Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967. Minningarathðfn um skipverja á Svan Fer fram í Hnífsdals- kapellu í dag í DAG fer fram miningarathöfn , Hnífsdalskapellu um þá sjó- menn er fórust með m.b. Svan, R.E. 88, en báturinn fórst í fiski róðri 22. desember síðastliðinn. Hafði Hraðfrystihúsið h.f. leigt þennan bát aðeins yfir haustvertíðina 1906 og átti bát- urinn fáar sjóferðir ófarnar áð- ur en honum yrði skilað, er hið hræðilega slys átti sér stað. Ég get ekki látið hina ný- horfnu góðu drengi liggja óbætta hjá garði, því svo mikil eftirsjá er að þeim fyrir ástvini og heimabyggð þeirra, sem að eeint eða aldrei verður um bætt. í sama mund og íslenzka þjóð- in bjó sig udir jólahald, háðu sex ungir og ötulir vestfirzkir sjómenn fangbrögð við æðisgeng inn storm og reiðar öldur úti fyr ir Vestfjörðum á heimleið úr fiskiróðri til vina og vanda- manna . — En landtakan dróst, sem olli óskaplegum kvíða vandamanna og kvíðinn magn- aðist er dagur var að kvöldi kominn án heimkomu ástvin- anna, En margt gat hafa tafið heim- för, og fátt segir af einum und- irsvipuðum kringumstæðum, ef eitthvað það gengur úrskeiðis, sem sízt má án vera þegar mest á ríður að dugi vel. En vonin þvarr og vissa, að ekki mundi allt með felldu með heimkomu ástvinanna, varð að veruleika, ekki sízt eftir að við- tæk leit á sjó og í lofti bar ekki árangur. CÞennan dag, fimmtudaginn 22. desember síðastliðinn, brast á norðan áhlaup hér á Vestfjörð- iun með fádæma veðurhörku og mikilli snjókomu, en þennan eft irminnilega dag var almennt ró- ið frá öllum verstöðvum hér við 'Djúp og víðar á Vestfjörðum, Á hafi úti geysaði æðisgeng- Inn stormur allt að 13—14 vind- stig, en það spurðist við heim- komu bátanna hér og úr næstu BiLAKAUR söíu í Vel með farnir bílar til og sýnis í bílageymslu okkar I að Laugavegi 105. Tækifæri I til aS gera góS bílakaup.. — I Hagstæð greiðslukjör. — ! Bílaskipti koma til greina. Mercedes-Benz 220 S. ÁrgerS ’60 og ’63. Opel Caravan, árg. ’60. Opel Kapitan, árg. ’59 og ’60. Commer sendibílar ’64 og ’65. Zephyr 4 ’66. Taunus 12 M, árg. ’63. Trader, 7 tonna vörubíll ’64 Rambler ’64. Taunus 17 M, 2ja dyra ’63. Taunus 17 M ’63. Volkswagen ’60, ’65 og ’67. Plymouth Belvedere ’54 og ’57. Cortina ’65. Rússajeppi ’67. Opel Record ’64. iTökum góða bíla í umboðssölu I Höfum rúmgott sýningarsvæði ____________ innanhúss. ■ verstöðvum, sem sumir höfðu hlotið áföll. Enginn er til frásagnar um það, hvernig bar að með báts- tapann frá Hnífsdal, en geta má sér til, að hann hafi orðið með skjótum hætti, svo skjótum, að engum bjargráðum hafi orðið við komið eins og á stóð, og því enginn tími gefist til þess að komast í talstöð og biðja um að- stoð. en víst er um það að sjó- mennirnir (hafa æðrulausir gengt skyldustörfum sínum þar til yfir lauk. Við þetta hörmulega sjóslys, sem hér er orðið, hafa níu börn orðið föðurlaus og þrjár konur ekkjur, þar af tvær mjög ungar. — Þá mátti og ung stúlka sjá á bak ungum unnusta sínum og er mikill harmur að henni kveð inn. Allt er þetta svo sviplegur at- burður, að seint mun gróa um heilt hjá harmi lostnum ástvin- um og venzlafólki, sem mest hefir misst. í>á á heimabyggð hinna týndu sjómanna um sárt að binda við að sjá á bak þeim í hina votu gröf, því miklar framtíðarvonir voru tengdar við ævistarf þeirra og framtíð fyrir þessa fámennu byggð. Hér hefur sá atburður gerst, sem kannske á eftir að verða ör- lagaríkur fyrir þetta byggðar- lag um langa framtíð. Mennirnir, sem fórust með m.b. Svan R.E. 86, voru þessir: Ásgeir Karlsson, skipstjóri, 25 ára, Einar Jóhannes Lárusson, stýrimaður, 24 ára, Friðrik Vída- lín Maríasson, L vélstjóri, 47 ára, Jóel Einarsson, matsveinn, 49 ára, Jón Hálfdán Helgason, 2. vélstjóri, 19 ára, Hermann Lúthersson, háseti, 25 ára. Allir voru mennirnir heimilis- fastir í Hnífsdal og er því skarð fyrir skildi alla vega séð. Eins og hér kemur fram og áður hefur verið skýrt frá, var hér um unga menn að ræða, og suma mjög unga, sem féllu í val inn fyrir aldur fram og verða því öllum harmdauði. Guð blessi minningu þeirra um aila framtíð og veiti