auk Lyndu B. Johnson og Alice Roosevelt Margaret Truman Daniel dóttir Truman’s fyrrum forseta. Þá voru þat mættir í hátíðaskapi Pat Law- ford og Eunice Shriver systur Kennedy's. Er á kvöldið Ieið kom móðir Kennedy’s til veizlunnar. Hins vegar lét Jaqueline Kennedy sig v'anta, en í hennar stað kom systir hennar Lee RarziwilL Ballettdansarinn frægi Jer- ome Robbins kom til veizlunnar skeggjaður og dansaði mikið eins og við var að búast við Mia Sinatra konu Franks en eiginmaðurinn var í slæmu skapi þetta kvöld og drakk mik ið. Ekki mun vægt áætlað að veizlan þetta kvöld hafi kostað Capote 30.000 dollara. Hefndin er sæt — en dýr. BREZKA söngkonan Julie Andrews hefur megnustu andúð á bandaríska kvikmyndafyrir- tækinu Warner Brothers og sparar ekkert til þess að sýna því fyrirlitningu sína. Fyrir þremur árum lék Andrews Elizu Doolittle í söngleiknum Julie AndrewSL „My fair Iady“ á Broadway, en þegar til þess kom að kvik- mynda söngleik þennan létu for ráðamenn fyrirtækisins Andrew Hepburn hafa hlutverk Doo- little, mörgum til sárra von- brigða, enda hefur Hepburn yfirleitt fengið hraklega dóma í þesu hlutverki, þótt hún sé hin ágætasta leikkona. Fyrir nokkru hafnaði Andrews boði Warner-félagsins um að leika aðalhlutverkið í „Came- lot“. Neituninni fyglgdu nokkur vel valin hnjóðsyrði í garð fé- lagsins. En þótt hefndin sé sæt á stundum kostaði hún Andrew mikið í þetta sinn. Fyrir hlut- verkið átti hún að fá í föst laun eina milljón dollara og auk þess aukaþóknanir ýmiskonar, sem hefðu getað numið 2-3 milljón- um dolara. Sonur hennar heitir Zoltan Hargitay og var hann fluttur til uppskurðar í næsta sjúkra hús, illa haldinn. Á mynd- inni er Mansfield í biðstofu sjúkrahússins ásamt vinkonu sinni May Mann, sem reynir að hugga hana. Við þetta má bæta, að uppskurðurinn tókst vel og er Zoltan litli nú við beztu heilsu. -Æ -Æ— Eftii ÍAN FLEMING JAMES BOND James Bond IY IAH FIEMIN^ OflAWIHG BY JOHH McLOSXY Jóíí - Dó(L - ijóih.... BÚFJÁRFRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.