Morgunblaðið - 05.01.1967, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
Frá umrœðum um fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar:
Vaxandi hluti heildarútgjalda til verklegra
framkvæmda
- Kommúnistar gerðu tillögu um
50 milljón króna skattahækkun
- Framsóknarmenn leggja til lækkun
framlaga til hagsýslu og vélvæðingar
Á F U N D I borgarst jórnar
Reykjavíkur hinn 15. des. sl.
fór fram 2. umræða um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborg
ar. Verður hér*á eftir getið
helztu atriða, sem fram komu
í þeim umræðum.
Guðmundur Vigfússon, (K):
I>að er mikil framför frá því,
sem var, að framkvæmdaáætlan
ir skuli gerðar til langs tíma. En
meðal forsenda áætlunargerðar
til langs tíma, er að unnt sé að
afla lánsfjár og fjármálastjórn sé
sterk. >á er og mikilvægt, að
verðbólga setji ekki áætlanir úr
skorðum. Áætlanir 'þær, sem
Reykjavíkurborg hefur gert hafa
ekki staðizt Misræmi vex nú
stöðugt milli rekstrargjalda og
byggingarframkvæmda. Orsökin
er laus og skipulagslítil fjármála
stjórn borgarstjóra og borgar-
stjórnarmeirihlutans. Rekstur-
inn gleymir nær alla tekjuaukn-
ingu borgarsjóðs. Brýn þörf er
umbóta. Rannsóknir á rekstri
borgarsjóðs og borgarfyrirtækja
mega ekki dragast lengur. Al-
þýðubandalagsmenn treysta sér
ekki til að gera stórfelldar
breytingartillögur við fjárhags-
áætlunina. Til þess hefur alltof
lítill tími verið og gögn skort.
Sumir útgjaldaliðir hækka
ískyggilega frá þessu ári en of
langt mál er að rekja það hér.
En það er greinilegt, að borg-
arstjórnarmeirihlutinn er ekki
með sparnaðarráðagerðir á prjón
unum hvorki nú né ef til endur-
skoðunar fjárhagsáætlunarinnar
kæmi á næsta sumri. Það verð-
ur að játa, borgarstjóri kemur
fram af mikilli hreinskilni, er
hann segir, að með þessari fjár-
bagsáætlun, sé ef til vill tjaldað
til skamms tíma.
Kristján Benediktsson (F):
Miklar hækkanir hafa orðið á
tekjum þjónustufyrirtækja borg-
arinnar og er orsökin aðallega
hækkun á gjaldskrám þeirra.
Magnaukning Rafmagsveitu og
Vatnsveitu Reykjavíkur frá
1961 hefur ekki verið nema
5%% á ári, magnaukning Hita-
veitunnar nokkuð hærra, en
hlýtur að lækka á næsta ári.
Borgarbúar greiða 250 millj.
kr. meira í borgarsjóð og fyrir
rafmagn og vatn en á sl. ári og
á sama tíma greiðast 800 millj.
kr. meira til ríkisins. Svo eru
menn að tala um verðstöðvun.
Ef alvara hefði fylgt verðstöðv-
un hefði ekki verið lagt fyrir Al-
þingi fjárlagafrumvarp með 800
millj. kr. hækkun. í Reykjavík
verða teknar 250 millj. kr. af
tekjum manna á næsta ári, meir
en á yfirstandandi ári og ég spyr,
leiðir slík hækkun gjalda ekki
af sér aðrar hækkanir? Ríki og
Reykjavíkurborg hækka skat+a
sína meira en um 1000 millj. kr.
Þetta er ekki stöðvunaráætlun
í mínum augum.
Þessi fjárhagsáætlun er með
sama marki brennd og allar
áætlanir síðustu 7-8 ára, að und-
anteknum eignabreytinga-
reikningi, en hann hækkar þó
meira nú en framkvæmdir í
reynd á þessu ári. Hvaða mun
sjá menn á þessu frumvarpi að
fjárhagsáætlun og fjárhagsáætl-
unum undanfarinna ára?
