Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3
Fínimtudagur I. ðes. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
í GffiR unnu stórviiliar velar
að því að ryðja helztu götur
Reykj avíkur aí snjó. Mbl.
náði tali af Guttormi Þormar
hjá Borgarverkfræðingi, og
sagði hann, að á mánudaginn
hefðu verið gerðar tilraunir
með nýja gerð salts á Flóka-
götu. Salt þetta á að valda
minni ryðmyndun á bifreiðum
en það salt, sem áður hefur
verið notað. Guttormur sagði,
að hér væri aðeins um tilraun
að ræða, og ekki lægju fyrir
neinar skýrslur hérlendis,
sem sannað gætu, að þetta
efni reyndist betur en önnur
efni, sem Reykjavíkurborg
hefur látið reyna á götum
borgarinnar. Að vísu væri sait
þetta hraðvirkara en önnur
Að moka með handafli
Á brott með snjóinn
efni, sem borin hafa verið á
göturnar, en það er geysidýrt,
og erfitt er að takmarka magn
ið, sem dreifist á göturnar úr
dreifum borgarinnar.
Við gengum út á götu í gær
og horfðum á aðfarirnar:
snjónum var hlaðið á vöru-
flutningabíla með stórvirkum
skóflum. Á gangstéttunum
unnu menn með skóflur við
að hreinsa snjóinn út á göt-
una, þar sem skóflan gleypti
hann í gríðarstóran kjaft sinn.
Einn þeirra, sem unnu með
handskóflu er miðaldra mað-
ur. Hann sagði að það væri
munur að moka snjó nú en
var í gamla daga, þegar þurfti
að moka honum upp á bílana
með handafli. Það virtist svo
á götunni í gær, að tímarnir
væru virkilega breyttir. Satt
að vísu, en aðeins svo langt
sem menn geta umskapað
tíma: snjórinn, óháður mann-
legum duttlungum, var samur
við sig.
Þörf á innflutningi ísl.
kindakjöts til Noregs
Norski land-
búnaðarráðherrann
svarar fyrirspurn
á þingi
Osi, 30. nóvember NTB
FYRRA helming árs 1967 verð-
nr þörf á ákveðnum innflutn-
Ingi kindakjöts til Noregs, ef
nnnt á að verða að fullnægja
þeim eftirspurnum fullkomlega,
eem fyrir hendi munu verða.
Enn er ekki unnt að segja fyrir
nm, hve mikil þörfin verður á
innflutningi. Þess vegna hefur
verið ákveðið að framlengja þá
skipun, sem höfð var á þessum
málum í fyrra, og innflutnings-
heimild verið veitt fyrir 700
tonnum af íslenzku kindakjötL
Þetta kom fram í svari Bjarne
Lyngstads norska landbúnaðar-
ráðherrans við fyrirspurn 1
norska stórþinginu í dag, sem
borin var fram af Knut Haus
þingmanni frá Rogalandi. Við
mat á innflutningsmagninu hefði
ráðuneytið tekið að nokkru til-
lit til þess, að ísland hefði frem-
ur óhagstæðan verzlunarjöfnuð
við Noreg, en fslendingar hefðu
farið fram á 1200 tonna innflutn
ing.
Hamborg, 30. nóv. — NTB:
MEIRA en 3000 manns í Ham-
borg fóru í dag í mótmælagöngu
til þess að sýna andúð sína á
hinum öfgakennda flokki þjóð-
ernissinna í Vestur-Þýzkalandi.
Framhaldsaðal-
fundur Kaup-
mannasamtak-
anna
Þriðjudaginn 29. nóv. var
haldinn framhaldsaðalfundur
Kaupmannasamtaka fslands og
hófst hann að Hótel Loftleiðum
kl. 20,30.
Formaður samtakanna, Sig-
urður Magnússon setti fundinn
og tilnefndi Sigurð Óla Ólason
alþingismann, sem fundarstjóra
og Val Pálsson og Reyni Sig-
urðsson, kaupmenn sem fundar-
ritara.
Á dagskrá fundarins voru um-
ræður og afgreiðsla á nýjum
lögum fyrir samtökin.
Framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtakanna, Knútur
Bruun, hdl. hafði framsögu, lagði
fram tillögu að nýjum lögum
fyrir samtökin og skýrði megin
þætti frumvarpsins svo og ein-
stök atriði þess.
