Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 13
4. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. 13 Dr. Haraldur Matth'iasson: Athugasemd við ritdóm DR. HRIEINN Benediktsson, próf. í málifræði við Háskóla íslands, birti í Morgunblaðinu 2. nóv. s.L tangan ritdórn um litla bók, setn- íngafræði sem ég tók saman og kom út í haust. Bókin er að dómi prófeseorsins afleit, gallar marg- ir og illir, kiostir engir nema eitthvað kynni að mega standa athugasemd«laust, en þó tekur ekki að nefna það. Auðvitað er ekkert að segja við þessari skoð- un hans. Sé bókin ill, á (hún að £á harðan dóm, fyrist af héifu þeirra er kynni að vilja semja ritdóm um hana, en síðar kenn- ara og nemenda. Ég ætla ekki að svara aðfinnslum prófessors- ins um kver þetta; ég tel það ekki mitt hlutverk; hver bók verður að standa og falla með Bjálfri sér. Hins vegar vil ég fara nokkrum orðum um mál- flutning prófessorsins og rök- færslu. Það er þó ekki svo auð- velt sem skyldi, því að grein lians er víða svo þokukennd og óljós, að örðugt er að átta sig á, hvert höfundur stefnir. Aðfinnslurnar eru tvenns toon- ar, þ.e. að bókin sé reist á al- röngum grundvelli og einnig séu skýringar rangar og villandi og leiði í ógöngur. Vill hann sanna það með ýmsum dæmum. Skal ég minnast á nokkur þeirra til að sýna máltflutning hans. Fyrsta athugasemd hans virð- Ist eiga að sanna, að skýrgrein- ing bókarinar á því, hvað sé setning, sé röng. Hann tekur þetta dæmi: Jón stúdent þýðir sama og Ivan student (rússn.). Ivan stud ent þýðir sama og Jón er stúd- ent. — Þetta eru hams orð. — En atf því leiðir auðvitað, að Jón stúdent þýðir sama og Jón er stúdent, sbr. í röktfr^ A er sama og B B er sama og C A er sama og C Nú má taka nokkur sams kon- ar dæmi — aiþekkt mannanöfn: Þórir jökull á þá að þýða Þórir er jökull. — Sigurður kápa ætti þá að þýða Sigurður er kápa. — Þórður lági þýðir þá Þórður er lágur, enda þótt fram •é tekið, að hann hatfi verið manna hæstur og þreknastur. Að heita eittihvað er ekki sama og vera það. Ekki er einu sinni váist, að sá sem kalllaður er etúdent, hafi tekið stúdentspróf. Menn eru kallaðir ýmislegt. Ménn hér á landi hafa t.d. hlotið viðurnetfnin páfi, greifi og jarl eg hafa þó verið fjarri því að hljóta nokkra slíka vegtyllu. Orðasamoþönd af gerðinni Jón •túdent eru ekkert annað en heiti, og þó að sams fconar orða- •ambönd 1 rússnesku kunni að þýða eitthvað annað, kemur það isenzkju máli vitanlega ekkert við. í»á segir hann, að fjallið ber nafn (þ.e. fjallið er ekki nafn- laust) þýði sama og fjallið heit- Ir. Á það að sanna, að röng sé •kýrgreining bókarinnar á sagn- fyllingu. Allir sjá, að þetta er fjarstæða. Fyrri setningin segir Ctð fjallið eigi sér nafn, en í hinni síðari er verið að segja, hvert nafn fjallsins sé, en heitið •jálft vantar. Er því ólíku saman að jafna. Fellur sú rökleiðsla prófessonsins því um sjáltfa sig. J»á tekur hann setninguna vindurinn blæs. Um hana segir hann svo: „Hún er ekki mynduð atf frumlagi og umsögn vegna þess að um sé að ræða athöfn og framkvæmanda hennar, held- «r greinilst það heild'stæða fyrir- bæri, sem til umræðu er, hvass- viðrið, í tvo þætti — ef það greinist þá þannig í málvitund manna — vegna þess, að vind- nrinn er nafnorð, en