Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 17
í Fimmtudagur f. ’ðes. 196«
MORGUNBLADIÐ
17
ÞJÖÐARNAUÐSYN AD SJAVARÖTVEGURINN
STANDI FÖSTUM FÖTUM FJARHAGSLEGA
Ræða Sverris Júliussonar við setningu aðalfundar
Landssambands isl. útvegsmanna i gær
S>egar við hefjum þennan
fund eru mér efst í huga þrjú
meðin atriði, er snerta afkomu
felenzfes sjávarútvegs í fyrsta lagi
eíldveiðarnar fyrir Austurlandi
í sumar og haust, en veiðar þess-
ar eru nú orðnar það miklar að
magni til, að þær eru meiri en
heildarafli landsmanna var fyrir
nokkrum árum.
í öðru lagi er það afkoma tog-
aranna, sem er nú orðin svo von
laus, miðað við núverandi aðstæð
ur, að nú þegar hefur mörgum
þeirra verið lagt Það fer ekki
hjá því að við rennum huganum
til þess tíma, er togararnir skil-
uðu geysilegum verðmætum og
voru undirstaða fyrir mikilli fisk
vinnslu í sumum sjávar-byggða-
lögum þessa lands.
í þriðja lagi er það hin versn-
andi afkoma hjá þeim bátum, er
að mestu stunda bolfiskveiðar,
©g hafa verið aðalundirstaðan
undir hráefnisöflun fiskvinnslu-
etöðvanna víðsvegar um landið.
Margir af þessum bátum, undir
©g yfir 100 rúmlestir, voru byggð
ir með það fyrir augum, að þeir
tækju þátt í síldveiðum yfir sum
artímann. En sú breyting hefur
orðið á síldveiðunum síðustu ár-
in, að yfir sumartímann verður
að sækja aflann nokkur hundruð
mílur á haf út, en þegar haustar
hefur síldin komið nær landi, en
við þessar aðstæður eru það nær
eingöngu hin stærri síldveiði-
skip, sem geta stundað veiðarn-
ar. Minni skipin eru því að mestu
úr leik við síldveiðamar, eins og
aakir standa.
Þessar breytingar skapa mik-
inn vanda hjá mörgum útvegs-
manninum. Við getum á þessu
aéð, að það er ekki hægt að
leggja sama mælikvarða á
alla útgerð, viss hluti útvegsins
getur þurft á sérstakri aðstoð
að halda, þótt vel eða sæmilega
gangi hjá öði-um. Ég mun vikja
að þessum atriðum síðar í ávarpi
þessu.
Vetrarvertíðin
Um seinustu áramót, áður en
vertíð hófst var ljóst, að afkomu
horfur bátanna voru mjög slæm-
ar, nema veruleg hækkun feng-
ist á fiskverði, enda höfðu orðið
miklar kauphækkanir á síðasta
ári, sem leiddu til stórhækkun-
ar rekstrarútgjalda og einnig var
talið víst, að sjómenn myndu
akki sætta sig við annað en að
kjör þeirra hækkuðu vegna fisk-
verðshækkunar til jafns við
launahækkanir annarra launa-
atétta. Hlaut það einnig að vera
útvegsmönnum kappsmál því
að þótt þeim sé vel ljóst, að þeir
Btanda raunverulega ekki undir
að greiða þann hlut af heildar-
tekjum sínum til sjómanna, sem
þeir nú greiða, eiga þeir þó í
bvo harðri samkeppni um vinnu-
afl vð aðra atvnnuvegi,að si-
felldum erfiðleikum veldur.
Raunin varð sú, að fiskverð
hækkaði meira en áður hafði
verið við úrskurð yfirnefndar
Verðlagsráðs sjávarútvegsins 6.
janúar s.L, eða að meðaltali um
17%. Þar með var þó ekki sagt,
að þessi hækkun væri raunveru-
lega sú, sem þurfti til að tekjur
hrykkju fyrir gjöldum, heldur
mun sú stefna hafa ráðið mestu,
að hækkunin færði sjómönnum
aömu kjarabætur og aðrar launa-
Btéttir höfðu fengið á árinu á
andan. Þetta sama sjónarmið réði
ainnig, er fiskverð var ákveðið
íyrir árið 1965, og hækkaði þá
W 6,6%.
Þessi 17% hækfeun fékkst að
rúmlega hálfu leyti vegna hækk-
unar frá fiskkaupendum sjálfum,
en að öðruleyti með tilfærslum
á útflutningsgjöldum, hækkun
hagræðingarfjár til fiskiðnaðar-
ins o.fl.
Eins og ég gat um hér áður lá
engan veginn fyrir, að þessi
hækkun nægði útgerðinni. Þvert
á móti sýndi rekstursáætlun sú
fyrir meðalvertíðarbát, sem lá
fyrir síðasta aðalfundi, að hækk-
unin þurfti að vera mun meiri.