Allmargir fundarmenn tóku til
máls um lagafrumvarpið og var
síðan samþykkt með örfáum
breytingartillögum.
f fundarlok gerði Sigurður
Magnúson grein fyrir viðræðum
forráðamanna samtakanna við
ráðherra um framkomið stjórnar
frumvarp á Alþingi til laga um
verðstöðvun og ræddi þau nýju
viðhorf, sem skapast hefðu í
verðlagsmálum.
SJOVATRYGGI
ERVEITRVGGT
SIM111700
SJmiMNWELAG ISUMSII
Héma sér vélin nm erfiðið
FERÐA
TRYGKAR
STáKSTEIIIIáR
^ «^» «^»
750 milljónir króna
Þrátt fyrir allmiklar umræðnr
um verðfallið á útflutningsafurð-
um okkar, munu menn þó ekki
almennt gera sér grein fyrir því,
hversu víðtækt það er. Viðskipta
máiaráðherra gaf nokkrar upp-
lýsingar um það á Alþingi s.I.
þriðjudag við umræður um verð
stöðvunarfrumvarp ríkisstjórnar-
innar og kom þar frarn, að ef
aflinn væri áætlaður til áramóla
og miðað væri við verðlag það
sem gildir í dag mundi verð-
mæti aflans vera 750 milljónum
króna minni en orðið hefði, ef
verðlag ársins í fyrra hefði hald-
ist og 630 milljónum króna minni
ef miðað væri við meðalverðið
í ár. Ráðherrann sagði, að miðað
við verðlag 1965 væri heildar-
framleiðsla sjávarafurða í ár um
80 milljónum krónum minni. —
Verðhækkanir urðu síðari hluta
árs 1965 og fyrri hluta 1966,
meðalverð þorskafurða hækkaði
um 10% og meðalverð skelfisks
afurða um 5%, en meðalverð
útfluttrar síldar og loðnuafurða
lækkaði hins vegar um 12%.
Heildarverð 1966 er 2% lægra en
verðið var 1965. Ef það verð sem
gildir nú hefði gilt allt þetta ár
hefði verðmæti útfluttra þorsk-
afurða aukist um 3—4% fram
yfir það sem var í fyrra, en verð
mæti síldar og loðnuafurða hefði
orðið 28% lægra. Heildarlækkun
í ár á þorski, síld og loðnuafurð-
um væri því 13%.
Aumleg frammistaða
Það vakti athygli í umræðun-
um á Alþingi nm verðstöðvunar-
frumvarpið, að forvígismenn
stjómarandstöðuflokkanna voru
á stöðugum flótta frá málefna-
legum umræðum um þau raun-
verulegu vandamál, sem að
steðja, og ríkisstjórnin hefur á-
kveðið að beita sér fyrir lausn á.
Formaður Framsóknarflokksins
fékkst í rauninni ekki til þess að
ræða alvarlega verðfallið i út-
flutningsafurðunum og þau nýju
viðhorf, sem skapazt hafa af
þeim sökum, en sneri sér hins
vegar að því verkefni að tala um
verðlagseftirlit og niðurgreiðsl-
ur. Formaður þingflokks Alþýðu
bandalagsins einbeitti athygli
sinni fyrst og fremst að álagn-
ingarreglum verzlunarinnar, en
sá ekki ástæðu til þess að eyða
miklum tima í að ræða vanda-
mál sjávarútvegsins og er honum
þó málið nokkuð skylt. Þessar
fyrstu umræður í þinginu nm
verðstöðvunina sýndu greinilega
a ð stjórnarandstöðuflokkarnir
eru á hröðum flótta og grípa til
allra hugsanlegra ráða til þess
að komast hjá alvarlegum um-
ræðum um vandamál sjávar-
útvegsins.
Vinstristjómar lög
I þessum umræðum héldo
bæði Eysteinn Jónsson og Eúð-
vík Jósefsson því fram, að verð-
stöðvunarfrumvarp rikisstjómar-
innar væri blekking ein og sýnd-
armennska. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra benti þá á að
28. ágúst 1956 hefði vinstri stjórn
in sett lög sem giltu til áramóta
sama árs þar sem gert var það
sama. Orðalag hefði að visu ekki
verið eins, en efnið það sama.
„Og ég vil taka fram“, sagði for-
sætisráðherra, „að þessarar heim
ildar er leitað til þess að henni
verði beitt og það mun verða
gert ef Alþingi samþykkir.
Þetta er liður í áætlun, og ef
hún bregst þá verður náttúrlega
að endurskoða afstöðuna.“