Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. 8 Virk samkeppni er bezta verðlag seftirlitið sagbi próf. Ólafur Björnsson í þingræðu í RÆÐU sinni um verðstöðv- unarfrv. ríkisstjórnarinnar í Efri deild Alþingis, gerði próf. Ólafur Björnsson að umtalsefni dreifingu- og milliliðakostnað. Minnti Ólafur Björnsson á rannsókn á milliliðakostnaði, sem hafin var 1956 að til- hlutan þingmanna Sjálfstæð- isflokksins en engar upplýs- • ingar hafa enn komið fram um niðurstöður hennar. Ennfremur lagði Ólafur Björnsson áherzlu á, að það sem máli skipti, þegar met- inn væri dreifingarkostnað- ur, væri það, hvað kaupmað- urinn raunverulega fær, fyr- ir að dreifa vörunni, en ekki prósenttala álagningar. Ég véfengi ekki upplýsingar hv. 4. þm. Nl. e. um fjölgun þeirra, sem stunda verzlunar- störf á því tímabili, sem hann nefndi. En í því sambandi ber að hafa það hugfast, sem hæstv. forsrh.. drap raunar á í ræðu þeirri, er hann fluttí í lok 1. umr. frv., að það er alþjóðleg reynsla, að aukin velmegun leiðir til þess að flutningur vinnuafls á sér stað frá frum- framleiðsiunni og yfir í ýmis konar svokölluð þjónustustörf og þá ekki sízt vörudreifinguna, þannig að tala þeirra, sem vinn- ur að þessum þjónustustörfum, fer alltaf hlutfallslega vaxandi með aukinni velmegun. Þessu til frekari staðfestingar vil ég með leyfi hæstv. forseta lesa hér upp örfáar tölur úr alþjóðlegri skýrslu um þetta efni frá árinu 1961. En samkv. þeim upplýsing- um, sem þar eru gefnar, kemur í ljós, að í hinum vanþróuðustu löndum eins og t. d. Indlandi, Pakistan og Thailandi, þar sem þjóðartekjur á mann eru undir 100 dollurum eru það að- eins 10% af þjóðinni, sem stunda þjónustustörf. Hinn mik- ilvægasti þáttur þjónustustarf- anna er ábyggilega verzlunin og henni nátengdar atvinnugreinar • eins og samgöngur. Fleira heyr- ir að vísu undir þetta, sem er þýðingarminna, eins og heil- brigðisþjónustan, þannig að ég hugsa að þetta gefi nokkuð rétta mynd af verzlunarkostnaðinum. f því landi heimsins þar sem þjóðartekjur á mann hafa verið hæstar á þessu ári, 1961 eða 2500 dollarar á mann, en það eru Bandaríki Norður-Ameríku, er það hvorki meira né minna held- ur en helmingur þjóðarinnar, sem vinnur við þjónustustörf. í hinum auðugustu Evrópulöndum, svo sem í Svíþjóð og Sviss, þar sem þjóðartekjur á mann eru 1500 dollarar, eru það 40% þjóð- arinnar, sem lifa af þjónustustörf • um og álíka mikið í Noregi og Danmörku, þar sem þjóðartekj- ur eru að vísu nokkuð lægri Þess má geta, að ísland er með í þessari skýrslu. Þjóðartekjur hafa verið á þessu ári ofurlítið lægri en í Noregi og Danmörku, en hlutfallstala þeirra, sem lifir af þjónustustörfum hér á landi hefur þá verið um 33%, svo að það má að vísu telja í fullu samræmi við annað en tiltölu- lega hóflegt. Samt sem áður er það vissulega rétt hjá hv. þm., að það er hagsmunamál fyrir þjóðfélagsheildina, að vörudreif ingin sé sem ódýrust miðað við þá þjónustu, sem veitt er. En hins vegar vil ég þó leyfa mér að spyrja, hvort liggi beint við að draga þá ályktun einmitt af þeim tölum, sem ég áðan las upp, að það sé í miklu ríkara mæli hagsmunamál hinna efn- aðri stétta í þjóðfélaginu en hinna fátækari þannig, að það eigi nokkuð það sama við um þjóðfélagsstéttirnar eins og hinar mismunandi þjóðir, að eftir því, sem tekjurnar eru hærri, þeim mun meiri hluti teknanna fer í það að greiða fyrir álagningu og önnur þjónustustörf. Enda hygg ég, þó að ekki sé hægt að rökstyðja þetta með neinum töl- um að flestum hv. þm. finnist það koma nokkuð heim við sína reynslu, eða mér kæmi annað á óvart, að dreifingarkostnaður nauðsynjavara, sem hinar fátæk ari stéttir einkum kaupa, er yfír leitt miklu minni, bæði vegna verðlagsákvæða og af öðrum sök um heldur en dreifingarkostn- aður þeirrar vöru, sem er miður þörf, þannig að í rauninni hlýtur þetta að vera meira hagsmuna- mál fyrir þá efnuðu heldur en hina fátækari. Hvað þá efnuðu snertir, er kannski