Við skulum vissulega reikna með
því, að ef sú hækkun hefði feng-
izt, hefði afkoma meðalbáts orð-
ið góð, og góðra aflabáta mjög
góð. — Hins vegar mátti það
ljóst vera, að útvegsmenn höfðu
ekki ástæðu til að líta með
neinni sérstakri bjartsýni til ver-
tíðarinnar, nema að því leyti
sem þeir gerðu sér góðar vonir
um aflabrögðin.
Vertíðin í heild olli vonbrigð-
um. Tíðarfar var slæmt og afl-
inn varð minni en vonir stóðu til
í heild um 10% minni, minnkaði
úr 228.8 þús. tonnum í 204.6 þús.
torin. Þetta segir þó ekki alla
söguna. í sumum verstöðvum
minnkaði afli stórlega t.d. í Vest
mannaeyjum, sem að visu urðu
verst úti, úr 26 þús. tonnum í
26.4 þús. tonn, og í Reykjavík úr
21.5 þús. tonnum í 22.6 þús. tonn,
en annars staðar varð að vísu
aukning. Við þetta bættist, að
sóknin gjörbreyttist frá þvi sem
áður var, þannig að stór hluti
flotans við Faxaflóa sótti á
Breiðafjarðarmiðin, langa vega-
lengd við mikinn kostnað, og
leiddi það auðvitað tii þess, að
aflinn varð ekki jafn að gæðum
og áður hafði verið, og því miklu
verðminni.
Þetta er í stórum dráttum það,
sem sagt verður um síðustu vet
arvertíð, og verður ekki ofsög-
um af því sagt, að margir útgerð
armenn sátu eftir með sárt enni.
í samræmi við það, sem verið
hefur nokkur undanfarin ár,
stundaði verulegur hluti stærri
bátanna, sem mikið hafa verið
smíðaðir á undanförnum árum
vegna uppgripaafla á síldveiðum,
ekki venjulegar vertíðarveiðar
heldur héldu áfram veiðum með
nót, ýmist þorskanót eða síldar-
og loðnunót. Enn lifir í hugum
manna vonin um síldarafla hér
við Suðvesturland að vetrinum,
en hann hefur því miður brugð-
izt hrapalega seinustu árin. Hins
vegar barst mönnum mikill bú-
hnykkur á síðustu vetrarvertíð,
þar sem var loðnuveiðin, sem gaf
hvorki meira né minna en 124.5
þús. tonn, en næsta ár á undan
49.7 þús. tonn, sem var fyrsta
árið, sem verulega munaði um
þennan afla. Við þetta bættist
sérlega hagstætt afurðaverð er-
lendis, sem aftur skapaði tiltölu
lega gott hráefnisverð. Þorsk-
veiðar í nót gáfu aftur á móti
ekki góða raun og virðist margt
benda til þess að þær vonir, sem
menn gerðu sér um uppgripa-
afla í það veiðarfæri eftir reynsl
una frá 1964, muni ekki rætast
til frambúðar.
Það er skaðlegt, að ekki skuli
finnast úrræði til að nýta betur
en raun ber vitni hinn glæsilega
bátaflota okkar til bolfiskveiða
milli síldarvertíða. Það er alkunn
staðreynd, að hraðfrystihúsin í
landinu skortir tilfinnanlega
hráefni og veldur það þeim gíf-
urlegum refcsturserfiðleikum.
Það má kannski segja, að þetta
sé fyrst og fremst þeirra vanda-
mál, en það er engu að siður
einnig vandamál útvegsmamia.
Ef hægt væri að auka nýtingu
fiskvinnslustöðvanna, myndi hag
ur þeirra stórlega batna, og þar
með myndi geta þeirra til að
greiða hærra hráefnisverð en nú
er greitt, aukast. Ég lít svo á,
að eitt mesta vandamál íslenzks
sjávarútvegs í heild, sem nú blas
ir við augum, sé hráefnisskortur
fiskiðnaðarins.
Sumarsíldveiðarnar.
Eins og undanfarin ár höfum
við átt miklu láni að fagna í
síldveiðunum, þótt hins vegar
verðfaU á mjöli og lýsi erlendis
hafi nú valdið miklum vonbrigð-
um.
Þegar verðið var á'kveðið 1
sumar kr. 1.71 hvert kg. var
Sverrir Júlíusson
reiknað með verði á lýsi 70 sterl
ingspund og 10 shillingar hvert
tonn, og á mjöli 19 shillingar og
6 pence fyrir hverja eggjahvítu-
eigingu. Verðin eru nú eða voru
til skamms tima á lýsi 50
sterlingspund og á mjöli 16 sh.