blæs sögn“. Við skulum athuga, hwernig þessi málvitund, sem hann vitn- er til, birtist: Vindurinn blæs, hvar sem hann viil, og þú heyr- ir þytinn í honum, en ekki veiztu, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. — Hér er talað um vilja vindsins, kamu hans og för, eins og maður væri. — Hannes Hafstein yrkir fcvæði sitt Ég elska þig stormur, ávarpar vindinn, eins og hann væri að tala við mann, og segist fylgja honum djarfur og glaður. Sjá allir, hvort vindurinn er hugsað- ur sem eitthvert persónuleysi. Ef einhver kynni að álíta, að vind- urinn væri aðeins persónugerður í ljóðum eða öðru háfleygu máli, þá má minna á dæmi, sem er tekið beint úr daglegu litfi, mann- inn sem var að taka saman þurrt hey, en vindur feykti því til meins. Þá hljóp hann með hrífu út í flekkinn, þeytti heyinu út í veðrið og hrópaði: „Fleiri geta feykt en þú, vindskratti.“ Vind- urinn ,er því fullkomlega hugs- aður sem frambvæmandi. Þá heldur prófessorinn fram, að ósamræmi sé milli fiormlegra skýringa og merkingarlegra í bókinni, frumlag sé talið standa ætíð í nefnifalli, en þó eigi merkingars'kilgreiningin engu síð ur við mér í mér líður vel en ég í ég hef það gott. Þetta er fjarri lagi. í síðari setningunni er það tvímælalaust ég, sem að- hefst það sem umsögnin segir, en mér í fyrri setningunni táknar ails ekki framkvæmda þess er felst í sögninni líður, heldur miklu fremur þiggjanda. Þetta má skýra betur með öðru dæmi: mér gengur vel, en þar hef-ur mér auðvitað sömu afstöðu til umsagnarinnar og mér í mér líður vel. En það getur ekki haft neina frumlagsafstöðu til sagnar- innar. Sést það bezt á því, að hér má bæta frumlagi við: Verk- ið gengur mér vel. Mér táknar í báðum dæmum aðnjótanda þess er felst í sögunni ásamt á- kvæðisorðinu vel. Venjulega er þannig um óperBÓnulegar sagnir, að frumlagið er eðli sínu sam- k-væmt svo óljóst eða fjarlægt málnotandanum, að hann orðar það ékki. Á þessu virðist pró'f- essorinn efcki átta sig. Ég læt þessi dæmi nægja til að sýna rökfærslu prótfessorsins, þó að fjöimörg séu önnur, sem væri engu síður ástæða til að minnast á. Sammála er ég prófessornum um nauðsyn þess að bæta mál- notkun m-anna. Hef ég aldrei verið sannfærðari um þá þörf en etftir lestur greina hans nú. Þar koma fyrir setningar eins og ég hef það gott — að skilgreining- ar þeirra passa alls ekki — sem skilgreiningar kennslubókanna passa ekki við og er mér ljúft að harma það. Megingallinn er þó sá, að orðfæri er víða slíkt, að illkleitft er eða jafravel óger- legt að sjá, hvað fyrir höf-undi vakir. Skal ég netfna eitt dæmi. Stendur það neðst í 3. dálki og etfst í hinum 4.: „Kemur sú niður staða raun-ar engan veginn á óvart, því að það hetfur verið ingar setningarfæðilegra hug- taka á grundvelli almennrar merkingar, af því tæi sem tíð- kazt hetfur, eru fyrir fram dauða- dæmdar sem fánýt endileysa.