Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 1. éfes. 1966 — Ræba Sverris ' Framh. af bls. 17. mál hefur ríkt friður og sam- komulag síðustu 2 árin. Sjó- menn fá sínar kjarahsetur fyrst og fremst í gegnum fiskverðið og sitja í þvl efni í sama bati og útvegsmenn sjálfir. Varðandi kauptryggingu gildir sú regla í samningunum, að hún skuli ávallt hækka til samræmis við launahækkanir verkamanna. Ekki hefur komið til upp- sagna, nema af hálfu sjámanna- félaga á Vestfjörðinn, þau sögðu öll upp gildandi kjarasamning- um frá 1. janúar n.k. En hinn 31. október sl. var gert sam- komulag við félög undirmanna á öðrum félagssvæðum um nokkra hækkun skiptakjara á 30-50 rúmlesta bátinn, sem stunda línu- og netaveiðar til samræmis við það, sem er á næsta stærðarflokki fyrir ofan. Ennfremur um 0.25% af kaup- tryggingu í sérstaka orlofssjóði og nokkur önnur minni háttar atriði. Eru þess vegna nú fyrir hendi bátakjarasamningar, sem gilda ailt næsta ár, að Vest- fjörðum undanskyldum. Um annan veiðiskap en þann, sem áður hefur verið rætt um, er það að segja í sen> fæstum orðum, að dragnótaveiði mun hafa gengið allvel, rækjuveiði ágætlega, en humarveiði aftur mun verr en áður. Varðandi liðið ár væri e.t.v. ástæða til að víkja að fleiri at- riðum, svo sem öðrum verð- lagningum en aðalbolfiskverð- lagningunni. En á fundinum hér á eftir verður lesin skýrsla sam- bandsstjórnarinnar fyrir liðið starfsár. Verða þar rakin öll veigamestu málin, sem útveginn varða og stjómin hefur fjallað um. og leyfi ég mér að vísa til þeirrar skýrslu að því leyti, sem ég ræði ekki hér þau mál, sem hún fajllar um. lsfi'ltlöndun í Bretlandi. Á einu atriði vil ég þó vekja sérstaka athygli. Eins og kunn- ugt er hafa undanfarin 10 ár verið verulegar hömlur á inn- flutningi ísfisks frá íslandi til Bretlands. Innflutningurinn hef- ur byggzt á viðskiptasamningi milli Félags ísl. botnvörpuskipa eigenda og Brezka togaraeig- endafélagsins frá 14. nóvember 1956. Var hann á sínum tíma gerður fyrir tilstuðlan og milli- göngu Efnahagsvinnustofnunar Evrópu í París. Ég mun ekki rekja samninginn hér, en í hon- um fólust margs konar takmark anir sem leiddu til þess, að hvorki bátar né togarar gátu landað að vild í Bretlandi. Samn ingur þessi gekk úr gildi nú 15. nóvember. Brezkir togaraeigend ur munu nú ekki hafa haft áhuga á nýjum samningi, sem fæli í sér innflutningastakmark- anir. En hvað sem um það er að segja, hefur niðurstaðan orð- ts sú, að innflutningur héðan til Bretlands verður framvegis frjáls, en Bretar leggja áherzlu á, að Islendingar gæti þess í framtíðinni sem hingað til, að innflutningur þeirra verði vel skipulagður og þeir forðist of- framboð, sem leiði til verðfalls. IÞetta eru skiljanleg tilmæli og að mínu áliti sjálfsagt að við verðum við þeim, enda er þar um okkar eigin hagsmuni að ræða. — Ber vissulega að fagna þessari breytingu, og leyfi ég xnér að láta i ljós þær vonir, að framtíðarviðskiptin við Breta á þessu sviði verði góð, sem á öðrum sviðum. Alit þingmannanefndarinnar. Horfurnar, sem við okkur blasa nú, varðandi afkomu út- gerðarinnar á næsta ári, eru engan veginn glæsilegar, am.k. fyrir þann hluta flotans, sem bolfiskveiðar stunda, aðallega báta af stærðarflokknum 45- 120 brúttótonn. Þetta vandamál hefir lengi legið I landi, alltof lengi vildi ég segja. 