Óskar Hallgrímsson (A):
Borgarfulltrúar Alþýðuflokksins
flytja engar breytingartillögur
við fjárhagsáætlunina. Hún er
ekki gallalaus, en hefur þó þau
aðaleinkenni, að gjöld hækka
miklu minna en oftast áður.
Verður ekki á móti því mælt, að
hér er að mörgu leyti um hóf-
lega fjárhagsáætlun að ræða.
Sýna tillögur hinna minnihluta
flokkanna og afstaða Alíþýðu-
flokksins, að minnihlutaflokkarn
ir eru nokkuð ánægðir með áætl
unina, miðað við aðstæður. En
þeir verða að gera þá kröfu, að
hlutlægt mat fari fram á öllum
rekstri borgarinnar og minni-
hlutaflokkarnir geta fengið betri
upplýsingar um borgarrekstur-
inn.
Ég hef flutt hér í borgarstjórn
tillögur um, að borgarstjórn full-
nýtti álagningarheimild aðstöðu-
gjalda. En nú tel ég ekki unnt,
að styðja tillögur Alþýðubanda-
lagsins um þetta sama efni vegna
verðstöðvunarfrumvarps ríkis-
stjórnarinnar.
Lagði Óskar áherzlu á, að
auka þyrfti fasteignaskatta og
gagnrýndi Kristján Benediktsson
fyrir „vörn hans fyrir stóreigna-
menn“ borgarinnar. Taka verður
stærri hluta tekna borgarinnar
með fasteignasköttum, en minni
hluta með launasköttum. Nú
nema fasteignaskattar aðeins um
3,7% af tekjum borgarinnar.
Jón Baldvin Hannibalsson (K)
gerði grein fyrir tillögum borg-
arfulltrúa Alþýðubandalagsins
um skólaibyggingar og dagheim-
ili og vistheimili. Borgarfulltrú-
inn sagði, að ekki væri gert ráð
fyrir að sjá fyrir skólaþörf nýrra
hverfa í Framkvæmda- og fjár-
öflunaráætlun borgarinnar, ekk-
ert framlag væri ætlað til skóla
í Fossvogi 1967, en annað hvort
þyrfti að byggja skóla í Fossvogi
eða hefjast handa um annan
áfanga Hvassaleitisskóla og
hefðu borgarfulltrúar Aiþýðu-
bandalagsins valið síðari kost-
inn, og gerðu tillogu um þá fram
kvæmd og ennfremur um aukið
framlag til Breiðholtsskóla.
Þá ræddi^ borgarfulltrúinn dag
heimili í Árbæjarhverfi. Sagði,
að upphaflega hefði verið gert
ráð fyrir 5 millj. kr. framlagi á
árinu 1967, en því hefði verið
slegið á frest til 1968. Þó hefði
mátt ætla að borgarstjórn hefði
fullan hug á að bæta fyrir ‘van-
efndir á þjónustu við þetta
hverfi, en dagheimili væri brýnt
í þessu hverfi, vegna fjarlægðar,
barnamergðar og að íbúar þess,
flest ungt fólk væri skuldum
vafið og þyrftu því að vinna úti.
Þá gerði borgarfulltrúi að um
talsefni reksturskostnað barna-
heimila á vegum borgarinnar og
sagði að hann væri svo hár að
með ólíkindum væri. Hér
væri um ótrúlega háar upphæð-
ir að ræða og óhjákvæmilegt
annað, en að rannsókn færi fram
á þessum málum, en hæstu kostn
aðarliðir væru matur og viðhald
fasteigna.
Jón Snorri Þorleifsson (K):
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins vilja ýta á eftir því, að
lokið verði við borgarsjúkra-
húsið eftir hálfs annars áratugs
göngu. Þrátt fyrir fimm millj.
króna aukaframlag til sjúkra
hússins, tel ég að sjúkrahús-
byggingunni verði ekki lokið
næsta haust.
