Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. 7 mr Um þessar mundir sýnir Laugaráisbíó stórmyndina Sigurð Fáfnisbana, 1. hluta. Eins og kunnugt er, er efni myndarinnar tekið úr Völs- ungasögu, og það er vel til fundið hjá Ríkisútvarpinu að láta lesa sögu þessa, meðan verið er að sýna myndina. Þessi stórmynd á svo sannar- lega erindi til íslendinga. Bæði er það, að efni hennar er mönnum kunnugt og mörg Þessi mynd er tekin á Lögbergi. f baksýn Skjaldbreiður og Kálfatindar. Þarna ganga þeir Sigurður Fáfnisbani, Gunnar konungur í Búrgúnd og Högni til fundar við drottningu íslands, Brynhildi Buðladóttur. Sigurður Fáfnisbani og Brynhildur Buðladóttir á hestum fyr ir sunnan Skógafoss. um kært, og svo spillir ekki hitt, að mörg atriði hennar eru tekin hér á landi. Þau atriði hafa tekizt mjög vel. Það er hrifandi að sjá hið fallega íslenzka landslag á slíku breiðtjaldi, eins og er í Laugarásbíói. Vafalaust verð ur mynd þessi sýnd lengi. Raunar þyrfti að skipuleggja ferðir skólaharna, einkanlega þeirra, sem eru íunglingaskól um, til að sjá þessa mynd. Hún er á við margar kennslu- stundir í íslenzkum fræðum. AUir þeir yfirnáttúrulegu hlut ir sem í myndinni gerðust, voru svo eðlilega fléttaðir inn í efnið, að þeir sýndust jafnvel skynsamir, þótt auð- vitað hljóti þeir í aðra rönd- ina að sýnast eilítið barnaleg ir fólki á atomöld. En allt um það: Þetta er stórmynd, sem tengir okkur fast við fortíð- ina. — Fr. S. FRÉTTIR Kvenfélag Keflavíkur heldur gkemmtun fyrir eldra fölk sunnu daginn 8. janúar kl. 3 í Tjarnar- lundi. Allt eldra fólk velkomið. Kristniboðssambandið Áramóta samkoma í kvöld kl. 8.30 Jó- hannes Sigurðs9on talar. Fórn til hússins. AJlir vellcomnir. Kvenfélagið Bylgjan Konur loftskeytamanna, munið fundinn fimmtudaginn 5. janúar kl. 8.30 •ð Bárugötu 11 spiluð verður félagsvist Eiginmennirnir boðn- ír á fundinn. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Kristileg samkoma verður í kvöld kl. 8 í samkomusalnum Mjóuhlíð 16. Allt fólk hjartanlega velkomið. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk er í Safnáðarheimili Langholts- sóknar þriðjudag kl. 9-H2. Síma- pantanir í síma 34141 mánudag kl. 5-6. Kvenfélag Langholts- sóknar. Óháði söfnuðurinn. Jólatrés- fagnaður fyrir börn sunnudag- inn 8. jan. kl. 3 í Kirkjubæ. Að- göngumiðar í Kirkjubæ föstu- dag 4-6 og laugardag 1-6. Jolatrésskemmtun Leikfélags Kópavogs verður haldinn í Sjálf stæðishúsinu í Kópavogi fimmtu daginn 5. janúar kl. 3. Níels kemur í heimsókn. Upplýsingar og miðapantanir í síma 41264. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Síma númer mitt er 52372. Séra Bragi Benediktsson. Dr. Jakob Jónsson verður for- fallaður frá störfum næstu vik- ur. 1 hans stað þjónar séra Jón Hnefill Aðalsteinsson sími 60237. Spakmœli dagsins Geymdu ótta þinn sjálfur, en gefðu mönnum hugrekki þitt. — B. L. Stevenson. Fannhvítt frá fönn Stúlka óskast til afrgeiðslu starfa með fleiru. Þvottahúsið Fönn Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Málaravinna Önnumst alla málaravinnu. Jón og Bóbert, sími 15667 og 21893. Milliveggjaplötur fyrirliggjandi í 5,7 og 10 cm þykktum. Ódýr og góð framleiðsla. Sendum. Hellu- og steinsteypan sf Bústaðabletti 8 við Breið- holtsveg. — Sími 30322. Vélstjórar sem þurfa að láta kemisk hreinsa kælivatnsrás vélar- innar fyrir vertíðarbyrjun eru beðnir að hafa sam- band við P. Wigelund í sima 33349. Skrifstofuhúsnæði Tvö skrifstofuherbergi til leigu á Suðurlandsbraut 10. Uppl. í símum 13393 og 13024. Skuldabréf ríkistryggð og fasteigna- tryggð eru til sölu hjá okk- ur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfa- sala, Austurstr. 14. S. 16223. Gítarkennsla Get tekið fáeina nemendur, allt einkatímar. Ásta Sveinsdóttir Bollagötu 8. Sími 15306. Fimmtugur óskar eftir vinnu. Mála- kunnátta. Margt kemur til greina. Tilb. sendist Mbl. fyrir laugard., merkt: „Reglusemi 8347“. Til leigu er húspláss 70—140 ferm., hentugt fyr- ir lager eða iðnað. Uppl. að Fossvogsbletti 3 við Foss- vogsveg. Húsbyggjendur Smíðum bílskúrs- og úti- hurðir, glugga og fleira. Upplýsingar í símum 6061 og 2463 á kvöldin. . Heilsuvernd Næsta námskeið í tauga- og vöðvaslökun og öndun- aræfingum fyrir konur og karla, hefst miðvikudaginn 4. jan. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson, íþrótta- kennari. Verzlunarstarf Maður eða kona óskast. Aðalverkefni: Innflutning- ur og sölustarf. Framtiðar- möguleikar. Tilboð með uppl. merkt: „Ritföng og bækur — 8346“ sendist Mbl. fyrir 9/1. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Húseigendur Endurbæti og annast minni háttar breytingar innan- húss, sanngirni. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og heimilisfang eða síman. inn hjá Mbl. menkt „Lag- færingar — 8353“. Vil kaupa góðan bíl Ekki eldri en 1960. — Borgast með fasteigna- tryggðu skuldabréfi og peningum eftir samkomu- lagi. — Upplýsingar í síma 14804 alla daga til kl. 7 á kvöidin. Cotolyn Somody, 20 6to, frá Baníkiríljunufn jegir: . þegor lilípenjor þjóðu mig. reyndi ég morgvísleg *fnL Eínungis Cl«oro»i| hjólpodl Nr. ! f USA þvf þoð or raunhcof hjólp — CUarasil „sveltir” fílípensana þeHa vÍjTndolega samsetta efnl getur hjálpoð yður ó soma hátt og það hefur hjólpað miljónum unglirtga f Banda- ,• flljunum og viðar - Þvi það er rounverulega óhrifamikið.« e (« Hörundslitað: Claarasil hylur bólurnar á maðan ,* það vinnur á þeim. *# Þar sem Clearosil er hörundslitað leynosi filípensornlr — ,• jamlimis þvi. sem Cleorosil þurrkar þá upp með því oð ,* fjarlœgja húðfituna, sem naBrir þá —sem sogt .sveltir’ þá. t. Fer inni 2. Deyðir gerlcnd .1 SveMir'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.