Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. des. 1966 Brezki irmflutnings- tollurinn afnuminn London 30. nóvenruber — NTB. KINN umdeildi innflutningistoll- ur Bretlands, sem afnuminn var í nótt hefur sennilega kostað inn- flytjendur 400—450 millj. pund þau tvö ár, sem hann hefur ver- ið í gildi. Tollurinn, sem upp- haflega var 15%, en var síðan lækkaður niður í 10%, var lagð- ur á tilbúnar vörur, strax eftir að brezki verkamannaflokkurinn komst til valda í október 11964. Ekki eru fyrir hendi neinar opinberar tölur, en á grundvelli þeirra tolltekna, sem gefnar hafa verið upp, er unnt að reikna St, Brynjólfur Jóhannesson hve mikið brezka ríkið hefur hagnazt á tollinum vegna minn’l- andi • innflutnings. Slíbur lYc- reikningur leiðir í ljós, að í stað- inn fyrir þau 340 millj. pund, sem Wilson reiknaði með á tveggja ára tímábili, verða end- anlegar tölur einhvers staðar á milli 400 og 450 millj. pund. I>að er því unnt að segja, að Wiison hafi náð því marki, sem hann vildi, þ. e. að atfla ríkissjóði auk- inna gjaldeyristekna. ðjoproi í mali Sæúlfs Eins og skýrt var frá í Mbl. sökk vélbáturinn Sæúlfur frá Tálknafirði 25. f. m. 23 sjómíl- ur austur af Dalatanga, er hann var á leið til lands með síldar- farm. Sjóprófum er nú lok’ið í mál- inu og tjáði Sigurhjörtur Péturs son, fulltrúi bæjarfógeta á Seyð isfirði, blaðinu að ekkert hefði komið fram er -skýrt gæti það, að báturinn sökk, er hann hallað ist í stjór. Engin síld var á dekki er þetta gerðist og lestin var full af síld. Svo sem greint var frá björg- uðust allir skipsmenn um borð í Vonina frá Keflavík, en misstu allar eigur sínar um borð í skipinu. ííí:í?55í A- Íííívíííiiíííí Jólatréð á Austurvelli. Beðið eftir tilneiningu fulltrún Karlar eins og ég ÚT er kamin bók, sem nefnist Karlar eins og ég, sem eru ævi- minningar Brynjólfs Jó'hannes- sonar leikara. ólafúr Jónsson, bókmenntagagnrýnandi Alþýðu- blaðsins, færði bókina í letur, Gísli B. Björnsson sá um útlit, og útgefandi er Setberg. Ekki þarf að kynna Brynjólf Jóhannesson. Hann er með elztu leikurum þessa lands og vinsæll mjög. Hjá Leikfélagi ReykjavíV- ur hefur hann nú starfað um 42 ára skeið og oftast leikið í Iðnó. Bókin er 220 bls. að stærð og I henni fjöldi mynda. Eru þær einkum aif Brynjólfi í hinum ýmsu hlutverkum. Aftan við æviminningarnar er hlutverka- skrá Brynjólfs frá árinu 1916 til 1966. Eru hlutverkin 177, þar af hefur hann leikið 159 sinnum í Iðnó. Auk þess hefur hann kom- ið 300 sinnum fram í útvarpinu. í éftirmála segir Brynjóifur: „Ég hef ekki talið æviferil minn það merkilegan að ástæða væri til að festa hann á bók. Og ég hef Mtið verið gefinn fyrir slik rit, sem sum hafa verið ýkt, ósönn og jafnvel gerð að píslar- vættisskáldritum. En það, sem ýtti undir mig að tóta nú undan ásókn ýmissa góðra manna, var það tækifæri sem bauðst til að gera stutt yfir- Mt um starfsemi Leikfélags Reykjavíkur þau 42 ár, sem ég hef starfað hjá félaginu. Því mið- ur er ekki til nein heildarsaga þess merkilega fórnar- og