Vegna B-álmu vil ég segja, að
hefja verður nú þegar undir-
búning að byggingu hennar.
Mistök mega ekki eiga sér stað
eins og við byggingu þess hluta,
sem nú er reistur. Samstarf verð
ur að takast við ríkið um röð
spítalabygginga.
Þá fylgdi ræðumaður úr hlaði
ályktunartillögu Alþb. um hita-
veitumál. Ræddi hann fram-
kvæmdaáætlun hitaveitunnar
og lánamál hennar. Fjárhagsáætl
unin, sagði ræðumaður, gerir
ekki ráð fyrir, að þjónustu-
möguleikar hitaveitunar aukizt
eftir því, sem borgin þenzt út.
Síðari ályktunartillaga Alþýðu
bandalagsins er þess efnis, að
borgarstjórn ákveði að byggja
tvö sambýlishús í Breiðholts-
hverfi, sem í verði um 150 litlar
íbúðir, miðaðar við þarfir aldr-
aðs fólks, einstæðra mæðra og
fólks með skerta starfsgetu.
Gerði ræðumaður grein fyrir
henni. og ræddi húsnæðisvanda-
mál á breiðum grundvelli og
taldi það vera mikið félags-
legt vandamál.
Birgir ísl. Gunnarsson (S)
sagði, að megineinkenni þess-
ara umræðna væri sem hér seg-
ir: f fyrsta lagi væru allir flokk-
ar greinilega sammála um, að
skattaálögur á borgartoúa gætu
ekki minni verið en gert væri
ráð fyrir í þessari fjárhagsáætl-
un. Alþýðubandalagið vildi þvert
á móti hækka álögurnar um 50
millj. kr., en Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur bæru ekki
fram neinar tillögur til lækkun-
ar á heildarupphæð fjárhagsáætl
unarinnar. í öðru lagi væru svo-
kallaðar sparnaðartillögur Fram
sóknar og Alþýðubandalagsins
greinilegar sýndartillögur og
mjög lítils virði, enda hefðu
fulltrúar þessara flokka ekki
bent á neinar raunhæfar leiðir
til sparnaðar. Þriðja meginein-
kenni umræðnanna væri yfirboð
minnihlutaflokkanna á ýmsum
sviðum framkvæmda og fjár-
magn til þeirra ýmist tekið með
auknum álögum eða óraunhæf-
um „sparnaðartillögum“.
Þá gerði BIG
að umtalsefni
þann áróður,
sem uppi væri
hafður að fjár-
hagsáætlun
þessi væri lík-
leg til að auka
verðbólgu.
Hækkanir frum
varpsins á milli
ára væru eingöngu vegna hækk-
ana, sem þegar væru komnar á
og í frumvarpinu ekki gert ráð
fyrir neinum kauphækkunum á
árinu 1967. Frumvarpið væri sett
fram í þeirri einlægu von, að
verðhækkanir yrðu ekki á ár-
inu 1967 og því væri áætlunin
miðuð við það, að útsvarsupp-
hæð hækkaði ekki meir en um
18% á milli ára, en líklegt væri,
að unnt yrði að ná þeirri hækk-
un án þeís að breyta þyrfti skatt
stigum. Hlutfallslega myndu
menn því greiða sama útsvar á
næsta ára og nú á þessu ári.
