Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. 3 Krakkarnir prentuðu jólakortin sín sjálf BÖRN í einum barnaskólan- um í Reykjavtík, Höfðaskóla, framleiddu í ár sín eigin jóla- kort, teiknuðu þau, bjuggu myndamótin og prentuðu ajálf. Voru þetta al'lra falleg- ustu jólakort, eins og sjá má á þessum tveimur, sem vi’ð Ibirtum hér myndir af. Kennari bekkjaríns, Árni Jón Pálmason, útvegaði sér gamla handsnúna vindu, og notaði hana fyrir pressu, en einn nemandinn fékk svolitla prentsvertu hjá pabba sínum. Svo skáru krakkarnir mynd- ir sínar út í gólfdúkspjötlur og bjuggu sér þannig til myndamót, sem kennarinn setti á kefli vindunnar og prentaði eins mörg eintök fyrir þau og þau vildu af jóla kortunum þeirra. Árni hafði í sumar verið í Þýzkalandi og keypt þá nokkra útskurðarhnífa, til notkunar við að skera í lino- leum og lét krakkana nota Iþá. Brýndi hann fyrst vel fyr ir þeim, 'hvemig þau ættu að beita hndfnum frá sér, til að ekki væri hætta á að þau skæru sig, og voru þau fljót að komast upp á það. I>að þarf ekki alltaf flókinn og dýr an útfoúnað, éf beitt er svo- litlu hugmyndaflugi og vilja til að leysa vandamálin. í bekknum eru 11, 12 og 13 ára börn. Þau voru fjarska ánægð með prentsmiðjuna sína og kortin, sem von er. Sezt var á rökstóla til a’ð velja fyrirtækinu heiti og kom fram sú hugmynd að láta það heita Bókin. Það töldu sumir ekki geta gengið, þar sem ekki yrðu prentaðar neinar bækur í prentsmiðjunni. — Já, en. ein prentsmiðja jheitir Hólar og ekki em nein- ir hólar þar, sagði þá einn pilturinn. Og það leysti mál- ið. Þá var auðvitað alveg eins hægt að láta þessa prent- smiðju heita Bókin. Krakkarnir sendu svo fall- eg jólakort, sem þau höfðu gert gert sjálf, til vina og ætt- ingja, sem áreiðanlega hefur þótt ennþá meira varið í þau. SMSIEIiAR Engin stefna Áramótagreinar leiðtoga stjóm arandstöðuflokkanna s ý n d u tvennt: í fyrsta lagi, að þessir stjórnmálaleiðtogar og flokkar þeirra eru algjörlega stefnu- lausir gagnvart þeim vandamál- um og framtíðarverkefnum, sem úrlausnar krefjast á næstunni. Og í öðru lagi, að báðir þess- ir stjórnmálaleiðtogar, Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson, tala tungu liðins tíma, sem tslend- ingar á siðari hluta 20. aldar eiga erfitt með að skilja af þeirri einföldu ástæðu, að við- horf þessara manna mótast enn af þeim vandamálum, sem við var að etja fyrir þremur ára- tugum. Þeir hafa ekki fylgzt með tímanum og þess vegna er engum blöðum um það að fletta að þeir eru báðir að renna sitt loka- skeið á stjórnmálabrautinni. For- maður stærsta stjórnarandstöðu- flokksins, Framsóknarflokksins, hafði ekki annað fram að færa í áramótahugleiðingum sínum en endurtekningar á rangfærslum um fjárlögin, sem fyrir löngu hafa verið hraktar bæði í Al- þingi og á öðrum vettvangi, ítrek un á áragömlum fullyrðingum Framsóknarmanna um að at- vinnuvegimir fái ekki lánsfé. Og loks skrifar hann enn um það að „efla eigi sterkan umbóta- fIokk“, þótt sveitarstjómarkosn- ingarnar sl. vor hafi endanlega eyðilagt alla drauma Framsókn- armanna um það, að þeir gætu sameinað vel flesta vinstri menn í landinu í sínum flokki. Engin úrræði Góiir dómar þýzkra blaða — um Norræna myndlistarsýningu i Hannover 1 JÚNI sl. var haldin samnor- ræn sýning á verkum málara og myndhöggvara í Hannover í Þýzkalandi. Það var Nordisk? Kunstförbundet sem fyrir sýn- ingunni stóð, en það hefur áður staðið fyrir hliðstæðri sýningu, þá í Róm fyrir 11 árum. Viðstaddir opnun sýningarlnn ar voru m.a. ambassador íslands og Svíþjóðar í Þýzkalandi, svo og ræðismenn Norðurlandanna þar. Á sýningunni vom 170 mál- verk og 35 höggmyndir. Vakti sýning þessi töluverða athygli og var mikið um hana skrifað í þýzk blöð. Ejúka blöðin lofs- orði á listaverkin og segja þau sérstæð og í augljósum tengsl- um við Norræna náttúra. Verður hér lítillega rakin ummæli nokkurra blaða um þá íslenzku listamenn er þátt tóku í sýningunni. Jón á Þúfu láfinn VALDASTÖÐUM. 