nokkur sann- leikskjarni í því, sem einhvern tíma var sagt um Borgnesinga, að þar hvar lifði á öðrum. En sleppum þvL Dreifingarkostnaffur Vissulega er það hagsmuna- mál að dreifingarkostnaði sé haldið í skefjum, en ég tel samt, að vara beri við oftrú á verð- lagsákvæðum sem tæki til þess að halda dreifingarkostnaðinum í skefjum. Þau geta gert gagn og jafnvel verið nauðsynleg að vissu marki, en aðrar leiðir eru þó að mínum dómi betur til þess fallnar að tryggja svo sem bezt má verða hóflegan dreifingar- kostnað. Á ég þar einkum við það, að ég hefi ekki horfið frá þeirri trú, að virk samkeppni sé þar, sem henni verður komið við, bezta verðlagseftirlitið. Annað mál er það, að oft getur verið miklum vandkvæðum bundið að skapa skilyrði fyrir slíkri virkri samkeppni og ástæðan fyrir því, að ég tel verð lagseftirlit hér á landi, a.m.k. í einhverri mynd, enn þá óhjá- kvæmilegt, er sú, að enn hefur þetta ekki tekizt. Að vísu hefur frjálsræði í viðskiptum mjög verið aukið í tíð núv. hæstv. ríkisstj. og á það sinn þátt í því, að ekki hefur síðustu 2—3 árin verið talið nauðsynlegt að beita svo ströngum og víðtæk- um verðlagsákvæðum og áður var. En þó að innflutningur hafi að mestu verið gefinn frjáls, nægir það ekki til þess að tryggja svo virka samkeppni, að óþörf verði 511 opinber íhlutun um veirðlagsmál pg eftirlit með þeim. Kemur þar margt til, sem Jdregur úr samkeppninrd, svo sem háir tollmúrar, samtök aðila, sem annast framleiðslu- og vöru- dreifingu og fleira, sem of langt mundi leiða að rekja hér. En þá skal vikið að fullyrðingum hv. þm. um hinn óhóflega verzlunar- gróða. Ég get samkv. áður sögðu tekið undir það bæði með hon- Ólafur Björnsson um og raunar líka hæstv. for- sætisráðh., að æskilegt væri, að til væru áreiðanlegri upplýsing- ar um dreifingarkostnaðinn en nú eru fyrir hendi. En við verð um bara að gera okkur ljóst, að það er ekki neitt auðvelt verk að afla þeirra upplýsinga. Rannsókn á milliliffa- kostnaði 1956 Ég ætla nú ekki að fara lengra en 10 ár aftur í tímann til þess að vekja 'þá sögu. En það skeði á Alþingi veturinn 1955—1956, að 6 þm. Sjálfstfl., sem þá áttu sæti í hv. Nd., tóku sig saman um það, að flytja þáltill., sem eins og hún mun hafa verið orðuð í sinni upphaflegu mynd gekk út á það að fela ákveðinni tölu sérfróðra manna, að framkvæma rannsókn á milliliðakostnaði. Af öðrum þingflokkum var þessu vel tek- ið. Þá voru aðstæður í stjórn- málum þær, eins og kunnugt er, að andstöðuflokkar Sjálfstfl. voru þá farnir að gefa hvor öðr- um hýrt auga og það augna- tillit endaði svo með því, eins og kunnugt er, að þessir flokkar gengu svo í hjónasæng að lokn- um kosningum 1956. Já, till. var mjög vel tekið, en þegar hún kom til n., sögðu talsmenn hinna flokkanna í n. sem svo; auðvitað viljum við framkvæma þessa rannsókn, en við viljum ekki hafa neitt kák þar á, og ekki tala um það að fela þetta sérfróðum mönnum heldur viljum við breyta till. þannig, að þessa rannsókn skuli framkvæma í sam ræmi við 39. gr. stjórnarskrár- innar og setja á fót rannsókn- arnefnd með þeim mjög víðtæku heimildum, sem allar slíkar n. hafa til þess að fá upplýsingar um nærri því, hvað sem er. Sjálfstm. féllust á þetta í n., og þáltill. mun hafa verið samþykkt í einu hljóði og n. skipuð. Auð- vitað urðu sjálfstæðismenn í minni hl. í n. Tók hún til starfa þessi n., sem gera átti þannig úttekt á milliliðagróðan- um, vorið eða sumarið 1956 og einhvers staðar sá ég það í blaði, að hún réði sér sérstakan starfs mann, það var Bergur Sigur- björnsson, viðskiptafræðingur, alkunnur dugnaðarmaður, eins og kunnugt er og þar sem hann hefur tekið talsverðan virkan þátt í stjórnmálum m. a. átt sæti á þingi, þá mun það einnig kunn- ugt, að hann er ekki með því hugarfari, að hann hafi haft sér- stakar ástæður til þess að hilma yfir það misferli, sem fram kynni að koma hjá milliliðunum við slíka rannsókn. En ég spyr nú, hefur nokkur hv. þm. séð niðurstöður