Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. des. 1966 MORCUNBLAÐID 11 ÍJtnesfavakaii fimmtudaginn 1. des. Hljómleikarnir hefjast kl. 9. FÉLAGSHEIMILIÐ STAPL ' + Oskar Pétursson sextugur í tilefni sextugsafmælis Óskars Péturssonar þann 2. des. n.k. ætla Skátafélögin í Reykjavik, Knatt- spyrnufél. Þróttur og Bandalag ísl. skáta að efna til samsætis til heiðurs Óskari i Tjarnarbúð 2. des. n.k. kl. 20,00. Þeir vinir og félagar Óskars, er ▼ildu taka þátt í þessu hófi, eru beðnir að rita nöfn sín á lista er liggja frammi í Skátabúðinni við Snorrabraut, hjá Guðjóni Oddsyni í Málaranum og á skrifstofu B.Í.S. Eiríksgötu 31. STJÓRNIR FÉLAGANNA. Gunnar Steindórsson f DAG er til moldar borinn Gunnar Steindórsson, sem and- eðist 23. nóv. sl., 48 ára að aldri. Hann var fæddur hér í bæ 24. okt. 1918 og voru foreldrar hans þau Guðrún Guðnadóttir frá Keldum í Mosfellssveit og Steindór Björnsson frá Gröf. Móðir sína missti Gunnar ungur en faðir hans er enn lifandi á H-ræðisaldrL Það var mikið félagslíf með þessu fólki. Stemdór frá Gröf var einn af æskulýðsfrömuðum þessa bæjar um áratugaskeið og forystumaður, bæði í Góðtempl- erareglunni og í ungmenna- og íþróttafélögum bæjarins. Gunn- ar vandist því ungur að bianda geði við fólk og mótaðist því frá fyrstu tíð af félagsstarfi, enda veit ég fáa sem viljugri voru til starfa að félagsmálum en hann var. Hann var búinn eð starfa í ótal stjórnum, nefnd- um og ráðum um áratugaskeið, duglegur og áræðinn, hjálpsam- «ir og starfssamur. Við, sem nú erum á miðjum •ldri og förum að kveðja, hver •f öðrum, áttum góða æsku í þessum bæ, þó að erfiðir tímar væru í efnahags- og atvinnu- málum. f starfi og leik knýttust mörg vinaböndin og hafa haldið til þessa dags. Verkamenn eða miðstéttarfólk hafði ekki efni á að kosta börn sín til lang- •kólagöngu og því hvarf æskan til starfa á öðrum sviðum. íþrótta félögin og önnur æskulýðsfélög tirðu því starfsvettvangur þess- •rar æsku. Gunnar fór ungur að starfa í ÍR og iðkaði þar íþróttir, en tók jafnframt þátt í öðrum félags- málum. Það var ekki fyrr en í •tríðsbyrjun, og eftir að hafa •tundað verzlunarstörf um skeið, •ð hann settist í Samvinnuskól- •nn og lauk þaðan prófi. Starf- •ði síðan við Póstihúsið í Reykja vík, þar til hánn stofnaði ís- lendingasagnaútgáfuna, ásamt öðrum og veitti henni forstöðu, bæði sem sjálfstæða fyrirtæki og eins eftir að Samband isl. •amvinnufélaga yfirtók það. Hann var auglysingastjóri hjá Hilmi h.f. (Vikan, Úrval) um nokkurt skeið, en starfaði hin eíðusbu ár hjá Samvinnutrygg- ingum. Gunnar var kvæntur Sigríði Einéirsdóttur og áttu þau tvær dætur, Helgu, sem er giít Sigur- geir Steingrhnssyni stud. mag. og Birnu Eybjörgu, sem er með móður sinni í heimahúrum. Það er sárt að sjá eftir starf- ■ömum og góðum mönnum á bezta aldri, en enginn má sköp- um renna og við vinir hans og félagar í ÍR og annarsstaðar kveðjum hann og þökkum. Megi minningin um góðan direng vera buggun harmi gegn. ÍR-ingur. Enn einn af forystumönnum fþróttafélags Reykjavíkur er horfinn okkur yfir landamærin miklu. Gunnar Steindórsson, fyrrverandi formaður í. R. hef- ur nú kvatt okkur fyrir fullt og allt í jarðne&kri tilveru okkar Það er mikil eftirsjá fyrir okk- ur, sem kynntumst Gunnari vel og náið í störfum hans fyrir félag okkar, að vita nú til þess að við sjáum hann nú ekki fram ar á fundum okkar, njótum ekki lengur áhuga hans og dugnaðar, finnum ekki framar hið hlýja handtak hans, elskulegt viðmót og glöðu, bjartsýnu lund og vit- um, að vandfyllt er skarð það, er hann skilur eftir í samtaka- mætti félagsins, sem hann unni svo heitt og fórnaði svo lengi kröftum sínum. Það var Gunnar Steindórs- son sem kom til mín á sínum tíma og fór þess á leit við mig að ég tæki við formannsstarfi í í. R. á eftir honum. Hann dró ekki dul á það, hvaða starf biði mín, hann kom heill til dyr- anna og sagði mér án umbúða og án þess að dylja mig nokk- urs, að kröfurnar væru miklar, sem gerðar væru til formanna f. R. og að mikinn tíma þyrfti til þess, að formannsstarfið gæti tekist. Þannig kynntist ég Gunn- ari og þannig var hann jafnan gagnvart mér, eftir að að bund- ust vinarböndum. Ég var og hon um jafnan þakklátur fyrir traust ið er hann sýndi mér. Og ekki síður er ég honum innilega þakklátur fyrir þann stuðning, er hann jafnan veitti mér í starfi mínu fyrir félag okkar, ekki hvað sízt meðan ég þurfti hvað eftir annað á aðstoð hans að halda í byrjunarstörfunum. Þessa sömu sögu geta áreiðanlega fjöl margir 1. R. -ingar sagt og tekið undir hana í djúpri og innilegri þökk fyrir alla þá miklu fóm- fýsi er hann sýndi okkur í tíma og ótíma og félagi okkar í heild. Gunnar var höfðinglegur í starfi, djarfur í framgöngu, kjark mikil átakamaður en líka ljúf lyndur og mildur og nærgæt- inn við vini sína og samferðar menn, höfðingi heim að sækja og elskulegur heimilisfaðir. Því er sárastur harmurinn kveðinn að hinni ágætu konu hans og börnum. Við í. R. -ingar kveðj um Gunnar Steindórsson, einn af formönnum okkar með mikl- um og einlægum söknuði og þökkum honum hin mörgu og miklu störf í þágu félags okkar. Við biðjum algóðan Guð að vaka yfir og varðveita eiginkonu hans ættingja og vini og veita þeim styrk og stoð á alvarlegri sorg- ar og tregastundu. J. V. Hafstein. Lckað í dag 1. des. kl. 9 — 12 vegna jarðarfarar. Baðstofan IIAFNARSTRÆTI 22. Ferðaskrifslofa rákisins LÆKJARGÖTU 3. Sendisveiain Piltur óskast til sendiferða fyrir hádegi. Hf. Hampiðfan Stakkholti 4 — Sími 11600. SKREFI A UNDAN . Reykurinn er hreinsaður en rétti ameríski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.