“ Ég segi eins og það er, að fyrst er ég las þetta, tal-di ég víst, að hér væri prentvillur eða ei-nhver röskun, eins og getur komið fyrir í prentsmiðju. En ef svo væri, hefði prófessorinn auðvitað leiðrétt það í -greinum sínum 30. nóv. eða 1. des:; það eitt var fræðimanni samboðið. En það gerir hann ekki. heldur þvert á móti vitnar hann í þessa klausu (30. nóv., 22. bls.) og endurtekur miðlhluta hennar, sumt með hreyttu letri. Hann virðist því vel ánægður með klausuna. En ég verð að játa, að ég skil ek-ki þennan samsetning; aðrir geta reynt, ef þeir vilja. Þá hugleiðir prófessorinn, hvernig ég kynni að vilja s-kýr- greina, hvað sé heil og sjálfstæð h-ugsun. Síðan segir hann: „Ekki skal reynt að spá, hvernig höf. brygðist við því verkefni, en ekki sýnist óliklegt, að þrauta- lendingin yrði sú að segja, að það væri full hugsun, sem sagt væri í sjálfstæðri setningu eða málsgrein, og væri þá komið það, sem hefur í röktfræðinni stundum verið nefnt „hringavitleysa." Kem-ur sú niðurstaða raunar eng an veginn á órvart.“ Fer hann síðan hörðum orðum u-m þá vit- leysu. Ég skal ekki dæma um, hvað það er, sem kemur ekki á óvart, en ég get netfnt eitt, sem kom mér mjög á óvart og mörg- um öðrum, en það er að maður, sem hefur verið talinn og vill sennilega telja sig fræðimann er leiti sannleikans vfeindalega og heiðarlega, skuli viðhafa mál- flutning sem þennan, að búa til Dr. Haraldur Matthíasson. einh-verja hringavitleysu sjálfur, leggja hana öðrum í m-unn og hneykslast síðan á fjarstæðunni. Sé þetta vísindaleg sannleiksleit prófessors, er mikil breyting á orðin í Háskólanum, síðan ég var þar að námi. Hér má bæta öðru við, er sýnir vinnulbrögð prófessorsins. í hinni löng-u grein í Morguniblaðinu 1. des. minnist hann á ýmislegt rangt sem kennt sé í skólum. Segist -hann ebki draga í efa, að enn séu til skólar í Bandaríkjun- um, þar sem það teljist góð fræði, að í enskri nafnorðabey-gingu sóu sex föll, en víða sé þetta þó af la-gt. Síðan bætir hann við: „Hér á landi eru aftur á móti mjög samibærileg fræði enn kennd alls staðar án þess að nokkurt lát sé á, sem sé að í sagnorðaheyging- unni í íslenzku séu átta tíðir.“ (Leturbr. mín). Alkunnugt er, að í íslenzfcum kennslubókum stendur, að tíðir sagna séu átta. En það er ekki sama og að það sé alls staðar kennt, enda eru það staðlausir stafir prófessorsins, að það sé alls staðar kennt, án þess að nokfcurt lát sé á. Þar sem ég þekki bezt til, hetfur sumum tíð- um verið sleppt í kennslu nú a.-m.k. nokbuð á annan áratug og nemendum verið sa-gt, að þær ætti ebki heima í íslenzk-u, miðað við merkingu. Og íslenzku-próf- dómenduir í landsprótfsnefnd, sem ákveða einnig námisetfnið hafa nú la-gt fyrir kennara að fella niður sumar tíðir í kennslu undir landsprótf miðskóla. Þetta hefði prófessorinn getað kynnt sér með lítilli fyrirhöfn, hefði hann kært sig um. Ég skal þá víkja að hinu at- riðinu í ritsmíð prótfessorsins, en það er, að hinn fræðilegi grund- völlur ,sem setningatfræði hafi verið reist á hér á landi og víða annars staðar, sé rangur og hafi það lengi verið ljóst. Fer hann um það mörgu-m sterk-um orðum og sé höfuðnauðsyn að leggja annan nýjan. En sá sem telur ríkjandi ástand illt, á hivaða sviði sem er, lætur sér ebki nægja að ben-da þar á gallana, h-eldur skýrir hann kosti þess, sem hann vill fá, og berst fyrir framlagi þess. En þrátt fyrir þessa miklu þörf, sem honum hef-ur verið ljós svo lengi, hefur hann aldrei hreyft því máli. Og nú þegar hann loks tekur til máls í ritdómi sínum, er hann eins og rétttrúnaðarklerkur á miðöldum, sæll í sínum eigin rétttrúnaði, en fordæmir villu- trú