1 nóvember 1965 taldi sjávar- átvegsmálaráðherra ástæðu til •S skipa nefnd 5 þingmanna til MORGUNBLAÐIÐ að rannsaka afkomuhorfur þessa hluta bátaflotans og gera tillögur um rekstur þessara báta, m.a. það, hvort rétt sé að veita þeim auknar veiðiheimild- ir með botnvörpum. Nefndin skilaði áliti í júnímánuði sl., og verður að sjálfsögðu að skoða álitið í ljósi þess, því að nokkrir breytingar á kaupgjaldi og verð lagi og þar með öllum útgerðar- kostnaði hafa orðið síðan, Ég mun ekki rekja nema í fáum orðum efni skýrslu þess- arar, þar sem henni verður dreift hér á fundinum. 1 fáum orðum sagt, gerði nefndin tilögur í 10 liðum, og er aðaltillagan um 10% hækk- un fiskverðs auk sérstaks vænt- anlega hærra sumar- og haust- verð á fyrsta flokks fiski. Enn- fremur um að hækkaðar verði um 50 aura á kg. til næstu ára- móta aukagreiðslur fyrir línu- og handfærafisk, og hefur þetta síðasttalda þegar verið ákveðið og framkvæmt af ríkisstjórninni frá 1. október. Þá gefur nefndin m.a. ábend- ingar um að fyrirgreiðslulán til báta, sem hafa þurft að hverfa frá síldveiðum vegna lengri sóknar, tillögur um nokkra leng ingu á lánstíma vegna endur- bóta á skipi auk lengingar láns tíma stofnlána hjá Fiskveiða- sjóði og Stofnlánadeild sjávar- útvegsins, frestun afborgana af stofnlánum um eitt ár, lækkun dráttarvaxta í %% á mánuði og endurskoðun á 1% ábyrgða- gjaldi baknanna vegna erlendra lána til kaupa á fiskiskipum. Nefndin leggur áherzlu á ráð- stafanir til aukningar línuút- gerðar og að komið verði í veg fyrir, að bátaútgerðin verði lát- in standa undir beinum eða ó- beinum stuðningi við togaraút- gerðina. Loks leggur nefndin til að sjómannalögunum verði breytt á þá 1-ð. að greiðslur tií áhafna á Jpunum í veikinda- og lysaforföllum skipverja sam- I kvæmt, lögunum, miðist ekki við aflahlut heldur í meginatriðum við kauptryggingu samkvæmt kj arasamningum. Ég vil fyrst víkja lítið eitt að þessu síðasta atriði. Öllum út- vegsmönnum er kunnugt um það, hvílíkum búsifjum það hef- ur í mörgum tilfellum valdið að þurfa að greiða fullan aflahlut í veikinda- og slysatilfellum f allt frá einum til þrigja mánaða. Þetta fráleita lagaákvæði getur leitt til þess við mikil óhöpp, að afkomu báta sé teflt í algera tvísýnu eða j afnvel þrot. Við höfum farið fram á það við rík- isstjórnina að hún beitti sér fyrir því, að þessu verði breytt til samræmis við það, sem þing mannanefndin leggur til, enda mun slíkt fyrirkomulag, sem hér gildir, með öllu óþekkt meðal annarra þjóða. í Noregi t.d. er þetta þannig, að háseti fær 900 krónur norskar á mánuði, ef hann veikist eða slasast. Hér getur þetta og hefur oft skipt tugum þúsunda á mánuði fyrir háseta og við þekkjum dæmi þess, að yfirmaður á síldveiði- bát hafi haft yfir 100 þúsund krónur á mánuði í veikindatil- felli. Þarf naumast orðum um Það að fara hversu fráleitt slíkt er. Ég fagna því að sjá nú tillögu fra 5 þingmönnum úr öllum flokkum, sem hnígur í þá átt að breyta þessum málum í skyn samlegt horf, sem sjómenn ættu að geta verið vel sæmdir af. Verður nú að treysta þvi, að máli þessu verði komið á fram- færi við Alþingi og framgangur þess tryggður. Afstaða L.t.tT. Aður en ég vik að afstöðu þmgmannanefndarinnar til þess, hvort veita skuli togveiðibátum auknar veiðiheimildir, vU ég geta þess, að 3. nóv. sl. óskaði sjávarútvegsmálaráðuneytið um- sagnar stjómar LÍÚ. um tillögur nefndarinnar, sem ég hefi stutt- lega rakið hér að framan. Sam- bandsstjómin svaraði með bréfi 15. þ.m. Mælir stjórnin þar með því að allar tillögur nefndarinn- ar verði framkvæmdar. Vakin er athygli á því, að síðan í fyrra haust hefir orðið 4,5% grunn- kaupshækkun