Morgunblaðið - 05.01.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1967.
BILALEIGAN
FERÐ
SIMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGNUSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR21190
eftir lokon simi 40381
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleígRn
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍUVLEim
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f-J=*BUAir/GAM
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
i margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
22-1^75
BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON
Málflutningsskrifstofa
Viðtaistimi kl. 1—5 e.h.
NÝK0MI9
Hamilton Beach hrærivélar.
Armstrong strauvélar.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Lágmúla 9. Simi 38820.
um óviðunandi samgangna á
sjó og iandi, því við lifum ekki
á tómu lofti hér á Ströndum
frekar en annars staðar.
Virðingarfyllst,
I. K.“.
Hundapestin
Fyrir jól birtum við hér
í dálkunum bréf frá Eyrar-
bakka varðandi hundapestina
og lógun hunda. Samdægurs
hringdi dýralæknirinn á Sel-
fossi og sagðist hafa sent okk-
ur bréf í framhaldi af þessum
skrifum, eða öllu heldur svar
við umræddu bréfi. Pósturinn
var að skila þessu bréfi til okk-
ar núna — og fer það hér á
eftir:
Selfossi 18/12. ’66.
Vegna skrifa hundaeiganda í
pistil Velvakanda 18/12. 1966
undir fyrirsögninni „Um hunda
pest og hundahald" tel ég mig
knúinn til að leiðrétta missagn-
ir, sem þar koma fram og til
að svara fyrirspum sem til mín
er beint.
í reglugerð um varnir gegn
útbreiðslu hundapestar, en hún
styðst við lög nr. 124 22. des.
1947 lög 11 23. apr. 1928 og lög
nr. 16 31. jan. 1952 stendur
eftirfarandi í 2. grein:
Hreppstjórar skulu í samráði
við dýralækni sjá um að öll-
um hundum sem sýkjast af
hundapest, verði lógað án tafar
og hræin grafin. Sama máli
gegnir um hunda, sem vitað er
að haft hafa náin samgang við
hunda veika af hundapest, svo
ástæða er til að ætla að þeir
hafi smitazt.
Vegna gruns um hundapest I
hundum á Eyrarbakka fór ég
22. okL og skoðaði þar alla
hundíuia. Skoðunin leiddi í
ljós að yfir helmingur hund-
anna var sýktur, og þar að auki
voru 2 dauðir.
Þar sem sýkingin var þetta
mikil og þetta voru fyrstu og
einu sýktu hundarnir sem þá
var vitað um í Árnessýslu tók
yfirdýralæknir þá ákvörðun að
lóga skyldi öllum hundum á
Eyrarbakka.
25. okt. fór ég ásamt lög-
regluþjóni frá Selfossi, þaul-
vönum skotmanni niður að
Eyrarbakka til þess að fram-
fylgja fyrirmælum yfirdýra-
læknis. Hreppstjóri Eyróirbakka
fylgdi okkur til himdaeigend-
anna. Hlutaðeigendur voru að
vonum leiðir og það vorum við
sem þurftum að framkvæma
þetta leiðindaverk ekki síður.
En fólkið sýndi skilning svo
verkið gekk mjög greiðlega.
Nokkrir vildu lóga hundum sín
um sjálfir og var það leyft með
því skilyrði að því yrði lokið
strax þá um daginn.
Seinna sama dag fór ég svo
aftur ásamt lögregluþjóninum
niður að Eyrarbakka til þess
að ganga úr skugga um hvort
meim hefðu efnt loforð sín og
svo hafði verið gert alls staðar
nema á einum stað.
Þegar við komum þar sat
maður all drukkinn í eldhús-
iru*. Hann hafði verið fenginn
til þess að vinna verkið. Hund-
inum hafði verið gefið svefnlyf
og var verið að bíða eftir því
að hann sofnaði. Við hinkruð-
um við til að sjá hvernig færi.
Ekki vildi hundurinn sofna, en
það var greinilegt að hann var
undir áhrifum svefnlyfja þar,
sem hann gerðist mjög óróleg-
ur og slagaði urrandi um. Ekki
mátti skotmaðurinn aðfengni
koma nálægt honum. Skotmað-
urinn dregur nú hlaðna byssu
undan frakka sínum og hefur
við orð að skjóta hundinn inni
í íbúðinni. Ég sá að við mynd-
um ekki geta treyst þessum
manni til að aflífa hundinn. Ég
bað því konuna um að hand-
sama hundinn og halda honum
og gerði hún það, en á meðan
batt ég um trýnið á honum.
Síðan fór ég með hundinn út
og lögregluþjónninn skaut
hann.
Um orð þau sem fóru milli
mín og húsbóndans er það að
segja að þau standast ekki þar
sem húsbóndinn var ekki
heima.
Fré minni hendi tel ég þetta
svo útrætt.
Jón Guðbrandsson,
dýralæknir, Selfossi.
