Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. — Nei, mér bláköld, fúlasta alvara. — Nú, jæja, sumir flótta- menn taka með sér gimsteina, Harvey? I>að veiztu. Ef þú þarft að komast út úr landi í snar- ‘kasti, þá viltu hafa með þér eitt hvað verðmætt og fyrirferðar- lítið — demanta, frímerki. Ætl- arðu nú að fara að stinga af frá okkur, Harvey? En hvað sem því líður, verð ég að stinga af frá þér. Vertu bless! Ég lagði símann frá mér og sat þarna kyrr við borðið, með eitt grænt ljós logandi. Ég var hugsi. Mér hafði stundum dott- ið í hug að láta gera mér merki með áletruninni: „Sá hugsar bezt, sem hugsar einn“. í>ó er það nú ekki allskostar satt. Ég var búinn að finna eitt stykki, sem féil næstum í myndagátuna, en þó varð að troða því og loks ins bað ég um símasamband við Chelsee College, Seavey Hall, og loks við forstöðukonuna, frú Bedrich. Vitanlega mundi hún eftir mér. — I>ér eruð þessi almenni- legi hr. Harvey? — Krim, sagði ég. — En það var nú samt gaman að fá eitt vingjarnlegt orð allarj. daginn. — I>ér skiljið, að ég hef verið að hugsa um yður, sagði hún, — af því að hinn maðurinn, sem þið senduð hingað, var ekki alls kostar viðkunnanlegur, hvað mannasiðina snerti. Hann spurði og spurði og þegar ein stúlkan sýndi honum mynd af Söru, hélt hann því fram, að hann hefði skilað henni aftur, en önnur stúlka heldur því fram, að hann hafi stungið henni í vasa sinn. — Hvenær fór hann frá ykk- ur? tók ég fram L — Jú, þér skiljið, að.... — Nei, ég skil ekki, og hitt veit ég, að hann var alls ekkj frá félaginu okkar. Segið mér, hvenær hann fór, frú Bedrich. .— Ég skil bara ekkert í þessu, hr. Harvey. — Ég er bara að spyrja, hve- nær hann háfi farið frá ykkur. — Um klukkan tvö. — Þakka yður fyrir, sagði ég og sleit sambandinu. Ég ætlaði að fara út úr skrifsfofunni, en sá mig um hönd og hringdi í Rotschild lautinant, og sagði við hann: — Hlustaðu nú á mig. Við höf um nú aldrei verið neinir perlu vinir eins og þú veizt, en viltu samt gera mér dálítinn greiða? — Hvaða greiði er það Har- vey? — Viltu hitta mig eftir tíu mínútur við Park Avenue 626? — Nei, það vil ég svei mér ekki. Ég er að fara heim. — Æ, gerðu það, nauðaði ég. Ég er að biðja þig. Bara um einn smáskíta greiða. — Til hvers? — Af því að fólkið þar ætl- ar að fara að drepa vinnukon- una sína. Hún heitir Lydia og þau gera það sennilega í nótt. — Hvaða bölvaður asni get- urðu verið, Harvey. Ég er las- inn og þreyttur ... — Ég er að biðja þig. Viltu kannski, að ég falli á kné fyrir þér? Þá varð löng þögn, en ég gat farið nærri um, hvað mundi vera að brjótast um í kollinum á lautinantinum. En svo lét hann undan. Hann sagðist skyldu hitta mig þarna, en það mundi frem- ur verða eftir tuttugu mínútur 17 en tíu, þar sem hann þyrfti að ganga frá ýmsu, áður en hann færi út. Hann var að láta undan mér, en hafði engar áhyggjur af þessu sjálfur, og ég sagði við sjálfan mig: — Það er fjandans sama, hvað hann heldur um mig eða hvort hann er bara að láta undan mér eða ekki. Svo hringdi ég heim til Sar- bine og Lydia kom í símann. — Þetta er Harvey Krim. Ertu ein þarna við símann? — Já, það er ég víst. — Hvar? — í eldhúsinu. — Hjónin heima? — I dagstofunni. Það er mað- ur þar hjá þeim. — Hver er hann? — Það veit ég ekki. — Hvað hefur