Birgir ræddi því næst þá til-
lögu Alþýðubandalagsins að
hækka gjaldskrá aðstöðugjalda
og vilja þannig auka álögur um
50 millj. króna. Vék hann sér-
staklega að þeim rökum Alþýðu
bandalagsins að með því að neita
að hækka gjaldskrá aðstöðu-
gjalda nú væri Sjálfstæðisflokk-
urinn að halda hlífiskildi yfir
fyrirtækjum og „gróðafélögum“,
eins og það héti á máli Alþýðu-
bandalagsins. Taldi Birgir að
með þessum málflutningi sýndu
Alþýðbl.menn mikinn tví-
skinnung og rifjaði í þvi sam-
bandi upp ummæli Þjóðviljans
frá því á sl. sumri, er útsvars-
skráin kom út, en þá sagði Þjóð-
viljinn um aðstöðugjöldin: „En
aðstöðugjöldin eru á engan hátt
sambærileg við útsvör. Þau eru
reiknuð út frá umsvifum fyrir-
tækja án tillits til afkomu þeirra,
og fyrirtækin láta þau fara beint
út í verðlagið — viðskiptavin-
irnir borga. Aðstöðugjöldin eru
hliðstæð söluskatti, fyrirtækin
greiða þau gjöld ekki í raun og
veru, heldur innheimta þau að-
eins fyrir borgarsjóð. Ef reikna
á aðstöðugjöldin m-eð væri miklu
rökréttara að bæta þeim við út-
svarsupphæð þá, sem almenning-
ur greiðir". Þannig hljóðuðu
Þessi orð Þjóðviljans. Eitt væri
sagt í dag og annað á morgun.
í sumar hefði verið sagt að al-
menningur borgaði aðstöðu-
gjöldin, fyrirtækin ekki — nú
væri komið og sagt að fyrirtækin
borguðu aðstöðugjöldin, en al-
menningur ekki. Allt eftir því
hvað hentaði hverju sinni.
Þá benti Birgir á þá blekkingu
sem Framsóknarmenn hefðu í
frammi, þar sem þeir teldu til
skatta þau gjöld, sem einstöku
þjónustufyrirtæki borgarinnar
innheimtu sem endurgjald fyrir
þjónustu, sem þau létu almenn-
ingi í té. Gjöld þessi hækkuðu
eðlilega frá ári til árs í heild,
þar sem þjónusta þeirra ykist og
neytendahópurinn stækkaði.
Þá gerði Birgir að umtalsefni
einstakar breytingatillögur, sem
Framsóknarmenn og Alþbl.menn
flyttu við frumvarpið. Sagði
hann, að fulltrúar þessara
flokka notuðu stór orð um
það að beita þyrfti meiri hag-
ræðingu og hagsýslu í borgar-
rekstrinum og taka véltæknina
meir í þjónustu sína, en heilind-
in í þessu tali þeirra kæmi bezt
í ljós, þegar breytingatillögur
þeirra væru virtar, en sam-
kvæmt þeim vildu þeir lækka
framlög bæði til hagsýsluskrif-
stofu og til skýrsluvéla. Þannig
vildu þeir skera niður þá liði
fjárhagsáætlunar, sem horfðu til
aukinnar hagsýslu og vélvæð-
ipgar í borgarrekstrinum. Þá
sagði BÍG að í raun og veru bæri
ekki mikið á milli um nauðsyn
á fjármagni til einstakra reksturs
liða, því að breytingatillögur
minnihlutans væru samanlagðar
hjá hvorum flokki fyrir sig inn-
an við 1% af heildarútgjöldum
borgarinnar.
Síðasti kaflinn í ræðu Birgis
fjallaði um þann áróður, sem nú
væri hafður uppi, að rekstrar-
útgjöldin gleyptu stöðugt hærri
hlut og því væri hlutfallslega
minna áætlað til framkvæmda.
Létu minnihlutaflokkarnir það i
veðri vaka, að hér væri um ára-
langa þróun að læða. Þetta væri
hinsvegar rangt. Ef kannað væri,
hversu mikill hluti af heildar-
útgjöldum borgarsjóðs hefði far-
ið til verklegra framkvæmda
undanfarin ár (gatniagerðarfram
kvæmdir meðtaldar) —, þá
kæmi eftirfarandi í ljós: Árið
1958 var áætlað til verklegra
framkvæmda 27% af heildarút-
gjöldum borgarsjóðs, árið 1959
26%, 1960 27%, 1961 27.6%,
1962 2(7%, 1963 30%, 1964 34.7%,
1965 39.5%, 1966 38% og nú fyrir
árið 1967 væri áætlað að 32% af
heildarútgjöldum borgarsjóðs
færu til verklegra framkvæmda.
