Morgunblaðið - 05.01.1967, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
15
Þeir hafa barizt fyrir
sínu um aldaraðir
Rætt við Erlend Haraldsson, eina erlenda blaða-
feng sinn fundu þeir sinn lífs-
glaða og spakvitra húsbónda
látinn. Þar sem dívunum féll
vel við hinar björtu meyjar,
héldu þeir til fjalla og gerðu
þær að eign sinni. Afkomendur
þeirra eru Kúrdar. Eins og
kunnugt er, eru Kúrdar tald-
ir hreinastir indó-germanskra
þjóða á þessum slóðum, en þeir
fulltrúa kúrdiskra uppreisnarmanna
HONUM var smyglað inn 1
land Kúrda og til uppreisnar-
manna þar. Hann fór huldu
höfði um naetur, en svaf á dag-
inn í útihúsuim og fylgsnum.
Hann ferðaðist um brenndar
sveitir og héruð stórbrotins
lands. Maðurinn heitir Erlend-
ttr Haraldsson. Hann nemur nú
íálfræði við háskólan í Miinch
en, en kom heim til Islands
um jólin. Við hittum Erlend
nánustu vinir mínir, enda
fannst mér þeir vera þægileg-
it í umgengni, hressir í bragði
gestrisnir og örlátir og aðdá-
endur alls sem fagurt er, ,og
þó elskuðu þeir ekkert heitar
en föðurland sitt, sem þeim
varð mjög tíðrætt um. Þegar
þeir komust að því, að ég hugði
á ferðalag um nálæg Austur-
lönd, hvöttu þeir mig eindregið
til að reyna að komast á fund
gegn árásarher kossfaranna,
heldur bætti einnig sið Mú-
hameðs og hreinsaði að sögn
burt spillingu þá og lausung,
sem að undanförnu hafði graf-
ið um sig innan hins múham-
eðska ríkis.
Það væri gaman að skjóta
hér inn í tveim goðsögnum,
sem Kúrdar hafa um uppruna
sinn, þótt engum geti dulizt
að ekki er mikill sögulegur
grundvöllur fyrir þeim.
Fyrri sagan hefst á forsögu-
Erlendur Haraldsson ásamt Mulla Mustafa Barzani, leið-
toga uppreisnarmanna í Kúrdistan.
Mulia Mustaia Barzam asamt fleiri leiotogum uppreisnarmanna.
tmilli jóla og nýárs útl á Sel-
tjarnarnesi og datt þá í hug
«ð ræða stuttlega við hann um
afskipti hans af málefnum
Kúrda og kynnum hans af Kúrd
tim og landi þeirra, en Kúrd-
ar eru fjallaþjóð, um 10-12
milljónir að tölu, sem byggja
hrjóstrugt fjalllendi Tyrklands
Sýrlands, fraks, írans, en hafa
ekki hlotið sjálfstæði sitt enn
þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. Erlendur hefur um nokk-
ur undanfarin ár verið mikill
áhugamaður um málefni
Kúrda, og hefuæ hann tvisvar
iferðast um land kúrdískra
uppreisnarmanna. Fyrra ferða-
lagið fór hann síðari hluta sum
ars 1962, og hefur hann skrif-
að bók um þá ferð. Kom hún
út hjá bókaútgáfunni Skugg-
ajá haustið 1964. Síðari ferð
BÍna til Kúrdistan fór Erlend-
ur haustið 1964. Hefur hann
Bkrifað um það ferðalag sem
viðbót við fyrri bók sína. „Með
al uppreisnarmanna í Kúrdist-
an“, og kom hin nýja bók út
á þýzku í haust undir heitinu
„Land im Aufstand: Kurdist-
®n.“ Erlendur er einn örfárra
blaðamanna, sem komizt hafa
til uppeisnarmanna i Kúrdist-
an, og fyrsti útlendingurinn,
sem hefur orðið þess heiðurs
aðnjótandi að verða blaðafull-
trúi þeirra á erlendum vett-
vangi.
—■ Hvenær fékkstu fyrst
áhuga á málefnum Kúrda?
— Það var árið 1962 þegar
ég var við nám í Berlínarhá-
skóla. Þá kynntist ég nokkr-
um kúrdískum námsmönn-
um þar, og urðu þeir brátt
Kúrdískra uppreisnarmanna,
sem börðust við heri Kassims
þáverandi einræðisherra Ir-
aks. Þetta gerði ég, og hef æ
síðan haft mikinn áhuga á mál
efnum þessarar þjóðar, sem að
mínum dómi er um margt lík-
ari Evrópumönnum en nábú-
um sínum Aröbum og Tyrkj-
um (og Persum).
