Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMÍUDAGUR 5. JANÚAR 1967. 5 ELZTA dagblað Danmerkur ut- an höfuðborgarinnar „Aalborg Stiftstidende, hélt hátíðlegan 200 ára afmælisdag sinn þann 2. jan- úar sl. Sama dag var vigt nýtt hús blaðsins — hið nýtízkuleg- asta sem er í eigu dansks dag- blaðs. Hinn 2. janúar 1767 kom út 1 etærsta kaupstaðnum á Jótlandi, Álaborg, vikublað, sem bar nafnið „Nyttige og fornögelige jydske Efterretninger“. Stofn- endur blaðsins voru fjórir prest- ar í Álaborg, sem í tvö ár höfðu rekið prentsmiðju, sem síðar varð þekkt um allt land undir Híð merka blað, Aalborg Stiftstidende, 200 ára nafninu „Aalborg Stiftsbog- trykkeri. En í dag er hún eign sama hlutafélags, sem gefur Aal- borg Stiftstidende út. í 200 ár hafa þrjár fjölskyldur sett svip sinn á útgáfu og rit- stjórn Aalborg Stiftstidende. Fyrst var það presturinn Johan Wandall, sem var einn af fjórum stofnendum, og varð harin rit- stjóri og síðar sonur hans. Um aldamótin 1900 hófst nýr þáttur í sögu blaðsins, sem þá var rúm- lega 130 ára gamalt. Útgefand- inn, frú Marie Rée réði lyfja- fræðinginn L. Schiöttz- Ohrist- ensen til að ritstýra blaðinu. L. Schiöttz-Christensen var sonur gullsmiðs frá Sorö. Að loknu embættisprófi var hann ráðinn til LÖvapotektet í Odense og síðar til Svaneapotekt í Ála- borg, en eftir nokkurra ára starf þar fluttist hann til Blaagaards- apoteket í Kaupmannahöfn. Þótt lyfjafræðin héldi huga hans föngnum var Schiöttz-Christen- sen mjög óánægður með þau kjör, sem lyfjafræðingum voru búin. Hann varð formaður í Félagi lyfjafræðinga og ritstjóri blaðs þess. Það varð baráttublað og Schiöttz-Ohristensen sigraði í baráttu sinni. Bætt laun og aðbúð lyfjafræðinga varð ár- angurinn. Er Schiöttz-Christensen dvald ist í París hitti hann útgefanda Aalborg Stiftstidende, frú Marie Rée, sem hreifst af persónutöfr- um hans, eins og svo margir aðr- ir. Hún bauð honum ritstjóra- stöðuna. Þann 1. september árið 1900 tók hann við launaðri stöðu ritstjóra. Árið 1910 keypti hann blaðið af dánarbúi Marie Rée og næstu 40 árin varð hann útgefandi þess. Geisimiklar framfarir urðu undir hans vitur legu stjórn Blaðið varð sífellt öflugra og öflugra. Allt til dauða síns árið 1960 var Schiöttz-Christensen útgef- andi Aalborg Stiftstidende, en hann lét af stöðu aðalritstjóra 9. apríl árið 1940, einmitt sama dag og Þýzkaland hernam Dan- mörku. Dagleg stjórn hins rmikla blaðs færðist nú í hendur yngsta sonar hans, cand. phil. • Alf Schiöttz-Christensen. Þetta var erfiður tími fyrir nýjan aðalrit- stjóra. Mjög fljótlega komst Aalborg Stiftstidende í ónáð hjá þýzku hernámsyfirvöldunum vegna málflutnings síns. Aðfara- nótt 17. marz 1944 eyðilögðu Þjóðverjar hús blaðsins með sprengjuárás, en þrátt fyrir hinn mikla skaða tókst Þriðja ríkinu ekki að hindra útgáfu Aalborg Stiftstidende. Undir forystu Alf Schiöttz- Christensen hefur Aalborg Stiftstidende verið brautryðj- andi í tæknilegum efnum í danska blaðaheiminum. En einn ig utan blaðsins er rúm fyrir hina fjölbreytilegu hæfileika Hið nýja stórhýsi Aalborg Stifts tidende, sem vígt var á afmælisdagiim, 2. janúar 1967. Alf Schiöttz-Cristensen, aðalritstjóri og framkvæmda stjóri blaðsins. aðalritstjórans. Hann hefur ver- ið formaður og stjórnarmeðlim- ur í samtökum útgefanda og prentsmiðja úti á landstoyggð- inni og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Útgefendur Aalborgs Stifts,- tidende eru nú fjögur systkini og er dóttir aðalritstjórans, frú Eja Packness, formaður stjórnar- innar. Blaðið er gefið út í 53.144 eintökum á dag og 82.039 á sunnudögum. í hinu nýja stórhýsi blaðsins starfa'200 manns. Aalborg Stifts tidende er stærsta dagblað Norður-Jótlands, þriðja stærstg blað landsbyggðarinnar og sjö- unda stærsta í Damnörku. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Blaðburðarfólk vontor í eftirtolin hverfi: Granaskjól Seltjarnarnes - Seltj. — Melabraut Skjólbraut Vesturgata I Skerjafjörður - Kjartansgata sunnan flugvallar. Njálsgata Ásvallagata Lindargata Hávallagata. Selás Túngata Bergstaðastræti Stigahlíð I Rauðarárstígur Hverfisgata II Hluti af Blesugróf Framnesvegur Hraunteigur Langagerði Meðalholt Miklabraut Miðbær Lambastaðahverfi Úthlíð Nesvegur Hátún Flókagata neðri Rauðagerði Meistaravellir Fálkagata Sjafnargata Tolið við oígreiðsluno sími 22480 i ° ;. -C B. H. WEISTAD &Co. HUERJIR UERÐH þeir hepphu i nn ? (aðeins þeir sem eiga miða.) Dreg/ð n.k. þriðjudag Skúlagötu 63 III. hœð Sími 19133 • Pósthólf 579 LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tima í síma 1-47-72. tl HHPPDRKITlT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.