3. Janúar. — Jón Bjarnason á Þúfu í Kjós lézt á nýársdag, Jón bjó á Þúfu ollan sinn búskap, var merkis- bóndi og kom upp börnum. Jón var elzti karbnaður í Kjósar- sýslu á 86. aldursári, er hann iézt. — S. G. Dietrich Helms ritar m.a. svo: Meðal Dananna vekja tveir mál- arar athygli, Wilhelm Freddie (f. 1909), þróttmikill málari fí- gúrativra hópa, sem var í snert ingu við súrrealismann á fjórða tug aldarinnar, en er nú í ná- inni snertingu við Jorn og Bacon og Alsing Nielsen (f. 1907), sem málar hávaðalausar myndir í jarðarlitum. í mynd- um íslendingsins Jóhanns Briem má sjá skyldleika með Nolde. Hann málar myndir sínar með sterkum litum. Jóhannes Kjar- val málar mjög sérkennilegar myndir. Hjá honum komast lit- irnir í órólega hringiðu, og í hverju smáatriði mótast þeir þessum. ókyrru skreytilistardrátt um, sem birtast einnig í stærra formi í útlínum. Jafnvel undir- skrift þessa listamanns rennur út í bandskreytingar. Gjallturn eða öllu heldur gjallfjall úr bráðnu alúmíníum, járni og kop ar eftir Jóhann Eyfells sýnir með gjörólíku efni sama óróa í hverju einstöku atriði og skilst helzt í sambandi við náttúruna eins og verk Kain Tippers, hér auðvitað alveg sérstaklega í sam bandi við náttúru íslands........“ Rudolf Lang segir m.a. svo í dómi sínum um sýninguna: „Það er ekki heldur erfitt að finna ákveðin séreinkenni, sem eru einkennandi fyrir listamenn hinna einstöku landa. Til dæmis hafa íslendingarnir, sem eru auð sjáanlega leiðir á hinn tíða dumbungsveðri og rigningu lands síns, flestir dálæti á sterk um, skærum litum. I>etta sann- ast greinilega á verkum Jóns Engilberts úr Reykjavík, sem eru gædd mjög aðlaðandi form- um, og einnig á málverki Reyk víkingsins Svavars Guðnasonar „Sól í hvirfilpunkti", sem minn- ir á mynd frá upphafsárum ex- pressjónismans.“ Werner Schuman ritar m.a. svo í blaðið Badische Neueste Nachrichten: „Einn mesti hæfi- leikamaðurinn meðal íslending- anna virðist vera Jóhannes Jó- hannesson með hinni leiftrandi kompósisjón ,Stormur“. Auk þess sker sig úr mynd Valtýs Péturssonar „Hugsanir um kletta“, verk í kúbískum form- um, og hin hrífandi natúralist- iska mynd af fiskimanni eftir Jðhannes Kjarval, „Við, hafið“. Kjarval er aldursforseti íslenzku þátttakendanna sem hafa flestir stundað nám í Kaupmannahöfn. c I HAFNARFIRÐI 2ja herb. íbúð í Kinnunum, jarðhæð. Útborgun ca. kr. 300 þús. Einbýlishús í Kinnunum, 5 herb., eldhús, baf og þvottahús. Bílskúr. Ræktuð lóð. Einbýlishús, 4 herb., eldhús, bað og þvottah., á Hvaieyrarholti. Símí 21735 SKIP & FASTEIGNIR Austurstraeti 18 III hæð Eftir lokun. 36329 1 áramótahugleiðingum form. Framsóknarflokksins komu eng- ar nýjar hugmyndir fram, hvorki til lausnar aðsteðjandi vanda- málum í atvinnulifinu eða í sambandi við þau framtíðar- verkefni sem vinna verður að. Eysteinn Jónsson hefur ekkert fram að færa um vandamál tog- araútgerðarinnar. Hann hefur ekkert fram að færa um vanda- mál minni bátanna. Hann hefur ekkert fram að færa um erfið- leika hraðfrystihúsanna vegna efnivöruskorts. Hann hefur enga tillögu um það, hvernig leysa beri þau vandamál, sem skapazt hafa sökum verðfallsins á annan veg en rikisstjórnin hefur ákveð- ið að gera. Hann er stefnulaus stjórnmálaleiðtogi með stefnu- lausan flokk, sem hefur dagað upp í nútima Islandi og er enn að velta fyrir sér vandamálum liðinna tíma. Hvað er að hrynja? Einar Olgeirsson forystumaður kommúnista spyr í áramótahug- leiðingum sinum: Hvað er að hrynja? Þessi aldni forystumað- ur kommúnista virðist ekki enn hafa gert sér grein fyrir því að það, sem þegar er hrunið, era ekki aðeins hugmyndir hans um kommúniskt þjóðfélag á Islandi heldur og einnig það valda- kerfi, sem þeir höfðu byggt upp á íslandi og flokksvél þeirra. Sameiningarflokkur Alþýðu, Sósí alistaflokkurinn er hruninn. Á- hrif hans í verkalýðshreyfing- unni og meðal menntamanna eru búin og tilraun þessa flokks til þess að framlengja líf sitt með stofnun Alþýðubandalagsins hef- ur nú endanlega farið út um þúfur. Þær vonir, sem aðilar þess gerðu sér um framtíðina að loknum sveitarstjómarkosningun um sl. vor eru brostnar. Þess vegna eru það fyrst og fremst hugmyndir og flokkskerfi komm- únista á fslandi, sem þegar er hrunið, og framundan hjá þeim er ekkert annað en sú skemmd- arverkastarfsemi, sem þeir um áratugaskeið hafa unnið í ís- lenzku efnahags- og atvinnulífi, en til allrar hamingju hafa þeir nú ekki lengur jafngóða að- stöðu til skemmdarverka og þeir áður höfðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.