og 10.37% vísi- töluhækkun, sem að sjálfsögðu hafi leitt til hækkunar útgerð- arkostnaðar. Fiskverðshækkimin sem nefnd- in leggur til, er sjálfsagt veiga- mesti þátturinn, en það er svo aftur annað mál, hvort hún sé nægileg. Ég leyfi mér að efast um að svo sé. Hér á fundinum verður lögð fram rekstursáætl- un fyrir meðalvertíðarbát, og verður hún sjálfsagt athuguð í nefnd og síðan rædd á fundin- um. Munu menn þá geta gert sér grein fyrir því, hvort fisk- verðstillögur þingmannanefndar- innar séu fullnægjandi og í sam ræmi við það mun fundurinn síðan væntanlega miða álit gitt og marka stefnuna varðandi þetta atriði. Þegar þetta er haft í huga er ljóst, að mikill vandi er okkur á höndum og ekki sízt þegar ofan á allt bætist verulegt verð- fall á freðfiski erlendis, líklega um 10%. Það er öllum ljóst, að upp á síðkastið hefur afkoma fiskiðnaðarins ekki sízt hrað- frystihúsanna, stórversnað. Meg inástæður eru þrjár: Síhækk- andi tilkostnaður innanlands, verðfall erlendis og hráefnis- ekla. Við skulum ekki gera lítið úr þessum vandamálum og þeim erfiðleikum sem þau hafa í för með sér fyrir okkur sjálfa. Og hversu mjög kann .ekki vandi hraðfrystihúsanna sérstáklega að aukast, aðallega nokkurra stærstu frystihúsanna ef þau ofan á allt annað missa af togaraaflanum, sem hefur seinustu árin numið 22-28 þúsund tonnum á ári til þeirra, þrátt fyrir fækkun tog- aranna og alla þá margvsílegu örðugleika, sem þeir hafa átt við að stríða, og ég skal nú víkja að nokkru nánar. Erfiðleikar togaraútgerðarinnar. Fyrir 5 árum voru gerðir út hér á landi 47 togarar. Nú eru þeir aðeins 22. Þessi mikla fækkun segir sína hörmungar- sögu, sem óþarft er að rekja. En það er skoðun mín, að það væri þjóðarógæfa, ef togaraút- gerðin legðist niður, og þarf í því sambandi ekki að rekja þá sögu, hvern þátt hún hefur átt í því að skapa nútíma velferð- arþjóðfélag á íslandi. Nú að undanförnu hefur sér- stök nefnd skipuð ag sjávarút- vegsmálaráðherra, uniiið að at- hugun á bag og afkomu togara- útgerðar * ^r, og því að semja tilögur til bjargar henni. Nefnd- in hefur nýlega skilað áliti, en það hefur ekki verið birt. Hins vegar hefur nokkuð flogið fyrir 21 hverjar tillögur nefndarinnar aðeins að segja það, að ég veii eru, m.a. hefur einn nefndar- manna gert uppskátt á opinber- um vettvangi um tvö atriði. Það mun vera mál fróðustu manna um þessi efni, að það sé ekki hvað sízt tvennt, sem gæti stuðlað að viðreisn togaraút- gerðarinnar, þ.e. breyting á vökulögunum og aukin veiði- réttindi hér við land. Reyndir togaraskipstj órar meðal ann- arra, munu hafa látið í ljós bjartsýnar skoðanir um það, hvílíkan árangur síðarnefnda atriðið gæti gefið. Það mun vera talið, að þetta tvennt muni þó ekki nægja að fullu, fleiri þurfi að koma til, en ef þetta tvennt fengist væri vandinn að öðru leyti viðráðan- legur, en þetta séu höfuðatriðin, einkanlega aukin veiðiréttindL Nú er það alkunna, að ein- mitt þetta atriði er mjög um- deilt. En hjá því verður ekki komizt, að menn taki afstöðu, og afstaða þeirra hvers og eins, sem um þessi mál fjalla og úr- slitum ræður, verður að koma skýrt og afdráttarlaust í ljós. Mér er tjáð, og er kunnugt um það, að ef ekki fást nú og nú fljótlega úrslit í þvi, hvort vandi togaraútgerðarinnar verði leystur, þá séu alger þrot henn- ar og uppgjöf alveg á næstu grösum. Ef sú verður niðurstaða hafa válegir atburðir gerzt að mínu áliti. Og það skiptir ekki togaraútvegsmenn og sjómenn eina saman mádi; það