hinna. Og þó — ekki ætti ég að gera klerk-unum rangt til. Þeir boðuðu þó rækilega rétt- trúnað sinn. En það dettur prófessornum ekki í hug, heldur hetfur hann haldið þvi máli vand- lega leyndu. Á hann þar sam- merkt við' manninn, er orti: Veit ég víst, hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér. Hann hefur hvorki fyrr né síðar haft fyrir því að skýra, hvað hann vilji fá í stað þess, sem nú er og merkir fræðimenn hafa lagt grundvöll að, fyrst er- lendir og síðar innlendir. Þegar hann hefur skýrt það, er kom- inn umræðugrundvöllur í þessu efni, fyrr er það ekki. Hann segir, að ég hafi ekki gripið tækifærið. En hafi nokk- ur h-aft tækifæri til að láta til sín taka í þessum málum, þá er það einmitt ha-nn sjálfur. Hann þarf ekki einu sinni að hafa fyrir að grípa; tækifærið var lagt hon- um í hendur fyrir átta árum. Ég Skal gjarnan trúa, að áhugi hans sé mikill. En það er ekki nóg. Áihuginn verður að koma fram opinberlega; þá fyrst verð- ur gagn að honum. Hann fer maklegum iofisorðum um ágætan skólam-ann, sem sam-di nýlega kennslulbó'k í stærðfræði á nýj- u-m grundvelli og beitti sér síðan fyrir námskeiði fyrir stærð- fræði'kennara ti'l að kynna þeim hin nýju sjónarmið. En íhvers vegna hefur þessi prótfessor ekki beitt sér fyrir ei-nhverj-u svipuðu í móðurmáiskennslu? Hann hefði þó getað a.m.k. minnzt á það opinberlega, að þörfin væri brýn. En hann hefur haldið að sér höndum að þessu leyti. í átta ár hetfur hann þegjandi þolað þessa miklu þörf þrátt fyrir þennan dæmalausa áíhuga. Hvað dvelu-r Orminn langa? En viti menn; lofcsins birti af dagi. I lok hinar löngu ritsmíð- ar í Morguwblaðinu 30. nóv. sagði prófessorinn, að næsta dag skyldi rætt, hvert stefna bæri og væri það aðalatriði þessa máls. Þeir voru fleiri en ég, sem urðu for- vitnir. Og nýi boðskapurinn bom á fullveldisdaginn. Og tover er hann þá? Hann er í fjórum greinum: a) stefna ber að þvi, að sem flestir öðlist nokkra þek'kingu á því fyrirbæri, sem við get- um kallað „mannlegt mál“ (orðalag prótf.). b) Veita skal sem flestum mál- fræðiþékkingu. e) Glæða Sk-al málskyn nem- enda og bæta málnotkun þeirra í ræðu og riti. d) Kennsla í máltfræði móður- málsins getur verið undir- staða undir nám í erlendum tunguimálum. Fyrsta atriðið mó kallast nýj- ung, eigi að kenna það sem sér- stakt atriði, þó að það toatfi jafn- an verið fléttað inn £ alla mál- kennslu. En um hi-n þrjú atriðin er það að segja, að þau hafa verið yfirlýst stefnuskráratriði í ísl-enzkukennslu, a.rn.k. eins lengi og ég man etftir, og verið reynt að framfcvæma þa-u, eftir því sem efni toafa staðið til. í þessum þremur liðum er því eng- in nýjung, heldur aðeins endur- tek-ning þess, er þegar toefur ver- ið endurtékið árum saman. Loks greinir prófessorinn, hverni-g toa-nn vilji vinna að samn ingu nýrrar kennslubókar, senni- lega fyrir gagnfræðasti-g. Til þess á að velja áhugasaman og efni- legan ungan mann. Fyrst á hann að læra það sem Háskóli íslands gæti í té látið í þessu efni. Síðan á hann að fara til útlanda og læra þar. Og þegar hann kemur heim, á hann að semja u-ppkast að bók. Hópur manna á að rann- saka það handrit vandlega. Senni lega þarf að kenna þeim líka, svo að þeir geti haft þetta eftirlit með starfi unga