Sú hlutfallstala væri hærri en ár
ið 1963 og hærri en nokkurt ár-
anna 1959-1963. Hún væri að vísu
lægri en undanfarin tvö ár, sem
hefðu verið óvenjuleg góðæri, og
því hefði verið lýst yfir af borg-
arstjóra fyrir kosningar sl. vor,
að aukning framkvæmda yrði
ekki eins mikil og hún hefði ver-
ið hin síðústu ár.
Einar Ágústsson (F): Fjár-
hagsáætlunin ber sömu ' ein-
kenni og hinar fyrri. Höfuð-
kennileitin eru hækkun rekstrar
gjalda og samdráttur fram-
kvæmda. Tölur sýna, að engin
stefnubreyting hefur átt sér stað.
Fjárlög og fjárhagsáætlun borg-
arinnar bera þess merki með
þeim hækkunum, sem þar eru,
að verðstöðvun er hvergi nærri.
Enginn getur tekið mark á verð-
stöðvunartalinu.
Vék ræðumaður að afstöðu
Alþýðuflokksins til verðgæzlu
og fjárhagsáætlunar borgar-
stjórnar, störfum ráðherra flokks
ins í ríkisstjórn og hugleiðing-
um um verðlagseftirlit.
Vegna þeirrar staðreyndar, að
útsvarsstiginn ætti að vera
óbreyttur, sagðist ræðumaður
draga í efa, að um svo mikla
tekjuaukningu gæti verið a3
ræða eins og fjárhagsáætlunin
gerði ráð fyrir. Taldi hann, að
nýjar álögur yrðu að koma til
eftir að verðstöðvunarsjónleikn-
um lykL
Sagði ræðumaður ,að Fram-
sóknarmönnum fyndist mikið
dregið úr verklegum framkvæmd
um og þeir flyttu sparnaðartil-
lögur sínar, til þess að unnt yrði
að auka verklegar framkvæmd-
ir. Eyðslan heldur áfram. Tekju-
liðir eru þandir til hins ítrasta og
framkvæmdir skornar niður til
að setja peningana í rekstrar-
hítina, sagði Einar.
Loks mæli ræðumaður með
fjórum ályktunartillögum fram-
sóknarmanna.
Auður Auðuns (S) gerði að
umtalsefni tillögu Framsóknar-
manna um starfsfræðslu og
sagði, að þeir væru nokkuð seint
á ferðinni með þessa tillögu, þvf
að fyrir 13 árum hefði borgin
hafizt handa í þessum málum.
Árið 1953 hóf Ólafur Gunnars-
son kynningu á starfsfræðslu á
vegum borgariiínar og beittí sér
fyrir starfsfræðsludegi 1056 og
síðan árlega. Ennfremur hefði
verið gefinn út bæklingurinn
„Hvað viltu verða“.
Þótt Reykjavíkurborg hefðl
þannig haft forgöngu um þetta
Eídhús-
innréttingar
tizkan i dag
SELL — hinar frægu þýzku Sell-eldhúsinnréttingar (úr
plasti eða stáli), í íbúðir, félagsheimili, hótel, spítala, báta
og flugvélar. Aliir eldhússkápar klæddir þýzkum „Form-
ika“-plöt.um, og falla saman með mm nákvæmni, — og fylli
stykkjum ef með þarf. — Mjög hagkvæmir vaskar (margar
gerðir) — fást með hljóðeinangrun ef óskað er, —
Allir hlutir og innréttingar sérsmiðaðir samkv. teikningum,
hvort heldur er í hús, báta (skip) o. s. frv. R'afmagnstæki og
vélar frá hinum viðurkenndu þýzku Burger-verksmiðjum
— (aðrar tegundir fást ef óskað er). Hagstætt verð (sölu-
skattur innifalinn). — Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Hinir vandlátu nota SELL.
Þýzk úrvalstækni.
MÁLNINGARVÖRUR HF„ Bergstaðastr. 19. - Sími 15166.