6 penee hver eggjahvítueining.
Er hér um ísíkyggilegt verðfall
að ræða, sem óhjákvæmUega
hlaut að segja til sín í síldar-
verðinu, eins og fram hefur kom-
ið.
Er vert að benda á, að þótt
fulltrúar síldarverksmiðjanna í
yfirnefnd hafi greitt atkvæði með
núgildandi verði, kr. 1.20 pr. kg,
munu þeir samt telja að verðið
sé 10 aurum of hátt, ef reiknað
er út frá sama grundvelli og
gert var í sumar, er verðið var
ákveðið kr. 1.71 pr. kg, en það
var afgreitt með atkvæði okkar
fuUtrúa og fuUtrúa sjómanna í
yfirnefnd.
En þrátt fyrir þetta er þó á það
að líta, að á síðasta ári og fram
á þetta ár, var um algert met i
háu verðlagi að ræða. í þessu
sambandi er fróðlegt að líta á
hráefnisverðið síðastliðin 5 ár,
en það hefur verið sem hér segir:
1962 kx. 145.00 pr. mál
1963 kr. 150.00 pr. mál
1964 kr. 183.00 pr. mál
1966 kr. 235.00 pr. mál
1966 kr. 243.00 pr. mál
kr. 194.50 pr. mál
kr. 170.00 pr. mál
Verðið í ár, eftir að vigtun var
tekin upp, miða ég við að 142
kg séu í máli, og byggi það sem
næst á þeirri athugun, sem fór
fram á vegum Verðlagsráðs sjáv
arútvegsins haustið 1966. Eins
sleppi ég gUdandi verði tU 10.
júní í ár. — Þessar tölur sýna,
að þrátt fyrir allt, og miðað við
reynslu undanfarinna ára, verð-
ur ekki sagt að um verðhrun sé
að ræða á síld til bræðslu. —
Tvær meginástæðurnar fyrir verð
fallinu í sumar og haust eru auk-
in heUdarframleiðsla mjöls og
lýsis í heiminum og samdráttur
á neyzlu, a.m.k. fram tU þess er
síðast er vitað, en hann stafaði
af því að notendum þessara af-
urða, sérstaklega mjöls, þótti það
svo dýrt, að ekki svaraði kostn-
aði að nota það í fullum mæli,
þ.e. að afurðaaukning þeirra
vegna fyllstu mjölnotkunar
svaraði ekki kostnaði. Þetta get
ur svo aftur lagazt nú, er mjöl-
verð hefur lækkað.
Gerð hefur verið athugun á
síldarafflamim, norðan- og aust-
anlands frá því í vor, og and-
virði hans tU bátanna, miðað við
s.l. laugardag, 26. nóvember, og
er hún eins nákvæm og freskast
er unnt eftir þeim gögnum, sem
fyrir hendi erú. Sýnir hún að
alls hafa tekið þátt í veiðum
fyrir Norður- og Austurland 184
bátar. Af þeim hafa 37 bátar afl-
að innan við 1000 t. 76 bátar afl
að frá 1000 — 4000 tonn, 64 bátar
aflað frá 4000 — 7000 tonn og 8
bátar afflað yfir 7000 tonn.
Heildarafflinn er um 642 þús.
tonn að verðmæti um 1 miljarð-
ur og 58 miUjónir króna. Er þá
dregið frá flutningsgjald tU síld
arflutningaskipa, tæpar 19,4
mUljónir króna. Samkvæmt þessu
er meðalverðmæti tU bátanna kr.
1.65 pr. kg.
Þá hefur verið gerð athugun,
miðuð við 19. nóv. s.L á afla báta
að 120 rúmlestir, báta 120-200
rúml., og báta yfir 200 rúmlestir,
og sýnir það yfirlit eftirfarandi:
Varðandi þetta yfirlit skal
þess getið, að eigi er reiknað með
þeim sUdarafla, er bátar hafa
fengið við Suður- og Suðvestur-
land. Gefur yfirlitið þvi eigi alls
kostar rétta mynd, einkum að
þvi er varðar báta undir 120 rúm
lestum.
Síldaraflinn fyrir Norður-
og Austurlandi er nú meiri
en nokkru sinni fyrr
eða ein* og fyrr segir 642 þús.
tonn á móti 517 þús. tonnum á
sama tíma í fyrra, sem var
metár. Þetta hefur gerzt þrátt
fyrir mjög slæmt tíðarfar í októ-
ber og nóvember í ár, en í þeim
mánuðum í fyrra var tíð yfir-
leitt mjög góð.