mannsins. Að þeirri ritstooðun lokinni á að fjölrita bókina og kenna hana í 3—4 skólum eitt ár, breyta henni, kenna hana síðan við aðra skóla í eitt ár, væntanlega breyta henni aftur á grundvelli feng- innar reynslu ,og að því búnu er þess fyrst að vænta, að al- menningur fái að njóta hinna réttu fræða. Að þessu þarf ungi maðurinn að vinna um árabil, segir prófessorinn, og er það ebki ofmælt. Ekki er gott að segja, hve lan-gur þessi undir- búningstími yrði; hann gæti orðið 10—12 ár, jafnvel lengri. En hvað á að kenna á meðan? Er það gamli villulærdómurinn, sem yrði þá boðaður nemend- u-m 10—12 ár enn? Og hvaða tryg-ging er fyriir því, að þau fræði, sem prófessorinn virðist hafa í -huga, verði talin góð og gild eftir áratug eða meir? Gæti ekki farið svo, þegar ungi mað- urinn efnilegi væri loks orðinn nógu lærður til að geta farið að semja, að komnir yrðu fram menn sem fordæmdu kennimgar prófessorsins jafn ákaft og hann íordæmir þann grundvöll, sem nú er staðið á? Mér er vel ljóst, að eintovern tíma verður að byrja, og ekki má láta það hindra nýjungar, að þær tounni að verða að vikja síðar fyrir enn öðru. En hefði prófesisornum ekki verið toollara að vera þegar byrjaður á að vinna að fram- gangi sinna setningafræðilegu nýjunga í stað þess að standa að því, að enn komi menn frá Háskóla íslands með það sem hann kallar hefðbundinn villu- lærdóm? En þess sér tovergi merki, að toann hafi hafzt þar neitt að fyrr en nú. Nú ailt í einu vill hann fara að skapa mann. Vonandi verður meira en skinnlaus köttur úr því. Sköp- unanstarfið toefði aðeins þurft að byrja nobkru fyrr, úr því að nauðsyn er ávo brýn og áih-ugi hans svo einstakur. Vinni prófessorinn ekki frarn- vegis betur að þessum málum en verið hefur, verður hann enn um skeið að taka undir með mann- inum, sem ég vitnaði áður til: Smátt vill ganga smíðið á, í smiðjunni þó ég glamri. Frá TafSfélagi Reykjavikur BIKARKEPPNI Taflféi. Rvíkur hófst 21. nóvember sl. og lauk fimmtudaginn 29. desemiber sL Voru upþhaflega 32 þátttakend- ur í útsiáttarkeppni þessari, sem lauk með sigri Haubs Angantýs- sonar. Þeir síðustu, sem féllu úr leib voru Pétur Eiríksson, sem j-afnframt var mótsstjóri, Jótoann Sigurjónsson, Bragi Halldórsson og Igor Maxim-ov, Rússi, gestur mótsins. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur hófst þriðjudag- inn 3. janúar að Freyjugötu 27 og teflir þá hver keppandi 5 mínútna sfcáfc við tovern hinna, fyrra keppniskvöldið. Til úrslita verður keppt á fimmtudagskivöld nk. Skákmenn eru beðnir um að nota tæikifærið til að gera skil fyrir selda happdrættismiða T.R. Vinningsnúmerið verður birt í síðasta lagi 17. janúar nk. Skemmdarverk á sjónvarpskapli Stokkhólmi, 2. jan. — NTB ÞR-EMUR mínútum fyrir mið- nætti á gamlárskvöld hvarf myndin af sjónvarpsskermum Stokkhólmsbúa, þeim til mikill- ar skapraunar, þar sem verið var að sjónvarpa hinum vinsæla skemmtiþætti „Hornið hans Hy- lands“. Nú hafa vaknað grun- semdir um að um skemmdar- verk sé að ræða. Hefur lögreglu- stjórinn í Nacka staðfest, að álit ið sé að sjónvarpskapallinn í grennd við Nacka hafi verið eyðilagður. Hafði verið grafið niður að kaplinum og þar fund- ust merki eftir sprengihleðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.