Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1067. Skrifstofustarf hálfan eða allan daginn, óskar þýzkur námsmaður, með menntun og reynslu í út- og innflutnings- verzlun, — þýzk, ensk, frönsk mál. — Tilboð sent afgr. Mbl., merkt: „Þýzk — 8340“. Kópavogur - Atvinna Afgrciðslustúlka óskast. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. Borgarbúdin Kársnesbraut 93. ONSKOLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR tilkynnir Dagana 4.—6. janúar fer fram innritun fyrir tíma- bilið 1. jan. til aprílloka að Óðinsgötu 11 eða í síma 19246. SKÓLAST J ÓRI. Vcrzlunarmannafélag Keykjavíkur. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnað- armannaráðs og endurskoðanda í Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur. — Listum eða tillögum skal skila í skrifstofu V. R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardag- inn 7. janúar nk. KJÖRSTJÓRNIN. Katrín Sveinbjarn- ardóttir - Minning At eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiöir. Vort iíf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri Ieiðir. En upphiminn fegTÍ en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. E. Ben. KATRÍN var fædd að Hurðar- baki í Kjós, þann 17. nóvember, 1908. Voru foreldrar hennar, þau hjónin, Sveinbjörn Guðmunds- son frá Valdastöðum og Sesselja Guðmundsdóttir, frá Götu í Ytri hrepp, Ögmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur bónda í IleJlisholtum. Bar Katrín nafn ömmu sinnar Katrínar Jakobsdóttur frá Valda stöðum. Sesselja, móðir Katrínar, flutt ist í Kjósina með þeim hjónum, Helgu Gröndal og Þórði Edilons syni, er hann var skipaður hér- aðslæknir í Kjósarsýslu árið 1900, en þau bjuggu í Meðalfells koti í Kjós. Er Þórður flutti til Hafnarfjarðar 1904 varð Sesselja eftir í Kjósinni. Var hún þá heit bundin Sveinbirni, en þau hófu búskap á Hurðarbaki árið 1906. En vegna erfiðrar fæðingar, þegar Katrín fæddist, varð að leita læknishjálpar og var Þórð ur að sjálfsögðu sóttur. En það var ekkert heimatak, þá var lítið um bíla, byggða vegi og brýr. Því varð að treysta á hestana. En það voru taldir um 60 km. til Hafnarfjarðar (önnur leiðin). Þórður var mikill að vallarsýn og að allri gerð, var hann talinn um 110 kg. að þyngd. Þá var sími á aðeins einum bæ, næst utasta bænum í sveit- inni, (Útskálahamri) en nú er sími á hverjum bæ. Á þetta er aðeins minnzt hér, til saman- burðar, því, sem nú er. Þórði tókst að hjálpa í þetta sinn, enda talinn góður læknir. Freistandi væri að minnast frekar á fæðingardag Katrínar, því mun sleppt að þessu sinni, en þann dag mun ég lengi muna, því það kom í minn 'hlut að sækja Þórð. Þó erfiðlega gengi fyxir Katrínu að komast í þennan heim, dafnaði hún vel og óx upp hjá foreldrum sínum, sem fífill í túni. Þegar hún var gjafvaxta, mátti segja, að hún væri með gjörfulegustu stúlkum í sveit- inni, þótt þar væri mikið mann- val. Rúmlega tvítug giftist Katrín Sendisveinn óskast sem fyrst, þarf að hafa skellinöðruréttindi. Fosskraft Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830. Einari Ágúst Guðbrandssyni frá Hækingsdal, en þau slitu sam- vistum. Þau byrjuðu búskap að Eyrarkoti en bjuggu síðari í Hæk ingsdal. Þegar þau bjuggu í Eyr arkoti, var þar lftill bær heldur hrörlegur, en þegar inn var kom ið, var eins og að koma í nýja byggingu, svo var allt fágað og 1 hreint og framúrskarandi vel um gengið. Eignuðust þau hjón tvær dæt ur Hrafnhildi og Rakel. Um nokkurt skeið var Katrín ráðskona hjá rosknum ekkju- manni í sveitinni. Þá fór að bera á þeim sjúkleika, sem hún bjó við æ síðan, til æviloka, eða á þriðja tug ára. Flutti hún þá til Reykjavíkur, til að leita sér lækn inga og til þess að sjá sér og dætr um sínum farboða, meðan hún gat eitthvað unnið, sem þó fór smá minnkandi, því heilsan vildi ekki batna heldur þvert á móti, þótt leitað væri lækninga -utan- lands og innan. Dvaldist hún ýmist á sjúkra- húsum eða á heimilum dætra sinna, eftir að þær stofnuðu heim ili. Gátu þær þá að nokkru end urgoldið henni allt, sem hún i hafði látið þeím í té í uppvext- ! inum. Seinni árin var heilsan orð ! in svo erfið, að hún varð að styðjast við stafinn til að kom- ast eitthvað áfram. Eins og áður getur, áttu Katrín og Ágúst tvær dætur. Er Hrafn- hildur gift Tómasi Lárussyni, fyrrv. skólastjóra og konu hans Kristínar Magnúsdóttur á Brúar landi í Mosfellssveit. Er Tómas verkstjóri að Reykjalundi og búa þau þar nálægt. Maður Rakelar er Gísli Antonsson vélvirki og eru þau búsett á Sauðárkróki. Þau Sesselja og Sveinbjörn áttu aðra dóttur, Ósk, sem er gift Bjarna Bjarnasyni bruna- verði, og kveður hún nú systur sína með söknuði og trega. Svo mun og um alla sem höfðu náin kynni af Katrínu. Hér er löngu stríði lokið. Það er dálítið erfitt að sjá á eftir fólki á bezta aldri, sem hefur verið öðrum til mikillar fyrirmyndar. En því verður að taka, sem að höndum ber, hvort sem það er ljúft eða leitt. Ég kveð svo þessa góðu frænd konu mína, með nokkrum trega, með einlægri þökk fyrir aJlt gott trá hennar hendi, og fyrir þá dáð sem hún hefir drýgt með fram- komu sinni. Og bið henni bless- unar Guðs. Steini Guðmundsson. ARAMOTASPILAKVðLD Fimmtudag 5. jan. kl. 20 I Sjálfstæðishúsiuu VÖRÐUR HVÖT SPILUÐ FÉLAGSVIST Sœtamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstcsðisflokksins á venjulegum skrifstotutíma Húsið opnað kl. 20 Lokað kl. 20.30 HE/MDALLUR ÓÐINN Clœsileg spilaverðlaun Happdrœfti ÁVARP Dr. Bjarni Benediktsson forsœtisráðherra Skemmtiþáttur 2 þekktir leikarar flytja Dans Dr. Bjarni Benediktsson Skemmtinefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.