gerzt? Nokk- uð óvenjulegt? — Hvernig veiztu það? — Það er fjandans sama, hvernig ég veit það. Þau hafa auga með þér. Hvað annað? Það small í símanum. Einhver hafði tekið aukasambandið, en ég talið áfram og nú með hreim, sem gaf hennar hreim ekkert eft ir: — Við ákváðum þetta stefnu mót fyrir heilli viku, elskan. — Ég verð kyrr heima, hvein í Lydiu. — Ég fer ekkert út með þér oftar .... ekkert. Svo að þú skalt alveg hætta að hringja, heyrirðu . . . Aukasambandið gerði aftur smell og Lydia sagði. — Ég held þau ætli að fara eitthvað að ferðast. Þau tóku ferðakistu upp úr kjallaranum. — Hvers konar kistu? — Eina af þessum stærstu. — Er nokkur læsing á her- berginu þínu? — Hvers vegna spyrðu? — Það varðar þig ekkert um. Farðu bara þangað inn og læstu að þér, Vertu þar þangað til ég kem, eftir kortér. — En hvers vegna? — Hættu að spyrja, hvers vegna, bjáninn þinn. Líttu inn í kælisképinn, ef þú vilt vita, hvers vegna. Gerðu nú eins og ég segi! Eftir stutta þögn samþykkti hún þetta. Höndin á mér skalf þegar ég lagði frá mér símann. 6. kafli. Homer Clapp var ekki á vakt og næturvörðurinn í nr. 626 var eitthvað taugaóstyrkur er hann leit Rotschild lautinant. Ég hef tekið eftir því, að það er alveg sama, hvaða maður er gerður að lögreglumanni, hvaða þjóð- ar, trúar eða tegundar hann hef- ur áður verið, þá verður hann af lögreglutegundinni, og þetta kemur fram í göngulagi, mál- rómi, auftnaráði og framkomu allri — svo að ekki verður um villzt. Það var ekki hægt að villast á Rotschild lautinanti, og þegar ég kom til hans, sendi 1 ALLTAF FJÖLCAR VOLKSWAGEN Volkswagen 1300 og 1500 Volkswagen 1600A og 1600L Volkswagen 1600TL Fastback ® ® ® GeriS samanburS á frágangi, öllum búnaSi og gæðura Volkswagen og annarra bíla frá Vestur-Evrópu. ® ® ® Komið, skoðið og reynsiuakið Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn SfTV ■ I ■ Laugovegi 21240 llHkl TsWlll 170172 hann mér kalt og reiðilegt auga, og tilkynnti mér, að hann væri búinn að bíða eftir mér í þrjár mínútur. — Og þessi fjandans asi, sem líka var á þér! Ég gat nú ekki séð, að hann hefði neins í misst. Þetta var fallegt og blítt aprílkvöld, og það var heldur ekki ég, sem kom of seint heldur hann, sem kom of fljótt. — Veiztu, hvað mér finnst um þig, Harvey? upplýsti hann mig ennfremur. — Ég held, að þú sért vitlaus. Og plága. Og ég held þú sért með ofsóknarbrjál- æði. Ég gekk á undan honum inn í húsið, og hann bætti við: — Hvern fjandann sjálfan eig- um við hér að gera? — Eg vil fá þig til að taka stúlkuna að þér. Ná henni burt héðan. — Ekki tilkynna okkur, hvæsti hann að dyraverðinum. — Við erum að fara upp til Sarbine. — Svo að þau eru að hugsa um að drepa hana? sagði hann, þegar við gengum inn i lyftuna. — Rétt segir þú, hvíslaði ég. Þau eru komin með ferðakistu upp til sín. Til þess að setja líkið í. Svar hans við þessu var ís- kalt augnatillit, sem sagði í raun inni, að ef hann væri ekki bú- inn að gefa mér sitt æruorð, þá mundi hann hafa handjárnað mig og flutt mig síðan í næsta geðveikrahæli. A stigagatinu úti fyrir íbúð- inni, hvíslaði hann að mér: — Þér væri ráðlegra að láta það standa heima, sem þú ert að segja, annars skal ég sannar- lega steikja þig í eigin feiti. — Hvað áttu við með að standa heima? — O, láttu ekki svona, þú