Morgunblaðið - 05.01.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigui'ður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
RÆKTUN
TTin mikla fólksfjölgun í
*■ heiminum og takmarkað-
ir möguleikar ýmissa heims-
hluta til þess að sjá þessari
fólksmergð fyrir nægilegu
fæði, valda vaxandi áhyggj-
um um heim allan nú á dög-
um. Mönnum finnst það
næsta ótrúlegt, að á síðari
hluta 20. aldarinnar, aldar
tækniframfara og vísindaþró
unar, skuli milljónir manna
enn lifa á barmi hungursneyð
ar.
Þetta er sérstaklega áber-
andi í hinum fjölmennu ríkj-
um Asíu, og þá einkanlega
Indlandi og vissulega er það
eitt stærsta verkefni mann-
kynsins að sjá svo um að
skortur á nægilegri fæðu
verði milljónum manna ekki
að bana. í þessum efnum eru
margir möguleikar fyrir
hendi og vísindin vinna stöð-
ugt að því að finna einfaldari
leiðir til þess að sjá mönn-
unum fyrir nægilegri fæðu.
Möguleikar hafsins í þess-
um efnum vekja eðlilega sér-
staka athygli okkar íslend-
inga, þar sem við erum mikil
matvælaframleiðsluþjóð, og
sú framleiðsla byggist fyrst
og fremst á auði hafsins. Eng-
in vafi er á því, að mikið er
af ónytjuðum fiskimiðum
víða um heim, t.d. í Kyrra-
hafi, sem Asíuþjóðir gætu
nýtt, ef þær hefðu til að bera
þá þekkingu, fjármagn og
neyzluvenjur, sem eru nauð-
synleg forsenda þess.
En aðrir möguleikar eru
einnig fyrir hendi. Framfarir
á sviði vísinda eru nú orðnar
svo miklar að því virðast lítil
takmörk sett, hve hægt er
að auka þekkingu manns-
ins, einungis ef nægi-
legu fjármagni og nægilegum
mannafla er beitt að
ákveðnu marki um tiltekin
tíma. Á því sviði eru gífur-
legir möguleikar ónotaðir í
heimshöfum öllum. Ræktun
hafsins, að sama Skapi og
ræktun lands, kann að virð-
ast fjarlæg hugsun hjá-mörg-
um, en þegar menn gæta þess
-hve fólksfjölgunin í heimin-
um er mikil og ör og hve
nauðsýn þess að sjá þessari
miklu fólksmergð fyrir fæði
er brýn, verður ljóst, að inn-
an tíðar hljóta þjóðir heims
að taka höndum saman um
skipulagðar og markvissar
rannsóknir, sem miða að því
að rækta hafið á sama hátt og
jörðin hefur verið ræktuð um
aldir, með sífellt betri
árangri.
ÞJÓNUSTUSTÖRF
i~Vft fárast menn yfir þeirri
” þróun, að sífellt stærri
HAFSINS
hluti vinnuaflsins fer til ým-
issa þjónustustarfa frá undir-
stöðuatvinnuvegunum og er
þetta talin neikvæð þróun,
sem hljóti að hafa hinar al-
varlegustu afleiðingar í för
með sér.
Ólafur Björnsson prófessor
gerði þetta atriði að umtals-
efni í þingræðu, er hann flutti
skömmu fyrir jól, og vakti
athygli á því, að í hinum van-
þróuðustu löndum eins og t.d.
Indlandi, Pakistan og Thai-
landi, þar sem þjóðartekjur á
mann eru mjög lágar, eða und
ir eitt hundrað dollurum,
á mann, stundar aðeins 10%
af þjóðinni þjónustustörf. En
í því landi heims, þar sem
þjóðartekjur á mann hafa ver
ið hæstar, eða 2500 dollarar á
mann, það er í Bandaríkjum
Norður-Ameríku, vinnur
meir en helmingur þjóðarinn
ar við þjónustustörf. Síðan
sagði Ólafur Björnsson: „í
hinum auðugustu Evrópulönd
um, svo sem í Svíþjóð og
Sviss, þar sem þjóðartekjur
á mann eru 1500 dollarar, eru
það 40% þjóðarinnar, sem
lifa af þjónustustörfum og
álíka mikið í Noregi og Dan-
mörku, þar sem þjóðartekjur
eru að vísu nokkuð lægri.