braut- ryðjendastarfs, sem Leikfélagið hefur unnið í nær 70 ár. Þetta er ekki tæmandi saga Leikfélags Reykjavíkur, þó að óhjákvæmilega komi margt fram sem er samofið starfi mínu í fé- Iaginu". Ólafur Jónsson til frekari umræðna um stofnun olíusamlags Mbl. snéri sér í gær til Magn- úsar Valdimarssonar hjá FÍB, og spurðist fyrir um hvemig gengi með stofnun olíusamlags ins, sem mjög befur verið til umræðu að undanförnu. Magnús sagði að svo stöddu væri lítið hægt að segja um mál ið, nema hvað beðið væri eftir að nokkur félög, sem áhuga hefðu sýnt á stofnun samlagsins til- nefndu fulltrúa til frekari um- ræðna um samlagsstofnunina. Kvað Magnús hina nýju samn inga olíufélaganna við Bússa varðandi innflutning á oktan- Emil Jónsson endurkjörinn formaður Al- þýðuflokksins ÞING Alþýðuflokksins hófst í Reykjavík sl. föstudag og lauk aðfaranótt mánudags. Pormaður flokksins var end- urkjörinn Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra. Gylfi í>. Gíslason, menntamálaráðherra, var endur kjörinn varaformaður og Bene- dikt Gröndal, ritstjóri og alþing- ismaður, var endurkjörinn rit- arL Stúdentablaðið komið út ÚT ER komið Stúdentablað 1. des. 1966. Gefur Stúdentafélag Háskólans blaðið út, og er það í fyrsta skipti, sem þetta félag sér um útgáfuna. Meðal efnis í blaðinu eru minn ingargreinar um síra Bjarna Jónsson, Kristin Ármannsson, rektor og Lúðvík Guðmundsson, skólastjóra. Þá er grein um hand- ritin eftir rektor, Ármann Snæv- arr. Aðalgrein blaðsins er helguð málefni dagsins, andlegu sjálf- stæði, og er Sigurður A. Magnús son höfundur hennar. Einnig eru greinar um félagslíf stúdenta. Blaðið verður til sölu í bóka- verzlunum. hærra bensíni engin áhrif hafa haft á stofnun samlagsins. Öryrkjoheimíl- ina bsrst gjöf frú Zionsklúbbi Kjolarness Svo sem áður er getið, mun veggur í anddyri hins nýja Ör- yrkj aheimilis við Hátún verða gerður sérstaklega til þess að geyma nöfn þeirra er gefa fé til byggingarinnar. Nýlega barst Öryrkjabandalaginu svohljóðandi bréf: „Á fundi sem haldinn var í Lionsklúbbi Kjalarnesþings, fimmtudaginn 13. október 1966 var samþykkt með öllum atkvæð um, að gefa til byggingar ör- yrkjaheimilis þess, sem nú er hafin framkvæmd við í Reykja- vík, fjármuni að upphæð tuttugu og fimm þúsund krónur“. Öryrkj abandalagið flytur hug- heilar þakkir fyrir þessa rausn- arlegu gjöf, sem sannarlega kem- ur í góðar þarfir. (Prá Öryrkjabandalaginu). Tvær barna- bækur frá ísafold Komnar eru út tvær nýjar barnabækur hjá Isafold, eftir Ingibjörgu Jónsdóttur og Ragn heiði Jónsdóttur. Bók Ingibjargar heitir „Strák- ar eru og verða strákar“. Fjall- ar hún um þrjá litla ólátabelgi, Gísla, Eirík og Helga sem kom- ast ekki á skólaaldur fyrr en þeir tveir elztu í bókarlok. Bók Ragnheiðar heitir „Atli og Una“, og er saga fyrir börn og unglinga. Fjalar hún um sumardvöl barnanna að Höfða og þau fjölmörgu ævintýri, sem þau lenda þar í. Sigrún Guðjóns dóttir gerði kápumynd og teikn- ingar í texta. — Handritastofnun Framhald af bls. 1. isútvarpinu, þar sem lands- menn