'Jí Pósturinn í sveitinni
Frá Skarðsströnd er
skrifað:
„Kæri Velvakandi mig lang-
ar til að biðja þig að koma
með þessum línum orðsendingu
til póst og símamálastjóra:
Hvers eigum við eiginlega að
gjalda hér fyrir vestan að fá
ekki jólapóstinn okkar? Það
lítur helst út fyrir að hér búi
ekki mennskir menn. Það er nú
liðin vika frá því að við áttum
að fá póstinn hér á Fellsströnd,
Klofningshreppi og Skarðs-
hreppi. En í Hvammssveit og
Saurbæj arhrepp kom hann á
aðfangadagskvöld, eins og vera
bar. Það var mikið talað um
að okkar duglegi póstur var
látinn hætta. Hann fór alltaf
í hverju sem var og kom póst-
inum á réttum tíma sína leið.
Átti ekki að verða lakara að
fá póstinn tvisvar í viku með
mjólkurbílnum sem daglega á
að ganga hér um sýslu á sumr-
in. En nú að vetrinum virðist
það ganga erfiðlega. Ekki er
það mjólkurbílstjóranum að
kenna, því ekki virðist vera of
vel greidd gata hans. Oft hefur
hann orðið að þrælast áfram
við hin verstu skilyrði. Ætli
mörgum bílstjórum sé boðið
upp á að moka sig sjálfur
áfram eða öðrum kosti að
liggja úti í bíl sínum eins og
tvívegis kom fyrir í fyrra vet-
ur? Við höfum ekki orðið vör
við greiðari póstsamgöngur. Ef
við þurfum að koma peninga-
bréfi frá okkur, þá þurfum við
að kaupa bíl fyrir rúmar
hundrað krónur eða alla leið til
Búðardals, 75 km ferð. Ef við
fáum 30 krónu póstkröfu þá
kostar bíllinn á annað hundrað
til að sækja hana. Þetta er alveg
óviðunandi. Svo eru póstkass-
arnir þannig að ef pósturinn
liggur í þeim verður hann
ónýtur. Sé rigning eða kafald
er ástandið þannig að ef maður
fær ábyrgðarbréf vérður maður
að hýma í kulda og kannski
rigningu og byl til að „kvítta“
fyrir því niðri á vegi eða láta
bílinn fara með það.
Það væri gott fyrir þá sem
þessum málum stjóra að prófa
nú eihu sinni að biða eftir bréf
unum sínum svona hálftíma í
17 stiga gaddi. Ætli þeir gengju
þá lengi um Reykjavíkurgötur
með harðan hatt og stífan
flibba og í vél burstuðum skóm?
Það eru nógu margar eyðijarð-
ir hér til að leigja þessum herr-
um og þá gætu þeir prófað
sveitasæluna og góðar póstsam
göngur, sem áttu að færast í
betra horf. Ég sem þessar lín-
ur skrifa skora á þá sem með
þessi mál fara að bæta tafar-
laust úr þessu vandræðaástandi
og er ég vissum að þar mæli
ég fyrir munn allra sem við
þessar aðstæður búa. Þetta er
eitt af því sem fælir menn úr
sveitunum. Enda virðist fólks-
straumurinn alltaf að aukast úr
sveitunum. Við sem í sveitinni
búum enn horfum ekki björt-
um augum fram í tímann ef
allt fer jafnhröðum skrefum
niður á við og samgöngur okk-
ar hafa sýnt nú upp á siðkastið.
Og mega þeir nú taka sig sam-
an í andlitinu og útvega okkur
leiguhúsnæði í Reykjavík er
við flykkjumst öll þangað sök-
^ Knattspyrna
og póstur
Maður nokkur skrifar og
spyr, hvort sjónvarpið geti
ekki sýnt aftur hluta af film-
unni frá úrslitaleik Bretlands
og Þýzkalands í heimsmeistara
keppninni. Hann vill fá vafa-
markið aftur — og vill gjarna
að það verið sýnt hægt og ró-
lega svo að betur verði að átta
sig á þessu.
Annar skrifar okkur og
kvartar yfir póstinum. Blað,
sem lagt var í póst í Reykjavík
hinn 16. desember, var borið
til viðtakanda í Kópavogi þann
3. janúar.
Vissulega höfum við heyrt
um fljótari ferðir milli Reykja-
víkur og Kópavogs, en ekki er
okkur kunnugt um hvaða sam*
göngutæki pósturinn notar
yfirieitt.
Lagermaður
Óskum eftir manni á bezta aldri til af-
greiðslustarfa að Ármúla 1.
G. Þotsfeinsson & Johnsson hf
Vil kaupa
Hlutabréf í sendibílastöð.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „sendibílastöð
8777“.
LONDON
dömudeild
Austurstræti 14.
Sími 14260.
HEUm
siðbuxur
H E L AIV C A
skibabuxur
í úrvali.
--★--
— PÓSTSENDUM —
LOIMDON, dötnudeild
V