Þess má geta að ísland er með
í þessari skýrslu, þjóðartekj-
ur hafa verið á þessu ári (þ.e.
1961) ofurlítið lægri en í Nor-
egi og Danmörku, en hlutfalls
tala þeirra sem lifir af þjón-
ustustörfum hér á landi hef-
ur þá verið um 33%.“
Þessar upplýsingar prófess-
ors Ólafs Björnssonar benda
ótvírætt til þess, að eftir því
sem tækniþróunin verður
meiri og velmegunin eykst,
fjölgi þeim aðilum í þjóðfé-
laginu, sem vinna að margvís
legum þjónustustörfum, en
hinum sem vinna við undir-
stöðuatvinnuvegina fækkar,
fyrst og fremst vegna mikillar
tækniþróunar í þeim. Það er
því vissulega ekki merki um
neikvæða þróun, þótt slíkt
eigi sér stað hér á landi, held-
ur þvert á móti.
VALDABARÁTT-
AN í KÍNA
17’aldabaráttan innan kín-
“ verska kommúnistaflokks
ins harðnar stöðugt eins og
ljóst verður af fregnum um
það, að hún hafi nú náð til
verkalýðssamtaka landsins,
en óljósar fregnir eru uppi
um þróun mála í þeim.
Það er hins vegar alveg
ljóst, að meðal kínverskra
kommúnista standa hörð átök
milli ofstækismanna á borð
við Lin Piao, landvarnarmála
Steinrunnin leðurblaka álitin
elzta fljúgandi spendýrið
— sem vitað er um
FYRIR 50 milljónum ára
flaug fimm þumlunga löng
leðurblaka frá ströndinni all
langa leið yfir djúpt og mikið
stöðuvatn, sem í þann tíð
huldi suðvesturhluta Wyom*
ing-fylkis. Hún hefur líklega
verið að leita sér að fiski til
kvöldverðar. Hún fórst af ó-
kunnum ástæðum og fékk
vota gröf langt undir yfirborði
vatnsins.
Ári síðar féll forsögulegt
blóm — áþekkt lilju — í vatn
ið og rak fyrir straumum og
vindi unz það sökk til botns
og lenti við rófu leðurblök-
unnar.
Árið 1933 fann Clarence
Cushman, sem þá leitaði að
olíu, og nú býr í Colorado,
þessa steinrunnu leðurblöku og
blómið í olíumenguðum merg
ilsteini. Hann var þá að leita
að steingerðum fiskum, sem
mikið er af á þessu svæði.
Það er 190 mílur austur af
Salt Lake City, og gengur
undir hinu þverstœðukennda
nafni Stöðuvatnið steinrunna.
Þessi leðurblaka er elzta
fljúgandi spendýrið, sem vit-
að er um. Hún komst í eigu
Princeton háskóla, eftir að
fyrrnefndur Cushman og dr.
Glenn L. Jepsen höfðu átt
samningaviðræður yfir bjór-
kassa á heimili hins síðar-
nefnda.
Atvinnuleyndarmál.
Verðið er atvinnuleyndar-
mál, en sögusagnir herma, að
Oushman hafi þegið minna en
dr. Jepsen bauðst til að greiða.
Dr. Jepsen er prófessor í stein
gerfingafræði hryggdýra við
Princeton.
Að lokinni kennslu í há-
skólanum hefur hann unnið
þúsundir klukkustunda að
því, að brjóta mergilsteininn
utan af beinagrind leðurblök-
unnar, sem varðveitzt hefur
ótrúlega vel. Þetta var mikið
nákvæmnisverk. Sum bein
leðurblökunnar eru mjórri
en mannshár.
Um miðjan desember síðast
liðinn kom út tímarit Sam-
bands Bandaríkjamanna til
eflingar vísindunum, Science
heitir það. Þar er birt bráða-
birgðaslkýrsla dr. Jepsen uin
leðurblökurannsóknirnar. Þar
heitir leðurblakan Icaronycter
is Index.