allir voru bvattir til þess að styðja byggingu húss fyrir handritin með fjár- framlögum. Leitaði Stúdenta- félagið síðan samvinnu við helztu félagssaimtök landsins um söfnun þessa, og tilnefndu þau hvert einn fulltrúa 1 landsnefnd, en Stúdentafé- lagið 3 fulltrúa. Hófst að þvl búnu alimenn fjánsöfnun. Var málið kynnt í blöðuma og útvarpi með ýmsum ráli- um, en aðalsöfnunin fór þó fram innan félagssamtakanna með bréfum og fjársöfnunar- Mstum. Varð þátttaka mjög almenn og skiptu gefendur mörgum þúsundum. Barst þó fátt stórgjafa en á hinn bóg- inn bárust gjafir frá nær hverjum einasta hreppi lands- ins. Á lokadegi söfnunarinn- ar, 1. desember, fór fram merkjasala með betri árangri en áður voru dæmi tiL Síðan sagði Páll Ásgeir, að nú, þegar síðustu hindruninni hefur verið rutt úr vegi og fullvíst að handritin komi heim, hefði landsnefndin orð- ið sammála um að afhenla menntamálaráðlherra íslands söfnunarféð. í gjafabrófinu segir m. a. : „Árið 1952 fór fram fjár- söfnun til byggingar húss yfir hin fornu handrit, sem þjóðin vonaðist til að kæmu heim til íslands áður en langur tírni liði. Stúdentafélag Reykja- víkur hafði forgöngu, en leit- aði jafnframt liðsinnis og samvinnu við flest félagssam- tök í landinu. Fulltrúar frá þessum samtökum skipuðu landsnefnd fjársöfnunarinnar. Fjárframlög bárust úr öll- um byggðalögum landsins. Með því undirstrikuðu ís- lendingar vilja sinn í verki til endurheimtu handritanna svo og að þeim væri búinn sæmandi samastaður. Fé það, sem safnazt hefur er nú að upphæð kr. 1.000.000 ein milljón krónur. Þar sem málum er nú svo komið að sýnt er að handritia köma heim viljum við undir- ritaðir fulltrúar í fjársöfnun- arnefndinni hér með afhenda menntamálaráðlherra íslands fé þetta. Fylgir því ekkert skilyrði annað en að þessu frjálsa framlagi almennings I landinu, tákni um samihug og virðingu þjóðarinnar fyrir dýrmætum menningararfi verði varið til byggmgar handritahúss". Páll kvað það vera ótk þeirra, sem að söfnuninni stóðu, að framlög muni halda áfram að berast til Handrita- stofnunar íslands. „Eins og fram esr tekið í gjaífabréfinu fylgja gjöfinni engin skil- yrði“, sagði hann að endingu. „En það er von okkar að með þessari þjóðargjöf sé lagður fram drjúgur skerfur ti‘1 veg- legs minnisvarða um forna, sígilda bókmennt íslands. Við erum þess fullviss að með þessari þjóðargjöf hafi ít- lenzknr almenningur 1 a g t fram enn eina sönnunina fyrir siðferðilegum rétti okkar til þessarar merkustu menning- ararfleiðar, sem nú er á leið- inni heim eftir langa útivist“. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málax áðherra, þakkaði gjöf- ina. Hann kvað ríkiestjórnina hafa rætit um ráðstöfun á fé þessu, og einnig hefði hann rætt við forráðamenn Hand- ritastofnunarinnar og gefend- ur. Hefðu allir orðið sammála um að leggja það ekki i væntanlegan byggingarkostn- að, heldur til þess að gera listskreytingar á húsinu, og yrðu íslenzkir listamenn að sjáifsögðu fengnir ttl þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.