eftir- látnum ástvinum þrek og hugg- un harmi gegn. / Hnífsdal, 3. janúar 1967. Einar Steindórsson. Bjarni Beinteinssom lögfræðingur AUSTURSTRÆTI 17 (*ILU & VACDI* SfMI 13536 Ásgeir Karlsson Friðrik Maríasson Einar Jóhannes Lárusson Jón Hálfdán Helgason Hermann Luthersson Samúöarkveðja SORGÁRSAGAN endurtekur sig, að þessu sinni vestur í Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Bátur heldur í róður til þess að draga björg í bú, stormur og stórhríð skellur yfir — og 'báturinn kemur ekki að landi. Víðtæk leit er hafin og haldið uppi sólarhringum saman. En hún reynist árangurslaus. Sex vaskir sjómenn á bezta aldri, sumir kornungir, eru horfnir. Eftir stendur harmþrunginn hópur eiginkvenna, bama, for- eldra og annara ástvina og venzlamanna. Lítið byggðar- lag drjúpir í sorg. Svo miskunnarlaus eru ör- lögin, svo óskorað er ógnar- veldi Ægis, jafnvel á öld tækn- ínnar. Náttúruhamfarir á sjó og landi hafa fyrr veitt því fólki, sem byggir Hnífsdal þunga áverka. Bátar hafa týnst, snjó- flóð hafa fallið. En lifstoarátt- an í Dalnum hélt áfram. Hið þrekmikla fólk skorti að vísu „sakarafl við sonarfoana“ eins og Egil forðum. En eínnig það hefur ort sitt Sonartorrek með því að ráðast gegn erfiðleikun- um, og sigra þá. Þess vegna er Hnífsdalur í dag eitt af mynd- arlegustu athafnabyggðalögun- um á Vestfjörðum. Árin og tíminn hafa lagt lífgrös sín við hin djúpu sár. Góður Guð gefi að svo megi einnig verða nú, þótt ekkert fái bætt þann mikla missi, sem ástvinir sjó- mannanna á Svan standa í dag frammi fyrir. Minningin um góða og hrausta drengi lifir áfram. Heimabyggð þeirra og þjóð þakkar þeim líf þeirra og starf. Hljóðlát samúð streymir í dag til fólksins í Hnífsdal, sem sorgin knúði dyra hjá á jólum. Drottinn minn, gefðu dlánum ró, hinum líkn sem lifa. Sigurður Bjamason frá Vigur. RAGNAR JQNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla. hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. Bjorn Sveinbjornsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Símar 12343 og 23338. Friðrik Maríasson UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 Húsgagnasmiður og lakkmaður Viljum ráða húsgagnasmið, sem vanur er vélavinnu og lakkmann í verksmiðju okkar. — Upplýsingar hjá verkstjóra að Lágmúla 7. — Ekki í síma. Kristján Siggeirsson hf F. 28. júlí 1919. D. 22. des. 1966. „Að hryggjiast og gleðjast hér um fáa daga heilsast og kveðj ast það er Rfsins saga.“ Þegar Hiddi vinur okkar kom í síðasta S'kipti á heimili okkar í des. sl., en þá var hann stadd- ur á ísafirði, þeirra erinda að huga að sínu siíðasta fari, „Svan- inum“, var okkur siízt í huga áð þetta yrðu okkar síðusitu sam- fundir. Friðrik Maríasson höfðum við þekkt um 20 ára skeið og aldrei foorið skugga á tryggð og vin- áttu hans og elskulegrar eigin- konu hans, Ingibjargar Hjartar- dóttur. í>að er vandi að velja látnum orð, en okkur bjónin langar til að færa þessum forna vini hinztu kveðlju og þakkir, sömiuleiðis skipsfélögum hans öllum. Hiddi var perisónulega kunnugastur okkur af þeim látnu vegna starfls sína, svipaðs aldurs og fyrri kynna miinna við konu hans frá skólavist í húsmæðraskólanum Ósík á ísafirði veturinn 1942—43, bá ungar og lífsreynslulausar. Alla tfð síðan hafa verið tengl okkar á miLLi eftir ástæðum og við heimili og börn þeirra hjóna, sem þau stóðu saman um af mik- iiH umhyggju og aivöru. Veit ég að börnin bera þess merki, sem sáð hefur verið tiil af hug og hjarta. Er við nú kveðjum þig Hiddl minn er gott að minnast hversu hógvær þú varst í allri fram- komu, trygglyndur og traustur, sem sagt drengur góður. Sárastur er söknuðurinn hjá eiginkonunni, börnunum fimm og barnabarni, öldruðum og ias- burða tengdaföður, syistkinum þínum, tengdafóiki og vinafjöilda, en æðri máttarvöld ráða. Því verður ekki breytt. Þið félagar kveðjið um léið og hátíð friðarins fer í hönd; megi sá friður búa í hjörtum ástvina yikkar. „Og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt.“ Hafðu hjartans þökk okkar hjóna er þú hverfur á fund for- eldra þinna. Inea Bjarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.