Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. Skozka landsliðið í hnattferö í maí — til undllrbúnings heims- meistarakeppni árið 1970 UM miðjan maí leggur skozka landsliðið í knattspyrnu upp í 30 daga keppnisför og áður en lýkur fer skozka liðið umhverf- is hnöttinn. Þetta er upphaf á- ætlunar til undirbúnings þátt- töku Skota í næstu heimmeist- arakeppni 1970. Skotar segja, að þetta sé umfangsmesta og glæsilegasta keppnisför sem nokkurt knattspyrnulandslið hef ur til þessa tekizt á hendur. Skotar eru staðráðnir í að komast í lokakeppnina í næstu heimsmeistarakeppni og hyggj- ast hvergi til spara til undir- búnings liði sínu. Engin þeirra þjóða, sem Sikot- arnir koma til með að keppa við í hinni væntanlegu för, komst í lokakeppnina síðast. En Skotar telja það ekki aðalatriði, því förin miði að því eigi að síður, að byggja upp skozka lið- ið að reynslu og getu. Leikið verður í Israel, Iran, Malaysia, Hong Kong, Ástralíu, Nýja Sjá- landi og í Kanada. Skotar, sem eru í röð elztu forystuþjóða á sviði knattspyrnu, eru sannast sagna mjög óánægð- ir með að þeim tókst ekki að komast í 16 liða keppnina síðast — og ætla ekki að láta slíkt henda aftur, að þeirra sögn. ítalir sigruðu í riðli þeim er Skotar voru í í undankeppn- inni. En Skotar telja að þeir eigi lið sem geti hvenær sem er komizt í röð 16 beztu þjóða heims — svo fremi að undir- búningurinn sé réttur. Fram til þessa hafa Skotar aldrei haft fastráðinn fram- kvæmdastjóra og stjómanda síns landsliðs. En eftir að svo illa tókst til með HM í sumar, sem raun varð á, var John Prentice ráðinn í starfið, en skozka sam- bandið sagði honum upp 3 mán. síðar vegna ágreinings um Banda ríkjaför hans sem farin var til ráðgjafa um stofnun keppnis- deildar í Bandarikjunum. Og nú er leitað að nýjum hæf- um framkvæmdastjóra jafn- framt sem för landsliðsins er undirbúin og til hennar valdir bæði ungir upprennandi leik- menn og gamlar, reyndar „stjörnur". Mikið er ævinlega um félagaskiptun í brezku knattspyrnu- félögunum. Hér hefur teiknari Daily Express brugðið upp broslegri mynd af slíkum atburðum. Þátttakendur á nýafstöðnu unglingamóti TBR. Bðdminton er stundað 181 tíma á viku af 550 manns Og ekki tókst crð fuflnægja eftirspurn AÐALFUNDUR Tennis- og badmintonfélags Rvíkur var ný- lega haldinn. 1 Upphafi fundar minntist for- maður félagsins, Kristján Bene- diiktsson, tveggja létinna stofn- enda og velunnara félagsins, peirra Benedikts G. Waage, heið- ursforseta Í.S.Í., og Páls Andrés- sonar kaupmanns. Þá flutti formaður ársskýrslu stjórnar og reikninigar voru lagð- ir fram og samþykktir. Nokkur rekstrarafgangur varð á árinu, og var hann að venju lagður í húsbyggingasjóð félagsins. Á iiðnu starfsári sá T.B.R. um framkvæmd 5 badmintonmóta, þ. e. haustmóts, innanfélagsmóts og firmakeppni félagsins, og auk þess var félaginu falin fram- kvæmd Reykjavíikurmótsins og íslandsmeistaramótsins, en það var að venju umfangsmest og tóku þátt í því al'ls um 80 kepp- endur frá 6 félögum. þ. á m. frá 3 stöðum utan Reykjavífcur. Sanna þessi fjölmennu mót hina öru útbreiðslu þessara ágætu íþróttar og sívaxandi vin- sældir hennar. Unglingastarfið fer fram með líku sniði og áður. Börn og unglingar fá ókeypis æfingar og tilsögn í Valshúsi á