Það má einnig telja tU merkra
tíðinda nú, að á þessu ári er aU-
ur bræðslusíldaraflinn veginn úr
skipunum í stað mælingarinnar,
sem áður tíkaðist. Er hér um
gamalt sanngirnismál og baráttu
mál samtakanna að ræða og ber
að þakka ríkisvaldinu þann stuðn
ing, sem það veitti tU að hrinda
því £ framkvæmd. Þótt deila
megi um það, hvort þessi breyt-
ing muni leiða tU raunverulegr-
ar verðhækkunar á bræðslusíld,
er hitt þó fuUvíst, að með henni
er rutt burtu allri tortryggni um
að rangindum sé beitt. Gamalt
leiðindamál er úr sögunni og ber
sannarlega að fagna því.
Rannsóknanskip fyrir sjávarút-
veginn.
Þá ber enn fremur að fagna fyr
irsjánlegum framgangi annari
merkismáls. Eins og fundarfuU-
trúum er minnisstætt, sam-
þykkti síðasti aðalfundur álykt-
un þess efnis, að skattleggja
allan síldarafla um Vá %, enda
kæmi jafnhátt framlag á móti
frá síldarkaupendum, og sé fénu
varið tU smíði nýs síldarleitar-
og síldarrannsóknarskips. Um
þetta atriði fékkst samstaða
allra viðkomandi aðila. Smíði
skipsins er hafin í Bretlandi og
standa vonir til að það komi i
gagnið í júní á næsta ári. Á
skipið að verða um 450 brúttó-
tonn að stærð og búið öllum
beztu tækjum tU síldarleitar og
sildarrannsókna. Ég læt í ljós
fögnuð minn yfir framgangi
þessa merka máls og því hve
fljótt þessi draumur ætlar að
rætast, sem gat fyrir einu áu:i
sýnzt jafnvel fjarlægur.
Þetta mál minnir á annað
skylt mál, en það er smíði fuU-
komins alhliða haf- og fiskirann
sóknarskips. Þetta mikilsverða
mál er vissulega mikið hags-
munamál islenzks sj ávarútvega
og hefur lengi verið í undirbún-
ingi. Fé hefur verið aflað til
framkvæmda með sérstöku út-
flutningsgjaldi á sjávarafurðir,
og nú virðist búið að skapa
grundvöU fyrir framkvæmdum.
Búið mun vera að gera allar
nauðsynlegar teikningar og út-
boð í undirbúningi. Eigi get ég
frætt fundarmenn um hvenær
vænta megi þessa mikilvæga
skips, en þess verður vonandi
ekki langt að bíða. Komudagur
þess í íslenzka höfn verður vissu
lega mikiU fagnaðardagur fyrir
alla þá, sem unna íslenzkum
sjávarútvegi.
Síldveiðar sunnan- og vestan-
Iands.
Þótt á margan hátt sé hægt
að segja glæsilega sögu af síld-
veiðunum austanlands, verður
Meðal-
hásetahl.
m/orlofi
61.600,00
182.000,00
261.700,00
ekki sama saga sögð af síldveið-
unum sunnan- og vestanlands,
alveg sérstaklega á vesturhluta
þess svæðis. Helzt hefur verið
um afla að ræða við Vestmanna
eyjar, aðallega á veiðisvæðun-
um austan eyjanna austur und-
ir Hornafjörð, og var t.d. mikill
afli á þessum miðum á sL árL
Um þetta leyti í fyrra var síld-
araflinn sunnan- og vestanlands
um 114 þús. tonn, en nú er
hann einungis orðinn milli 45
og 50 þús. tonn. Þetta hefur kom
ið sér mjög illa fyrir minni síld-
veiðibátana, sérstaklega vegna
þess, að eftir að sú breyting
hefur orðið á úti af Austur-
landi, að þurft hefur að sækja
síldina æ lengra frá landi, hafa
minni bátarnir helzt úr lest-
inni á þeim miðum, en leitazt
þess í stað við að stunda veið-
arnar sunnanlands. Þessi þróun
sézt bezt af því að 1 ár stunda
184 bátar síldveiðar norðan- og
austanlands, 1965 voru þeir 210,
1964 voru þeir 243 og 1963 voru
þeir 226.
Má gera sér í hugarlund hví-
líkir erfiðleikar þessi samdrátt-
ur hefur verið þessum flokki
báta, og ef ekki rætist úr með
þessar veiðar, er þarna að skap-
ast enn nýtt vandamál, sem
finna verður lausn á.
Kjarasamningar við sjómenn.
Um kjarasamninga við sjó-
menn er fátt að segja; um þau
Framhald á bls. 21
Meðalafla-
Fjöldi Meðalafli verð
Bátar að 120 rúmL 56 1.022 tonn 1.686.300,00
— 120-200 — 49 3.389 tonn 5.5911.850,00
— yfir 200 — 78 5.07« tonn 8.376.400,00