og álit þessarar n.? Ég kannast ekki við það síðan að hafa nokkuð um hana heyrt. (BJ. Ég get upplýst, hvar þetta er niðurkomið). Jæja (BJ. J.) Það er hæstv. viðskmrh.. sem stakk skýrslunni undir stól), Hver var þá viðskmrh? (BJ. For maður n.) Formaður n., hver var það? (Gylfi Þ. Gíslason) Nú jæja, það eru upplýsingar, ég hef nú ekki hingað til vitað það, að þessi skýrsla væri til og mér kemur það nú mjög einkenni- lega fyrir sjónir ef starfsmaður n. og aðrir nam., hafa sætt sig við það, að þeim mikil- vægu upplýsingum, sem sjálf- sagt er að finna í þessari ágætu skýrslu, hefur þannig verið al- gerlega stungið undir stól. En það kann kannski að upplýsast síðar. (BJ. Það er upplýst). Jæja, við sjáum nú til, en þá er aftur spurningin þessi, sem ég nefndi, hvernig stendur á því, að nefnd- armenn hafa sætt sig við slíka meðferð málsins? Álagningarkvóti En hvað sem þessu lfður, vil ég sérstaklega vekja athygli á því, að tölur, sem birtar hafa verið, m.a. í nál. hv. 5. þm. Austurl., Lúðvíks Jósefssonar í Nd, um hækkun hundraðistölu álagningar, að þessar tölur ber að taka með mikilli varúð. Það er að Vísu rétt, að álagningar- ákvæðin voru alilmikið rýmkuð snemma á árinu 1(964, en hjá >þv4 varð ekki komizt, vegna mjög hækkaðs til'kostnaðar í verzluninni einkum eftir kjara- dóm verzlunarfólks, eftír áramót 1964, er kaup þess hækkaði um allt a'ð 40% eða meira. Það, sem hefur skeð í verzluninni síðan 1901, er það, að gruminur sá, sem álagningin er við miðuð, hefur ilítið hækkað en hins vegar hef- ur kostnaður sá, sem álagningin verður að bera uppi jafnvel tvö- faldazt eða meira á þessu tíma- bili. Það var óhjákvæmilegt að taka tíllit til þessa, og þær ráð- stafanir, sem voru gerðar, snemma á árinu 1964, voru í meg inatriðum í því fólgnar, að álagn ingin, sem haíði verið lækkuð mjög hlutfallslega eftir gengis- lækkunina 1960, var færð í sama form og ákveðið hafði verið haustið 1958 af fulltrúum vinstri stjórnarinnar í verðlagsnefnd sem þar réðu öllu, en auk þesa voru nokkrir vöruflokkar gefn- ir frjálsir, einkum miður nauð- synleg vara svo og tízkuvarn- ingur, sem sérstök áhætta þyk- ir auðvitað að verzla með. Því miður get ég ekki gefið upplýs- ingar um það, þar er mér vitan- lega liggur ekki fyrir heildar- rannsókn um það, hve stór hluti vörunnar það er, sem er undir verðlagsákvæðum, en ég tel mig þó hafa nokkurn veg- inn áreiðanlegar upplýsingar um það, að í matvörunni eru það 75% af veltunni, sem háð er verðlagsákvæðum á einn eða annan hátt. Um aðalgreinar verzlunarinnar liggja því miður ekki fyrir sliíkar upplýsingar, en vera má, að þessi hlutfai'lstala sé þar yfirleitt eitthvað lægri, þó að mjög sé það misjafnt i einstökum greinum verzlunarinn ar. Þá vil ég og benda á það a'ð iþegar farið er með 9Íiíkar tölur um hundraðstöl'u álagningar er auðvitað það, sem mestu skiptir máU, þegar meta á dreifingar- kostnaðiinn, það, hvað kaup- maðurinn raunverulega fær fyr- ir að dreifa vörunni, ekki pró- senttala álagningarinnar, og vil ég í því samlbandi benda á tvennt, sem þar skiptir máli. í fyrvsta lagi það, sem öl'lum hv. þdm. er kunnugt, að á margvís- legum varningi hafa tollar verið lækkaðir mjög verulega að und- anförnu. Það var m.a. gert til þess áð koma i veg fyrir smygl og af ýmsurn öðrum ástæðum, sem kunnar eru. Þetta þýðir Framhald á bls. 17. Blaðburðarfólk vantar í KÓPAVOG. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi sími 40748. Blaðburð vantur arfólk I í eftirtolin hverfi: 1 Granaskjól Seltjarnarnes - Seltj. — Melabraut Skjólbraut Vesturgata I Skerjafjörður - Kjartansgata sunnan flugvallar. Njálsgata Ásvallagata Lindargata Hávallagata. Selás Túngata Miðbær. Stigahlíð I Bergstaðastræti Hátún Rauðarárstígur Hverfisgata II Fálkagata Hraunteigur Úthlíð Framnesvegur Hluti af Blesugróf Langagerði Meðalholt Miklabraut Lambastaðahverfi Sjafnargata Nesvegur Flókagata neðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.