— Hafa Kúrdar lengi búið á
þessu landssvæði sem nú er
kallað Austurlönd nær?
1 skráðum heimildum er
Kúrda fyrst getið af Súmerum
um tvö þúsund árum fyrir upp
haf tímatals okkar. Voru þeir
þá nefndir Guti eða Kuti, sem
síðar varð Gardu eða Kardu
hjá Assíríumönnum. Þýðir orð-
ið einfaldlega fjallabúi. Hinir
fornu Kúrdar þörðust gegn
öllum konungum Assýríumanna
og gengu síðar í lið með Xer-
exes Persakonungi og hjálpuðu
honum til að leggja undir sig
Balbýlon og Níneve, sem voru
aðalborgir Assýríumanna. Síð-
an réðu ýmis ríki að nafninu
til yfir Kúrdistan, en sjaldan
numu þeir völd lengi hafa náð
langt inn í fjalllendið. Þá kom
ust Kúrdar undir veldi kali-
fans í Bagdad, er þeir lögðu
niður sið Zaraþústra og sner-
ust til Múhameðstrúar.
Á tíundu öld, þegar veldi
kalífanna var tekið að hnigna,
mynduðust í Kúrdistan nokkur
sjálfstæð ríki, sem áttu sér
glæsilega sögu, og studdu ríku-
lega bókmenntir og listir. Hæst
stóð veldi Kúrda á dög-
um Saladíns, sem var
Kúrdi og varð ekki að-
eins frægur fyrir baráttu sína
legum tíma í íran (Arían).
Sat þá konungur einn á veld-
isstóli og var mikið skrímsli.
Uxu upp af öflum (hans tveir
höggormar, og varð hvor þeirra
að fá einn mannsheila til mat-
ar á degi hverjum. Snjöllum
ráðgjafa, sem sárnaði þessi
stöðugu líflát, kom það ráð í
hug að blanda daglega saman
mannsheila og kálfsheila til
matar höggormunum. Þeir létu
blekkjast, en ráðgjafinn hjálp-
aði úr landi þeim pilti eða
stúlku, sem hann forðaði frá
dauða hverju sinni, Þessu unga
fólki var smyglað upp í fjöll-
in og varð þar að forfeðrum
Kúrda.
Hin þjóðsagan hefst með
Salómón konungi, sem þekktur
er um öll Austurlönd nær,
ekki síður en í hinum kristna
heimi. Sá voldugi, vitri og
kvenholli konungur réð yfir ó-
sýnilegum heimum, þar sem
bjuggu álfar, englar og hvers
kyns huldufólk, sem Kúrdar
nefna jinní ífrit, dív og parL
Dag nokkurn kallaði Salómon,
að sögn Kúrda, saman fimm
hundruð þegnhollra og traustra
díva. Gaf konungur þeim þá
skipun að fljúga til Evrópu
og færa sér þaðan fimm hundr
uð þeirra fegustu meyja, sem
þar fyndust.
Dívarnir ræktu erindi sitt
með góðum árangri og sneru
að því búnu heim. En er þeir
komu til heimalandsins með
eru náskyldir Persum, sem
einnig eru aríar.
— Eru Kúrdar enn að berj-
ast fyrir sjálfstæði sínu?
— Já, þeir eru enn að berj-
ast fyrir sjálfstæði í Irak, en
í því landi hafa veir verið
beittir, og eru enn, miskunnar-
lausri hörku og ofbeldi, svo
kúgun má heita. Þegar ég var
í fyrra sinnið gestur kúrdískra
uppreisnarmanna í írakíska
Kúrdistan, var Kassim einræð-
isherra í íak, ög ofsótti hann
Kúrda gegndarlaust og þá eink
um með flugvélum, en fyrir
þeim eru Kúrdar varnarlausir.
Þar sem þeir hafa engan flug-
her eða loftvarnarbyssur. Þess-
ar flugvélar voru Kassim
fengnar frá Rússlandi, og
beitti írakíska stjórnin þeim
jöfnum höndum gegn kúrdísk-
um borgurum og kúrdískum
hermönnum. Hefur fleiri
hundruðum þorpa verið jafnað
við jörðu og þá um leið drepn
in börn, konur og gamalmenni
í þúsundatali. Kúrdar hafa
hvað eftir annað reynt að vekja
athygli á málstað sníum með-
al vestrænna þjóða og einnig
m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum
(fyrir brot írakískra yfirvalda
Framhald á bls. 16.
Nokkrir kúrdiskir uppreisnar menn.
:&jnSPSPf