veizt mætavel, hvað ég á við. Ég yppti öxlum og ýtti á bjöllu hnappinn, og andartaki síðan opnaði Sarbine sjálfur. Ég hafði litið á hann þá um morguninn en ekki séð hann almennilega. Hann var stærri en ég hafði haldið; meira en sex fet, lík- lega tveir þumlungar betur og mér fannst hann mundu nota flibba númer 17. Þetta var lag- legur maður, með skorleitt hár, sem var aðeins tekið að gróna um gagnaugun, herðabreiður og ekki með neina teljandi vömb. Köld, blá augu, sem horfðu nú á okkur Rotschild, án nokkurs sérstaks áhuga, en virtuátu hins vegar dálítið móðguð. — Hvað var það? spurði hann. — Þér munið eftir mér. hr, Sarbine. Ég er Rotschild lauti- nant. Þetta er hr. Krim frá tryggingunum. Megum við koma inn? — Gerið svo vel, lautinant. Þér hafið líklega einhverjar fréttir að færa af þjófnaðin- um. Nú þegar ég hlustaði eftir því, fannst mér ég geta greint ein- hverja vitund af erlendum hreim í mæli hans — ofurlítinn hreim, en hins vegar vissi ég ekki, hvaðan sá hreimur staf- aði. — Nei, ég þarf að tala við stúlkuna hjá yður Við gengum inn í ganginn. Þar, við annan vegginn stóð ferðakistan. — Ætlið þér að fara að ferð- ast? spurði Rotschild. Sarbine brosti ofurlítið og hristi höfuðið. Að baki honum, inni i stofunni, gat ég séð kon- una hans og einn karlmann. Hún sagði eitthvað við manninn, ea gekk síðan fram ti okkar. — Er stúlkan yðar heima? spurði Rotschild. Frú Sarbine brosti til mín — það var þetta vélræna bros, hlýjulaust, — Hr. Krim frá tryggingunum. Og við Rotschild: — Og þér eruð þessi lögreglu- maður......... — Rotschild, sagði hann. Hann var ekkert hrifinn af þeim. — Ég var að spyrja, hvort stúlkan yðar væri heima. — Ég býst við því. — Hvar er hún. — Líklega í herberginu sínu. — Og hvar er herbergið henn- ar? — Það getur hr. Kim vísað yður á. Ekki satt, hr. Krim? — Kannski þér vilduð vísa mér þangað, frú Sarbine? sagði Rotschild. — Kannski þér vilduð biðja kurteislega um það, sagði Sar- bine. — Þér eruð enginn gestur hér. Nú brosti Rotschild. Hann var ekkert skapléttur maður og þeg ar hann brosti, þá var það til að leyna einhverju, sem var far- ið að sjóða niðri í honum. — Ég spurði yður, hvar her- bergið hennar væri, sagði hann rólega. — Éarðu inn, Mark sagði frú- , in. — Ég skal vísa honum þang- 1 að. Sarbine hreyfði sig ekki. Frú ! Sarbine fór með okkur að búr- dyrunum og við Rotschild elt- um hana. Þegar inn í búrið kom, benti hún á hurð. •— Þarna er það. Rotschild tók í hurðina, en hún bifaðist ekki. —. Hún hefur aflæst, bjáninn sá arna. — Hvers vegna? sagði Rots- child. — Ætli það sé ekki bezt að spyrja hana sjálfa um það? — Lydia, sagði ég, — þetta er Harvey Krim. Ég er hérna með Rotschild lautinanti úr lög- reglunni. Opnaðu! Við biðum ofurlítið, en þá heyrðist fótatak og læsingin var dregin frá. Lydia opnaði dyrnar Hún stóð þarna þegjandi og horfði á okkur og leit ýmist á frú Sarbine eða Rotschild. — Læsirðu alltaf að þér?, spurði Rotschild. — Lydia svaraði því engu. — Ég ætla að taka hana með mér til yfirheyrslu, sagði Rots- child við frú Sarbine. — Hvað búizt þér við að hafa upp úr henni? Hún er fábjáni. Hvers vegna látið þér hana ekki afskiptalausa? Lydia var að horfa á mig. Ég kinkaði ofurltíið kolli til hena- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.