laugardögum kl. 2—4. Er aðsókn mjög mikil. Kennari þar er Garðar AMonsson, en hann er jafnframt aðalleið- beinandi félagsins. Er nú ákveð- ið að efna til opins unglingamóts, þar sem keppt verður í 3 aldurs- flokkum. Er áformað að slíkt mót verði framivegis fastur liður í starfi félagsins. Þá eru samæfingatimar í Vals- húsi síðdegis á laugardögum, sem opnir eru öllum félagsmönnum, og eru þeir vel sóttir. í haust styrkti T.B.R. tvo fé- lagsmenn til náms- og æfinga- dvalar í Danmörku, en Flugfélag íslands veitti þeim afslátt af far- gjöldum. Voru það þeir Jón Árnason, núverandi íslandsmeist- ari og Garðar Alfonsson sem jafnframt kynnti sér þjá'lfún og unlingastarf badmintonfélaga i Kaupmannahöfn. / Þá gat formaður þess í skýrslu sinni, að félagið hefði nú fengið inni í skrifstiofuíhúsnæði Í.B.R. I íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir stjórnarfundi sína og af- greiðslu, sem orðin er allum- fangsmikil með sívaxandi starf- semi. Þá hreyfði formaður þeirrl hugmynd, sem fram hefur kom- ið, hvort ekki sé timabært að huga að stofnun sérsamibands fyrir badminton, þar sem vitað er að iðkun þessara íþróttagrein- ar breiðist ör-t út og badminton- deildir eru starfandi á ýmsum stöðum á landinu. Formaður T.B.R. var endur- kjörinn Kristján Benediktsson, en aðrir stjórnarmenn eru Jó- hannes Ágústsson, Kristján Benja mínsson, Lárus Guðmundsson og Ragnar Georgsson. Tveir dómarar Skortur á húsnæði til æfinga hefur löngum verið fjötur um fót og hefur félagið jafnan tekið á leigu allt nothæft húsnæði, sem falt hefur verið, bæði íþrótta- sali, skóla og félaga. í vetur hef- ur félagið æfingatíma í fjórum af skólum borgarinnar en mest- ur hluti æfinganna fer fram í Valshúsi og í íþróttahöllinni í Laugardal. í íþróttahöllinni hefur T.B.R. nú 6 æfingatíma á viku og mun- ar mikið um það, þar sem leikið er þar á 12 badmintonvöllum samtímis. Samtals hefur félagið nú á leigu 181 vallartíma á viku og mun láta nærri að virkir fé- lagar séu @50 talsins auk ann- arra félagsmanna. Var þó ekki unnt að fullnægja eftirspurn eft- ir æfingatímum (síðari hluta kvölds). Aftur á móti munu enn vera lítils háttar lausir tárnar framan af kvöldi. í handknattleik og fjölgað verði um I til 2 í hverju liði MARGT bendir nú til þess, að sú heimmeistarakeppni í handknattleik, sem fyrir dyr- um stendur í Svíþjóð, verði sú síðasta, þar sem aðeins verður einn dómari á vellin- um í hverjum leik. Alþjóða- sambandið hefur uppi ráða- gerðir um að hverfa að tveggja dómara kerfinu á lík- an hátt og er í körfuknatt- leik og íshokkí. Hugmyndin hefur fengið slíkan stuðning, að líklegt þykir að breyting verði hér á á þingi sambands- ins í Hollandi 1968 og komi þá til framkvæmda í HM- keppni í Frakklandi 1970. Þá eru einnig horfur á að fjölgað verði í liðunum, þ.e.a.s. að skiptimenn verði fleiri en nú er. Nú eru þeir þrír (auk varkamarkvarðar) en ýmsir hallast að þvi að þeir verði 4 eða jafnvel 5. Hraðinn í handknattleik er orðinn svo mikill, að tími þyk- ir kominn til, að fleiri leik- menn geti fengið sér smáhvíld oftar. HSl LaugardalshöU HKR* íslandsmótið á handknattleik 9 I. DEILD KVÖLD KL. 8.15 FRAM - ÁRMANN VALUR - VÍKINCUR Komið og sjáiððspennandi keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.