kemur miklu víðar niður, hjá fólkinu, sem vinnur í fiskiðjuverunum, öllu skólafólkinu, sem þar vinn- ur á sumrum, hjá margvíslegum þjónustufyrirtækjum, hjá því opinbera og ennfremur kemur það hart niður á hraðfrysti- húsunum og þar með óbeint á bátaútveginum. Það er full ástæða til þess að þessi fundur ræði þessi mál, ekki sázt veiði- réttindin, vegna þess að við vit- um að uppi eru tillögur víðs vegar um land um það, að tog- bátum verði látin í té aukin veiðiréttindi. Það er alkunna, að í sumum verstöðvum, t.d. í Vestmannaeyjum, er talið að vegna minnkandi netjaafla sé lífsnauðsyn fyrir alla afkomu fyrirtækja og einstaklinga, að heimildir til togveiða þar yerði stórauknar. Nú er það kunnugt, að þing- mannanefndin leggst gegn öll- um ráðstöfunum í þessa átt, og rökstyður þá niðurstöðu sína aðallega með áliti fiskifræðinga um minnkandi fiskistofna og að slíkar ráðstfanir myndu spilla aðstöðu okkar til að auka fisk- veiðilandhelgina. Um þessa aðstöðu verð ég ekki betur en að fiskifræðingac aðhyllist auknar veiðiheimildir togveiðiskipa og þeir, sem mesi hafa fjallað um landhelgismáli* af okkar hálfu á erlendum vett- vangi, telja þetta atriði ekki ráða úrslitum á nokkurn hátt. Má í þessu sambandi benda á, að Bretar, okkar fyrrverandi höfuðandstæðingar í þessum mál um, hafa sjálfir fært sína land- helgi út í 12 mílur og leyfa eig- in skipum að fiska upp að gömlu 3. mílunum. Ég mun nú fara að stytta máil mitt og hætta að rekja þessi vandamál öll, en ef mér ekki skjátlast, þá blasa vissulega við okkur ýmis vandamál og verður ærið verkefnl að leysa þau. Nægir verðstöðvunin? Ríkisstjórnin beitir sé nú af öllu afli fyrir verðstöðvun hér innanlands, stöðvun á því sí- fellda kapphlaupi, sem verið hef ur milli kaupgjalds og verðlags. Allir góðir menn hljóta að vona, að þetta takist og með því væri vissulega mikið heillaspor stig- ið fyrir sjávarútveginn, því að sú óheillaþróun, sem orðið hefur hér undanfarin ár í þessum efn- um, hefur á engum bitnað harð ar en honum. En þá er ósvarað þeirri spurningu, hvort slík verðstöðvun ein út af fyrir sig nægi til að skapa eðlilegan rekstrargrundvöll imdir atvinnu veg okkar. Það má ljóst vera af því, sem ég hefi sagt hér að framan, að ég tel að verðstöðvun ein út af fyrir sig muni ekki nægja öllum greinum sjávarútvegsfram leiðslunnar en það má segja, að á skal að ósi stemma, og tak- ist sú verðstöðvun sem nú er rætt um, þá verður auðveldara að átta sig á hverjar þær grein- ar sjávarútvegsins eru, sem sér- stakrar aðstoðar þurfa við. Það er óhjákvæmilegt fyrir alla landsmenn að gera sér grein fyrir því, að án sjávarút- vegs getur islenzka þjóðin ekki verið, og nægir í því sambandi að benda á, að af útflutnings- verðmæti þjóðarbúsins voru sjávarafurðir 91.8% 1964 og 94.6% 1965. Það er þjóðinni fulkomin lífs- nauðsyn að sjávarútvegurinn ekki aðeins starfi með fullum afköstum, heldur og að hann standi föstum fótum fjárhags- lega. Þegar skipt er upp meiru en aflað er, hlýtur það að segja til sín, þjóðarheildin hefur krafizt meira af sjávarútvegin- um en hann hefur getað í té látið, og verður það því krafa okkar útvegsmanna að leiðrétt- ing fáist. Kven- og karlmanna LEÐUR KULD ASKÓR SVARTUR LODFÓÐRAÐUR FRAM í TÁ. VERÐ KR: 758.00. BRÚNN — LÉTTUR LOÐFÓÐRAÐUR FRAM í TÁ. VERÐ KR: 394.00. BRUNIR OG SVARTIR LOÐFÓÐRAÐUR FRAM í TÁ. VERÐ KR: 725.00. SKÓHUSIÐ HVERFISGATA 82 — SÍMI 11788. BANKASTRÆTI — SÍMI 22135.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.