Vísindaheimurinn þekkir
hana undir heitinu PU 18150
nrimrmiiiiHíTr ~~»"r'i nniii' ihhiiiíiii m
i Náttúrusögusafni Princeton
háskóla.
Nafnið táknar nýtt leður-
blökukyn, sem heitið er eftir
goðsagnafígúrunni grísku
Jkarus. Hann féll eins og leð-
urblakan í vota gröf, þegar
gerfivængir hans bráðnuðu,
er hann flaug of nærri sólu.
Tegundarheitið Index er
dregið af því, að þessi smá-
gerða leðurblaka hefur kló á
vísifingri, sem ekki þekkist á
leðurblökum nútímans. Dr.
Jepsen hefur margt eitt sum-
ar reikað um grjótnámur
Wyoming í leit að steingerf-
ingum frá örófi vetra. Hann
leggur mikla áherzlu á, að
skýrsla sín sé aðeins til bráða-
birgða.
' *r' Ir’ý
Náinn kunningskapur í 25 ár: Dr. Glenn L. Jepsen hefur
rannsakað þennan steingerfing af '50 milljón ára leðurblöku
í háskóla sínum Frinceton síðan 1941.
Kosningar í Laos
Vientian, 3. janúar — NTB
STUÐNINGSMENN Souvanna
Phouma, forsætisráðherra Laos
og fyrrum forsætisráðherra,
Phoui Senanikone, unnu veru-
legan sigur í þingkosningunum
sem fram fóru í Laos í gær.
í kvöld var kunnugt um kjör
ráðherra og hinna sem hægar
vilja fara í sakirnar eins og
forseta landsins.
Ógjörlegt er að átta sig
fyllilega á athurðunum í
Kína, en þó virðist svo sem
hvorugur aðilinn hafi enn náð
undirtökunum í þessari bar-
áttu og má því búast við að
hún geysi áfram enn um sinn
og harðni frá því sem nú er.
En slík umbrot í þessu vold
uga Asíuríki hafa vissulega
hættur í för með sér og auð-
vitað hljóta menn að vona,
a.m.k. heimsfriðarins vegna,
að hinir glórulausu ofstækis-
menn nái ekki öllum völdum
í Kína.
52 þingmanna af 59, sem kosið
var um, en af þeim voru 32
menn kjörnir, sem ekki höfðu
áður átt sæti á þingi. Enn er
ókunnugt um úrslit í héruðun-
um Xieng Khouang og Sam
Neua, sem eru undir stjórn
Patihet Lao.
Meðal nýrra þingmanna er
fyrrverandi sendiherra Laos í
París, Bouphat Chounramany og
Bounthong Voraveng, bróðir
fyrrum forsætisráðherra,
Phoumi Nosavan.
Haft er eftir fréttastofunni
Nýja Kína í Peking, að Soup-
hanavong fursti, varaforsætis-
ráðherra Laos, bróðir Souvanna
Phouma, hafi sagt, að 192 banda
rískar flugvélar hafi verið skotn
ar niður yfir Laos á árinu 1966
og 10.000 „óvinahermenn“ drepn
ir.
Bern, 3. jan. — NTB
• Stjórn Sviss hefur kjörið
Nello Celio, landvarnarráðíherra,
í stað Pauls Chaudet. Chaudet
sagði af sér í síðasta mánuði
eftir 12 ára starf, vegna gagn-
rýni á hann fyrir kaup á frönsk
um orustuþotum. -
Enski sendikenn-
arinn heiðraður
MEÐAL þeirra, sem Elisabet
Englandsdrottning heiðraði á ný-
ársdag, var Donald Brander, sem
verið hefur sendikennari við Há-
skóla íslands frá árinu 1958. Var
hann sæmdur orðunni MBE,
Member of the British Empire,
fyrir störf sín hér á landi. Var
þetta tilkynnt í London á nýárs-
dag.
Donald Brander mun hverfa
frá störfum sínum hér á landi
í vor og mun þá hætta hjá Brit-
ish Council fyrir aldurs sakir.